Nýja dagblaðið - 01.11.1933, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
NtJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaöaútgáfan h/f“
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson.
Ritstjórnarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 ó mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Fjármál Reykjavíkur
Eftir Eystein Jónsson alþingismann.
„Sendingar“
Reykvíkingar hafa fengið
tvær „sendingar" frá Þýzka-
landi á þessu ári. — Fyrri
sendingin var Gísli Sigur-
björnsson frá Ási, sem hingað
kom úr siglingu á útmánuðum
s. 1„ hafandi verið áheyrandi
að sigursöngvum Hitlersmanna
yfir val þýzkrar menningar og
lýðræðis. Gísli Sigurbjörnsson
stofnaði þá Nazistaflokkinn
hér, hina svokölluðu Þjóðernis-
hreyfingu, sem sltálmaði hér
um bæinn á sunnudögum með
reiddum hnefum og versa-
söngvum undir þýzkum fána,
hótaði ýmsum stjórnmála-
mönnum limlestingum og barði
stundum á unglingum. öllum
friðsömum og viti bomum
mönnum þótti að þessu hyski
hinn mesti ófögnuður.
Nú er komin ný „sending“
sunnan að. Borgarstjórinn í
Reykjavík, Jón Þorláksson, hef-
ir dvalið í Þýzkalandi í sumar.
Þar var þá ýmislegt að sjá og
læra síðan Gísli í Ási fór þáð-
an á útmánuðum. Þjóðverjar
voru þá m. a. búnir að vinna
sér það til frama að brenna
bækur sinna beztu rithöfunda
og flæma frægustu vísinda-
menn sína úr landi og búnir að
koma sér upp gaddavírsgirð-
ingum fyrir pólitíska fanga.
Fyrir gamalharðnaðan íhalds-
mann, sem langar til að verða
forsætisráðherra, en getur ekki,
var þar ýmislegt að læra.
Og auðvitað hefir Jón Þor-
láksson lært fleira í Þýzka-
landi en að timburhús geti
bmnnið! Engum sem ferðast
um í „3. ríki“ Hitlers t. d. get-
ur dulizt það, að það muni geta
verið nokkurs virði fyrir borg-
arstjóra að hafa 150 manna
flokkslögreglu í 30 þúsunda bæ.
Nazistar í Þýzkalandi hafa
framið ýmsar frægar aðgerðir
í lögreglumálum. Þeir byrjuðu
á að setja af alla lögreglu-
stjóra, sem hugsuðu sér þá'
heimsku, að veita öllum mönn- '
um jafna vemd gegn ofbeldi. 1
Göring gaf út skipun um, að
lögregluþjónar ættu elcki að |
sinna „kvabbi“ um hjálp frá
„óþjóðlegum" mönnum. Og
þeir gerðu flokksher sinn,
brúnu liðsveitirnar, að ríkis- 1
lögreglu.
Jóni Þorlákssyni hafa orðið
ýms metorð torsótt um æfina.
Þrisvar sinnum féll hann við
alþingiskosningar. Einu sinni
ætlaði hann að mynda ráðu-
neyti, en varð að fá annan fyr-
ir sig til þess. Ætli honum tak-
ist nú að sigra undir hinu nýja
merki — hakakrossinum?
Eigi alls fyrir löngu er út
kominn „Reikningur Reykja-
víkurkaupstáðar árið 1932“.
Gegnir furðu hve hljótt er um
þann attrnrð. Virðist full ástæða
til þess að fram fari opinberar
umræður um afkomu bæjar-
sjóðs, þar sem eigi er langt að
bíða þess, að kjósendur liér í
bænum, kveði upp dóm sinn
um ráðsmennsku þess flokks,
sem öllu ræður í Reykjavík,
Fyrirkomulag
bæjarreikningsins.
Aðalgreinargerðina um af-
komu bæjarsjóðs á að vera að
finna í „Reikningi yfir tekjur
og gjöld bæjarsjóðs Reykjavík-
ul' 1932“. Eftir þessari fyrir-
sögn hefði mátt búast við, að
á þessum reikningi væri sýnd
reksturniðurstaða bæjarsjóðs-
ins 1932, mismunur tekna og
gjalda, reksturshalli eða rekst-
ursafgangur. En svo var alls
ekki gert og gæti fávísum dott-
ið í hug, að slíkt þætti óþarfi
þar, svo óhætt væri að treysta
því, að útkoman gæti aðeins á
einn veg verið, þar sem íhald-
ið færi með völdin, þessi bjarg-
vættur í öllum fjármálum!!
Þessi skoðun verður þó að telj-
ast ofrausn, svo sem nánar
mun sýnt hér á eftir, og verða
bæjarbúar að krefjast þess að
reikningur bæjarsjóðs yfir
tekjur og gjöld sé þannig úr
garði gerður, að rekstursniður-
staðan komi greinilega fram,
og að hætt sé að telja lánin
með tekjum og grauta þannig,
og með mörgu öðru móti, sam-
an óskyldum viðskiptum svo að
niðurstöður sjáist ekki. Þótt
slíkt kunni að vera íhaldinu
þægilegast, helzt það aldrei
uppi til lengdar. Ef til vill eru
íhaldsmenn hikandi við að leið-
rétta bæjarreikningana og gera
þá almenningi skiljanlega
vegna baráttu sinnar móti
samskonar leiðréttingu, sem
Framsóknarmenn framkvæmdu
á reikningum ríkisins? Ef svo
væri ættu þeir að láta það
uppí því að ef til vill væri hægt
að fá loforð hinna flokkanna
um að þeim yrði ekki „strítt“
á því þó þeir tækju sér í þessu
til fyrirmyndar fráganginn á
reikningum ríkisins!
Væri slík tilhliðrunarsemi
vel hugsanleg, þar sem hér er
um mál að ræða, sem eftir eðli
sínu ætti ekki að geta verið
„pólitískt" fremur en annað
það, sem sjálfsagt er.
Frágangurinn á reikningnum
ber það með sér að mönnum
er ætlað „að lifa í góðri trú“
á íhaldsmeirihlutann í bæjar-
stjórninni og borgarstjórann,
Jón Þorláksson, og fylgja
málinu athugasemdalaust.
Afkoma bæjarsjóðs
1928—1931.
Hvernig er þá afkoma bæjar-
sjóðs Reykjavíkur?
1 útvarpsumræðum í fyrra-
vetur og í greinum í Tímanum
gerði ég grein fyrir því að árin
1928—31 hefði bæjarsjóður
verið rekinn með árlegum
halla, og nam halhnn samtals
2 milj. 204 þús. króna. Þegar
þessi útkoma er fengin eru af-
borganir af lánum bæjarsjóðs
taldar til útgjalda og virðist sú
aðferð réttust, þar sem engin
fyrning á eignum bæjarins er
talin til útgjalda*. Á þessum
árum höfðu skuldir bæjarins
vaxið um 88%. Á móti skulda-
aukningunni hafði bæjarsjóður
enga arðbæra eign eignast.
Skuldunum hafði því verið
safnað vegna venjulegrar
eyðslu og óarðgæfra fram-
kvæmda. öll voru þessi ár þó
góð til tekjuöflunar fyrir bæ-
inn. Sum þeirra voru skatt-
skyldar tekjur Reykvíkinga
hærri en nokkru sinni fyr. I
góðærunum safnaði bæjar-
sjóður þannig skuldum undir
stjórn hinna frábæru „kunn-
áttumanna" íhaldsins í fjár-
málum.
Búast hefði mátt við því, að
eftir 4 ára halla færu „kunn-
áttumennirnir" að rumska og
gera ráðstafanir til þess að
hverfa af þessari hálu braut.
Sýndust til þess ærnar ástæð-
ur og m. a. sú, að það hlýtur
að vera „pólitískt“ háskalegt
að prédika seint og snemma
um eyðslu, tekjuhalla og
skuldasöfnun, og dæma slíkt ó-
alandi og óferjandi, en bera
jafnframt ábyrgð á skulda-
söfnun og tekjuhalla bæjar-
sjóðs Reykjavíkur. Þeir, sem
ennþá taka íhaldsblöðin, Mbl.
og Isafold, alvarlega, búast
vitanlega við því, að 1932 og
við samning áætlunar fyrir
1933, hafi þó a. m. k. verið
skift um aðferð og íhaldið
„tekið á honum stóra sínum“
í þessum efnum: Framkvæmt
róttækan sparnað með þeim
árangri, að tekjuafgangur
hefði orðið á rekstri bæjar-
sjóðs. Skuldir því lækkað og
skattar (þ. e. útsvör) jafn-
framt getað lækkað.
Við athugun á blaðaskrifum
íhaldsmanna annarsvegar og
framkvæmdum þeirra í fjár-
málum Reykjavíkur hinsvegar
fæst alveg fullnægjandi próf-
un á áreiðanleik þeirra í póli-
tískum málflutningi og dug
þeirra í framkvæmdum. í
Reykjavík hafa íhaldsmenn
ráðið um áratugi óskorað, og
geta þeir því eigi borið við,
að þeir hafi ekki getað stjórn-
að fyllilega eftir sínum eigin
meginreglum.
Mun ég nú gera grein fyrir
niðurstöðum af rekstri ársins
1932, fjárhagsáætluninni fyr-
ir yfirstandandi ár, og jafn-
framt bera veruleikann saman
við fjármálakenningar íhalds-
manna í blöðum og á fundum.
Framh.
* Væri afborganir ekki taldar
til útgjalda yrði upphæðin 1.557
milj., en þá væri ófærð til gjalda
upphæð, sem svaraði til fyrningar
á eignum bæjarsjóðs.
Roosevelt eða
Nýjustu fréttir frá Banda-
ríkjunum herma frá því, að
deilu viðreisnarnefndarinnar
svonefndu við bifreiðakónginn
Ford haldi áfram og fari
harðnandi. En stóratvinnurek-
endur ýmsir, er áður þótti lík-
legt að myndi fylgja áform-
um viðreisnarnefndarinnar,
hafa nú gerzt því fráhverfir
og styðja Ford að málum.
Þessi mótþrói er mjög við-
sjárverður fyrir Roosevelt for-
seta, og er ekki annað sýnna
en draga muni til stórdeilu
mjög bráðlega, og alveg ósýnt,
hversu því lyktar. En takist
forsetanum ekki að sigra mót-
stöðu þessa, er viðreisnará-
formi hans öllu stór hætta bú-
in.
Honum tókst að sigra ótt-
ann, með bjartsýni og festu.
I-Iann gaf þjóðinni nýja tfú
á skjóta og örugga viðreisn.
Hann fékk þingið til þess að fá
sér í hendur nauðsynlegt vald
til þess að geta gert hinar
mikilvægustu ráðstafanir, hve-
Hvítahafs-
skurðnnnn,
Stœrsta mannvirki
heimsins.
Þessi skurður, sem er nýlega
fullgerður, er 238 km. langur
og liggur á milli Hvítahafsins
og Finnska flóans. Við hann
unnu 130 þús. menn í 19. mán-
uði. (Til samanburður má geta
þess, að Panama-skurðurinn er
aðeins 80 km. og tók fleiri tugi
ára að gera hann).
Skurðurinn sparar skipunum
að krækja fyrir Noreg, en það
er 8 daga ferð. Allir sem
unnu að verkinu voru fangar,
jafnvel verkfræðingamir líka.
Áður en byrjað var á skurðin-
um sendi stjórnin menn til
allra fangelsa í Rússlandi, og
sagði föngunum frá hinu fyrir-
hugaða verki, og árangurinn
af því varð sá, að 130 þúsund-
ir buðust til starfsíns.
Þar sém skurðurinn á einum
stað er á 100 metra hæð yfir
sjó, þurfti marga skipastiga,
og til þess að fá nægilega mik-
ið yatn var búið til stórt stöðu-
vatn, þar sem áður voru 40
sveitaþorp. Þær 8000 fjölskyld-
ur, sem þarna bjuggu, voru
fluttar á brott og fengið nýtt
land til ræktunar.
Næst er á dagskrá hjá
Rússunum að gera annan
stærðar skurð, sem á að setja
Moskva í siglingasamband við
Volgu og gera Moskvaaðhafn
arbæ. Verður þetta engu minna
verk en Hvítahafsskurðurinn.
(Samkv. frásögn danska rit-
höfundarins Andersen-Nexö,
sem nýkominn er úr ferðalagi
í Rússlandi).
Hve margir vinna á skrif-
stofunni hjá þér?
Hehningurinn.
F ortl
nær, sem hann áliti þess þörf,
ráðstafanir, sem á öðrum tíma
myndi jafnvel hafa þótt ganga
landráðum næst að leggja fyrir
þingið.
„Það er aðeins eitt, sem ótt-
ast þarf, sagði Roosevelt, er
hann tók við forsetatigninni,
„og það er ástæðulaus og ó-
réttmæt hræðsla“. Þjóðin var
orðin hrædd við kreppuástand-
uð um það bil sem Roosevelt
tók við völdum. Það er stund-
um ekki gptt að segja af
hverju sjúklíngnum batnar,
hvort það er alltaf af meðal-
inu, sem hann fær eða ein-
hverju öðru. Víst er um það,
að ástandið hefir batnað í
Bandaríkjunum síðan í marz.
En batinn er ekki ör. Þófið við
stóriðjuna verður æ þyngra og
nú horfir til þess, að reynt
verði hver s.terkastur er. Hing-
að til hefir enginn efi verið á
því, að stóriðnaðurinn hefir
verið öllum Bandaríkjastjórn-
um sterkari. Hver sigrar nú
— Ford eða Roosevelt?
TÆKIFÆRIS-
GJAFIR •
KÆRKOMNAR MÚSIK-
ELSKU FÓLKI:
Sóuötur Beethovens:
eru sígildar sena listaverk. I.
og II. bindi með 32 sónötum
og mynd af meistaranum. —
Kærkomin gjöf.
Sónötur Mozarts:
Með Mozart náði ný-klassisk
músik hámarki sínu. — Músik
Mozarts er eins og æfintýri
H. C. Andersens, bæði fyrir
börn og fullorðna. 16 sónötur,
I. og II. bindi, kr. 3,95.
Chopin: Valsar, 2,oo.
Nocturnes, Rhondos, Præludi-
um, Etiidur o. fl. o. fl. Engum
komponista hefir tekizt eins
vel að komponera fyrir Piano
eins og Chopin.
Mendelsohn:
Lieder ohne Worte:
Mendelsohn er Romantiker.
þelcktasta verk hans er líkleg-
ast „Lieder ohne Worte“.
Bach.
Bach er líklegast mesti „kom-
positions-tekniker", sem uppi
hefir verið, Thema hans eru
undur falleg. það er sagt um
Bach, að hann sé mesti „lo-
giker“ á sviði hljómlistarinn-
ar, sem uppi hefir verið.
Schubert:
söngvar o. m. fl. i heftum,
einstök lög o. fl. o. fl.
Allt kærkomnar en þó ódýrar
tækifærisgjafir. — — — — — —
HLJÖÐFÆRAHÚSIÐ
. Bankastræti 7. Simi 3658.
Afgreiðslu- og aug-
lýsingasími Nýja
dagblaðsins er 2323
tveir-þrír-tveir-þrír