Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Síða 3

Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Síða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Þrátt fyrir það, þótt fiskur sé meiri hluti þess, sem Bandarik- iri kaupa af framleiðslu Islend- inga, þá er hann allá ekki eina varan. Þann tíma, sem eg var á íslandi námu þær vörur, sem keyptar voru fyrir okkar milli- göngu um $50.000.000. I viðbót við fiskinn keyptum við fyrir hjálparpeninga handa Bretlandi aðrar vörur frá íslandi t. d. þorskalýsi, síldarlýsi og síldar- mjöl, sauðargærur, frosið lambakjöt og ýmsar aðrar bús- afurðir. Þegar við komum til Islands, var ein fyrsta spurningin, sem blaðamenn i Reykjavík spurðu mig, eftir að eg hafði sagt þeim fyrirætlun okkar, hvort dollar- arnir, sem yið ætluðum að borga íslendingum fyrir þessar afurðir, yrðu látnir af hendi þannig, að þeir yrðu notaðir skilyrðislaust. Eg svaraði með þessari spurn- ingu: „Þið hafið unnið ykkur dollarana, er ekki svo?“ Þegar þeir höfðu játað því, skýrði eg það fyrir þeim að við hefðum alls ekki í hyggju að gera nokkra tilraun til þess að hindra verzlun þeirra með sína eigin peninga, eg sagði þeim ennfremur að eftir því sem kringumstæður leyfðu og vörur væru til, yrði þeim gert mögulegt að kaupa hvað sem þeir þj'rftu fyrir peninga sina. Eg held að við liöfum efnt þetta loforð og að íslendingum liafi verið mögulegt að kaupa fyrir peninga sína flest af því sem þeir þörfnuðust. Sannleik- urinn er sá, að eg gat fengið keypt í íslenzkum verzlunum án þess að hinda mig við skamt- bækur, og bláa, rauða og græna depla — kaupa hindrunarlaust hluti, sem fyrir löngu voru upp- seldir í amerískum verzlunum. Með þessu dettur mér elcki í hug að halda því fram, að Is- lendingar hafi ekki orðið fyrir neinum óþægindum í sambandi' við vöruskömmtun eða að þeir hafi ekki orðið að vera án ým- islegs; en þeir hafa getað lifað nokkurnveginn ' eðlilegu lífi þrátt fyrir allt og allt. Langmesti hluti þess, sem við keyptum fyrir lijálparpeninga, var sent til Englands. Meira en 75% af $50.000.000, sem eytt var upp að þessum tíma og við sömdum um, var fyrir vörur til Englands. Þessu er haldið á-. fram og skrifstofa okkar er enn starfandi í Reykjavík, forstjóri hénnar nú er f\Trverandi for- seti félags ykkar, .ólaifur Ólafs- son. . Áður en eg lágði af stað frá íslandi í sumar, undirritaði eg samning við sljórnina á íslandi fýrir hönd Bandaríkjanria, urn það að kaupa alia ái’sffamleiðslu sildarlýsis og síldarmjöls 1943; allt þetta er nú fiutt til Eng- lands. Þrátt fyrir það þótt síld- arveiðin í ár byrjaði fremur illa, þá endaði vertiðin með miklu síldarmjöli, nálega 30.000 skip>- pundum og framleidd voru 24.000 skippund af síldarolíu. Ástæðan fyrir því að síldárolía var minni en síldarmjölið var sú, að síldin í ár var ekki féil og þess vegna, ef til vill, ekki eins ábatasöm fyrir framleiðandann. Fram- leiðsla síldarmjölsins var tals- vert meiri í ár en í fyrra og hér um bil jáfnmikið var fram- leitt af síldarlýsi 1943 og næsta ár á undan. Áður en eg lagði af stað heim í júlí, framlengdum við einnig ísfiskssamninginn með smá- vægilegum breytingum; helzt samningurinn í gildi þangað til i lok þessa árs. En aðalbreyting- in á samningnuin i ár var það ákvæði, að einn þriðji hluti þess sem borgað er fyrir vörurnar skai greiðast í sterlingspundum, en tveir þriðju lilutar i dollur- um. Nú er verið að undirbúa samninga, þar sem ráðgert er að kaupa fleiri íslenzkar vörur. Striðið hefir valdið miklum breytingum bæði í lifnaðarhátt- um íslendinga og f járhag þeirra. Mörg ykkar vitið eflaust miklu meira um þessar breytingar en eg; og þið eruð færari um að dæma það, liverja þýðingu þær liafi og að hversu miklu leyti þær séu líklegar til þess að verða til frambúðar. Þvi miður kynntist eg Islandi og íslendingum einungisástríðs- tímum. Mörg ykkar hafið þekkt landið og þjóðina um margra ára skeið og getið fullkomlega dæmt um þýðingu þessara breytinga. En þann tima sem eg dvaldi á íslandi, hafði eg tæki- færi til þess að veita eftirtekt þessum breytingum og sjá áhrif stríðsins á eina allra friðsöm- ustu þjóð heimsins, sem nútið- ar menningin hefir þekkt. Þjóðfélagslegar breytingar, þær sem snerta lif og lifnaðar- liætti fólksins, hafa enn ekki komið nógu glögglega í ljós til þess að eg, eða nokkur annar dyrfist að geta sér til eða spá um það, hversu víðtækar þær kurini að verða. Það mesta sem nokkurum er unnt að segja, er þáð, að þeinj er sem stendur, haldið á lofti með sterkari litum en ' .þeim ' bér ,i'. r’aun. og sann- leiká. Áð þær verði' röttækar og ýáránlégar, ýirðist . þó lík- legf. Eitt af þvi sérri þýðingar- mesl má kalla, að því er fram- tíð landsins snertir, er það hversu margt ungt fólk frá ís- landi nýtur nú menntunar í Vesturlieimi. Þegar þetta unga fólk hverfur aftur heim til ætt- jarðar sinnar til þess að taka við ábyrgðarstöðum í þjóðlifinu, þá fyrst byrja varanleg áhrif áð skapast og koma í ljós. Fjárhagslega eru breytingarn- ar ef til vill meiri nú sem stend- ur, en hversu mikla og hvers konar þýðingu þær hafi í fram- tíðinni, það er enn óráðin g^ta. Fiskveiðarnar eru mesti og lang yfirgripsrikasti atvinnu- vegurinn; hér um bil 90% af öllum útfluttum vörum er fisk- ur og fiskafurðir. Viý, Þegar lokað var öllum mark- aði í Evi-ópu fyrir Islendinga, sem verzlunarbannið náði til, og þegar svo fiskurinn var send- ur til Englands til bráðabirgða að minnsta kosti, þá voru sjáan- leg mikil éhrif til breytinga, sem að likindum verða varanleg. Til þess að nefna aðeins eina breyt- ingu, sem þetta hefir valdið, þarf ekki annað cn lita á sait- fisksframleiðslu landsins. Um eitt skeið var saltfisksverzlun þess við umheiminn, sérstaklega til Evrópu afar þýðingarmik- il fyrir þjóðina. Nú er sáralítið framleitt af saltfiski og nálega allur fiskur frá Islandi fer nú til Englands; liann er fluttur þang- að nýr. Framleiðsla frosins fiskjar er nú miklu þýðingar- meiri en saltfiskjar. Hvort þetta verða varanlegar breytingar getur enginn sagt með vissu nú sem stendur; það er að miklu leyti undir þvi komið, hvernig markaðurinn verður og hversu mikil eftirspurn að stríðinu loknu, og undir því hversu sam- keppnismagni íslenzka þjóðin á yfir að ráða í kappinu við aðr- ar þjóðir, sem einnig veiða fisk og verzla með hann eftir stríðið. Mikið liefir verið rætt um verðhækkunjna á Islandi, og það ekki að ástæðulausu. Hér um bil allt, sem verzlað var með, þefir hækkað i verði síðastliðin þrjú ár. Ef til vill er eliki hægt að skýra þetta betur með nol^kru öðru en visitölunni. Þegar eg kom til íslands i desember- mánuði 1941 var hún 177; þegar eg fór þaðan í júlí 1943, hálfu öðru ári síðar, var liún kom- in upp í 245, og síðan hef- ir hún hækkað um 10 eða 15. Frá jan. 1941 til jan. 1943 hækk- uðu lífsnauðsynjar á Islandi um 80%. Þegar verð hækkar á tveimur árum. nálega um heltn- ing, er ómögulegt annað en að um einhver óþægindi sé að ræða. Þann típ'ia sem eg var á íslandi liafði vísitalan suc 3 lega um 40%, og einu simi með- an eg var þar, liafði hún komizt upp í 272, eða meira en 50% hækkun frá því í desember 1941. Tilraunir til þess að stöðva verðheekkunina hafa misheppnast, þótt nokkuð hafi áunnizt I júhmánuði í fyrra hækkaði verð á aðal verzl- unarvöru Islendinga um 28%, það er fiskurinn. Var það tals- vert hærra verð en nokkvu’ntíma hafði átt sér stað áður. Það liggur í augum uppi, að alvarleg fjárhagsvandræði hafa skapast um alit land, bæði að þvi er yfirstandandi tima áhrærir og einnig að þvi, er framtíðarhorf- ur snertir, vegna þess hversu gifurleg verðhækkunin hefir verið ó ýmsuin vörum. Til þess að geia ykkur hug- mynd um það, hver áhrif vei ð- hækkunin hefir haft ó vei ð þeirra vörutegunda, sem frarn- leiddar eru á islandi, tökum t. d. verð á smjöri og mjólk. 1. jan. 1941 var mjólkurpotturinn seldur á 54 aura en 1. jan. 1943 var hann kominn upp í kr. 1. 9 það er að segja: hann hækkaðí meira en 300%. Á sama tinia hækkaði tvípundið af smjöri frá 5.15 krónum upp i 20.25 kr. Jafnvel skyrið hefir þrefald xst að verði og frosið lambakjöt hækkaði frá 2.3d kr. i feLr,i r 1941 upp í 0.80 kr. 1. jan. 1943. Þið sem betur þekkið Islaud, getið gert ykkur i hugarlund hver áhrif svona verð hefir á framtið þjóðarinnar. Eg efast um, að það geti verið heilkngt Þið getið einnig ímyndað ykkur hvað fjTÍr kunni að koma þjg .r þetta verð lækkar eitthvað í ál i ina til þess venjulega. Þegar eg kom aftur til Banda- rikjanna, lieyrði eg mikið ta’að um það, sem kallað var „aftur- hvarf“. Grundvallarstefnan, seni þetta afturhvarf er byggt á, ei-’á og það var skýri í þcssu landi, var sú, að lækka vöru.verðið rl þeirra, sem keyptu, en samt se vt áður að borga bænduni sa 'a verð til þess að framleiðslan minnkaði eldd. Island hefir gert tilraunir i líka átt og þelta. jHeildsöluverðið fyrir surnar búsafurðir á íslandi var ákveðið lægra en verð það, sem bænd- um var ábyrgst. Munurinn á milli lægra verðsins og hins hærra, sem bændurnir fengu, var borgaður af stjórninni. Und- ir vissum kringumstæðum er svona fyrirkomulag afsakan- Iegt. En þegar eg talaði við Is- lendinga yfirleitt, fann eg það að margir þeirra voru farnir að efast um að þesskonar verzlun sé beilbrigð. Það sem þeir settu .■’.r rig v:ir þetta: Þcir efuðust

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.