Vísir Sunnudagsblað - 19.11.1944, Page 1
1944
Sunnudaginn 19. nóvember
32. blað
I»órdnr Kristleifsson:
HARALDUR SIGURÐSSON
PÍANÓLEIKARI
,,Vort land er í dögun af annarri öld.
Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir.“
Þegar liinn mikli þýzld tón-
meistari Friðrik Hándel, tutt-
ugu og fimm ára að aldri, hafði
öðlazt fullkomnustu tónlistar-
menntun bæði í Þýzkalandi og
á Italiu, varð hlutskipti hans að
setjast að í framandi borg —,
Lundúnum, og átti hann þar
heima jafnan síðan. Er alþekkt
fyndni meðal Þjóðverja að
spyrja: „Vitið þér hvert var
mesta tónskáld Englendinga?“
Spyrjandinn svarar sér svo
sjálfur: „Það var Þjóðverjinn
Friðrik Hándel.“ Þetta virðist
hvorttveggja í senn spaug og
öfugmæli. Sannleikurinn er þó
sá, að listamanns sigur sinn átti
Hándel elcki siður Englending-
um að þakka en Þjóðverjum, og
af Englendingum hefir minn-
ingu hans verið sýnd meiri
ræktarsemi en titt er, að tón-
listarmönnum sé í té látin í föð-
urlandi sínu. Má i þvi sambandi
m. a. minna á hinar miklu tón-
listarhátíðir, er Englendingar
haldá fjórða hvert ár til minn-
ingar um Hándel og flytja þá
Messías eða önnur stórtónverlc
meistarans. En þótt Þjóðverjar
hafi þarna orðið eftirbátar Eng-
lendinga í ræktarsemi, gleymdu
þeir ekki Hándel og þeim er
mjög á móti slcapi að láta Eng-
lendinga eigna sér hann. Er líkt
á lcomið með sumum menntuð-
ustu og snjöllustu tónlistar-
mönnum okkar. Nám sitt hafa
þeir orðið að stunda erlendis,
og þar hafa þeir starfað að
námi loknu, sumir við frábær-
an orðstír. Þannig var þessu
háttað um Sveinbjörn Svein-
björnsson, Harald Sigurðsson
og fleiri.
Þótt þær þjóðir, sem þessir
listamenn hafa einkum dvalizt
með, hafi tekið þeim opnum
örmum, haft list þeirra í há-
vegum og eflt þá til dáða, ætti
þó eigi að siður að vera metn-
aðarmál okkar að halda nafni
þeirra á lofti og fagna þvi af al-
hug, að við eigum sanna lista-
menn, sem ekki hafa aðeins
með afrekum sínum getið sér
góðan orðstir, heldur og aukið
mikillega hróður þjóðar sinnar.
Láta mun nærri, að Haraldur
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
eigi um þessar mundir tuttugu
og fimm ára starfsafmæli sem
tónlistarmaður, og þó er hann
ekki nema rúmlega fimmtugur
að aldri. Er því eigi úr vegi á
þessum merku tímamótum í
ævi hans að rifja upp örfáa
þætti úr námsferli hans og at-
höfnum á sviði tónlistarinnar.
Haraldur Sigurðsson fæddist
í Hjálmholti í Flóa 5. mai árið
1892. Hann er sonur Sigurðar
Ólafssonar, er var sýslum. Ár-
nesinga, og konu hans, Sigriðar
Jónsdóttur, systur hins nafn-
kennda sæmdarmanns Halldórs
í Vik. Haraldur var á fyrsta
ári, er foreldrar hans fluttust á
höfuðbólið, Kaldaðarnes í Flóa.
Þar ólst Haraldur upp. Hann
var mjög ungur, er það vakti
alveg sérstaka athygli á óvenju-
legum tónlistarhæfileikum
hans, hversu heyrn hans var
skörp að greina nákvæmlega
hæð tóna. Þótt hann heyrði t.
d. fimm til sex tóna í senn,
mismunandi að hæð, gat hann
sagt nieð vissu, hvaða tónar á
hljóðfærinu það væru, án þess
að sjá þá. Hann mundi svo ör-
ugglega utan að hæð hvers
tóns, að hann gat eftir vild
byrjað hann nákvæmlega í
réttri hæð. Þessa Mst lék hann
þráfaldlega og sannaði saman-
burður á hljóðfærinu, hversu
óskeikull hann var.
Það hefir jafnan þótt djarft
að eggja Islendinga til þess að
leggja leiðir sínar út á lúna
þyrnum stráðu listamanns-
braut, enda þótt hæfileikar
væru alveg ótvíræðir.
Fyrir nálega fjórum áratug-
um var ekki um auðugan garð
að gresja i islenzkum tónhstar-
heimi. Voru þá ólíkt minni
möguleikar en nú til að afla sér
undirbúningsmenntunar hér
heima, er byggðist á fræðum
sanm’ar listar. Var því óumflýj-
anlegt að leita til framandi
landa til náms, og varð Kaup-
mannahöfn venjulega aðalað-
setursstaður — menntasetur —
Islendinga, er námu erlendis á
þessu tímabili.
Tónlistargáfur Haralds Sig-
urðssonar vöktu aðdáun mjög
margra. Foreldrum Haralds
mun því snemma hafa leikið
hugur á að veita honum æðri
tónlistarmenntun en völ var á
hér á landi, og munu þar einnig
hafa komið til áeggjanir ýmissa
manna, er til hans heyrðu og
gott skynbragð báru á tónhst.
Sextán ára að aldri, eða árið
1908, fór Haraldur því utan til
tónlistarnáms og settist í hljóm-
listarskólann í Kaupmannahöfn
um haustið. Hjá föður sínum
hafði hann lært litilsháttar að
leika á stofuorgel, annan undir-
búning hlaut hann ekki í þess-
ari grein.
Árið 1912 lauk Haraldur Sig-
urðsson prófi í píanóleik við
hljómlistarskólann í Kaup-
mannahöfn. Kennari hans í pí-
anóleik hafði verið Mary Schou.
Jafnframt lauk hann prófi í
organleik hjá prófessor Otto
Malling. Síðan lagði Haraldur
Sigurðsson leið sína til Dres-
denar, hinnar undurfögru höf-
uðborgar Saxlands, á bökkum
Saxelfar. — Settist hann þar í
hljómlistarskólann. Aðalkenn-
ari hans var frú Roppoldi-
Kahrer. En hún hafði numið
HARALDUR SIGURÐSSON
píanóleik hjá sjálfmn meistara
píanósins, Franz Liszt, og hafði
hún á sér mikið orð sem aðsóps-
mikill, skörulegur og hámennt-
aður kennari 1 píanóleik. Enda
tók hún eigi aðra til náms 'en
þá, sem af báru og áttu sigur-
inn visan sem listamenn.
I þessum seinni áfanga náms-
ferils sins dvaldist Haraldur frá
1912—1918. Á þessu tímabih
var hann þó eitt ár heima (1914
:—15) sökum styrjaldarinnan 1
Á námsárum sinum keppti
Haraldur Sigurðsson í Berlín
um Mendelssohnsverðlaunin, og
bar hann þar glæsilegan sigur
úr býtum. Er óþarft að geta
þess, að slík viðurkenning
hlotnazt þeim einum, sem haf-
inn er langt yfir aha meðal-
mennsku í list sinni, þeim, sem
er ekki aðeins listamaður í orði,
heldur og á borði.
Haraldur kom oft til Islands
í sumarleyfum sínum, meðan
hann var við nám, og hélt hann
iðulega opinbera hljómleilca í
Reykjavík og víðar, en dvaldist
aðallega í Kaldaðarnesi þess á
milli. Unnendur hljómlistar
fögnuðu í hvert skipti einlæg-
lega komu hans til ættlands-
ins, og var tónflutningur hans
jafnan stórmerkur viðburður í
tónlistarlífi okkar. Eignaðist
Haraldur marga aðdáendur, og