Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Blaðsíða 6
6 VlSLR SUNNUDAGSBLAÐ SANSIBAR FRÁ ITALIU. Hennenn úr 8. her Breta reka þýzka hernienn úr fylgsnum þeirra í borgum Ortona á austurströnd ítalíu, sem bandamenn tóku í desember. Sennilega hefir Assiríumönn- um, Forn-Egiptum, Hindúum og Föníkumönnum veri'ð kunn- ugt um töframagn og fegurð liinnar suðrænu eyjar, Sansibar. Kinverjar, Malajar og Arabar þekktu og til hennar af sjóferð- um sínum, enda komst hún við útbreiðslu Islams-trúar undir arabisk yfirráð. Eftir fund sjóieiðarinnar suð- ur fyrir Afríku •til Indlands lögðn Porlúgalar evjuna undir sig, en þeir voru hraktir þaðan iá braut af Aröbum eftir 200 ár. í byrjun 18. aldar lagði sold- áninn af Muscat, Segid Said Sansibar undir sig, og gerði hana að aðsetursstað sínum. En við það varð liún miðstöð verzl- unar og hverskonar viðskipta í Austur-Afriku. Á Sansibar blómgaðist þræla- verzlun í allstórum stíl og hélzl liún við fram undir lok siðustu aldar, að henni var út- rýmt. Frá Sansibar lagði Living- stone upp í leiðangra sína um meginlönd Afríku — í vísinda- leiðangra sína, en áður liöfðu aðeins arbiskir þrælakaupmenn ferðast um þær slóðir. Með Kaskasi eða norðaustan-missir- isvindinum, sem geysar þar eystra allt frá mai fram i nóv- ember, hafa margskreytt verzl- unarskip brunað fyrir þöndum seglum, hin tvimöstruðu ,dhows‘ bæði frá Rauðahafinu, Persa- flóa, Indlandi, hlaðin bastmott- um, döðlum og þurru hákarla- kjöti. í Sansibarshöfn lágu þau svo og biðu eftir „leiðinu“ til baka, hlaðin gulli og svörtu fíla- beini og svo að ógleymdum þrælunum. Enn i dag liggja við Sansibar mörg seglskip og bíða hag- kvæms meðbyrs, en nú er farm- urinn ekki lengur fílabein, en i þess stað „copra“ og krydd- nellikur, sem er i dag auðsupp- sprelta Sansibar. Eg kom með hollenzkum bát frá Mombasa. Báturinn fór Iangs með eynni, vindurinn lék um kókospáhnana og bárurnar féllu mjúklega upp að Kótal- ströndinni. Þegar á höfnina kom, kaslaði hinn arabiski „dhows“ akkerum. Eftir að hafa Jenf i þjarki \rið svarta burðar- karla, sem nálegu steyptust í sióinn, en þeir gengu niður kað- alstigann með farangurinn, komst eg um síðir í land og komst sömuleíðis heill á húfi úr vjðureigq yjð hjnn sansi- barska toll. Skotvopn min varð gg þó að skilja við mig. Saga Sansibars hefir rist djúp- ár rúnir i lif evjarskeggja, og sjásl þess merki jafnt í bvgging- arslil sem svip fólksins, og eru ibúarnir sjáanlega margra ætta og' þjóðstofna. A hinum þröngu, krókóttu stigum borgarinnar hreyfist hið marglita lif, sem skiptir litum allt frá ljósbrúnu til biksvartra negra, Araba, Indverja o. s. frv. Indverjarnir eru af ýmsum þjóðstofnum og eru þar margir meira að segja frá portúgölsku nylendunni Goa. Þeir eru verzl- unarmenn, veðlánarar, iðnaðar- menn og spákaupmenn. í þorp- unum sitja þeir í sínum lágu kofum (dukas) með krosslagð- ar fætur. Þar eru siifur- og tinsmiðir, skóarar og skraddarar, tré- telgjumenn og götusalar, bjóð- andi reipi og ofin indversk bóm- ullar- og silkiklæði allskonar, og svo að ógleymdu hinu aust- urlenzka kryddi. Arabar eru ekki miklir kaup- menn. Þéir halla sér meir að sjó- inennskunni, iðnaði og ræktun, en koma til bæjanna i markaðs- erindum. Tala Araba í bæjun- um fer því eftir árstíðum. Þeg- ar norðaustanvindurinn blæs, er mest af þeim í bæjunum. Þeir halda sig jafnan í þeim hluta borgarinnar, sem er austurlenzk astur að stil og dvelja þá meðal iðnaðar- og vei'zlunarmanna og selja þeim allt, sem nöfnum tjáir að nefna, sem lýtur að „dhows“ og sjósókn, mottur og poka und- ir kryddvörur. Frá höfuðborginni ók eg út á landsbyggðina til að skoða krydd- og kókospálma-ekrum- ar og ók eg þá í gegnum yndis- legan akur krydd-nellikunnar og svignandi pálma. jHelzta tekjulind Sansibar, síð- an þrælaverzluninni lauk, er ræktun kryddnellika. Á þeim vaxa blómknappar, sem siðan eru þurrkaðir, og kallast planta þessi á latínu „Eugenia cargo- phyllata“. Það er mjög rómantísk frá- sögn til um það, hvernig planfa þessi kom til eyjarinnar. Allt frá þvi um 1700 yfirfylltust markaðir heimsins af krydd- nellikum, aðallega frá Molusk- unum. Sínveldin höfðu lengi átt í' striði um yfirráðin vfir eyjum þeim, er framleiddu jurt þessa, unz Holland í byrjun 1600 náði yfirliöndinni og hóf á lienni ein- okun. Þá voru kryddnellikurnar höggnar upp á öllum öðrum stöðum nema eyjunni Ambogna, og var öll ræktun nefndrar plöntu takmörkuð við hana, og mjög strangt eftirlit liaft me'ð ræktuninni. En um 1700 heppn- aðist Frökkum þó að stcla fræi frá Ambayna-eynni og flvtja það og gróðursetja á Mauritus. Til Sansibar barst hún svo þegar um lok 17. aldarinnar. En rækt- unin fór ekki að vaxa neitt að ráði fyrr en um 1800, að hina slyngi soldán Sevgid Said tók til sinna ráða. Hann hótaði jarð- eigendum eignamissi, ef þeir ekki byrjuðu sírax að rækta kryddnellikur. Árið 1873 gekk fárviðri mikið yfir §ansibar og sleit upp allan kryddjurtagróður eyj- arinnar. Til allrar liamingju slapp eyjan Pcmba við eyðilegg- ingarnar. En þaðan hafa svo verið fluttar krýddjurtir og end- urplantaðar á Sansibar. Fáir eru þeir, er geta imynd- að sér hve víðtæk er neyzla hins austurlenzka krydds. En frá Sansibar eru fluttar út/iárlega um 10.000 tonn af kryddnellik- um, og lætur næri’i að það sé 85% af heimsneyzlunni. 3500 tonn seljast á hinum mikla heimsmax’kaði Indlands, og 4000 tonn voru flutt út til hinna hol- lenzku og belgisku nýlendna i Asiu. Evi'ópa og Amei'íka flytja inn 2500 tonn. iÚr kryddnellikunni cr fram- leitt t. d. vanilla, sem er mikils- vei'ð vara i framleiðslu ilmefna og ýmsrar annarar framlei'ðslu. Olian er einnig notuð til lækn- inga og visindalegra iðkana. — jHæð nellikutrésins á Sansibar er 15 metrar, en var þó allt að 20 metrum, Blómknapparnir, sein eru hin eiginlégu kryddefni, sitja á endum trjánna, og er þess vegna allerfitt um söfnun þeirra. Það fara fram tvær uppskerur á ári, og fylgja þær missiris- vindinum eftir. Þeir, sem ætla að gefa sig við uppskeruvinnu, eru kállaðir saman með trumbuslætti, og mætast hóparnir á þurrkvellin- um, og er- þar fyrirskipað, hvaða tré skuli „pIokka“ í það og það skiptið undir yfirstjórn upp- skerustjórans. Uppskeran fer fi’am meðan heitast er á daginn. Ivonur og börn plokka þæv greinar, er næst til frá jöi’ðu, en karlmennirnir klifra upp í trén o gleygja sig í yztu greinar þeirra og draga þær sterkustu þeirra lil sín með reipi. Þessi uppskeruvinna er hvergi nærri auðveld. Á greinum þessum eru oft smá maurar, sem stinga, er við þá er komið, og ber svo oft við, er greinarnar eru dregn- ar að sér, og eru smádýr þessi því hinir mestu vágestir upp- skerendum. Aftur eru trumbur slegnar og .merki gefin, er skipta skal upp- skerunni og laun gi’eiða. Að lokinni vinnu fær hver sinn hlut, nokuð af Jjósrauðum og eilitið af gi'ænum knúppum, og er það greiðsla fyrir daginn. Þvi næst eru knippin þuri'kuð á steinlögðum þurrkreitum i 4—5 sólskinsdaga, unz knúpparnir hafa fengið eðlilegan gulbrúnan lit. — Annar aðalútflutningur Sansi- bar eru kókoshnetui'. Er Sansi- bar aðalútflytjandi að vöru sem „copra“ nefnist, og er það hinn hviti kjarni kókoshnetunnar, — eftir að hafa verið þurrkaðar á austurströnd hinnar sólríku Af- ríku, — Á báðum eyjunum, Sangiþgr og Pemba, eru 4 nxillj.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.