Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Blaðsíða 8
Woolcotl liafði iniklar mætur
á Harpo Marx, hinum alkunna
skopleikara. Eitt sinn kom
Ilarpo til sumarbústaðar Wool-
cots í afgömlum Fordbíl, illa
lil reika. „Hvað er þetta?“,
sjnirði Woolcott. „Þetta er bíll-
inn, sem eg nota í borginni,"
svaraði Harpo. „Borgin er þá
Pompeji, skilst mér,“ svaraði
Woolcott.
★
Philip Guedalla nefnist fræg-
ur brezkur ritböfundur, sem í
bitteðfyrra gaf út æfisögu
Churchills. Eitt sinn átti bann
að halda fyrirlestur í Oxford,
og bað hann þá vin sinn að
koma með sér og spyrja nokk-
urra spurninga, sem Guedalla
liafði samið svör við. Það er
siður þar í landi að ábeyrendur
spyrji ýmissa spurninga um
efni fyrirlestranna. Fyrsta
spurningin hlaut svar, svo fynd-
ið, að allir fóru að skellihlæja,
og svo fór uin þá næstu. En þá
stóð vinurinn upp úr sæti sinu,
alvarlegur í bragði og sagði:
„Hvað var nú aftur það
þriðja, sem eg átti að spyrja
þig um?“
★
Ameríska skáldið William
Saroyan segir í bók sinni eftir-
farandi sögu frá Armeníu:
Maður nokkur átti selló með
einunii streng, og var það vani
hans að draga bogann yfir
þennan streng klukkutímum
saman, ón þess að breyfa fing-
urinn. Kona hans lét sér fátt
um finnast nokkra mánuði, en
þá sagði hún eitt sinn við mann
sinn: „Eg bef tekið eftir því, að
þegar áðrir leika á selló, þá nota
þeir fjóra strengi og hreyfa
fingurna í sífellu."
Maður hennar bætti um stund
að leika og horfði ó konu sína
hugsi. Síðan sagði hann: „Auð-
vitað bafa aðrir fjóra strengi
og hreyfa fingurna í sífellu.
Það er af því að þeir eru að leita
fyrir sér. Eg hef fundið tóninn.“
★
Á 16. öld var uppi keisari i
Japan, sem nefndist Hidejosi,
og hugði liann á landvinninga.
Gerði hann Kínakeisai-a orð og
kraðist þess að Kina gerðist
skattland Japans. Svarið var
ákaflega kínverskt.
Kínakeisari gerði mann á
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Gjá i Þjorsárdal
Gjá í Þjórsárdal er mikið sóttur staður af ferSamönnnm, enda fagurt
þar mjög og sérkennilegt. Er þar allt í senn, fallegur og mikill gró'öur,
grashvammar, tærar uppsprettulindir, sérkennilegar bergmyndanir og
töfandi fossar og ílúöir.
fund Japanskeisara með skrá
mikla. Hidejosi varð kátur mjög
og kallaði saman alla ráðgjafa
sína og hirð til að lieyra svarið.
Þegar svarið var lesið upp, var
það á þá Ieið, að Kínakeisari
teldi sér mikla sæmd i þvi að
gera Hidejosi að konungi yfir
Japan.
★
Fræg leikkona ritaði æfisögu
sína, sem vakti mikla alhygli.
í samkvæmi sagði önnur leik-
kona við hana: „Mér þótti gam-
an að hókinni þinni. Hver skrif-
aði hana fyrir þig?“ —- Hin
svaraði: „Það var gaman að
jíér skyldi jivkja gaman að
henni. Hver las liana fyrir ]ng.“
★
Walesmenn eru taldir miklir
söngmenn, og Jiykjast þeir
raunar vita af því. Einu sinni
sagði Walesmaður kunningja
sínum draum sinn:
„Eg var að syngja í geysilega
stórum kór. Þar voru 5000 sópr-
anar, 5000 altar og 5000 ten-
órar, og allir sungu eins sterkt
og auðið var....“
„Ilvað er þetta?“, sagði kunn-
inginn. „Voru engir bassar i
kórnum “
„Jú, biddu við. Allt í einu
stanzar hljómstjórinn kórinn,
snýr sér að mér og segir: „Þér
skuluð ekki syngja bassann al-
veg svona sterkt, lierra Jones.“
★
Iílaustrið á Monte Cassino,
sem bardagar hafa staðið um
undanfarið, er mjög frægt í sögu
kaþólsku kirkjunnar. Klaustur
þetta stofnaði hinn blessaði
Benedikt frá Núrsíu, höfundur
Benediktsmunkareglunnar, og
klaustrið því jafnan nefnt
„móðurklaustur" Benedikts-
munka. Benedikt var snemma
tekinn í tölu (iýrlinga, og hefir
reglíf hans, sem ennþá starfar
í hans anda, öðlazt miklar vin-
sældir víða um heim. Eru Bene-
diktsmunkar taldir lærdóms-
menn miklir, listamenn góðir,
læknar og efnafræðingar. Ann-
að merkasta klaustur Benedikts-
munka er nálægt Fécamp ó vest-
urströnd Frakklands, þar sem
nú er búizt við innrás, og getur
farið svo, að einnig i nánd við
það gerist harðar orustur. í því
klaustri er framleiddur hinn
heimsfrægi Benediktsmunka-
likjör „D. O. M.“
★
Maður nokkur kom til vel-
metins geðveikralæknis og tjáði
honum, að hann hefði jjjáðzt
svo lengi af svefnleysi, að hann
væri að verða brjálaður. Spurði
hann læknirtn, livort hann hefði
ekki siðferðilegan rétt til að fyr-
irfara sér. Ef tir nokkurt þóf við-
urkenndi læknirinn þetta, en
benti honum jafnframt ó hent
uga leið, sém gæti forðað honum
frá skömm og fjölskyldu hans
frá vansæmd. „Þér eruð mjög
hjartabilaður. I kvöld skuluð
þér fara út að ganga. En í stað
þess að ganga, skuluð þér hlaupa
eins hratt og langt og þér getið.
Þá munuð þér látazt af hjarta-
slagi.“
Þetta leizt sjúklingnum lieilla-
ráð og gerði eins og læknir hafði
lagt fyrir hann. En hann gafst
uppó hlaupunum, áður en hjart-
að næði að bila og staulaðisl
heim til sin dauðþreyttur. En
nú brá svc^ við, að liann sofnaði
og svaf cins og steinn til morg-
uns. Ivvöldið eftir gerði hann
aðra tilraun, og fór allt á sömu
leið, og eftir að hafa reynt þetta
Jiriðja kvöldið, var lífslöngunin
orðin svo mikil, að liann gat
ekki hugsáð sér að deyja nærri
strax.
★
Athugasemd.
I Sunnudagsblaði „Vísis" F2.
þ. m. skrifar Pétur Jónsson frá
Slökkum grein, sem nefnisl
„Víðitréð í gárðinum". í grein
þessari er m. a. sagt frá náms-
ferli Ólafs sál. Jóhannessonar,
kaupmanns og útgerðarmanns
á Vatneyri við Patreksfjörð,
með þessum orðum: „Hann
gekk i Menntaskólann í Revkja-
vík og tók stúdentspróf. Siðan
fór hann til Iiaupmannahafnar-
háskóla, en livarf bráðlega frá
námi Jiar og' kom lieim til ís-
lands.“ Þetta er ekki i'étt eða
að minnsta kosti svo málum
blandað, að misskilningi getur
valdið.
Ólafur Bjarni, sem hét svo
fullu nafni, tók inntökupróf í
lærða skólann í Reykjavík 29.
júní 1883 og settist í 1. bekk. —
Menntaskólanafnið kom löngu'
síðar til sögunnar, er reglugerð
hans og fyrirkomulagi var
breytt. — Hann sat i skólanum
4 vetur og lxefir að líkindum
lokið fjórðahekkjarprófi. Eftir
það hverfur hann Jxaðan, og er
þá eftir að vita, hvort hann liafi
farið utan, tekið stúdentspróf
utanlands og síðan innritazt i
háskólann i Kaupmannaliöfn;
má vera að Jxessu sé þannig far-
ið, þótt aldrei hafi eg heyrt eða
séð hann kallaðan stúdent né
heldur fundið, að hann hafi
innritazt i háskólann. Greini-
Iegar upplýsingar væru }>ví
mjög æskilegar fyrir alla þá,
sem íslenzkum fróðleik unna.
Greinarhöfundurinn er án cfa
einn þeirra, enda hefir liann
hvað eftir annað sýnt það í
verki. Því meira mark mun þvi
verða tekið á skrifum hans en
margra annarra. Þess vegna er
athugasemd þessi gei*ð.
Reykjavík, 14. febr. 1944.
Bjarni Jónsson
frá Unnarholti.