Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Þegar svona var komið, tók Loftur það ráð að kvænast ná- frænku Kristínar — þær voru ^ystkinadætur — Ingibjörgu Pálsdóttur sýslum.á EiðumÞor- varðssonar. Mætti vel ímynda sér, að honum hafi fundizt eitt- hvað líkt með þeim frænkun- um — ef til vill hæði í sjón og raun. Ekki er annars getið en að hjónaband þeirra hafi farið vel. Gifzt hafa þau líkL nál. 141(5. Synir Lofts og Kristínar voru: Ólafur „bóndi“ og sýslu- maður? í Reykjalilíð við Mý- vatn — afi Torfa i Klofa, (kvæntur Guðrúnu dóttur Rafns lögm. Guðmundssonar); Skúli sýslum. í Ási í Vantsdal? „höfðingi og mektarmaður" (kvæntur Helgu systur Björns ríka Þorleifssonar); Ormur sýslum. og hirðstjóri ó Staðar- hóli í Dölum (kvæntur Sólveigu systur Bjcvns rika. Síðar giftist Sóíveig séra Sigmundi Stein- dórssyni i Miklabæ, og var son- ur þeirra Jón Sigmundsson lög- maður); og Sumarliði stórhóndi og umboðsmaður á Grund (kvæntur Ólöfu Aradóttur, hálf- systur Guðm. ríka á Reykhól- um). Börn Lofts og Ingibjargar voru fjögur; tveir sjmir og tvær dætur: Þorvarðuf- sýslum. á Möðruvöllum (kvæntur Mar- gréti Vigfúsd. Hólms hirðstj.); Eiríkur sýslum. á Grund í Eyjafii’ði (kvæntur Guðnýju dóttur Þorleifs sýslum. Arna- sonar i Vatnsfirði, og Vatns- fjarðar-Kristínar konu hans, Bjofnsdóitur Jórsalafara). Þrír synir Lofts rika áttu þvi dætur þessara hjóna, og syslur Bjönis ríka, en Bjöm sjálfur og Árni bróðir hans i Fagradal, áttu dætur Lofts og Ingibjarg- ar, Björn Ólöfu, en Árni Soffíu. Þessar höfðingjaættir gátu tæplega tvinnast betur saman. Loftur ríki kemur mikið við hréf og skjöl síðari hluta æfi sinnar, eins og vænta má um svo ættstóran og auðugan mann, og mikið hafa orð hans og áhrif haft að segja. T. d. er sagt, að Jón Vilhjálmsson (enskur?) biskup á Hóluin hafi veitt prestaköll eftir tillögum Lofts, og lagt sig fram um það að ná vináttu við hanri og hald henni, enda fól hann Lofti ráðs- mennsku Hólastóls. „Þötti þá svoddan ráðsmennska hverju embætti í sýslum æðri.“ Loftur hafði verið vitur mað- iur og friðsamur. Hefir honum þar kippt í kyn til sumra for- fcðra sinna t. d. Skarðs-Snorra, sem var vitmaður og aunálað- ur friðarvinur og sáttabóðberi. Loftur bar sáttarorð á inilli Jóns biskups Vilhjálmssonar og séra Jóns Pálssonar Mariu- skálds, er þeir deildu um Grenjaðai-stað, og sjálfsagt liefir hann oftar verið við sættir rið- inn. En ekki hafði liann verið fyrir að láta hlut sinn ef því var að skipta, og hann taldi sig hafa á réttu að standa. Stórmannlega hefir Loftur haldið sig, sem meðal annars sézt á þvi, er hann reið milli búa sinna með um 20 sveina. Vel og rausnar- lega fórst honum við launsvni sina, er hann gaf hverjum þeirra þrjú hundruð hundraða (sex stórjarðir 50 hndr.), og rausnarmaður hafði hann verið i fleiru. Loftur ríki andaðist á ferða- lagi „i litlu og slæmu koti“ 1432, og er mælt að háttalyklar hans (þ. e. ástakvæðin til Kristinar) hafi fundist í „treyjuermi hans, þá hann var dauður“. Ingibjörg kona hans andaðist sama ár. Hafa ef til vill bæði dáið úr bólusótt er þá gekk hér. Fátt hefir geymst af skáldskap Lofts — en hann hefir verið eitt allra mesta skáld síns tima — utan háttalyklarnir (í öðrum eru 90 eriödi, hinum 114). Þó er til efth’ hann (að talið er) „Stúlku- vísa“ og „Mansöngur“, svo og Maríuvísur. Loftur hefir dáð og dýrkað „himnadrottninguna" af hug og hjarta. Hér er eitt er- indi: Heyr Máría heiðri glæst, þú hjálpar jafnan óðum, heyi’ gimsteinn sá, sem guði er næst og göfugastr af fljóðum, heyr mannkynsins móðir kærsf mest af siðunum góðum, heyr mig dýra drottins víf dáðum prýdd fyrir heilagt líf, æðst yfir öllum þjóðum. Olafur Guðmundsson 1 prestur í Sauðanesi á Langanesi. Fram á siðustu ár hefir fram- ætt séra Ólafs verið ókunn. Að- eins talið að hann hafi verið bóndasonur af Svalbarðsströnd í Eyjafirði. En nú hefir einn af fremstu ættfræðingum okkar, Pétur Zóphóniasson (sbr. Vík- ingslækjarætt I. 89) fundið framætt séra Ólafs, og rekur ihana (i gecnum bændaættir i Eyiafirði) til Árna bónda ..dal- skeggs“ i Djúnadal i Eviafirði, þess er hiálnaði Þorvn^ði Lof*«;- svrti rfka til að drekkta Jór'i bi'knpi Gerrekssvni i BnWá 1433, og á að haf« sn«t. er hanrt pekk sem forinsn fWr vonmiðu liði inn kirkjugólfið í Skálholtí, til að handtaka biskup, „hér er víst mikið um dýrðir", og hefir hann þá átt við messugerðina er hiskup stýrði. Árni „dal- skeggur“ var 12. maður frá Þorgeiri Ljósvetningagoða, en afi Þorgeirs, Þórir, (sonlir Gríms „gráfeldarmúlá“ göfugs manns á Rogalandi i Noregi) nam land í Ljósavatnsskarði um 900, og hefir líklega byggt fyrst- ur bæinn á Ljósavatni. Séra Ól- afur er talinn fæddur 1537. Mun hann liafa verið skólabróð- ir Guðbrands biskups i Hóla- skóla, og var innileg vinátta með þeim alla tíð. Á fyrsta ári er Guðbrandur var hiskup (1571), gerði hann séra Ólaf að' presti í Sauðanesi í Norður- Þingeyjarsýslu, og var hann þar prestur alla tíð til æfiloka 1608. Sauðanes var um aldir talið eitt af heztu „brauðum“ landsins, og að biskup skyldi þegar í upphafi útvega séra Ól- afi það, sýnir álit biskups á hon- um með öðru fleiru. Hvenær séra Ólafur varð prestur, eða hvar liann varð fyrst prestur er ókunnugt. Þó má telja líklegt að liann hafi verið prestur i nokkur ár a. m. k., áður en hann fær Sauðanes, því að þegar hann kemur þangað, er hann nærri hálffertugur. Svo herma sagnir, að séra Ól- afar hafi verið lærður maðuv og nafnkunnur „að skáld- skap og gáfum“ (Menn og menntir III 444). — og að Guð- hrandur biskup liafi falið hon- um kennarastörf vif, Hóla- skóla öðru hvoru, og stundum jafnvel sjálft rektorsembættið (sbr. Menn og menntir IY. 542) Hann hefir því vafalaust verið háskólagenginn. En varla er það liklegt, að hann liafi komið frá háskólanum, er hann fékk Sauðanes, eins og þó er liaft eftir afkomendum hans. Til þess virðist hann of gamall, 3^ ára. „Mikið orð fór af séra Óla'íi sem sálmaskáldi. Sögusögn hermir, að þau hafi orðið ttl- drög þess, að séra Ólafiu tók að iðka sálmakveðskap, að hann á leiðinni til prestakalls síns (Sauðaness), hafi misst í á eina (Selá) allan farangur sinn, þar á meðal bækur sínar, og ekkert af þvj bjargazt aftur á þurrt Iand, nema ein Iatnesk sálma- bók. Þetta á svo séra Ólafur að hafa skoðað sem bendingu frá guði um, að hann ætti eftirleið- is að iðka þá kveðskapar-tegund sérstaklega, og hafi hann byrjað á að islenzka hina latnesku sáhnabók, sem bjargaðist úr ónni.“ (Æfisaga T. Sæm. bls. 1). Árið 1589 gaf Guðbrandur biskup út liina fyrstu (stóru) sálmabók hér á landi. í henni voru á fjórða liundrað sálmar, og var mikill hluti þeirra þýdd- ur af séra Ólafi úr þýzku eða latínu. Má af þessu marka livert álit biskup hefir haft á séra Ólafi, sem skáldi og þýðara, er liann fær lionum svo mikið og vandasamt verk á hendur. Enda segir biskup berum orðum í formálanum fyrir sálmahók sinni, að hann þekki fáa sem hafi kuunáttu til, „úr latínu og þýzku svo út að leggja, að það væri bæði samhljóða við origin- alinn (þ. e. frumritið), og svo eftir voru skáldskaparmáli og réttri hljóðstafsgrein útlagt.“ En hann segist hafa „fornumið, að sá vel lærði mann, séra Ólaf- ur Guðmundsson, liafi þar sér- lega gáfu til framar öðrum, sem eg af vissa og þekkta, og þar með góðan vilja að þéna guðs kristni." (Sbr. Menn og mennt- ir II. 610). Er þetta ekki slakur vitnisburður sem séra Ólafur fær hjá biskupi, ekki sízt þegar þess er gætt, að biskup þekkti, og var í vináttu við annað eins merkisskáld og séra Einar Sig- urðsson í Eydölum. Vafalaust eru sumar þýðingar séra Ólafs ekki gallalausar i augum nú- tíðarmanna, en jiegar það er haft í huga, hversu mikið liann þýddi, að hann hefir reynt að býða sem næst orðrétt, og að hér var um að ræða nálega fyrstu þýðingar á ljóðum af er- lendum tungum á íslenzka tungu, er slíkt ekki tiltökumál. Fræðimönnum her ekki saman um það, livað sé enn til af frumorktum siáhnum eftir séra Ólaf, en sumir þeirra urðu lang- lífir og voru í sálmabókum allt til 1884. í Kirkjusönghók Sigf. Einars- sonar og Páls ísólfssonar frá 1936, eru 14 lög, sem talin eru islenzk, en enginn vei.t hver er höfundur að. Eru flest þeirra mjög fögur, eins og t. d.: „Víst ert þú, Jesús, kóngur klár“ (raddsett af Páli Isólfss.). „Min lífstíð er á fleygiferð“ og „Kær Jesú Kristi“ o. fl. Ekki er það með öllu ólíklegt — þó fremur muni það fátítt að saman fari ljóðskáldskapargáfa og tón- skáldskapar — að eitthvert þeirra sé eftir hin fornu sálma- skáld í prestastétt, eins og t. d. langfeðgana, sér Einar i Eydöl- um, sér ólaf í Kirkjubæ og séra Stefán i Vallanesi, — og séra Ólaf í Sauðanesi, sem hafði verið ágætur söngmaður. Nokkuð er til af veraldlegum skáldskap eftir séra ólaf, Eftir hann er t. d. þessi alkunna vísa

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.