Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Side 2

Nýja dagblaðið - 05.11.1933, Side 2
2 N Ý J A Súðin kemur upp til austurlandsins, frá Noregi, um 9. þ. m , og fer norður um land til Reykjavíkur með viðkomu á þessum höfnum: Hornafirði, Djúpavog, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði, Þórshöfn, Kópaskeri, Húsavík, Akur eyri, Siglufirði, Sauðárkrók, Blönduós, Hvamms- tanga, Hólmavík, Isafirði, Flateyri, Þingeyri, Patreksfirði, Flatey, Stykkishólmi, Sandi, Ólafsvík. ÍHréömx&ar'innustofa Jhrtsítns ^uömuttóðsouar ^raffastíg 10 — Sími 4378. Smíðar glugga, hurðir og eldhúsinnréttingar, hús- gögn o, fl. Vönduð en ódýr vinna.---------------- Leitið tilboða eða hringið í síma 4378. Nokkur vönduð skápaskrifborð fyrir aðeins 95 kr. stykkið. — — — 16 ára afmæli rússnesku byltíngarinnar. Skemmtun í tilefni af rússnesku byltingunni heldur K.F.I. og F.U.K. í Iðnó og Bröttugötusalnum, þriðju- daginn 7. nóv. Afarfjölbreytt skemmtiskrá á báðum stöðum. Dans í Iðnó — 1. fl. hljómsveit. — Að- göngumiðar fást á afgr. Verklýðsblaðsins í Bröttu- götu, við innganginn í Bröttugötusalinn og í Iðnó, eftir kl. 3 á þriðjudag. Aðgöngumiðar í Iðnó á kr. 2, í Bröttugötu á 75 aura. Skemmtanirnar byrja kl. 8*4- Nýtt kennslntæki: hjálpartæki við móðurmálskennslu, með skýringum og leiðarvisi eftir " ísak Jónsson. Myndimar eru 31 (handlitaðar) og eiga að sýna í stórum dráttum, hvemig hinum sjáanlegu talfœrum er beitt, þegar sögð eru aðalhljóð íslenzkunnar. Hljóðmyndir eru nauðsyn- legt tæki fyrir þá, sem kenna hljóðaðferð. Fæst hjá bóksöl- um. — Lítið í gluggann hjá E. P, Briem, í dag. QSófmemttir - íþróttir - íietir V erkamannasa m- tökín í Banda- ríkjunum. Seinustu mánuði hafa oft komið fréttir urn það í blöðun- um, að verkamenn hafa lagt niður vinnu við ýmsar stærri verksmiðjur í Bandaríkjunum og farið fram á kjarabætur. Viðreisnarstarf landsstjórnar- innar virðist hafa fært nýtt líf í verkalýðshreyfinguna og vak- ið verkalýðinn til trúar á sam- takamátt sinn og aukin rétt- indi. öflugasta verkalýðssam- bandið í Bandaríkjunum er „American Federation of La- bour“, sem nær til 55% allra félagsbundinna verkamanna. 1920 voru miðlimir þess taldir um 4 milj. þegar tímarnir bötnuðu dró úr starfseminni og eins eftir að kreppan komst í algleyming. Síðastl. ár var meðlimatalan ekki nema 2 Vá niilj. En nú seinustu mánuðina hafa verklýðsfélögin náð þeirri útbreiðslu, að meðlimir AFL eru orðnir 5 milj. Ein af þeim kröfum, sem amerískir verka- menn hafa haldið fram undan- farið er 30 tíma ' vinnuvika. Eriska heimsblaðið „Time8“ ræðir þennan framgang amer- ísku verkalýðshreyfingarinnar nýlega og telur það beina af- leiðingu af framkvæmdum stjórnarinnar. Dollarinn fellur. London, kl. 17, 4/11. FÚ. Gengi Bandaríkjadollars hef- ir enn fallið í dag á Lundúna- markaðinum, var $ 4.85Ve er viðskiftum lauk í kvöld. Frank- inn hefir einnig fallið dálítið í dag. Krabbamein. Krabbamein er að verða ein skæðasta plága mannkynsins. Skýrslur frá Þýzkalandi sýna, að þar deyja næstum eins margir menn af krabbameini og af tæringu eða jafnvel fleiri. T. d. dóu árið 1925 í Þýzkalandi 63 þúsundir manns af krabbameini, en 66500 af tæringu. 1926 dóu á Þýzka- landi rúmlega 66 þús. af krabbameini og rúmlega 61 þús. af tæringu. D A a B L A Ð tCT*'^ygr«;a.rf Jakob Texiére I fyrrakvöld las hinn þekkti danski leikari, Jakob Texi- ére í Nýja bíó upp nokkur af æfintýrum danska skáldsins H. C. Andersens. Flestir Islend- ingar munu kannast við skáldið H. C. Andersen. Þarf ekki ann- að en að nefna æfintýrið „Ljóti andarunginn“, „Litla stúlkan með eldspýturnar" eða eitthvað af þessum alþekktu og gullfallegu æfintýrum skálds- ins sem svo að segja hvert mannsbam á landinu hefir heyrt eða lesið og hrifizt af. En hvað er að lesa æfintýri Andersens hjá því að heyra Texiére segja þau? Tekstinn fær líf, Ijóta andarungann sér maður breytast í fagran svan og við fáum sem snöggvast að líta inn í himnaríkið, þar sem j amma litlu stúlkurnar með eld- spýtumar situr. Um frægð H. C. Andersens þarf ekki að tala. öllum Islend- ingum er víst kunnugt, að hann er einn af frægustu rit- höfundum Norðurlanda fyrir hinn djúpsæa og sígilda skáld- skap sinn. En hitt munu færri vita, að það var Islendingur, sem fyrstur lét opinberlega í ljósi aðdáun sína á verkum hans: skáldið Grímur Thomsen. Að hlusta á Jakob Texiére lesa æfintýri Andersens er svo fá- gæt og góð skemmtun að sem allra flestir ættu að veita sér hana, og þeir, sem á annað borð skilja dönsku, skilja hana áreiðanlega, þegar Texiére les upp. Það er ekki á hverjum degi, sem maður á kost á að heyra bezta upplesarann lesa eftir bezta skáldið. GIR. Notkun fiskimjöls Það er nokkuð síðan að far- ið var að nota slor og annan fiskúrgang til áburðar. Köfn- unarefnissambönd, viss kalk- tegund og fleiri efni, sem eru í fiski, eru nauðsynleg næring fyrir allan jarðargróður. Þeg- ar sú reynsla var fengin, fóru menn að athuga, hvort ekki mætti nota fiskúrgang til fleiri hluta og fyrir atbeina vaxandi tækni og aukinnar kemiskrar þekkingar, er farið að fram- leiða hið svonefnda fiskimjöl úr þessum úrgangsefnum og nota til skepnueldis (Þegar tal- að er hér um fiskimjöl, er líka átt við síldarmjöl og lifrar- mjöl). Aðallega er það notað við nautgripa^. svína- og ali- fuglarækt. ryrir nautgripa- Land og lýður. Drög til íslenzkra hér- aðslýsinga. Samið hefir Jón Sigurðsson, Yzta- felli. — Menningarsjóð- ur 1933. Þessi bók er ný tilraun til lýsingar á landi op- þjóð, gerð af alþýðumanni og fyrir al- þýðumenn. Á bókinni er ekkert vísindasnið. Höfundurinn er ekki að rita vísindarit. Hann stendur ekki ofar fólkinu, sem hann er að rita fyrir, með þá j yfirsýn, sem verður móðan ein j í augum þess. Heldur fer hann með lesandanum sveit úr sveit, frá héraði til hér- aðs eins og góður fylgdar- maður mundi gera, þar til hann hefir farið kring um landið allt. Jón hefir sjálfur farið um allt land á fyrir- lestraferðum sínum fyrir Sam- band íslenzkra samvinnufélaga. Hann hefir alltaf ferðazt með opin augu og hlustað vandlega eftir um líf og kjör fólksins í byggðum og bæjum. Og alltaf er það ást hans á landinu og samúð hans með þjóðinni, hvorttveggja eins hjartanlegt og bezt gerist með íslenzkri alþýðu, sem haldið hefir at- hygli hans vakandi. Og bókina hefir hann auðsjáanlega ritað sem minningar um ferðir sín- ar, um sveitirnar, sem hann fór um, og fólkið, sem hann ræktina er það talið mjög hentugt, því það hefur mikið af eggjahvítuefni, um 58—68% venjulegast, en það er álitið heppilegt fyrir mjólkurgæðin. Eggjahvítuefnið er líka mjög holdaukandi. Kalkefnin, en tal- ið er að af þeim sé 17—22% í venjulegu fiskimjöli, eru vel fallin til að styrkja bein ung- viða og verja þau ýmaum hitti fyrir, til að hafa ánægju af hvorutveggja sem lengst. Og þeirri ánægju, sem hann hefir haft af ferðum sínum, að sjá nýjar og nýjar sveitir og hitta þar fyrir rnenn, andar til lesandans af hverju blaði bók- arinnar. Því er hún skemmti- lestur um leið og hún er fróð- leg, því er hún frumleg um leið og hún er látlaust rituð, því hefir hún bókmenntalegt gildi um leið og hún er alþýð- leg í fyllsta skilningi þess orðs. Ekki er þess að dyljast, að mörgum lesanda mun víðast þykja of fljótt yfir sögu farið. Bókin er allt of lítil til þess að hún geti nema að litlu leyti bætt úr brýnni þörf á að fá fullkomna íslenzka staðalýs- ingu (Topographi). Henni er heldur ekki ætlað það hlutverk, þó að hún leysi það að of- urlitlu leyti í bráðina, meðan ekki er annað til. En af íestri bókarinnar fá menn furðu glöggt yfirlit yfir flestar sveit- ir landsins, bæði hvemig þær horfa við augum ferðamanns- ins, og hvemig kjör fólksins voru þar, þegar bókin var rit- uð á því rnikla tímamótaári 1930. iVIenningarsjóður hefir gert bókina ágætlega úr garði og prýtt hana fjölda fallegra mynda, sem prentaðar eru á' gljápappír. A. sjúkdómum. Fituefnið er aftur á móti lítið og þar sem búið er að nota fiskimjöl lengi, er það frekar álitinn kostur. Er það bæði, að ef fitumagnið er. mikið, er verra að verja það skemmdum og vill leiða af sér þráabragð, sem iðulega kemur þá fram í mjólk úr kúm og kjöti af svínum, sem mikiö hafa fengið af slíku fiskimjöH. Neskaupstaður. Frá önundarfirði.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.