Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 22.11.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SII>A\ Hér á dögunum voru nokkur- ir góðir menn á kendirii. I>eir vbru ef til váll nokkuð hátt uppi, en l>eir voru glaðir og sungu fullum háisi. Allt í einu uppgötvar einn maðurinn, að hann er búinn að týna silfurhún af göngustafn- um sínum. Honum var gefinn stafurinn í afmælisgjöf á fimmt- ugsafmælinu, og síðan gekk hann æfinlega við stafinn við öll hátíðleg tækifæri. „Eg verð að finna húninn, hvað sem það kostar“, sagði maðurinn. „Eg þori ekki fyrir mitt litla líf að láta konuna mína vita, að eg hafi týnt hún- inum. Hún heldur þá að eg hafi verið fullur.“ Félögum lians kom saman um, að það mælti ekki ske að hann kæmist í óálit hjá kellu sinni og buðu honum aðstoð við að leita. Þetta var niður í Tryggva- götu í rigningarveðri, en logni. Galan var frámunalega blaut og forug og auk þess illa upplýst. Nú fóru mennirnir allir að leita, en fundu ekki neitt. öðru hvoru reyndu þeir að kveikja á eldspitum, en það logaði illa á þeim og kom ekki að nein- um notum. í örvæntingu sinni fór eigandi stafsins að skríða á fjórum fót- um og leita. Þá gerðu félagar hans verkfall, því þeim ofbauð forin á götunni. Þeir settust á tröppur fyrir framan hús eitt og kváðust sig livergi hreyfa mundu fyrr en hirta tæki. Þá reis eigandinn upp úr for- inni, bugaður alveg yfir sam- úðarleysi félaga sinna. En um leið og hann stóð upp með prik- ið í hendinni uppgötvaði liann, að silfurhúnninn hlikaði á enda stafsins, — lijann hafði bara haldið um öfugan enda. „Ef eg hefði ekki verið lifs- glaður og sætt mig hlæjandi við örlög mín“, sagði Gandhi eitt sinn %að Nehru vin sinn, „væri eg fyrir löngu kominn undir græna torfu.“ • John Hörter var meðal hinna þekktustu listmálara Berlínar- Listaniannaþing: Nú um helg- ina hefst þing listamanna, þar sem Reykvík- inguni og þjóð- inni í heild, gefst kostur á að njóta ýmis- legs þess bezta, sem íslenzk menning hefur nú á að skipa í hinum ýmsu listgreinum. Um svipað leyti — eða seinna —mun Alþingi taka til athug- unar málefni listamanna og deilur þeirra við Mennta- málaráð. Má ætla, eftir yfirlýstum stefnum flestra þingflokkanna að dæma, að ein- hver breyting verði gerði á skipun þeirra mála á næstunni. — Hér að ofan birtist mynd ad þekktum rithöfundi, sem mjög hefur látið til sín taka í deilu listamanna við Menntamálaráðið — og af þingmanni, sem er að vísu ekki þekktur af þingmennsku sinni, en hinsvegar þekktur fyr- ir ritstörf. Hefur hann einnig tekið allmikinn þátt í umræddri deilu. Mennirnir eru Halldór Kiljan Laxness og Kristinn E. Andrésson. borgar, en þó ekki sérstaklega fyrir sígild listaverk, sem liann hafði skapað, heldur miklu fremur fyrir listamannsdramh sitt annarsvegar, en skuldir og sífellda fjárþröng hinsvegar. Þar kont, að allir hans mörgu kunningjar — en þeir voru legió — tóku til fótanna þegar Jolm kom i augsýn. Ef þeir sluppu ekki áttu þeir á hættu að pyngjan þeirra léltist að meira eða minna leyti. Og það er nú einhvernveginn þannig i þessu hlessaða mannlifi, að vin- átta eða kunningsskapur vegur ekki á móti peningum. Þó var það einn maður, sem, Jolin Hörter átti lengi athvarf hjá, hvað peningalán snerti, — en það var meira fyrir þá sök, að sá maður var með ístru og komst ekki undan Hörter, held- ur en hitt, að honuni kæmu brjóstgæði ein til. Þessi maður var forstjóri fyr- ir kvikmyndafélagi og hann hafði einu sinni þurft að njóta aðstoðar Hörters á einn eða ann. an hátt. En sú aðstoð varð hon- um dýrkeypt, og þar kom, að hann braut heilann urn það næt- ur og daga, hvernig hann gæti losnað vSð ásókn listamanns- ins. Loks kom lionum snjallræði til liugar. Hann átti vin, ríkan kaupmann, en heimskan. Þessi kaupmaður átti konu, sem hann langaði til að auðnaðist ódauð- leika með því að komast á lérept einhvers þekkts málara. Þarna var lausnin fengin. Kvikmyndaforstjórínn stefndi báðum vinum sínum, kaup- manninum og listmálaranum, saman. Tjáði hann kaupmann- inum að John Hörter væri einn af beztu málurum Berlinar- borgar, og það værí hinn rétti maður til að túlka yndisleik frú- arinnar á listrænan hátt. Og listmálaranum sagði hann, að ef honum tækist að gera kaup- manninn ánægðan, gæti hann þaðan í frá vænst fjárhagslegrar aðstoðar hans, hvenær sem hann þyrfti á að halda. Bæði kaupmaðurinn og lista- maðurinn urðu liimin lifandi og' var þegar ákveðið hvenær frúin kæmi á vinnustofu málarans. Þegar sú stund rann upp, var málarinn nærri fallinn i öng- vit af angist, því að konan, sem hann átti að mála, var i einu orði sagt afskræmi. Hún var öll bólugrafin í framan, með vört- um og æxlum hingað og þang- að í andlitinu, andlitsdrættirnir. slapandi og augun sljó. Hún virtist vera holdi klædd ímynd ljótleika og heimsku. — Og úr þessu átti John Hörter að skapa ódauðlegt listaverk! Jolin Hörter var sannfærður um, að hvar sem málverk af þessari kónu sæist, myndi það vekja hlátur og jafnframt með- aumkun allra listamanna, að nokkur maður skyldi geta sælt sig við slíka fyrirmynd. Hann vissi að mannorð sitt var í veði — en hinsvegar voru ríkuleg laun í boði, og þá var ekkert spaug að segja nei. John Hörter lauk við mál- verkið, enda þótt sú vinna kost- aði hann meiri sálarkvalir, en hann hafði nokkum sinni áður liðið á ævinni. Kaupmaðurinn virtist lilca vera mjög ánægður með „sina elskulegu“, og það þeim, mun fremur, sem málarinn liafði dregið eftir megni úr stærstu andlitslýtunum. Kaupmaðurinn dró ekki í efa, að þetta var hin æðsta og göfugasta túlkun á list, úr því máiaranum tókst svo snilldarlega að að afmá ýms helztu andlitslýtin. Hann var sannfærður um það, að er tím- ar liðu, mymdi þetta verða talið eitt af sígildustu verkum á sviði málaralistarinnar, og hann efaði það heldur ekki, að á þessu mál- verki gæti hann grætt þúsundir, — já, lugþúsundir marka, el' hann vildi selja einhverju lista- safni það. En þá tók hann eftir einum galla — málverkið bar ekki áletrun né nein sérkenni, er gæfi til kynna hver listaverk- ið hefði málað. Og nafnlaus listaverk voru einskis virði. — Kaupihaðurinn varð íbygginn á svip. En listamaðurinn varð líka í- bygginn á svip. Hann var búinn að standa í heilan stundarfjórð- ung án þess að liann gerði sig líklegan lil að draga upp pyngj- una. Loks stóðst Hörter ekki mátið lengur. „Jæja,“ stundi liann upp, eg þarf dálitið að flýta mér, ekki mætti eg biðja yður að vera svo góðan að gera upp við mig áður en eg fer?“ „Jú, sjálfsagt“, sagði kaup- maðurinn, „en þér hafið gleymt að letra nafnið yðar á málverk- ið.“ Það lá við að Hörter fórnaði höndum af einskærri skelfingu. Hann var viss um, að ef hann færi ekki í felur með höfundar- réttinn að þessu klessuverki væri úti um listamannsheiður sinn, og að hann yrði að at- hlægi allra listamanna í Þýzka- landi. „Eg einkenni listavei'k mín aldrei“, laug hann í vandræðum sínum. ,*,Og eg kaupi aldrei nafnlaus listaverk“, sagði kaupmaðurinn, og það mun hann sennilega hafa sagt satt, því líklega hefir þetta verið fyrsta listaverkakaup hans á ævinni. Kaupmaðurinn tók hatt sinn og bjóst til að fara. Þá kom hik á listamanninn. Þegar allt kom til alls voru pen- inganiir ekþi til að forsmá. Hörter bað kaupmanninn að bíða, gekk að málverkinu og letraði nafn sitt í hægra hornið að neðan. En í stað ártals skrif- aði hann bókstafina „SOS“ (þ. e. hjálp í neyð) fyrir aftan nafnið sitt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.