Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1943, Síða 8

Vísir Sunnudagsblað - 03.10.1943, Síða 8
«ÍI»A\ Það var einhverju sinni á öld- inni sem leið að Reyknesingar í Breiðafirði voru á heimleið úr Flatey, en það voru þá taldar fimm vikur sjávar upp að Stað. Veður var gott og lilýtt i veðri og mun þeim cr sátu undir ár- um liafa verið ómótt. Eigi er getið manna á bátnum nemg Jóns Guðmundssonar sem síð- ar var hóndi á Miðjanesi og svo prests nokkurs sem stritaði við að sitja aftur á búlkanum, og hefir senniléga þótt liægur skrið- ur á hátnum. Jón hefir líklega setið á öftustu þóftu er prestur liefst uppúr eins manns hljóði og sejþr: „Ertu sofnaður Jón?“ Jón þegir um slund og svarar síðan: „Já, eg sofnaði. Og mig dreymdi.“ „Og hvað dreymdi þig?‘‘ spyr prestur. „Að eg væri prestur og sæti aftur á,“ svaraði Jón. ★ Barnfóstran: „Barnið var allt i einu horfið.“ Húsfreyjan: „Því í ósköpun- um leitaðir þú ekki til lögreglu- þjóns?“ Barnfóstran: „Nú, eg var lijá einum allan tímann.“ ★ Bóndi nokkur kom austan yfir fjall og hitti velbúinn Reykvík- ing í Austurstx-æti. Virtist hon- um maðurinn nokkuð yfirlæt- ismikill, en herti þó upp hug- an, ávarpaði hann og mælti: „IJvaða hús er nú þetta?‘‘ „Það er póstiiúsið?“ svaraðí hinn reigingslega. „Og hvað k'ostar það nú?“ spurði bóndi. „Þaþ veit eg ekki!“ svaraði sá fíni snubbótt. „En hvaða hús er þetta?“ spurði bóndi. „Gamli Landsbankinn,‘‘ svai-- aði hinn. „Og hvað koslar hann nú?“ „Veit ekki,“ svaraði bæjar- maðui'. „En livaða hús eru þarna?“ spurði bóndi. „Þinghúsið og dómkirkjan?“ „Og hvað kosta þau?“ „Veit ekld, — hvað haldið þér að eg viti um. það?“ sagði bæj- armaður. „Nú, eigið þér þau ekki?“ spui-ði bóndi, — mér sýndist á yður, að þér ættuð öll húsin hérna.“ Hinn gekk’ burt. VÍSIB SUNNUDAGSBLAÖ „Raunveruleg“ list. Málari nokkur sýndi myndir sínar og kom þangað listdómari nokkui’, athugar mynd, sem Jieitir „Hrétviðri“ og segir: „Það fer hrollur um mig all- an þegar eg skoða þessa mynd. Hún er máluð af sannri „raun- verulegri Iist.“ „Já,“ sagði málarinn dapur- lega, „cg liefi nú fengið að kenna á því. í gær meðan eg vék mér burtu kom liingað maður og leit á myndina; Jiann þreif loðkáp- una mína, dreif sig í Jiana og liefir eldd sézl síðan.“ ★ „Gefa læknarnir yður nokkra von viðvíkjandi honum ríka frænda yðar?“ Erfinginn: „Nei, þeir segja, að liann geti lifað mörg ár ennþá.“ ★ A. : „Hversvegna liefir þú svona langt munnstykki?“ B. : „Það er af þvi, að lækn- irinn sagði, að eg ætti að haldn mig sem lengst frá tóbaldnu.“ ★ Einu sinni þá.er tíðarætt varð um ættarnöfn sagði drengur nokkur í Reykjavík: „Eg vil Jielzt vera kallaður eftir lienni mömmu minni og heita Mamm- on.“ ★ Bóndi nokkur sagði við prest, þá er hann fermdi síðasta barn hans: „Þakka yður nú kærlega fyi'ir öll börnin, prestur minn. Eg verð svo stórfeginn, að þau eru nú lolísins komin undan guðs og manna fótum.“ ★ Öldruð ógift kona: „Það er hræðilegt, hváð öllu er stolið og í'ænt nú á dögum. ÖIIu hafa lieir rænt ruplað frá mér, en mig — mig sjálfa hafa þeir skilið eftii'.“ • ★ Þegar glæpamannafélagi einu i Sán Francisco fannst sem hótunai'bi’éf þau, er það sendi til auðugra manna þar í borg, Jiæri ekki nógan árangui’, ákvað glæpamannaforinginn ,að látá „vex'kin tala“ til að sýna boi'g- urunum, að hér væri ekki um grin, heldur um alvöru að ræða, Fórnarlambið, sem fyrir valinu varð, var auðugur verksmiðju- eigandi, sem ekki hafði tekizt að pressa peninga út úr, þrátt fyrir ítrekuð hótunarbréf. Auð- kýfingur þessi bjó í höll i út- hvci'fi horgarinnai'. Eitt sinn er glæpamennirnir vissu að eng- inn var heima í höllinni, ákváðu þeir að framkvæma áætlun sína og bj’utust inn í kjallarann með sprengju. Sprengjuna settu þeir í samband við rafmagns- þráðinn að Ij.ósaútbúnaðinum í MfaUir. Sumstaðar er það siður til sveita aö mjólka kýrnar utan túns og undir beru lofti, annarsstaSar eru kýr mjólkaSar í fjósum og haffiar inni að nóttunni. Á þessari mynd fara mjaltirnar fram undir beru lofti, en nú eru kýr yfirleitt komnar i hús a. m. k. að næturlagi og sumstaöar konmar á gjöf. setustofu auðkyfingsins. Þegar kveikt yrði ljós í stofunni átti sprengjan að spi’inga og höllin ásamt auðkýfingnum að fljúga áleiðis til himna. Glæpamennii'nir unnu' að þessu verki dyggilega og notuð- ust við vasaljós á meðan. „Búið,“ sagði einn þeirra, en þá hrökk sá þeirra, sem hélt á vasaljósinu, svo mjög við, að hann missti það niður á gólfið og um leið slokknaði á því. Inni varð dimint. „Fífl,“ isagði annar og ósjálf- rátt þi’eifaði hann eftir kveikj- aranum, kveikti og á sömu stund flaug húsið i loft upp, en ekk'ijneð auðkýfinginn, held- ur með glæpamennina, sem ætluðu að stytta honum aldur. Sér grefur gröf þótt grafi. ★ Sumar manneskjur eru ákaf- lega viðutan, og einkum. eru það prófessorar, sem hafa feng- ið orð fyi’ir að vei'a það. En þetta getur fleiri lient og hér er saga — auðvitað sönn — um stúlku, sem var mjög viðutan. Þessi stúlka elskaði ungan mann og svo ber til einn góðan veðurdag, að ungi maðurinn, sem siúlkan elskaði,býður henni að drekka með sér kaffi á fjöl- sóttum veitingastað. Stúlkan var nærri búin að fá hjartaslag af einskæri’i ham- ingju. Hún hitti unga manninn í veitingahúsinu, þau heilsast og hann hjálpar henni úr káp- unni, en þá fóru hálsar lcaffi- hússgestanna heldur en ekki að Iengjast. Allir störðu á ungu stúlkpna, sumir voru jafnvel svo dónalegir að benda á hana, aðrir hvísluðust á eða hlógu. Hún komst ekki hjá því að taka eftir þessu, henni varð litið á klæðnaðinn sinn og rak upp óp örvæntingar og blygðunar. Hún stóð á nærklæðunum einum — hafði gleymt að fara í kjólinn. ★ Eftirfarandi atburður skeði i Iíaupmannahöfn. Tryggi ngars tofnun ein í borg- inni efndi til fyrirlestrahalds til að kenna fólki allskonar varúð- ari’áðstafanir gegn íkviknunum og eldsvoðum. Meðal áheyrend- anna var maður, Olsen að nafni, sem hafði mikinn áliuga fyrir hinu þarfa og ágæta málefni. Áður en hann lagði af stað, þvoði hann sér og rakaði, fór í sin betri föt og pressaði bux- urnar sínar — því það gerði liann sjálfur. Hann hlýddi með athygli á fyrirlestrana og undr- aðist stórlega hvað fólk gat ver- ið óaðgætið með eld og fai'ið ó- vai-lega með liann. Annars fannst lionum hann hafa vitað þetta allt áður og ekki þurfa að hafa hlustað á þetta skvaldur. Að erindinu loknu hélt hann rakleitt lieim til sín. Það fyrsta sem liann sá, er út kom, var hans eigið hús í björtu báli. — Daginn eftir vai’ð það upplýst að kviknað liafði út frá straujárni i íbúð Olsens. Hann hafði gleymt að lak'a slraujái-nið úr sambandi er bann fór að hlusta á fyrir- lestrana um það, livernig fara ætti að þvi að foi'ðast eldsvoða. Það eru ekki allar ferðir til fjár. ★ Fi’úin: „Þér skilduð við manninn i fyrra og nú eruð þið tekin saman aftur.“ Matreiðslukonan: „Já, nú er- um viði upphituðu hjónabandi.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.