Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Síða 7

Vísir Sunnudagsblað - 06.06.1943, Síða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Brezk myndlist á stríðstímum. Eftir John Steegman Höfundur greinar þessarar, Mr. John Steegman, er starfsmaður andlitsmyndasafns ríkisins í London, National Portrait Gallery. Hann hefir nýlega opnað sýningu á enskum bókum og svartlist- armyndum, sem haldin er hér í bænum fyrir atbeina brezku menningarstofnunarinnar British Council. Það eru tveir aðiljar, seni móta list hverrar þjóðar livenær sem er, listamenn og listkaup- endur, og geta hinir fyrri ekki þrifizt án hinna síðarnefndu. Yf- irleitt er það svo, að það er list- kaupandinn, sem ræður þvi i hvaða átt verk listamannsins beinast. Á miðöldum var það kirkjan, sem var aðal-listkaupandinn, síðar, á endurreisnartímabilinu, voru það furstarnir, á átjándu öldinni hirð og aðall, á nítjándu öldinni auðugir kaupmenn og nú á síðari árum liafa það einatt verið samsteypur stóriðjunnar. Á stundum gerist sjálft ríkið listkaupandi, svo sem i Aþenu hinni fornu, í Feneyjum á 16. öld, i Sovétrikjunum og — þótt undarlegt megi virðast — í Eng- landi nútímans. I Englandi var 19. öldin gull- öld listamanna. Hver sá, sem nokkur auraráð hafði, keypti veggmyndir og höggmyndir, venjulega á ógurlegu verði. En síðan fyrra stríði lauk, hefir ekki litið eins glæsilega út fyrir listamönnum. Skattar liafa auk- izt jafnt og þétt, fólk er hætt að búa í stórum húsum, liefir flutt i smáhús eða smáíbúðir, og tala þeirra, sem efni höfðu á að kaupa myndir og pláss til að hafa þær í, hefir farið jafnt minnkandi. Það verður líka að segja hverja sögu eins og gengur. Nokkurskonar snobbtízka liefir valdið því, að enskir listkaup- endur hafa hallazt meir að franskri list. Það er staðreynd, að listkaupmenn í London, Man- chester og Glasgow urðu þess varir, að verzlun með frönsk nútimalistaverk borgaði sig bet- ur en verzlun með samtíma ensk verk. Svo dundu ósköpin yfir í júní 1940. Frakkland var úr sög- unni sem vírkur menningar- þáttur. Breskir listamenn, sem koinizt höfðu upp á að líta til Parísar eftir hugmyndum, urðu nú að standa á eigin fótum. I raun og veru var þetta hið bejstft, sem fyrir þá gat komið, Á þessu stigi málsins komu listakaup ríkisins til skjalanna. Stjórnin varði töluverðri fjár- liæð undir stjórn sérstakrar nefndar til kaupa á myndum og teikningum, er túlkuðu hinar ýmsu liliðar stríðsins, heima og erlendis, herþjónustu, heima- varnir og framleiðslu. Margir listamenn hlutu opinbera út- nefningu í þessu skyni, en auk þess Iiafa myndir verið keyptar af listamönnúm, sem ekki voru til kvaddir. Þótt nefndin hafi venjulega gefið fyrirmæli um, hvað mála ætti, liafa listamenn liaft algerlega frjálsar hendur um tjáningu og meðferð. Nefnd- in liefir aldrei krafizt skýrslna um þurrar staðreyndir, heldur óskað eftir persónulegri túlkun staðreynda í hinni sérstæðu sýn listamannsins. Það er með söknuði, sem vér minnumst hins velmetna mál- ara Eric Ravilious, sem i fjæra beið bana á Islandi, þegar hann var að vinna fyrir þessa lista- verkanefnd. Til viðbótar þessum lýsingum stríðsins, hefir nefndin liafizt lianda um öflun annara lýsinga, nefnilega lýsinga á hinu hverf- ula útlití Bretlands. Þvi að nú breytast viðhorfin ört, og um margt má segja, að það muni aldrei sjást aftur. Það er svo margt sérkennilegt, sem vér höfum notið um langan tíma, seip á fyrir sér að þreytast og er raunar að breytast nú þegar. Þeir, sem hinum ábyrgðai’- miklu embættum gegna, l'engu þá hugmynd að lála varðveita ýmsa staði og efni —- í sjálfu sér ekki merkileg, en í raun og véru sérkennileg — sem vér höfum vanizt á að taka eins og sjálfsagða hluti, þangað tii þeir eru ekki lengur fyrir liendi. Þessvegna var önnur nefnd sett, og listamönnum viðsvegar um landið falið að mála það, sem fyrir augun ber og sem þeim þætti líklegt að ætti fyrir sér að breytast eða hverfa. Árang- urinn er sá, að brezkir lista- menn eru farnir að mála sitt eigið landslag í sínum eigin stíl en ekki frönskublöndnu formi. Þar sem smám saman hefir safnazt fyrir fjöldi listaverka lijá þvi opinbera, hafa nefndir þessar getað efnt til sýninga öðru hvoru i Þjóðmyndasafn- inu í London, auk þess sem farandsýningar hafa verið send- ar út um land. Árangurinn hefir á tvennan hátl orðið eftirtekt-. arverður. Álmgi almennings fyrir samtima myndlist hefir. vaknað, og komið liafa i ljós ríkir listahæfileikar, sem ekki hafði verið Injizt við, list, sem sprottin er úr heilnæmri heima- mold. Það er liinn vaxandi áhugi almennings, sem mesla athygl- ina hefir vakið. Það er alger- lega nýtt fyrirbrigði, liversu almennir borgarar sýna nú mikla námfýsi um listir og mik- ihn áhuga fyrir að kvnna sér það, sem áður var þeim lokuð bók. Um málarana get eg sugt jiað eitt, að eg hefi fvlgzt með brezkri myndlist um margra ára skeið, og eg hefi aldrei fjTr séð eins mikið af góðum, at- hyglisverðum verkum og ein- mitt um þessar mundir, verk- uiH, sem gerð eru af alúð og hreinskilni af mönnum, sem eg kunni ekki að nefna fyrir þrem árum, Þegar sá tími kemur, að ís- lendingar geta aftur ferðazt til útlanda, spái eg þvi að þeir muni komast að raun um að London skipar nú þann sess, sem París skipaði áður, sem miðstöð þroska, frelsis og framvindu í heimi listarinnar. John Steegman. Ameríkani liitti skólábróður sinn á ferðalagi á ítaliu og spurði liann, hvað liann væri að gera. „Eg er i brúðkaupsferð." „En hvar er konan þin,“ spurði þá vinurinn. „Eg lét liann verða eftir fyr- ir vestan, tii þess að passa búið, svo að eg gæti farið.“ „Hvert liggur þessi vegur?“ spurði betlari nokkur flokk ungra manna og benti eftir veg- inum, sem þeir komu eftir. „Hann liggur til lielvítis,“ svaraði einn af ungu mönnun- um. „Þið eruð þá kannske Jiaðan ?“ spurði þá betlarinn. ívar Aasen: Milli hæða o$r liamra. Við sjó, milli hæða og hamra, sín hús reistu norskir menn. Hjuggu í bergið og byggðu sér bæi, sem standa þar enn. Þeir litu yfir stórgrýttar strendur. En stórræðin lögðu þeir í: „Við ræktum og ryðjum landið. Vorn rétt vér tryggjum með því.“ Þeir litu á hamfarir hafsins, en hikuðu ei neitt fyrir það. Til fangbragða á fiskimiðum fúsir þeir héldu af stað. \ Oft varð þeim i harðindum hugsað til lilýrra og frjórra lands. En vorsól um hæðir og hamra greip hug hins norska manns. Því hlíðin og fjörði<rinn fagur og fjöllin, þá sólin skín, og nótt, björt sem dýrðlegur dagur, er hans dýrmæta framtíðarsýn. 17, maí 1943. Lausl. þýtt. — G, A,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.