Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Qupperneq 1
1944 Sunnudaginn 27. febrúar 8. blaö Hjálmar Björnsson: l§lending:ar — og §amvinna þeirra við Bandaríkin. R Æ Ð A flutt í Henry Hudson hótelinu í New York, 2. október 1942, í íslenzku og amerísku samsæti. ------------------- Góðu vinir. Það er minn heiður, að hafa lækifærí til að mæta ykkur og færa ykkur beztu kveðjur frá gamla Fróni. Eg kvaddi ísland fyrir rúmum tveim mánuðum og öllum leið vel og allt geklc sinn vana gang þegar eg fór að heiman. Tíðin hafði verið köld og gróðrinum seinkaði, en allt leit furðu vel út um leið og eg fór. Forseti þessa félags hefir Stungið upp á þvi, að eg talaði eitthvað um ferð og dvöl heima. Það er lítið, sem eg get sagt ykk- ur, sem þekkið ísland svo vel. Eg var gestur íslands i næstum tvö ár og lærði mikið, en mest af því er- daglegt brauð fyrir flestum ykkar. Landslög, per- sónur og breytingar þekkið þið betur en eg. Það er mikill sann- leikur i orðum Jónasar Hall- grímssonar, þegar hann kvað; „Söm er hún Esja, samur er Keilir, eins er Skjaldbreið og á Ingólfs dögum.“ Þess vegna hefir það litla þýð- ingu fyrir mig, að fara að lýsa fyrir ykkur landsháttum eða daglegu lífi heima. En þó þessi orð eftir Jónas kunni að vera rétt, hefir landið og þjóðin breytzt talsvert síðan ó land- námstíð. Um sumar þessar breytingar vil eg segja nokkur orð. En þar eð enska er mér tamari, vil eg biðja leyfis að tala á því tungumáli. Áður en eg byrja á þvi, ætla eg að nota þetta tækifæri til að votta mitt eilífa þakklæti fyrir gestrisni og góðvild, sem mér hefir verið sýnd af íslandi og Islendingum, á meðan eg liefi staðið í þessu starfi. Það litla, sem eg liefi gjört, hefði ekki verið mögulegt án hjálpar Islendinga. Nú, þegar eg er að hverfa héðan og lialda heimleiðis til Minneapolis, vil eg staðfesta það, að eg gleymi aldrei Islandi eða málum þess og vona, að eg geti haldið áfram i þeirri nýju stöðu, sem eg fer nú að sinna, að vera hjálpsamur vinur Islands og málum jjess, hvenær sem tækifæri veitist. I upphafi þessara orða, sem flest ykkar hafið skilið — ef þið á annað borð gátuð skilið mína vesti-ænu íslenzku — gat eg þess, að það væri likt og að flytja kol til New Castle, ef eg reyndi að fræða ykkur, sem hér eruð stödd, um ísland eða segja ykkur eitthvað þaðan, sem þið vissuð ekki áður. Ef til vill er nú sem stendur hvergi til í víðri veröld — nema á Islandi sjálfu — hópur manna, sem hefir ná- kvæmari þekkingu á öllu því, sem íslenzkt er, en einmitt þeir, sem mættir eru hér í kvöld. Sannleikurinn er sá, að hvar sem farið er um Ameríku nú á dög- um finnst tæplega nokkur sá, er ekki hafi heyrt getið um Is- land; það er nú orðið hverju mannsbariii kunnugt að meifa eða minna leyti, jafnvel þeim, sem heima eiga í hinum af- skekktustu smábæjum. Þetta er ólíkt: „Das unbekannte land“ (hinu ókunna landi), eins og þýzkur lærdómsmaður ein- hverju sinni nefndi ísland; þessi breyting er uppfylling á spá- dómsorðum Thomas Hardy fyr- ir meira en 75 árum, er hann sagði i riti sínu: „Return of the Native.“ „Sá dagur kemur, að jafnvel hið afskekkta land, Island, verð- ur á hinum fjölförnu vegum ferðalanganna.“ Um þetta geta verið skiptar skoðanir okkar á meðal, hversu vel og að hve miklu leyti ísland sé kunnugt þeim þúsundum oliugulu ferðalöngum, sem nú eiga leið um fjöll þess og dali: „Glöggt er gests augað“, segir islenzkur málshátfur, og nú sem stendur hvíla mörg þúsund augu glöggra gesta á íslandi og ís- lenzku þjóðinni —ungra gesta og álirifanæmra. Mér er ómögulegt að segja með vissu, hver verði niðurstaða þeirra áhrifa, sem af þessu skap- ast í hugum gestanna; en það er víst, að yfirleitt mynda hersveitr ir okkar á Islandi sér ákveðnar skoðanir og varanlegar á land- inu og ibúum þess. I flestum til- fellum finnst þeim að fólkið sé sjálfstætt, skynsamt, viljafast, skai’pskygnt, en jafnframt vin- gjarnlegt og fremur gestrisið. Þannig er áht hersins yfirleitt. Frá þessu eru undantekningar. Alveg eins og til eru: Islendingar, sem ekki eru vingjarnlegir, ekki skynsamir og ekki gestrisnir; alveg eins og til eru amerískir geslir, sem ekki eru skynsamir, ekki vingjarnlegir og ekki sér- staklega annt um hag annara. Yfivhöfuð er þó óhætt að full- Hjálmar Björnsson. yrða það, að bæði íslendingar og Amerikumenn, sem seinni lýsingin á við, eru undantekn- ing. Eg er oft spurður á þessa leið: „Hvernig kernur þeim ann- ars saman, drengjunum okkar og Islendingunum ?“ Þeirri spurningu svara eg oft- ast á þessa leið: „jHugsaðu þér islenzkt hérað, þar sem nokkur hundruð hermanna setjast að. Gerðu þér grein fyrir því, að þar hafa aldrei sést herklæði; meira að segja setur fólkið her- klæði og herbúning í samband við liertekning af hendi útlends valds. Reyndu svo að hugsa þér, hver fyrstu hugaráhrif þin mundu verða undir þeiin kring- ' umstæðum. I viðbót við þetta skaltu gera þér grein fyrir því, að héraðið, sem þú átt heima í, hefir öld eft- ir öld verið sjálfstætt og laust við öll utanaðkomandi áhrif, það hefir látið sér nægja að sinna sinum eigin hag, án þess að skipta sér af högum annara. Það hefir talið sér heimsmáíin litt viðkomandi, yfirnáð og her- búnað annarra þjóða fundizt því sig erigu skipta. Þegar þú hefir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.