Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Page 1

Nýja dagblaðið - 03.11.1933, Page 1
L ár. Reykjavík, föstudaginn 3. nóvember 1933. í DAG Sólaruppkoma kl. 8.18. Sólarlag kl. 4.02. Hóflóð árdegis kl. 5.40. Háflóð síðdegis kl. 5.55. Ljósatími hjóla og bifreiða 4.50 e. )n. til 7.30 órd. Söfn, skrifstofnr o. fl.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðminjasafnið lokað. Náttúrugripasafnið lokað. Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einars Jónssonar lokað. Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landslmnkans á Klappar- stíg ................ opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn ki. 10-12 og 5-7^4 Pósthúsið: Brófapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............ opinn 8-9 BúnaðarféJ. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél. .. Skrifst.t. 10-12 og l1/2-'i Samband ísl. samvinnufélaga opið .............. 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipaféi. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar '9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 ogl-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarróðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Hæstiréttur kl. 10. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspitalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ...... ki. 12%-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Næturlæknir: þórður þórðarson Skólabrú 2. Sími 3181. Nætui'vörðui' í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Brúarfoss til Breiðafjarðar og Vestfjarða. ísland til Akureyrar. Suðurland kemur fré Borgarnesi. Skemmtanir og samkomur: Gamla bíó: Nýhöfn 17 kl. 9. Nýja bíó: Svörtu riddararnir kl. 9. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Erindi Búnaðarfélagsins: Um geymslu verkfæro og véla (Ámi G. Eylands). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka. Efni Nýja dagblaðsins: Fjórmál Reykjavíkur, eftir Eystein Jónsson alþm. Svar þomióðs Eyjólfssonar við á- rósum Mbl. og Vísis. Bæjarstjórnarfundurinn í gær. Alþingi sett o. fl. Setníng Alþingis í gær. Verður kosning þingmanns Haínarfjarðar gerð ógild? Lesið fréttir frá Alþingi í dag í gluggum Nýja dagblaðslns f Aust- urstratl 12. G-uðeþjónusta i dómkirkjunni. Eins og venja er til komu þingmenn saman í dómkirkj- unni kl. 1 e. h. og hlýddu messu áður en þeir byrjuðu störf sín í þinginu. Brynjólf- ur Magnússon prestur í Grinda- vík steig í stólinn. Var ræða hans sköruleg, bæði að efni og flutningi. Áminnti hann þing- mennina um að hlútverk þeirra væri að semja lög sem miðuðu til blessunar og bætts hags fyrir alþjóð. Mál málanna væri það að bæta úr atvinnuleys- inu og reyna að gefa öllum tækifæri til þess að vinna fyr- ir sér. Loks benti hann á hve ófarsælt það mundi verða fyr- ir velferð þjóðarinnar, að ætla sér að stjórna henni með hörku og óbilgimi, og bætti að síð- ustu við: aðalatriðið er að réttlæti skapist í landinu og að allir finni að þeir séu jafn- ir fyrir lögunum. Að guðsþjónustunni lokinni gengu þingmenn úr kirkjunni í Alþingishúsið. Fyrir utan stóð fjöldi manns til þess að sjá þingmennina, þegar þeir gengju á milli. 1. þragiundur. Fundur í sameinuðu þingi var nú settur í neðrideildarsal Alþingis. Forsætisráðherra Ás- geir Ásgeirsson las upp bréf konungs um samankvaðning Alþingis, og kvaddi aldursfor- seta Þorleif Jónsson í Hólum til þess að stýra fundi, en hann nefndi til fundarskrif- ara þingm. Strandamanna | Tryggva Þórhallsson og 2. I þingm. Rangæinga Pétur j Magnússon. Aldursforseti minntist þá | eins fyrv. þingmanns, er látizt | hefir á árinu, Þorgríms Þórð- | arsonar læknis í Keflavík, en hann var einu sinni þingmað- I ur Vesturskaftfellinga. i Síðan skiptust þingmenn í kjördeildir, og varð fundarhlé á meðan kjörbréf þingmanna | voru athuguð. Að lokinni at- | hugun, var fundi haldið á- fram. j Formaður 2. kjördeildar, j Bergur Jónsson, skýrði frá | því, að kjördeildin hefði orðið ! sammála um að samþykkt I yrðu öll kjörbréfin, sem hún | hafði athugað, nema eitt, ! — Meirihluti kjördeildarinnar lagði til, að kjörbréfi Bjama : Snæbjörnssonar í Hafnarfirði i yrði vísað til kjörbréfanefndar Alþingis og frestað að taka á- kvörðun um það. i Magnús Jónsson lagði til, fyrir hönd minnihlutans, að kjörbréf Bjama Snæbjörnsson- ar yrði tekið gilt og samþykkt nú þegar. Miklar umræður urðu um kjörbréfið. Til máls tóku, auk fyrnefndra, Jón Baldvinsson, Bjarni Snæbjömsson og Har- aldur Guðmundsson. Það, sem meðal annars er kært yfir, er, að 6 mönnum hefir verið veitt aðstoð við Framh. á 3. síðu. Enn eitt bífreíðarslys á þjöðveginum um Sogamýri Maður bíður bana. I fyrrakvöld kl. QVz fór Jónatan Þorsteinsson áleiðis til heimilis síns með strætisvagni, og voru í fylgd með honum piltur og tvær litlar stúlkur. TJr strætisvagninum fóm þau við Grenásveg, gengu síðan reiðveg þann, sem liggur sam- hliða þjóðveginum unz þau komu á móts við Hálogaland, þar sem Jónatan átti heima, en einmitt þar liggur reiðveg- urinn yfir þjóðveginn. En í því að Jónatan fer þarna yfir veg- inn kemur bifreiðin R.E. 878 og ekur á hann. Bar Jónatan aðra litlu stúlkuna í fanginu þegar slysið varð, og voru þau bæði þegar flutt á Landsspít- alann og lézt Jónatan þar í j gærmorgun kl. ÍOV^. i Bifreiðarstjóri sá er stýrði ; bifreiðinni heitir Hallgrímur Aðalbjörnsson Skólavörðustíg 15. Málið er í rannsókn, en upplýst er að bifreiðin hafi ekið hratt. Litlu stúlkuna mun lítið hafa sakað. Jónatan Þorsteinsson var fæddur að Arnarhóli í Gaul- verjabæjarhreppi 14. maí 1888. Var hann dugnaðar- og at- hafnamaður, og um skeið einn af umsvifamestu kaupsýslu- mönnum bæjarins. Síðari kona ! hans er Hulda kjördóttir Egg- ; erts kaupmanns Laxdal frá Akureyri. Lifir hún mann sinn ásamt tveim bömum þeirra. I haidsflokkurinn tapar fylgí í Englandi. London kl. 17 2/11. FÚ. Bæjarstjómarkosningar fóru fram í Englandi og Wales í gær. Talningu er ekki lokið að l'ullu- þegar síðast fréttist, en af þeim úrslitum sem kunn eru, virðist svo, að jafnaðar- menn vinni mikið á í kosning- unum, en tapið sé mest hjá íhaldsflokknum. Rússnesk fiota- deild í Róm. Berlin kl. 11.45 2/11. FtJ. ’ Nokkur rússnesk herskip eru ! nú komin í opinbera heimsókn til Róm, og hefir ítalslca stjórn- ! in annazt móttökurnar. í gær j voru rússneski sendiherrann, j kona hans, og foringjar af skipunum, gestir hermálaráð- herra, en liðsmönnum af skip- 1 unum voru sýndar rústir Pom- i peiborgar. I Japanar hervæð- ast af kappi. Berlin kl. 11.45 2/11. FÚ. Japanski flotamálaráðherr- ann lýsti því yfir í viðtali við blaðamenn í gær, að Japanar myndu á næstunni byggja öll þau skip, sem þeim væri heim- ilað samkvæmt WTashington- samþykktinni. Bætti hann því við, að engin þjóð hefði þörf á jafnsterkum flota og Japanar. I dag minnast Arabar fallinna liðsmanna. Berlin kl. 11.45 2/11. FÚ. Blöði'n í írak komu út í gær með svörtum sorgarröndum til minningar um Arabana, sem hafa fallið í óeirðunum í Jerú- salem og Haifa. Samúð með baráttu Arabanna er mikil víða og hefir verið ákveðið að föstu- dagurinn verði helgaður at- höfnum í samúðarskyni við Araba, í Irak. — FÚ. Önnnr herferð Sveins Benediktssonar. Eftir Þormóð Eyjólfsson. A Siglufirði f fyrra. Maður er nefndur Sveinn og er Benediktsson. Hann er ber- serkur og herskár mjög. Hann hyggur sig öllum mönnum færari, til þess að hafa á hendi forystu í sjávarútvegsmálum og eygi hann nokkum mögu- leika til að komast þar í farar- brodd, grípur hann æði, svo vart getur hann talizt einhama. Brýzt hann þá um ógurlega og geysar fram móti þeim, er hann hyggur standa í vegi fyrir sér, með svo miklu harki og ofsa, að flestum stendur ógn af, og gæta þeir þess þá síður en skyldi, að veita viðnám eða at- huga vopnaburð. En það kemur þó í ljós, þeg- ar óminníð er af honum runn- ið, að máttur hans er lítill og vopnin, hin lélegustu er spurn- ir fara af. Notar hann einkum þá að- ferð, með aðstoð nokkurra skósveina að spúa eitri úr mörgum áttum í senn, í þeirri von, að þeir, sem fyrir ofsókn- inni verða, missi kjark og leiti* á flótta, en augu áhorfenda blindist svo að þeir komi hvergi auga á sannleikann. Þessi var bardagaaðferð Sv. B. gegn Guðmundi Skarphéð- inssyni, sem flestum mun enn í fersku minni. Menn voru settir út til að krafsa upp um hann slúðursögur, safna mynd- um af honum og húseignum hans, ná í afrit af skuldasamn- ingum hans o. fl. o. fl. Sjálfur skrifaði Sveinn hverja árásargreinina aðra svæsnari um hann í Morgun- blaðið og svo mikið lá á að koma þeim til almennings, að Morgunbl. var þá sent sérstak- lega, í hundraðatali með hrað- boðum, sem fóru dagfari og náttfari til Skagafjarðar og Siglufjarðar. Sveinn hafði ákveðið að „jafna Guðmund við jörðu“, og því varð stórskotahríðin að dynja á honum svo ört og vægðarlaust, að engri vörn yrði við komið, og kjarkinn brysti. Þetta tókst. Guðmundur var heilsuveill og viðkvæmur í lund. Hann „brotnaði undan ofur- j magni hatursfullri árása“. Sv. B. fer úr verk- smiðjustjórninni. j En sigurinn varð Sveini dýr- keyptur. Hann hefir lengst af morrað í kafi síðan og hvergi fengið að koma nærri málefn- um Síldarverksmiðju ríkisins. Skortir hann þar þó hvorki vilja né viðleitni. — En það er honum löngu síðan ljóst orðið, að eigi hann að fá nokkru þar að ráða, verður hann að ryðja mér úr vegi fyrst.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.