Vísir Sunnudagsblað - 27.02.1944, Side 4
4
VlSIR SUNNUDAfiSBLAÐ
um að það yrði ódýrara fyrir sig,
þegar öllu væri á botninn hvolft,
að kaupa kjöt i búð fyrir dálítið
lægra verð en það sem bændum
var ábyrgst, þegar stjórnin tók
þennan litla verðmun af þeim
aftur í sköttum til þess að borga
með uppbótina til bóndans. Um
það kom öllum saman, að verðið
yrði að lækka, en um hitt deildu
menn: hver átti að verða fyrir
lækkuninni. Enginn vildi verða
til þess. Það var fyrir þeim eins
og segir í sögunni um mýsnar,
þær héldu þing og voru allar
sammála um það, að kötturinn
væri versti óvinur þeirra, og
jiað sem þyrfti að gera væri að
Jiengja bjöllu um hálsinn á kett-
inum. En þegar til þess kom að
útnefna mús til þess að hengja
Jjjölluna á köttinn, þá fannsi
eiigin meðal þeirra, sem til þess
væri fús.
Þetla viðfangsefni og önnur
svipuð því, eiga sér ekki einungis
stað á íslandi. Þeim er þannig
háttað að þörf er iá stjórnvitrum
mönnum lil þess að ráða fram
úr þeim í hverju einasta landi;
það er þörf á mönnum, ekki ein-
ungis til þess að finna bráða-
birgða úrlausn, heldur einnig
mönnum, sem sjái fram í tím-
ann og skilji það hvaða áhrif
stundarúrlausnir geti haft um
ókomna daga, á velmegun þjóð-
arinnar og verzlunarmálin.
Það er ekki ásetningur minn
að mála ofsvarta mynd af mögu-
legri framtíð. Eg er ekki spa-
maður, og eg ætla mér ekki út
á þann hála ís, að gizka á, hvað
fyrir geti komið í framtíðinni
mljandi við þau ógnaröfl
<ð : fa úr böndum og
.()*•...ií með heljartök-
> ið istUðin fjögur ár.
baiiil téiii áðar eru þetta gát-
ur sem hver einasli Islendingur
og hver einasti íslandsvinur
verður að hugsa um með alvöru
og reyna að ráða að einhverju
leyti, eftir því sem vit hans og
vonir veita honum beztan slciln-
ing.og skýrasta sjón.
lÚrlausn þessara efna verður
að framkvæmast með sem
minnstum árekslrum og
mögulegt er.
Á því er enginn efi i minum
huga, og ætti eklci að vera í
ykkar huga heldur, að ísland er
fært um að leysa þessa hnúta
og náða þessar gátur sjálft.
Á sinni þúsund ára gengnu
braut, sýnir saga þjóðarinnar
svo fullkomið vit og svo ódrep-
andi þrótt, að einskis þarf að
örvænta. ísland hefir séð þjóð-
ir risa og þjóðir falla. Það hefir
séð herstjóra fæðast óg harð-
stjóra deyja. Það hefir lifað þá
tið að plágur og drepsóttir felldu
f jölda manns; dalir þess og gras-
lendi hafa grafist undir heitri
hraunleðju og sjálft hefir það
leikið á reiðiskjólfi af lands-
skjálftum og eldsumbrotum.
En það hefir lifað af allar þess-
ar hörmungar og náð sér til
þess að sjá og njóta fegurri daga
og sælla lífs. Að láta sér til hug-
ar koma, að þjóðn komizt ekk
gegnum þá erfiðleika, sem nú
eru að verða á vegi hennar, væri
skilningsleysi og þekkingar-
skortur á hennar þúsund ára
sögu og ósigrandi krafti. Það
væri sama sem að viðurkenna
að ísland væri ekki byggt þeim
íslendingum sem telja mætti
sanna syni og sannar dætur for-
feðra sinna.
Nú gefst íslendinguin ef til
vill miklu meira tækifæri en
nokkru sinni fyrr til þess að
byggja sterkara og sjálfstæðara
ísland; Island sem verði auð-
ugra í efnalegu, andlegu og
framkvæmdalegu tilliti en það
hefir nokkurn tíma áður verið
eða nokkurn hefir áður dreymt.
Eg ber fullkomið traust til ís-
lenzku þjóðarinnar i þessu efni,
og eg veit að þið gerið það einn-
ig-
Við værum ekki íslendings
nafnsins verð, ef við héldum að
þjóð, sem á sögu íslands sér að
baki, þolað hefir allar | þær
hörmungar sem yfir hana liafa
dunið og komið út úr þeim jafn
sigursæl og raun er á — nei, við
værum þá ekki íslendings-nafns-
ins verð ef við efuðumst um að
hún þyldi nokkur hagsældar ár.
En eg er viss um að við játum
það öll, að ef þjóðin á að koma
sigurhrósandi og framtíðarör-
ugg út úr þvi völundarhúsi, sem
hún er nú að fara í gegn um,
þá verður hún að skipta um
stefnu gagnvart sjálfri sér og
gagnvart framtíð sinni, hún
verður þá að velja sér stefnu
sem sé fastari og grundvallaðri
en verið hefir i sumum efnum
síðastliðin ár. »
ísland hefir nú í hyggju að
stiga spor, sem er ef til vill þýð-
ingarmeira en nokkuð annað
sem hún hefir aðhafst í seinni
tíð. Þjóðin er að búa sig undir
atkvæðagreiðslu uin það, að
verða með öllu sjálfstæð og
sjálfri sér ráðandi. Þetta er
spor sem Islendingar hafa stöð-
ugl haft á prjónunum siðan á
dögum Jóns Sigurðssonar.
Að enduðu fyrra Iieimsstríð-
inu miðaði þeim stórkostlega
áfram i þessa átt. Nú eru þeir
að undirbúa siðasta sporið til
fullkomins sjálfstæðis.
I éðli sínu hefir íslendingur-
lnn, sem einstaklingur,alltaf ver-
ið óháður. Jafnvel á svartnætti
útlendra yfirráða og kúgunar
lifði og bærðist andi og eldur
sjálfstæðis og frelsis i brjóstum
einstaklinganna. Hinn einstaki
íslendingur hefir í raim og sann-
leika alltaf verið frjáls í hugs-
unum sinum, orðum og athöfn-
um. Þegar hann kemur fram
sem borgari i frjálsu og óháðu
ríki verður hann vel undir það
búinn, þar kemur honum það að
góðu haldi sem hann hefir erft
og borist hefir til hans kynslóð
frá kynslóð: sjálfstæði i liugsun,
einurð i orðum, djarfleiki i at-
liöfnum. Hann ætti að eiga
heima hjá sér i hinu nýja riki.
Þegar Island bauð stjórn
Bandarikjanna 1941 að senda
her til landsins því til vamar,
gerði íslenzka stjórnin það sem
eitt af skilyrðum sinum að
Bandarikin viðurkenndu full-
komið frelsi og sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þetta lýsir betur en flest
annað sjálfstæðisanda íslend-
inga og einurð þeirra, það lýsti
greinilega hinum forn-norræna
anda, sýndi það að þrátt fyrir
allt og alll var hann enn þá lif-
andi og með fullri einurð. (—
Bandaríkin sáu manndóm i
þessu og samþykktu það viljug
og vifilengjulaust.
Þegar ísland stigur áfram og
inn á braut algerðrar sjálf-
stjórnar hefir þjóðin margs að
gæta. Hún kemur þá fram í
nýrri afstöðu gagnvart öðrum
þjóðum. Hún verður að skilja
stöðu sina i félagi við aðrar
þjóðir í þvi andrúmslofti, sem
óhjákvæmilega skapast á stríðs-
timum. Fyrsta ár sitt undir
frelsisfánanum,aðminnstakosti,
lifir hún i skuggum og skýjum
styrjaldarinnar og verður háð
að einhvérju leyti þeim breyt-
ingum og byltingum sem styrj-
öldinni fylgja. Þetta verður ekki
auðvelt verk og landið þarf þar
á að halda sínum beztu og vitr-
ustu mönnum til þess að fara
með stjórnarvöldin. í orðsend-
ing sinni til forsætisráðherrans
á ísláhdi, fóx-ust Roosevelt for-
seta orð á þá leið að þau lýstu
greinilega djúpri vináttu Banda-
ríkjanna og hétu því skilyrðis-
lausl að lsland gæti verið ó-
hrætt um sjálfslæði sitt sem ó-
háð þjóð. Sú afstaða sem forset-
inn þar lýsti yfir, helzt og varir
um ókomin ár.
Roosevelt forseti sagði þelta
rneðal armars: „Það er yfirlýst
stefna Bandarikjastjórnarinnar
að sameinast öðrum þjóðum
Vesturálfunnar í þvi skyni að
verja hinn nýja lieim gegn árás-
artilraunum. Það er skoðun
þessarar stjórnar að áríðandi sé
og óhjákvæmilegt að sjálfstæði
og sjálfsveldi Islands megi hald-
ast, sökum þess að væri ísland
hertekið af þeim, sem i stefnu-
skrá sinni og yfirlýsingum á-
kveða greinilega að leggja undir
sig hinn nýja heim, ásamt öðr-
um löndum, þá væri Vestur-
lieimúr í voða og sjálfstæði
vort í hættu.“
Island og Bandaríkin eru líkt
hvort öðru að ýmsu leyti. Báðar
þjóðii-nar eru friðelskandi, þær
álíta báðar að högum sínum sé
bezt háttað með þvi að treysta
á frið en ekki vopn. Stjórnarfar
byggt á skynsemi og sífelldri
leit að samvinnu og skilningi
manna á milli, stjórna á milli
og þjóða á milli hefir verið sú
hugsjón, sem bæði ísland og
Bandarikin hafa lifað eftir, og
báðar þjóðirnar biðja þess og
vona það, að sú stefna verði sig-
ursæl.
Þær þjóðir, sem nú eru óvina-
þjóðir vorar, og eiga í stríði gegn
þessum hugsjónum vorum og
kenningum, hafa ekki gert sér
grein fyrir styrkleika vorum eða
vai’narráðum. Nú hafa þær orð-
tð þess áskynja, að vér erum
hvorki aflvana né x-áðalaus. Þær
hafa nú opin augu fyrir mis-
reikningi sínum.
Milljónir Amerikumanna hafa
xiú yfirgefið sín fi’iðsamlegu
störf um stundarsakir til jxess
að lýðræði, sem fætt var og
fósti’að á Islandi fjrir þúsund
iirum og frelsi það, sem Amer-
íkumcnn fengu í vöggugjöf
nxegi lifa.
í þessu striði hefir ísland útt
sinn þátt, jafnvel þótt það hafi
verið vopnlaust land.
Það sem ekki er minnst i var-
ið ,er það að Islendingar hafa
leyft oss vinsamlega notkun
stranda sinna til þess að vér
gætum varið sjóleiðir og loftfai’-
ir yfir norðurhöfum til þess að"
fólkið, senx þar býr í grennd-
inni og er þeim háð, megi vera
og vei’ða frjálst í bi’áð og lengd.
Vér höfum unnið saman, íslend-
ingar og Anxei’ikumenn til þess
að vernda fx-elsi og framfarir
þeirra, sem ekki hafa misst það
og reyna að ná því aftur handa
þeim sem hafa verið sviftir þvi.
Þegar skipulagstímabilið hefst
að striðinu Ioknu, er eg þess
fullviss, að Bandaríkin halda
áfram þeirri stefnu, sem þau
nú hafa byrjað á til varnar og
vei’ndar frelsi og efling vináttu-
sambands milh nágrannaþjóða
hvar í heimi sem er.
Þegar Island loksins verður
alfrjálst hefir þjóðin fengið tals-
verða reynslu á þessum erfið-
leikatímum í því að fara með
sin eigin mál sem þjóð. Samt
sem áður er þar mikið ógert
enn, og mikið ólært. Islending-