Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ A. J. Johnson: Fáein orð um skáldin fornu — forfeður rangæisku skáldanna. JÓN ARASON þeim, fuglum sáum við dálítið þarna. En sú von brást einnig, og heim komum við kl. 8 um kvöldið og sögðum okkar farir ekki sléttar. Næsta dag ferjaði Sigurður, bóndi að Laugarbóli, mig yfir fjörðinn, og gekk eg þaðan yfir að botni í Mjóafirði, fjögurra klukkustunda gang, kvaddi Sigurð bónda Jónasson, sem var við ullarþvott úti, og sýndi honum bréfið frá vini mínum, Baldri lækni. Bauð hann mér þegar til stofu og kvað allt til reiðu, er hann gæti í té látið. Þarni hitti eg fyrir uppeldisson hjónanna í Botni, Halldór Kristjánsson, hinn görvilegasta og vasklegasta pilt, um 18 ára gamlan. Sagði liann mér þær gleðifréttir, að hann hefði tvisvar komizt í arnar- hreiðrið i bandi, og kvaðst glað- ur skyldi koma með mér næsta dag, ef stjúpi sinn leyfði, og var það auðsótt, þótt túnasláttur væri nýbyrjaður og nóg að gera. Sagði Sigurður, að örninn hefði verpt þarna í fjallinu í 18 ár, en þó ekki alltaf á sama stað. Næsta dag gengum við Halldór á fjallið, og fram á brúnina yfir hreiðrinu og höfðum band með okkur. 1 hreiðrinu voru tveir litlir ungar, en ernirnir sveim- uðu yfir höfðum okkar. Blæja- logn var, og þó sá eg ernina aldrei svo mikið sem bæra væng- ina; þeir liðu áfram í loftinu í stóra hringi upp á við, unz þeir hurfu okkur sjónurn. Af brún- inni voru um 10—15 metrar niður í lireiðrið, og leizt mér illa á að mynda þetta ofan frá. Var nú langt liðið, um tvö ár, síðan eg síðast fór í fjöll, og því ekki laust við að mig sundlaði þarna á- brúninni. Lét eg nú Halldór binda sig í vaðinn og gaf hann niður í hreiðrið með myndavélina og bað hann taka myndir af ungunum og útskýrði sem bezt fyrir honum, hvernig hann skyldi haga sér. Er hann hafði leyst sig úr vaðnum, og var kominn að hreiðrinu, stóðst eg ekki mátið, setti bandið fast og seig niður til Halldórs. Sátum við lengi hjá hreiðrinu og tók eg ótal myndir. Glaða sólskin var, en hreiðrið á móti norðri í fjallinu, og komst því engin sól- arglæta að, og þótti mér það miður. En Halldór sagði mér, að um kl. 5 á morgnana mundi sól skína þarna, og ætlaði eg að fara aftur í hreiðrið næsta morgun. En kóngsi vill sigla en bjT hlýt- ur að ráða. Næsta morgun var rigning og næsta og næsta, eða samfleytt ellefu daga. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, og svo fó'r hér. Vegna rigningarinnar, eða tafar- StálpaSur og grimmur amarungi í hreiðri. innar hennar vegna, komst eg að því lijá ferðamanni einum, að í Skötufirði væri eitt arnar- hreiðrið enn, með þremur upp- komnum ungum, svo að næsta sólskinsdag fórum við Halldór í það hreiður, en ekki Botns- hlíðarhreiðrið. Lánaði Sigurður bóndi mér tvo hesta og Halldór aftur sem fylgdarmann og héld- um við af stað til Skötufjarðar þann 18. júlí. Er þetta fjögra tíma reið hvora leið yfir Skötu- fjarðarheiði og er sú leið illríð- andi vegna klungurs, enda mun þetta versti reiðvegur landsins. Allt gekk þó að óskum og yfir komumst við að lokum, tókum af hestunum í rjóðri nokkru, því þarna er skógur, og hófum leit að lireiðrinu. Lolcs fundum við það á stórum stalli neðarlega í berginu, en hjónin voru ekki heima, og þar sem sólin mundi ekki skina í hreiðrið fyr en að klukkutíma liðnum, notuðum við tímann á meðan og gengum að næsta bæ, þriggja stundar- fjórðunga gönguferð. — Bóndinn þar, Sigurður, lét hið versta af örnunum, sem hann sagði að væru þrír. Höfðu þeir eyðilagt æðar- og kríuvarp hans, einnig silungsveiði, sem var þar nokkur, og loks rænt kettinum hans, þar sem liann gekk á eftir honum í fjörunni. En kisa hefir líka klær, og mun hún hafa notað þær óspart, því í um það bil 100 metra hæð sleppti örninn henni, en við fall- ið mölbrotnaði hvert bein i kisu, og var hún þegar dauð. -------- Við fórum nú að hreiðrinu, og vorum í sjöunda himni. Höfð- um barefli með okkur til vonar og vara, þvi ungarnir voru illir mjög og létu dólgslega. Lét eg Halldór æsa þá enn meir með því að ota að þeim prikinu, og urðu þeir við það hamslausir, en á meðan hamaðist eg með myndavélina. Er við höfðum skamma stund verið við hreiðr- ið, kom assa gamla askvaðandi og fór geyst. Hafði hún grá- sleppu i klónum, Er hun varð I. Jón Arason prestur, prófastur, Hólaráðsmaður, varabiskup (officialis), biskup, sýslumaður, hirðstjóri. öllum þessunr em- bættum gegndi Jón Arason, og er það nokkurt sýnishorn þess, hvílíkt stórmenni maðurinn var. Fræðimenn hafa nokkuð deilt um það, hvaða ár Jón biskup er fæddur. Almennt var talið, að hann væri fæddur 1484, en góð og gild rök hníga að þvi, að hann hafi verið fæddur fyrr, jafnvel allt að 5—6 árum (sbr. Klemens Jónsson, Skírnir 1924, 166—171). Jón biskup Arason fæddist í koti er Grýta heitir, skamm.t frá höfðingjasetrinu (og klaustrinu forna) Munkaþverá í Eyjafirði. Voru foreldrar hans fátæk — Ari Sigurðsson og Elín bláhosa — en af göfugum ættum, eink- um er fjær dró; t. d. átti Jón ætt að rekja til Guðmundar ríka á Möðruvöllum og Síðu-Halls í báðar ættir sínar, svo og til göfugra landnámsmanna, svo okkar vör, sleppti liún bráð sinni rétt við nefið á okkur og lét illum látum. Létum við slíkt ekki á oklcur fá, en héldum á- fram að stríða ungunum, með- fram til þess að fá gamla örn- inn í betra færi, og nú var hinn örninn kominn á vettvang líka. Þótti okkur enn vænkast um okkar hag og óskuðum einskis frekar, en að allt loftið fylltist af þessum sjaldséðu og merku vörgum. Þegar komið var kvöld, yfh’gáfum. við hreiðrið og voru ungarnir þá orðnir mjög þreytt- ir og hefðu áreiðanlega viljað sjá okkur báða hengda eða bit- aða niður i væna máltíð handa sér. Um ferðalag þetta mætti margt fleira segja, en greinin vist þegar orðin full-löng. Eg vil samt geta þess, að í bréfi sem eg fékk nýlega frá Halldóri, skrifar hann mér að i arnar- hreiðriou i Botnshliðinni hafi skeð óvæntur atburður. Höfðu orðið slansmál miTli unsanna um matarbita, sem lyktaði á þá leið, að sá sterkari drap þann veigaminni og át harm síðan I sem Auðuns rotins í Saurbæ í Eyjafirði — sonar Þórólfs smjör, er var félagi Hrafna- Flóka, og leizt svo vel á Island, sem kunnugt er, að hann „kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu“, og fékk viðurnefni sitt fvrir — og Helga magra. Sagnir herma, að Jón biskup hafi soltið i uppvextinum, og farið oft heim að Munkabverá til að sníkja mat, til að seðja hungur sitt. Ábóti í Munkaþver- árklaustri var um þessar mund- ir Einar ísleifsson, ömmubróðir Jóns, bróðir Þóru brók. Sagt er að hann liafi gefið litla, fátæka frænda sínum, bæði mat og ann- að, og jafnvel beðið munlcana í klaustrinu að gefa honum mat- arbita á laun. Einar ábóti hefir verið framsýnn (eins og Oddur biskup Einarsson), því í mæli er, að hann hafi átt að segja, að Jón yrði sér meiri maður, þó nú væri hann fátækur — og varð sú raunin á. Sjálfsagt hefir Jón biskup fengið fyrstu kynni af bók- legum fræðum lijá munk- unum á Munkaþverá, og hugur lians þá þegar hneigst að þeim, og ekki hefir vant- að gáfur og áræði. Lærði hann síðar til prests í klaustr- inu, og vígðist 1507 að Helga- stöðum í Reykjadal. Litlu síðar varð hann prestur á Hrafnagili i Eyjafirði; prófastur i Eyjafirði nærri samtímis, ráðsmaður Hóladómkirkju eftir fá ár, og sömuleiðis sýslumaður í Vaðla- þingi. Siðar var Jón biskup sýslumaður i Skagafjarðarsýslu. Einu sinni fékk liann veitingu fyrir Odda á Rangárvöllum, og hélt þann stað um allmörg ár, áður en hann varð biskup, en fór þangað aldrei, heldur lét annan prest þjóna þar fyrir sig. Hirðstjóri norðanlands var Jón biskup um. þriggja ára skeið. Eftir lát Gottskálks biskups Nikulássonar „grimma“ var Jón Arason kosinn til biskups á Hól- um (1522). Mjög var þáð and- stætt vilja Ögmundar Pálsson- ar, er þá var nvorðinn biskun i Skálholti. En ekki tjáði honum i móti að mæla, þó frekur væri og óvæginn. Jón Arason var ekkert lamb við að eiga, og hlaut

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.