Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1943, Síða 6

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1943, Síða 6
6 VÍSffi SUNNUDAGSBLAÐ Landið Iielg’a. Palestina, landið helga, eða Gyðingaland er ekki stórt land. Það er um 450 □ mílur að stærð, lengd þess uin 28 inílur og breidd þess suinstaðar ekki meiri en 6—8 milur. íbúafjöldi landsins var á dögum Krists um 4% milljón. Marga kristna menn langar til að fara til landsins lielga. Og þeir tiltölulega fáu, sem þangað fara, segja áhrifin ó- gleymanleg. Að koma á hina Iielgu staði, þar sem Jesú fædd- ist, starfaði og dó er fvrir trú- aða menn og konur ómetanleg- ur trúarstyrkur. Jerúsalem, höfuðhorg Gyð- ingalands er stundum nefnd „Staðurinn á fjallinu", af því hún stendur svo liátt. I sumum hverfum hennar eru göturnar svo þröngar, að hílum eða vögnum verður ekki við komið. En þess vegna lieldur hún sinni fornu mynd. Skal nú lýst þeim stöðum er heimsóttir eru af þeim er til Jerúsalem koma. Fyrst er kirkjan yfir gröf Krists. Ekki er það algerlega sannað að hún sé á hinum rétta stað. En ýmsir vísindamenn á- Jíta þó mjög líklegt að svo sé. Þarna eru seldir sveigar úr rósum, krossmörk, Maríu- myndir, vígð kerti, reykelsi og ýmsir kaþólskir helgimunir. Þarna er mikið verzlað og fjöldi af beiningamönnum. Kirkjan er fögur og margbreytileg að inn- an. Fegurst er hvelfingin, sem stendur á 18 súlum. Innsfi hlul- inn nefnist „Kapella englanna“. Dyrnar þangað inn eru svo Iág- ar að menn þurfa að beygja sig djúþt til að komast þangað inn. Alltaf loga þar mörg smá og stór kerti, og guðræknir jiíla- grimar liggja þar á bæn. Dag- lega eru sungnar messur. Og á hverju kvöldi ganga kaþólskir svissnéskan valdamann, að ein- hverja nótt gæti brezki flug- herinn freistazt til árása á sviss- neslfar verksmiðjur, sem starfa fyrir nazista. Hann brásl reiður við. „Hvers vegna,“ hrópaði hann ujip, „skyldu Bretar vilja varpa sprengjuin á litlu verksmiðj- urnar okkar? Hvað! Það, sem v,‘'' nerum, er aðeins dropi i hafið“. Já, en það er drjúgt sem drvpur — að minnsta kosti flnnst. Þjóðverjum það, menn og nnmkar þangað i skrúðgöngu og' biðjast fyrir. Menn sýna staðinn þar sem krossinn stóð og þá livilft er Helena móðir Konstantins fann kross Krists. Einu sinni í viku er mikil skrúðganga um strætið „Via dolorosa“ (Þjáningaveg) og þá beðisl fyrir á þeim Í4 stöðum, er talið er að mest minni á för Jesú frá Pílatusi til Golgata. Húsin eru mörg léleg í borg- inni. Menn mæta ösnum með þungar byrðar, liestum, úlföld- um, betlurum, blindum mönn- um, jiilagrímum, jirestum, munkum, Gyðingum, Koptum, Abessiníumönnum, Tyrkjum, Aröbum, negrum, hermönnum, fínum þjónum sendiherra, kon- um með andlitsskýlur, Bedúín- um, með höfuðhúnað mikinn, klædda stórum, röndóttum gei tahárskápum.- 1 Gyðingahverfinu er auðsjá- anlega mikil fátækl og þar er vond lykt. Þar er selt aílskonar rusl. Mörg andlit eru þar ve- sældarleg. Þarna eru saman- komnir Gyðingar úr öllum heimsálfum. Alla daga, en þó einkum á föstudagskvöldum, biðjast Gyðingar fyrir við grát- múrinn, og heyrast harmakvehi þeirra langar leiðir. Musterissvæðið er 500 metra langt og 300 metra hreitt. Feg- ursta bygging þar er Omar- moskóan. Setningar úr kóran- inum standa utan á bygging- unni. Frá musterissvæðinu liggur vegur frá Stefánshliði. niður að Kedron og til Getse- mane. Garðurinn cr i eign Franciskusarmunka. Þeir hirða garðinn mjög vel og gefa fólki blóm úr honum. Uppi á Oliufjallinu cr lílil kapella (bænhús) sem sagt er að hvggt hafi verið árið 315 eftir Krist. Þaðan sést eyðimörkin í auslri og í suðaustri Dauða- hafið. Móabsfjöllin sjást, og þar liggur Betania. Það er einkennilegl lífið í Jerúsálem. Það er þrískipt. Skipt í Múhameðstrúarmenn, Gyðinga og kristna menn. Pen- ingarnir bera arabiska, hebreska og enska álefrun. Helgidagar eru marglr þar sern hver flokkur héfir siijri helgidag. Fleiri og fleiri Gyðirisar flvtia nú til landsins helga. Hebreskan er nú orðið lifandi mál aftur. Gyðingar vinna nú rneira sjáífir en fyrr á timum er þeir notuðu Araba mjög sem vinnufólk. Lioniseul heitir sú hreyfing, að gera sem flestum Gyðingum kleyft að flytja til Palestínu. Hafa heimfluttir Gyðingar slofnað smá nýlendur í heima- landinu og fjölgar árlega rnjög í þeim. Bærinn Tel-Aviv er stofnaður var 1909 hafði 45 þús. íbúa 1929. Vel er hugsað fyrir börnunum og þau fóðruð betur en þeir fullorðnu. Alls eru á annað hundrað slíkar nýlendu- byggðir í Jandinu og heimfluttir Gyðingar orðnir mikill hluti úr milljón. Við veginn, sem liggur frá Jerúsalem til Betlehem er gröf Rakelar. Margir fara út að þéssari gröf. En yfir henni er hvítkölkuð hvelfing með flötu þaki. Þar má sjá margar teg- undir Gvðinga á leið frá og til grafarinnar. Vegurinn er brattur er nærri kemur Betlehem. Allir ferða- menn flýta sér að komast til kirkjunnar, sem stendur á þeim slað, er Jesús fæddist. Þar stend- ur Múhameðstrúarmaður á verði. Peningagræðgi grísku munkanna, sem þarna eru, er leiðinleg. Stjarna í hvelfingu kirkjunnár bendh’ á staðinn sem Jesús fæddist á. Einar dyr eru á kirkjunni og lágar. í miðju hennar er, eftir grískum sið, múr eða skilveggur sem skemm- ir fegurð hennar. Betlehemsbúar eru fríðir. Konurnar klæddar gullsamuð- um, rauðum flauelstreyjum, og síðum kyrtlum með fellingum. Þær eru beinvaxnar og lima- burðurinn fagur. Þær bera börn- in á öxlunum og byrðar á höfð- inu. Margar bera heimanmund sinn sem höfuðdjásn. Eru það gullstykki. Karlmennirnir eru sterkir og fallegir, duglegir og iðnir. Þeir rækta jörðina og gæta fjár. Og listiðnaður er mikill í Betlehem, einkum stjörnur, krossar, perlusveigar, og ýmsir útskornir munir. Næstum allir íhúarBetlehem eru kristnir. Þeir eru um 12 þús. Og þarna eru vellirnir, þar sem hjarðmennirnir gættu fjár- ins hina fyi-stu jólanótt. Utsýn- ið er hið sama og þá yfir hæðir og fjöll, olífuekrur, grænar grundir með rauðum anemón- t Um. Fyrir austan Jórdan liggur Transjordania. Sá landshluti heyrir ekki beint undir Englend- inga. Emi Abdallah er stjórn- andi þess lands. Þai eru skógar. En þeinl hefjr verið útrýnit i Palestinu. Margar minjar lið- inna tíma eru í Transjordaníu. Stórfenglegar rústir eru í Dscli- erash. Þær eru frá 2. öld e. Krist. Sigurhliðið, leikhúsið, en þó einkum hið svo nefnda Forum með 56 fögrum súlum vekja mikla aðdáun. Betanía er byggð af Aröbum að mestu, eða öllu leyti. Landið verður ófrjórra er suðaustur eftir því _ kemur. Niður við Dauðahafið eru gular sand- og steinhæðir. Umhverfis Jeríkó er frjósamur dalur. Loftið er þar næstum æfinlega heitt. Ibúarn- ir eru þar taldir latir. Þar vaxa jiálmar, bananar, vín, fíkjur og mórberjatré. Áin Jórdan er breið og vatnsmikil. Báðir bakkar eru vaxnir pílviði, popp- eltrjám og tamarísk, sem minn- ir á hátt lyng. Norður í Galíleu liggur Naza- ret. Á ferð þangað mæta menn úlfaldalestum, vanalega eru 5 og 5 bundnir saman. Og ferða- lagið gengur seint. Það er eklci asi á neinum. Skrítið er að sjá heila hópa af konum bera á bak- inu stórar byrðar af þyrnum og þystlum, er þær liafa safnað saman, til eldsneytis. Annað slagið mæta menn hirðum með livítar og svartar kindur. Þeir eru mjög dúðaðir og þó eink- um um höfuðið. Þeir veita at- hygli þeim kindum er taka sig út úr hópnum og kalla á þær. Við rætur Garizimfjallsins er bærinn Nablus, er áður hét Sikem. Hér er geyiiit frumhand- ritið af Mósesbókunum, eftir því sem sagt er. Uppi á fjallinu er á hverjum páskum fórnað 7 hvítum lömbum. íbúar Nablus eru 27,000 þús. Er lengra kemur norður sést Karmelfjallið, hátt og voldugt, og við rætur þess sést ræma af Miðjarðarhafinu. Hinumegin við sléttuna sést Nazaret, milli liæða og i austri er Tabor, fjall ummyndunar- innar. Jesrelsléttan við Nazaret er frjósöm og bærinn er vin- gjarnlegur. Konurnar • sækja vatn í brunnana í leirkrukkum er þær bera á höfðinu. Aftur koma fjöll, Pashæðirnar — og svo sést Genesaretvalnið eins og gimsteinn í grænu engi. Bedú- inar húa þarna í svörtum tjöld- um úr geitahári. I vik við vatnið eru heitar uppsprettulindir, og ágætt að haða sig þarna. Og fiskarnir kunna vel við sig i grunnu og volgu vatninu. Fiski- mennirnir kveikja eld og þurrka föt sín yfir honum, eftir að liafa bleytt þau við fiskidráttinn. Þarna nærri lá Kapernaum. En bæði sú borg og Koraliin og Bethsáida eru horfnai". En lasrð* ir merrn þykjast hafa fundið all miklar leyfar af samkunduhúsi því sem talað er um í Lukasi 7, 5. Ræðuna um lífsins brauð (Jöh. kap. 5 v. 59) var flutt í samkunduhúsinu í Kapernaum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.