Vísir Sunnudagsblað - 16.04.1944, Page 7
VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ
7
JÖRUNDUR
HUNDADAGAKÓNGUR.
Frh. af bls. 3.
og það að vera nokkurskonar
kennimaður, sem prédikaði yfir
föngunum —- sumar prédikan-
irnar eru prentaðar —• og að
veita sjúkradeild fangelsisins
forstöðu, hvort tveggja með
prýði.
■ Svo fór um síðir, að Jörund-
ur var fluttur sem fangi til
Tasamaniu og fekkst þar fyrst
við skriftir í stjórnarskrifstofu,
en var síðan gefinn frjáls og
var eftir það ríðandi sveitalög-
regluþjónn, sem ekki veitti af
þar í þá daga, en inn á milli var
hann í landkönnunarferðum
um eyna fyrir opinhera stofn-
un. Fór honum livorttveggja
prýðilega úr liendi, og gerði
hann ýmsar landfræðilegar at-
huganir fyrstur manna í þeim
ferðum. Þegar liann lét af þess-
um störfum, liöfðu þau líkað
svo vel, að honum var launað
fyrir með góðri og stórri land-
spildu, sem hann auðvitað seldi
i öllu ráðleysi sínu.
Þar til Jörundur kom frá ís-
landi liafði hann verið hófsmað-
ur um drykk og varla við kven-
mann kenndur. En í þeim efn-
um keyrði líka um þverbak eft-
ir það. Ilann var upp frá því til
dauðadags drykkjurútur og
lagði lag sitt við liinar auðvirði-
legustu kvensniptir. I Australíu
tókst einni þeirra, sem var upp-
gjafafangi og hlíð við livern
sem hafa vildi, að ánetja hann,
svo að hann gekk að eiga hana;
átti hann eftir það ekki sjö dag-
ana sæla, unz hún dó. Eftir að
hún var látin lifði Jörundur á
knæpunum i Hobarthtown, bæ
sem hann að nokkuru leyti í
fyrri ferðum sínum hafði átt
þátt í að stofna, og liafði þar
ofan af fyrir sér sem skottulög-
fræðingur og bréfritari fj'rir ó-
týndan lýðinn, og þótti hann þar
einskonar kóngsgersemi. Þar
dó hann svo 1841, og í stærstu
alfræðiorðabók Australiu getur
hans lofsamlega.
Þá kemur spurningin sem eg
lcastaði fram áðan: Hver var
maðurinn, eða öllu heldur:
Hverskonar maður var hann?
Var hann almennur auðnuleys-
ingi eða auðnulaust mannsefni?
Þessu svarar bók Rhys Davis
prýðilega, ekki beinlínis, held-
ur óbeinlínis með því að tiÞ
færa velvalda kafla úr ritum
Jörundar og bréfum til hans og
frá honum. Er þetta úrval gert
með slíkri natni, að það gerir
manni ldeift að svara spurn-
ingunni um það hvern mann
Jörundur hafi haft að geyma,
svo með nokkurum íikindum
sé. Undirstöðurnar undir svari
við slíku hljóta einmitt að vera,
það sem maðurinn hugsaði um
sjálfan sig og vildi láta aðra
liugsa um sig, ásamt þvi, er
aðrir hugsuðu um hann. Ur þvi
á lausnin að fást.
Það er tvent eftirtakanlegast
i fari Jörundar. Annarsvegar
ýmugusturinn, sem hann alla
daga frá blantu barnsbeini virð-
ist tiafa hafí á löndum sínum,
og aldrei breyttist. Ilann skýrir
þetta sjálfur með því liarðræði,
sem hann segist hafa átt við að
búa í föðurliúsum í æslcu. Sú
skýring virðist þó enga stoð
hafa í veruleikanum. Þetta
verður blátt áfram ekki skilið,
en verður þó til þess, að hann
yfirgefur ættland sitt kornung-
ur og sér það ekki aftur, nema
örskamman tírna, og þá sjálf-
um sér og því til lítils gagns og
gamans. Hvergi brýst þelta liat-
ur, því svo verður að kalla það,
eins greinilega fram eins og
meðan Jörundur er á Islandi.
En hvernig sem því er varið,
verður engin örugg skýring
fundin á því nú, og sennilega
hefir það verið sálræns eðlis.
Hinsvegar er svo sú einkenni-
lega ástúð sem hann, að þvi er
virðist að tilefnislausu, leggur
við Breta og allt sem brezkt er.
Það virðist enginn vafi vera á
því, að Jörundur hafi frá nátt-
úrunnar hendi verið, ekki að-
eins óvenju-athafnasamur, held-
ur blátt áfram óhemjulega at-
hafnaþurfi, og samhliða þvi
framgjarn. Það gæti hugsast,
að bonum liafi þótt sem þessir
eðlishættir sinir mutidu eiga
liægar með að fá framrás með
stórþjóðinni Bretum, en með
smáþjóðinni Dönum, og að hann
hafi því viljað neyta til þess
allra bragða að gerast Breti;
væri hér nokkur skýring á
Breta-ást hans. Hitt er vist, að
athafnaþörfin og framgirnin
fylgir honum rétt eins og
Danahatrið alla daga til enda,
en tók á sig mjög mismunandi
myndir, eftir þvi sem efni
standa tiL Það tar alkunnugt, að
slíkt getur brugðist til beggja
vona, góðs eða ills, eftir því
sem tækifærin bjóðast, en at-
liafnaþörfin þarf að fá fram-
rás eins og allar aðrar ástríður.
Ilún getur leitt til mikil-
mennsku eða út í auðvirðileg-
ustu glæpamennsku.
Það er enn ákaflega eftirtekt-
arvert í fari Jörundar, hAað
hann, eins og eg minntist á áð-
an, átti auðvelt með að bregða
sér í allra kvikinda liki. Það
mætti skilja þetta sem hvern
annan leikaraskap, en það er
eftirtektarvert, að svo er einmitt
ekki hjá Jörundi. Hann virðist
alltaf vera allur og af fullri al-
vöru og alúð i öllu, sem hann
gerir, hvort sem hann er að
stjórna íslandi, er lögregluþjónn
í Australíu, er annast sjúkra-
deildina i tugthúsinu eða er í
landkönnunarferð. Allt er þetta
unnið prettalaust, en sama er
reyndar að segja, þegar hann er
að hafa rangt við í spilum,
svíkja og stela, þvi þá er hann
þar allur óskiptur líka. Það virð-
ist því vera bersýnilegt, að hann
hafi verið þess fyllilega umkom-
inn að hafa hendur á tækifær-
unum, þegar honum hefir boðið
svo við að horfa, en gallinn hefii
verið sá, að tækifærin hafa
reynzt honum hverful. Hvergi
kemur alvara hans og alúð við
slój'f, ef menn vilja rétt að gá,
betur fram en þá fáu daga, sem
hann fór með stjórn hér á landi.
jjlann virtist þá bókstaflega
fylgjast með öllu, grípa allsstað-
ar inn og gera það allt vel. Þar
sýnist liann hafa fest hendur á
tækifæri, sem honum féll og
var við hans hæfi, líklegast eina
tækifærið, sem honum hefir
fallið að fullu. En það reyndist
honum einnig hverfult, og eftir-,
takanlegt er það, að eftir að það
slapp úr höndum hans, 'kemur
þegar brotalöm á æviferilinn.
Eftir það er hann auðnuleysingi,
vegna þess að liann finnur elclc-
ert verkefni, er liann fellir sig
við, og þá gerist um leið sú
merkilega breyting á hugarfari
hans, að ástin á Bretum hverf-
ur. Síðan er lionum lítið eða
ekkert um þá gefið. Það geta
legið til þess ýmsar ástæður,
til dæmis sú, að honum hafi
þótt, sem þeim bæri skyldi til
að bjóða sér nýja möguleika, er
honum þætti sér samboðnir, en
það gerðu þeir ekki. Hitt er þó
liklegra, að honum hafi þótt
þeir bregðast sér í íslands-ævin-
týrinu, og að sitt hafi þar vak-
að fyrir hvorum, þeim og hon-
um, en hvorugur vitað af því
fyr en á hólminn kom. Þá er
það og auðvitað síður en svo
ómögulegt,að Bretar hafi í raun
og veru brugðizt honum þar og
ginnt hann út i þetta allt saman,
án þess að ætla honum annað en
eldtverkin og siðan hlaupið frá
öllu saman, er þeim þótti fyrir-
tækið ekki ómaksins vert.
Það er ákaflega eftirtakan-
legt, að ágætasti maðurinn að
manngildi sem við sögu Jörund-
ar kemur, grasafræðingurinn
Sir William Hooker, sleit
aldrei tryggð við hann til dauða-
dags, og lét meira að segja son
sinn leita hann uppi í Tasmaníu
til þess að kynnast því af eigin
raun, hvernig honum hefði
fai’nazt, en það var alla daga
svo um Jörund, að liann átti
óskiljanlega auðvelt með að afla
sér hylli góðra manna.
Það eru þessar og þvílíkar
hugsanir, sem vakna hjá manni
við lestur bókar Rliys Davis.Hún
er prýðilega skrifuð og setur
glögglega fram, en ályktar lítið,
og ætlar lesandanum að gera
það sjálfum. Slikar bækur eru
öðrum fremur skemmtilegar,
þvi þær fá manni eitthvað að
glíma við.
Fyrir brezka lesendur er bókin
auðvitað ekki annað en lielber
skemmtilestur, og hann góður,
þvi í augum þeirra er saga Jör-
undar eklci annað en óvenju-
legt og skríngilegt atvik, en í
sjálfu sér ómerkilegt. I augum
íslenzkra lesenda mun bókin að
vísu þykja skemmtileg, en jafn-
framt stórfróðleg, því i oklcar
sögu er Jörundarbyltingin ann-
að og meira en gáski — hún er
alvara, og hún er áminning, sem
aldrei hefir verið nauðsynlegra
en nú fyrir Islendinga að láta
ekki sem vind um eyrun þjóta.
Þessi fagra skinnkápa er úr
marðarskinnum og er til þess
ætlazt, að hún sé eingöngu not-
uð að kveldlagi. Ermarnar eru
mjög víðar. Það er tízkuhús
Dain-Bacher i New York, sem
hefir saumað kápuna,