Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1943, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1943, Blaðsíða 4
<4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ umhverfis sig í miklu stærra Iilutfalli en smæð hennar gefur ástæðu til að ætla að hún geti, Þegar líkami mannsins, sem lúsin nærðist á, efr kólnaður i dauðanum, þá leitar hún sér liælis annars staðar. Þegar hún bítur mann næst, streyma sýkl- arnir úr henni inn um bitsárið og þar með er maðurinn smit- aður. Sjö til fjórtán dögum eftir að maðurinn hefir orðið fyrir biti lúsarinnar verður hann skyndilega yfirkommn al’ mátt- leysi og svima, jafnvel svo mjög, að hann dettur eins og skotinn. Hann fær 40 stiga hita og hitinn fer vaxandi, unz hann kemst upp í næstum 42 stig, en jafnframt fær maðurmn af- skaplegan höfuðverk og óráð. Eftir tvær vikur hverfur hitinn eins skyndilega og hann kom, en þá er hættan að mestu liðin hjá. Meðal ungs hrausts fólks deyr að jafnaði tíundi liver mað- ur, sem veikina fær, en allt að sjö af hverjum tíu af miðaldra fólki. En þeir, sem lifa, vei-ða oft ekki jafngóðir, fyrr en eftir marga mánuði og jafnvel þá eru þeir ekki úr allri hættu. En lýsnar geta ekki komið af stað drepsóttinni einar saman. Það, sem er einna sorglegast við taugaveikina, er að það er hægt að forðast hana með því að við- halda almennu hreinlæti — með því að nota heitt vatn og sápu, skipta oft um föt og eta góða og heilnæma fæðu. Það er líka hættulegt að búa í litlum og þröngum húsakynnum. Styrj- aldir koma æfinlega í veg fyrir það, að þessi varnarskilyrði séu fyrir hendi, þetta stríð meira en nokkuð annað, og því er aldrei meirihætta en nú á því, að þessi drepsótt gjósi upp þegar minnst varir. ! 1 Heimsstyrjöldin fyrri sýndi ljóslega, hvernig lúsin og út- brotataugaveikin geta ráðið úr- slitum herferða og stríða. Það var varla búið að skjóta fyrsta skotinu, þegar drepsótt gaus upp meðal hinna köldu, svöngu og lúsugu serbnesku hermanna á vigstöðvunum umhverfis Belgrad. Og drepsóttin breidd- ist örskjótt út, því að herdeildir voru sendar hingað og þangað, smitaðir fangar voru fluttir langar leiðir inn í land og íbúar héraðanna næst vígstöðvunum flýðu sem skjótast eins Iangt og þeír komust. Vorið 1915 var tal- ið að herspítalarnir tækju við 2500 nýjum taugaveikisjúkling- um dag hvern, en þá er ótalinn fjöldi þeirra, sem aldrei kom- ust undir iæknishehdi og dóu drpjtní sinum þar sem þeir voru, þegar veikin bugaði þá. Á sex mánuðum létust 150.000 serb- neskir hermenn og 60.000 aust- urískir fangar, sem þeir höfðu tekið. Serbar liöfðu aðeins 400 læknum á að skipa og hver ein- asti þeirra tók veikina, en 125 létust af völdum hennar. Serbar voru þá svo þjakaðir, að þeir hefðu á engan hátt get- að varizt. Auslurrikismenn þorðu samt ekki að liefja sókn á hendur þeim, því að þeir ótt- uðust drepsóttina, og létu sér nægja að hefja litilfjörlega stór- skotahríð á Belgl-ad. Það má segja, að taugaveikin hafi drep- ið vígstöðvarnar í dróma i sex mánuði, og þessi töf kom á tíma, sem var afar mikilvægur, svo að það rná vel telja, að hún liafi ráðið úrslitum í striðinu. Frá Serbíu komst plágan til vígstöðvanna i Rússlandi og varð þar 3.000.000 manna að bana, en 30.000.000 að auki tóku veikina. Það liefir vafa- laust komið sér vel fyrir Rússa að undanförnu, að margir lier- menn þeirra hafa tekið veikina á bernskuskeiði og eru þvi ó- næmir nú, en sama er ekki að segja um her Þjóðverja. Veikin brauzt norður til Póllands og varð til þess, að Hindenburg afréð að senda ekki lið frá aust- urvígstöðvunum veslur til Frakklands, enda þótt mikil þörf væri fyrir það þar. Hann óttaðist, að hersveitir að austan mundu smita herinn i Frakk- landi og gera hann óvígan. Þrátt fyrir þetta tókst tauga- veikinni að stinga sér niður á vesturvígstöðvunum, en einhver tilviljun réði þvi, að Banda- rikjamennirnir þar tóku hana ekki. Læknar eru ekki á einu máli um það, livað hafi valdið því. Liklegust er sú skoðun, að kyrrstaða hafi verið svo lengi þar, að tóm hafi gefizt til að koma upp aflýsingarstöðvum, en slíkar gagnráðstafanir eru mjög erfiðar nú, vegna þess hve mikil ln-eyfing er á lierjum og vígstöðvum. Hans Zinsser, sem nú er lát- inn, en starfaði við Harvard- háskólann og var einn af allra fremstu bakteríuveiðurum heimsins, hefir lýst því greini- lega og í fáum orðum, hver áhrif taugaveikin getur liaft á gang styx-jalda. Hann var starfs- maður heilbiigðismálanefndar- innar, sem Ameríski Rauði krossinn sendi til Serbiu í síð- asta stríði. Hann hefir látið svo um mælt um þetta efni: „Tauga- veildn getur með alveg jafn- miklum rétti talizt sigurvegari í stríðinu eins og Iwer hinn^ stríðandi þjóða,“ Fram til ái’sins 1826 var það til mikils trafala við baráttuna gegn taugaveikinni, að nienn héldu að hún væri sama veiki og vægari sjúkdómur, sem stafar af allt öðrum orsökum og hefir mjög frábrugðnar verkanir. Þessi sjxlkdómur er nefndur nú ó dögum „typhoid“, en það þýð- ir að hann sé líkur taugaveiki. Það var maður einn að nafni Gei-hard sem álti heima í borg- inni Filadelfiu i Bandai’ikjun- um, sem sló þessum mismun föstum. Samt liðu 70 ár, þangað til Charles NicoIIe, starfsmaður við Pasteur-stofnunina i Paris, sem var við rannsóknir meðal innborinna manna i Alsír, gat sannað, að það væri lúsin, sem væri sökudólgurinn og liann sannaði, að hundraðasti liluti sýktrar lúsar gæti smitað mann. Um það leyti geisaði tauga- veikifaraldur í Mexikó og þar var staddur ungur efnilegur starfsmaður við Chicago-há- skólann, Hoxvard Taylor Rick- etts að nafni. Hann var ýmist að bregða blóðsellum úr tauga- veikissjúklingum eða sellum úr innýflaveggjum smitaðra lúsa undir smásjána sína. Hann tók eftir því, að hann sá jafnan i- langar bakteríur, hvort sem var undir smásjánni. Ricketts varð þó ekki svo langlifur, að hann fengi að vita um mikilvægi upp- götvunar sinnar, því að sýkt lús beit hann og hann andaðist eftir .þrjár vikur. Það féll í skaut síðari vísindamönnum, eins og Pólverjanum Stanislas von Pró'wazek, sem einnig féll í bar- áttunni við sjúkdómana, að sanna, svo að ekki varð um villzt, að þessar ilöngu bakteri- ur væru laugaveikisbakterí- urnar. Til heiðurs þeim tveim mönnum, sem féllu í barátlunni við taugaveikina, var bakterian látin heita í höfuðið á þeim og gefið nafnið Rickettsiae prowa- zeki. Þegar búið var að koniast að þessari smitunarliringferð lús- ariimar, var næsta skrefið að finna bólusetningarefni, sem hindraði bakteriuna í að auka kyn sitt. Árið 1920 fann Rudolf Weigl, sem var forstöðumaður rannsóknarstofu pólska rikisins í Lodz, bóluefni, sem kom að til- ætluðum notum, en sá galli var á gjöf Njarðar, að það var ekki liægt að framleiða það i nægi- lega rikum mæh. Til skamms tíma var þetta eína bóluefnið, sem til var, og Þjóðverjar, sem munu liafa handtekið Weigl ásamt öðrum póJskum vísinda- mönnum, hafa framleitt eins mikið og þeir h^fa mögulega getað. W ' • * • En loksins árið 1939 varð til það varnarvopn, sem virðist ætla að duga. Það varð til í rannsóknarstofu í Ivlettafjöll- unum, sem vann að því að finna bóluefni gegn sérstakri tegund liitaveiki, sem gerir vart við sig sumsstaðar í Bandaríkjun- um. Einn starfsmannanna þar heitir Herald R. Cox og liann fann það ráð, að koma blóði úr sýktum naggrís inn í rauðuna á frjófguðum eggjum með þvi að gera örlítið gat á annan enda þeirra og renna lílilli liolnál inn um það. Bakteriurnar döfnuðu ágætlega og þeim fjölgaði geysi- ört. Cox tók þá rauðurnar úr eggjunum, þurrkaði þær og drap hinar lifandi hakteríur með karbólsýru og formalíni. Hann komst að því, að eitt egg gaf af sér fimmtán til tuttugu skammta bóluefnis og liann fann það líka með útreikn- ingum, að þrír menn gátu framleitt 2.000.000 skammta ó einu ári. Það var þetta bólu- efni, sem Dyer og Topping höfðu með sér til Boliviu. Framleiðsla þessa bóluefnis er ekkert leyndarmál fyrir Þjóðverja. í septetmber 1939, nokkrum dögum áður en Var- sjá féll, hélt Cox fyrirlestur um rannsóknir sínar og árangur á þriðja alþjóðamóti bakteríu- fræðinga í New York. Bæði þýzkir og japanskir vísinda- menn voru viðstaddir. Ef menn hafa verið í einhverjum vafa um það, að þeir hafi hagnýtt sér þá fræðslu, sem þarna var að fá, þá varð liann að engu, þegar rannsóknarstofa í Berlín tilkynnti í maí 1941: „Aðferð Cox reyndist mjög vel“. Þrátt fyrir þetta hefir svissn. lækna- nefnd, sem þýzka herstjórnin bauð að fei’ðast um austurvig- stöðvarnar, látið svo um mælt eftir lieimkomu sina, að liorfur sé alvarlegar vegna skorts á bóluefni. Orsökin er auðfundin. Fram- leiðsla bóluefnisins krefst eftir- lits margra lærðra lækna og starfsmanna. Æðsti jirestur læknavisinda Þjóðverja nú, Conte að nafni, aðhyllist nátt- úrulækningar. Margir af beztu læknum Þýzkalands hafa verið teknir af lífi og dráps þeirra mun hefnt þúsundfalt af smit- andi lúsum, sem þessir læknar einir hcfðu gelað haldið i skef j- um. - Það er ef tíl vill þetta, sem gefur skýringuna á þeim ör- væntingartón, sem kominn er í frásagnir Þjóðverja af baráttu sinni gegn taugaveildógninni. Prófessor einn, Kpdicke að nafni, þefir verið útnefndur sér- . í:: t-liO' 1

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.