Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Síða 2

Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Síða 2
2 N Ý J A DAGBLASIB útvarpið lífga upp heimili yðan Mikill fiSldi úfvarps- slðfiva senda bylglur slnsr úl vfip idndin. Víðlæki á belfiifi þær inn á heim- ili yfian og nldíifi þeinr- ar ánœgju, ep gófi músfk, fpétlip og frðfi- leikur útvarpsins fsr- ir yfiur. hverl" heimili. Beztu cigarutturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 — •ru Commander Westminster Virpinia dgarettur Þesci ágæta eigarettutegund fæst ávalt í heildaölu hjá Tóbalíseinkasölu ríkisins Bðnar tii af Wesminster lobatco Canpaiiy Itd., London Nýjar uppfyndingar Ný framleiðsla. Islenzkur uppfyndingamaður. Allir Reykvíkingar kannast við Sænska frystihúsfélagið. Hitt er líklega á færri manna vitorði, að frumkvæði að þeirri félagsstofnun átti íslendingur, Ingólfur G. S. Espholin frá Ak- ureyri. Nú hefir Espholin komið upp hér í bænum hraðfrysti- stöð, sem hann á sjálfur. Er hraðfrystivélin að öllu leyti smíðuð hér á landi, í Land- smiðjunni og öðrum jámsmiðj- um í Reykjavík. Vélin, sem frysting matvælanna fer fram í, er að allmiklu leyti með ann- ari gerð en þvílíkar vélar hafa áður verið. Hefir Esphólin sótt um einkaleyfi erl. á þeirri vél. Er rannsókn á þeim nýjungum, sem þar er um að ræða nýlok- ið og hafa þær verið teknar til greina. En hinsvegar er einka- leyfið ekki formlega veitt enn- þá, af því að frestur sá, er ekki liðinn, sem um slíkt er á- skilinn. En af því að svo standa sakir, er blaðinu ekki heimilt að lýsa vélinni. Stofnkostnaður frystistöðvar- innar er um 32 þús. kr. Hefir Búnaðarfélag íslands veitt 8000 kr. styrk til fyrirtækisins og ríkið 4000 kr. styrk, af fé urbúa. Frystistöðin er rekin með rafmóturum, 10 og 2 hest- afla. 1 hinni nýju frystistöð Esphólins er hægt að taka í einu lagi til hraðfrystingar um 40 kg. af skyri og tekur hraðfrystingin —V4 klukku- stund. Er því hægt að frysta rúml. 1000 kg. á sólarhring. 1 sambandi við frystivélamar er geymsluklefi, sem rúmar 5—6 tonn og helzt skyrið þar frosið. Yerður skyr út* flutningsvara? önnur uppfynding Espholins er að frysta skyr, svo að það skemmist ekki við frysting- una. Hefir honum lengi verið það mikið áhugamál, að gera íslenzkt skyr að markaðsvöru erlendis. Fram á þenna dag hafa menn haldið að skyr mætti ekki frjósa. En við hraðfryst- ingu Espholins heldur skyrið sínu bezta bragði til hlítar, og sumir, sem bragðað hafa, halda því fram, að kekkjótt skyr batni við frystinguna. Við QSöfmatmtxr - íþröttir - íiötir 1 111 Fanait Istrati venjulega frystingu leysist skyrið að nokkru leyti upp, en það verður ekki við hraðfryst- ingu. Verður sá munur ljós af þeim tveimur myndum, sem hér fylgja. Smásjármynd af hraðfrystu skyri. Hið hvíta er hið frosna vatn. Smásjármynd af hægfrystu skyri Hið hvita er hið frosna vatn. Um markaðsmöguleika fyrir íslenzkt skyr erlendis segir Ingólfur Espholin, að skyr hafi „flesta þá kosti til að bera, sem neyzluvara þarf að hafa til að eftirspurn skapist eftir henni. Skyrið er bragðgott. Það er mjólkurafurð og því nær- andi án þess þó að vera fit- andi. Það er fallegt útlits, lyktargott og hressandi. Til þess má grípa í flýti og bera á borð með augnabliks fyrir- vara, þá hefir skyrið sína merkilegu sögu. Og loks er það ódýrari fæða en flestar aðrar“. Trausti Ólafsson efnafræð- ingur og Niels Dungal prófess- or hafa rannsakað aýnishorn af skyri, sem fryst er með þess- ari aðferð og geymt hafði ver- ið í 6 vikur. Trausti Ólafsson vottar, að á þeim tíma hafi „ekki verið um neina súraukn- ingu að ræða í skyrinu“ og samkvæmt vottorði Dungals „virðist óhætt að fullyrða, að með þessu móti megi geyma skyr í a. m. k. 6 vikur, án þess að það skemmist“. Um leið og við því má bú- | ast, að skyrið verði á þennan i hátt útflutningsvara, er það fulltryggt að því eykst mark- aður innanlands. Frysta skyrið verður vafalaust mikið keypt á togarana og í allar verstöðv- ar, þar sem erfitt hefir verið að fá mjólkurvörur að þessu. Þetta er því ekki aðeins merkilegt mál fyrir framleið- endur, heldur líka neytendur hér á landi. A. Fólksflutningar til Bandaríkjanna. Frá því að fólk tók að flytj- ast til Bandaríkjanna hefir það : víst ekki komið fyrir að fleiri : menn hafi flutt út en inn þang- að til á s. 1. ári. Samkv. skýrsl- um um þetta fluttu 23 þús. manna til landsins 1932, en 80 þús. fluttu úr landi. Annars hafa fólksílutningar til lands- ins verðið miklir til skamms tíma, en hámarki sínu náðu þeir 1907. Þá voru innflytjend- ,ur alls 1285 þús. Síðan 1820 er talið að 88 milj. manna hafi flutt til Bandaríkjanna. heitir rúmenskur æfintýramað- ur og rithöfundur (fæddur 1884), sem mikið orð fer nú af. Árið 1930 kom út bók eft- ir hann hjá Rieder-forlaginu í París, og nefnist hún „Svampa- veiðarinn". Það eru kaflar úr æfisögu hans sjálfs, mjög gott sýnishorn af rithætti hans og frásagnarlist, og auk þess á- hrifamikil lýsing á því stefnu- lausa flökkulífi, er Panait Ist- rati lifði framan af æfinni. Fékkst hann þá við hitt og þetta: svampaveiðar við Sýr- landsstrendur, gimsteinaverzl- un í Egiptalandi o. s. frv. og komst í tæri við allskonar bófa og prakkara, peningafals- ara, spilavítisforstjóra, vasa- þjófa og trúða. Flestir eru þeir þó beztu skinn inn við beinið, þessir bófar. Kir Hara- lambe er vesæll aflraunamaður í sirkus. En hann er líka, þrátt fyrir örbirgð og illar aðstæður, leikritaskáld, heimspekingur og fagurfræðingur, einkar vel heima í listum og sögu Grikkja. Hann les handrit sín fyrir Panait, sem ekki skilur svo klassiska grísku. Hann útskýr- ir fyrir honum og lýsir mun- um þeim, sem eru á Akropól- safninu, rústunum af Dionysos- leikhúsi, Þesevsmusteri og hinni svokölluðu myrkvastofu Sókratesar, ef til vill betur en sérfróður maður hefði gert. Hann vill ekki „lifa svona eins og skynlaus skepna, án þess að láta eftir sig nokkurt spor“. Hann er maður, sem ekki hugs- ar um efnið, heldur hina sál- rænu hlið tilverunnar og gerir allt í þeim tilgangi að láta eitt- hvað sjást eftir sig, allt fyrir ódauðleikann „eftir lífið — eða öllu heldur eftir dauðann". Gotir hafði margt reynt um dagana; verið jarðeigandi í Suður-Ameríku, átt mörg þús- und endur í Mexíkó, ferðazt um heiminn, fyrst sem mil- jónamæringur, síðan sem ó- breyttur sjómaður. Hann var garpur, sem var ágætlega heima í öllu, en þoldi engan yfir sér. Adrien (Panait Ist- rati) hittir hann á kaffihúsi. Gotir þúar hann umsvifalaust: „— Ertu A. eða S. (anar- kisti eða sósíalisti) ? — Ég er uppbyggjari. Mig þyrstir ekki í niðurrif. — Hefir þú byggingarefnið ? — Maður aflar sér þess. — Geta allir menn komizt að við yðar nýju byggingu? — Allir nema iðjuleysingj- arnir. — Svei því þá, ég verð þá ekki með. Mér þykir vænt um iðjuleysið. Og þessi maður, sem unni iðjuleysinu, var þakinn ryki og gibsslettum frá hvirfli til ilja. Adrien anzaði þessu með mikl- um hlátri. — Jæja, sér er nú hver iðju- leysinginn! Eruð þér þá anark- isti (stj órnleysingi) ? — Nei, svaraði Gotir blátt áfram, ég er ekki anarkiati, ég er bara maður, sem ann frelsinu, en því unna anarkist- ar ekki, eða þykjast aðeins unna því. Anarkistar eru ekki menn frelsisins, þeir eru anar- kistar, þ. e. a. s. óreglumenn. En nú er regla í öllum hlutum þessa heims, jafnvel í ástinni á frelsinu. Ég elska að vera frjáls, en ég neyði engan til að gera það sama og ég. Flestir menn eru fæddir til að vera þrælar. Það er ekki auðvelt að vera frjáls andi. Það er ekki auðvelt nú á dögum. Það verð- ur ekki auðvelt á komandi dög- um, né í næstu tíu aldir. Að vera þræll er ekki sama og að hafa púlskeðjuna reyrða um mittið. Og að vera frjáls mað- ur þýðir heldur ekki að vinna það, sem manni sjálfum sýn- ist, eða vinna alls ekki neitt. Þrællinn, það er skepnan, hlut- ur, sem áskapað er frá upphafi veraldar að vera stjórnað af öðrum, auvirðilegur hlutur, hlutur án kosta, sem fyrst og fremst er hneigður til þess' auvirðilega (bassesse). Hann er í samanburði við hinn frjálsa mann, það sem sandur- inn er í samanburði við hina frjóu jörðu. Hann er aflvana, á enga hreyfingu nema gegn um vilja annara, eins og sandarnir hreyfast einungis eftir dutl- ungum vindanna. Og þá eru hreyfingar hans ófarsælar, blindar. Þær bylta öllu um. Þannig er þrældómurinn, hvort sem hann er fótaskemill keis- ara eða konunga, lýðræðis- manns eða alþýðuforingja. Hvort sem um er að ræða múginn í verksmiðjuhverfun- um eða hinn fámennari múg, sem situr í þingsölunum. Hann er ávalt leiddur af einhverri sterkri hendi. Hann þekkir að- eins tvennskonar tilverumynd-. ir: að stjórna eða vera stjóm- að. Það er komið undir þeim heila, sem stýrir honum. Og hvað þýðir að tala um frelsi milli þessara tveggja kúgara. — Hvaða stjómarfyrirkomu- lag viljið þér þá? spurði Ad- rien. Gotir ypti öxlum. — Ég vil ekkert. — Nú það er hreinasta stjórnleysi. — Ekki beint. Kæmust an- arkistar til valda, myndu þeir á endanum mynda stjórn þrátt fyrir allt, því að heimurinn þarfnast þess að vera stjóm- að. Ef þeir gerðu það ekki, yrði stjórnin mynduð að baki þeirra af þeim, sem ekki væm anarkistar. í hvorugu tilfellinu væri það frelsi. Hið fullkomna þjóðskipulag er ágætlega skýr- greint með stefnu anarkista, en þegar ætti að fara að gera það að veruleika, yrði það ekki annað en aum skopstæling á hugsjóninni: fíngerð silkislæða í höndum vitfirrings. Frelsið, piltur minn, hið sanna frelsi, það er samræmið (harmonie). Framþróunin hindranalaus. Hana getur ekki nema 1 hreyfingu himintungl- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.