Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 3
 VlSIR SUNNUDAGSBLM) 3 A. J. Johnson: Fáein orð um skáldin fornu — forfeður rangæisku skáldanna. , Loftur Guttormsson ríki var vafalítið einn af ættstærstu mönnum er lifað liefir á þessu landi. Hann var afkomandi flestallra göfugustu landnáms- manna landsins — en forfeður þeirra margra voru konungar, jarlar, og hersar, i nálægum löndum —- og þar af leiðandi af- komandi slærstu höfðingjaætt- anna, eins og t. d. Oddaverja, Haukdæla, Möðruvellinga og Skarðverja. En aðalættir Lofts voru tvær þær síðastnefndu, Möðruvellingar móðurætt, en Skarðverjar föðurætt. Var Loft- ur áttundi maður í heinan karl- legg í föðurætt frá Húnboga Þorgilssvni á Skarði á Skarðs- strönd (sem almennt mun nú talinn) bróðir Ara fróða. En kona Húnhoga á Skarði, Ing- veldur Hauksdóttir, var sjötti ættliður frá Ingólfi Arnarsyni landn.m., og sömuleiðis sjölti iiður frá Geirmundi heljar- skinn er nam land á Skarðs- strönd, og talinn er „göfgastur“ allra landsnámsmanna á. ís- lamdi“. Tólfti maður var Lofhir frá Guðmundi ríka á Möðru- völlum i móðuraptt, og jafnlangt frá Siðu Halli, cn Guðmundur ríki var fjórði maður frá Helga magra landnámsmanni í Eyja- firði, og sjötti maður frá Grími Kamban cr nam Færeyjar. Fleiri ættfeður Lofts ætla eg ■ekki að nefna.- Þetta er aðeins lítið sýnishorn af ættgöfgi hans. Ekki er kunnugt hvaða ár Loft- ur er fæddur, en scnnilegt cr að liann sé fæddur nál. 1375. Lofts er fyrst getið svo kunnugt sé stuttu eftir aldamótin 1400. Fyrir og um aldamótin mun hann hafa verið ráðsmaður hjá hefðarkonu í Rangárþingi, Guðrúnu Haraldsdóttur að nafni, af Oddaverja ætt, og gaf hún Lofti Stóra-Dal undir Eyjafjöllum í þjónustulaun. Árin sem svarti dauði geisaði hér (1402—3), hefir Loftur hk- lega verið utanlands, og svo aftur siðar, '•— eftir 1406. Þá hefir hann gjörst „konungs- maður og riddari; hafði hann hvítan fálka i skjaldarraerki sinu i bláum feldi“. Er heim kom aftur, fór Loftur með „sýsluvö’d hér og hvar“, en einkum þó i Vaðlaþingi (Eyia- fjarðarsýslu). Og „hirðstjóri norðan og vestan á Islandi" var hann 1427, en 1430 var Loftur ráðsmaður biskupsstólsins á Hólum. Hann bjó stórbúi á Möðruvöllum í Eyjafirði (lík- lega þó fyrst á Skarði á Skarðs- strönd), óðali móður sinnar. En stórbú hafði hann á þremur jörðum öðrum: Sjávarborg í Skagafirði, Lögmannshlíð i Eyjafirði, og Másstöðum í Vatnsdal. Mælt er að hann liafi átt 80 stórgarða (jarðir). „Hann hafði það að venju, að ríða mill- um stórbúa sinna með 18, og stundum fleh-i sveina“. í Sunnanfara frá 1891, er tal- ið, að eignir Lofts með þá gild- andi verðlagi, hafi numið 807 þús. 452 krónum. Þar af voru jarðeignir 717 þús. kr. og var jarðarhundraðið virt á 150 kr. í „smjörvum“ (smjöri) fengu skilgetin börn hans fjögur, 216 hundruð, og voru lagðir 20 fjórðungar (200 pund) í hvert hundrað". Þetta er dálaglegur smjörbiti, og mundi dýr nú á dögum (ca. 420 þús. kr.). Lik- lega væri óhætt að meta eignir Lofts nú á 5 miljónir kr. a. m. k.*) Mikið af auði sínum hefir Loftur fengið sem arfafé. I svarta dauða stráféllu næslum sumar ættir. Þeir sem eftir lifðu urðu forrikir, því stundum erfðu þeir fjórmenninga sina. Ættmenn Lofts, sem dáið hafa úr pestinni, liafa líklega verið bæði margir og ríkir, þar á meðal afi hans Ormur lögm. á Skarði. Eftir lát hans hefir Loft- ur erft Skarð og Skarðsauð m. *) Aðrir auðugustu menn á 15. öld munu liafa verið Björn ríki Þorleifsson tengdasonur Lofts (maður Ólafar).og Guðm. Arason á Revkhölum. Auður Björns er talinn um miljón krónur með vcrðlagi 1891, en Guðmundar rúmar 600 þús. kr. (sbr. Sunnanf. 1891). Mest af auðnum var i jarðeignum hjá báðum. Eignir Björns rnætti rneta nú á ca. 6 miljónir kr., en Guðm. 3.6 milj. Guðm. Arason hafði bú á þessurn höfiiðbólum: Reykhólum, Bæ á Rauðasandi, Núpi i Dýrafirði. Kaldaðarnesi, Pr;ánslæk, og Felli i Kollafirði. Á þessnm sex jörðum hafði hann 193 kýr. Og yfir 70 svín voru á þrempr búunum, m., því faðir hans Guttormur, sonur Orms lögm. var fyrir löngu andaður. Hann var veg- inn í Snóksdal 1381, af manni er hét Þorsteinn Jónsson, og hefir Loftur þá verið mjög ung- ur. Líklega hefir hann alizt upp með móður sinni Sophíu, dótt- ur Eiríks ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði. Það er talið nærri víst, að Loftur hafi byrjað bú- skap á Skarði með Ivristínu Oddsdóttur. Var hún stórættuð, dóttir Odds lögm. lepps Þórðar- sonar, Flosasonai’, Jónssonar, Erlendssonar lögm. sterka Ól- afssonar. „Þau unnust í líf og fjör“ enda kvað Loftur til henn- ar mikil og innileg áslakvæði sem nefnd eru „Háttalykill“ hinn „meiri“ og „skemmri“. Hér eru nokkur erindi úr þess- um yfir 500 ára gömlu ásta- kvæðuin. Eg elskg af instu rótunum þá afbragð berr af snótunum, sú gár fegurst á fótunum fljóð á manna mótunum; hygg eg mest fyrir hótunum, hjartans sorgar nótunum, nema mér bæti bótunum brúðr með elsku klótunum. ! Blið fríð bauga tróða, björt, skær, sú er mín kæra, lit, vit, lyndið mæta, lifsins blóm, meyja sómi, prúð skrúð plagar með heiður, pells rein, eg elska þig eina, vif líf vænast hófar, vella eik gerir mig bleikan. Mér er æ fyrir augum, enn má eg það kennast, að aldri fvrr á foldu, fæddist slik, hennar liki; eigi áðr né siðan ann eg slíkum svanna; minnist mcnja gunni mest, þá eg sé þær flestar. Drós er dægilig að visu, drós má ei vænniJvjósa, drós sem dagrinn lýsir, drós er fögr sem rósa, drósin dáðafúsa, drós sem cg mun glósá, drós má dægileg leysa, drós minn harminn ljósa. I fystu friðar ástir, fagurt sprund, saman bundum; tekst ef tveir vilja; skyldum við skrautfoíd aldrei skilja að okkrum vilja; ei er gaman nema gott sé; dygð hcfr beint ei brugðið blíð snót við mig síðan; maðr er manns gaman; víf skal þvi aldr og æfi itr drengr muna lengi; uhir auga meðan á sép. Hér er líklega lýsing af Krist- ínu: Fystan vil eg kjörinn kost kjósa að hafi mín drós: hærð sé vel og hagorð, hyggin og ráðdygg, dægilega miðmjó, mentuð bezt og fagrhent, fótsmá og velvitr, væneygð og örkæn. Af eftirfarandi erindi sést greinilega, að einhverjir venzla- menn þeirra Lofts og Kristínar hafa staðið gegn því að þau giftust, af einhverjum ástæð- um sem nú eru ókunnar. Þar segir: I Kyssumst, kæran, vissa kemr ein stund, sú er meinar, sjáu við aldrei siðan sól af einum hóli; meinendr eru mundar mínir frændr og þínir; öllum gangi þeim illa sem okkur vilja skilja. Hér verður Loftur svo lieitur út í þá sem vilja skilja þau að, að liann biður þeim bölbæna. Eins og áður er getið, hefir Loftur.byrjað búskap á Skarði með Kristínu, og bafa þau þá verið heitbundin en ekki feng- ið að giftast. Áttu þau saman f jóra syni, sem allir urðu merk- ismenn. Kristín hefir löngum verið kölluð „frilla“ eða „hjá- kona“ Lofts, en við ekkert hef- ir það að styðjast. Synir þeirra eru allir fæddir mörgum árum áður en Loftur giftist Ingi- björgu Pálsdóttur. Lang líkleg- ustu orsakir lil þess, að eigi varð áframhaldandi samband milli Lofts og Kristínar, sem unnust svo heitt, eru þær, að Loftur hafi um allmörg ár, nokkuru eftir 1406, veiTð er- lendis. Hans finnst þá hvergi getið hér á landi. Af lionum liafi engar fregnir borizt — af einhverjunt ástæðum — og Kristin því lialdið að liann væri dáinn, og þessvegná brugðið á það ráð, að giftast öðrum manni. Þegar Loftur kemur hingað svo aftur úr utanför sinni, grípur hann i tómt, þvi þá er Kristin gift. Maður henn- ar mun hafa verið Höskuldur Runólfsson (frá Laugalandi) i Gnúpufelli, er oft fór með sýsluvöld i Eyjafirði, og var 1‘orsvarsmaður barna Lofts við skipti eftir harm 1 136. Má nærri geta hvernig Lol'ti hefir verið innanbrjósts er hann vissi hvernig komið var, og er sagt. að hann hafi tregað Kristínu til æfiloka. Hún dó litlu á undan LjOftþ liklega 1430 eða 1431,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.