Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Side 4

Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Side 4
4 N Ý J A DAOBLAÐIS Framh. af 2 síðu. anna, sem hin æðsta drottnun ríkir í, hið gallalausa, óbrigð- ula yfirvald. Slíkt -vald finnur þú ekki hér á jörðunni, svo ná- ið fullkomleikanum, ástinni, nema hjá verum, sem eru ekki eins margþættar og maðurinn. — Trönurnar, t. d. Haustið kemur og norðanvindurinn tek- ur að ýfa fjaðrir þeirra. Þær verða daprar, þunglyndislegar. Nokkrum dögum síðar, mitt í einni allsherjar eftirvæntingu, heyrist skyndilegt, skerandi hljóð samfara vængjablaki, sem fer eins og rafstraumur um allan flokkinn og setur hann á hreyfingu. Brottfararskipunin til heitu landanna er gefin af þeim, sem hefir að geyma hyggjuvit tegundarinnar og er alltaf fremstur í broddi fylk- ingarinnar. — Þetta er allt það frelsi, sem við getum óskað mönnunum til handa, hin sanna „anarkí“, sú sem við munum aldrei öðlast, því að við erum eins og sagt er, æðri verur en trönumar“. Æfisögukaflar þessir eru til á Landsbókasafninu (Panait Istrati: Le pécheur d’éponges). Panait var lengi mjög ákveðinn kommúnisti. En 1927 tókst hann ferð á hendur til Rúss- lands, dvaldi þar lengi, ekki sem ferðamaður undir eftirliti hins opinbera, heldur sem frjáls maður, er gat séð og skoðað það er hann vildi. Ferð- aðist hann um gervöll Sovét- ríkin. Er heim kom, gaf hann út bók um athuganir sínar, er hann kallaði „Rússland af- hjúpað“ og lýsti þar gremju sinni og vonbrigðum yfir á- standinu þar í landi, og hve blekkjandi væru ýmsar skýrsl- ur ráðstjórnarinnar um fram- kvæmdir og framfarir. Afleið- ingin var sú, að blað kommún- ista í Frakklandi, „L’Huma- nité“, réðist af offorsi miklu á Panait og kallaði hann svikara og lögreglunjósnara rúmönsku stj órnarvaldanna. Panait dvelur lengstum í Frakklandi og Sviss og skrifar bækur sínar á frönsku. Þ. Þ. Annáll. Staddir í bænum: Jósep bóndi Jónsson á Mel- um, Sigurður Ólafsson bóndi og 'Gísli Jónsson oddviti Ysta- skála. Sigurður Heiðdal fram- kvstj. Eyrarbakka, Ásgeir Pét- ursson útgerðarm. frá Akur- eyri, Eggert Stefánsson söngv- ari og Gísli Sighvatsson á Sól- bakka í Garði. Skipafréttir. Gullfoss er í Reykjavík og fer væntanlega á föstudags- kvöld v.estur og norður. Goða- foss fór frá Hamborg í gær á leið til Hull. Brúarfoss kemur væntanlega í kvöld. Dettifoss fór vestur og norður í gær- kvöld kl. 8. Lagaríoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Antwerpen. Esja var á Akur- eyri í gær. Súðin er á leið til Hornafjarðar frá Noregi og mun koma þangað í nótt. Her- móður kom úr hringferð að vestan kl. 1 í íyrrinótt. Lyra kom til Reykjavíkur í gær. Áheit á Strandarkirkju 6 kr. frá H. S. afhent Nýja dagblaðinu. Hjónaefni. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Guðrún Hrefna Sveinsdóttir, Vitastíg 10, og Hafsteinn N. Pedersen, Ný- lendugötu 19. Silf ur br úðkaup áttu í gær Jóhanna Guð- mundsdóttir og Guðmundur Jó- hannsson, Austurg. 27, Hafnar- firði. Fimmtugsafmæli átti í gær Vilhjálmur Fin- sen ritstjóri. Hann kom í gær með Lyru. Hefir hann uui nokkur úr verið næturritstjóri við Tidens Tegn í Osló, en mun nu vera farinn frá blaðinu. Bifreiðaslys. I gærkvöldi um kl. 5 vildi það slys til á horninu Þing- holtsstræti og Spítalastíg að bíll, sem ók afturábak, ók á dreng, svo að hann handleggs- brotnaði og marðist á fæti. Mun drengurinn hafa hangið aftan í bifreiðinni, eða á leið til þess, því áður en bifreiðar- stjórinn ók af stað, gekk hann aftur fyrir bíhnn. Bíllinn var á mjög hægri ferð. Drengurinn var strax fluttur á Landsspít- alann. Hann, átti heima á Grundarstíg 11. Gleymið ekki að lesa minnislistann á fremstu síðu. Þar er sagt frá skipaferðum, skemmtunum, dagskrá útvarpsins o. m. fl. Málverkasýning Kristjáns Magnússonar verð- ur opin til helgarinnar, eru þar nokkur mjög skemmtileg mál- verk frá atvinnulífinu bæði á Siglufirði og í Reykjavík. Þó menn hafi kannske ekki efni á að kaupa myndir, er þó alltai gaman að sjá þær. Meiðyrðamál. Ól. Þ. Kristjánsson kennari í Hafnarfirði kvað vera búinn að gera ráðstafanir til þess að höfða meiðyrðamál gegn rit- stjórum Morgunblaðsins út af ummælum um hann í blaðinu í sambandi við umræðurnar um kosninguna í Hafnarfirði. Ól- afur hafði gefið skriflega yfir- lýsingu um það, að bæjarfó- geti hefði ekki tilkynnt kosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, sem Ólafur stjórnaði, að þeim, sem kysu heima, yrði veitt aðstoð, en Morgunblaðið kvað ólaf segja þetta ósatt, og fer illum orð- um um hann. Kolaskip til Sigurðar ólafssonar kom í gær, heitir það Sisto frá Haugasundi. Geir kom af veiðum í fyrradag með 1900 körfur cg fór sírax aí stað til Englands með afl- ann. Hreinlætið í Reykjavík. Líklega er engum bæ á Norð- urlöndum jafn áfátt um hrein- læti og Reykjavík. Göturnar eru illa hreinsaðar, fullt er af allskonar rusli, bréfum, drusl- um, beygluðum pjáturdollum, appelsínu- og bananahýði og hverskonar rusli og forina verður maður á sumum götun- um að vaða í ökla. Þrifnari borgarar kunna þessu illa, sem vonlegt er. Á sunnudagsmorg- uninn gekk einn af starfs- mönnum þessa blaðs, um eina af svokölluðum betri götum bæjarins, og var þá einn af þeim, sem búa við þessa götu, kominn út með fötu og far- inn að týna saman draslið fyr- ir framan húsið sitt. Það kvað svo rammt að, að hann fór sjálfur, á sunnudagsmorgni, að þrífa götuna! Úr Skagafirði. Á Sauðárkróki hefir verið slátrað um 25 þús. fjár á þessu hausti, þar af voru frystir um 16 þús. skrokkar. Sauðfé var undir meðallagi. Talsverðu hefir verið slátrað af hrossum, söluverð 70—100 kr. Allvíða hefir borið á bráða- pest í sauðfé, en ekki hafa verið að henni mikil brögð. — Fiskafli er nokkur innfjarðar, en ógæftir miklar. Beitusíldar- afli er nokkur innfjarðar, en ógæftir miklar. Beitusíldarafli hefir verið á Hofsás og á Sauð- árkróki í haust. — F.Ú. Dánarfregn. í gær andaðist hér í bænum frú Málfríður Halldóis lóttir, kona Þórð.ar Jónssonar fyrrum bóksala á Stokkseyri, mesta ágætis- og dugnaðarkona, glað- lynd og gestrisin. Hún hefir verið heilsulítil nú nokkur ár. Dánardægur. Nýlátinn er á Vífilsstöðum Þórhallur Sigurðsson frá Reyð- ará í Lóni, ungur, efnilegur og góður piltur, sem var fyrir skömmu búinn að ljúka tré- smíðanámi. Þórhallur var lík- legur til að geta unnió mikið lífsstarf. En nú hefir „hvíti dauði“ kallað hann burtu í blóma lífsins eins og svo marga aðra efnilega syni og dætur okkar litlu þjóðar. V. Náið í hina spennandi sögu, sem nú er að birtast í blaðinu og talin er að vera einhver allra bezta enska spæjarasaga, sem til er. Nýja dagblaðið fæst allt sem út er komið ennþá. Gerist áskrifendur þess strax. Nýja dagblaðið birtir smáauglýsingar, tvær línur, fyrir eina krónu (t. d. um at- vinnu, liúsnæði, kennslu, tapað, i'undið, kaup, sölu, adressur og símanúmer o. fi.). — Tekið á móti smáauglýsingum til kl. 10 á kvöldin á afgr. blaðsins eða í Acta. $ Ódýru % auglýsingarnar. Húsnæði 2 herbergi (annað lítið) og eldhús óska barnlaus hjón að fá seinni hluta þ. m. Fyrir- framgreiðsla. A. v. á. Herbergi óskast. Björn Kristjánsson alþm. Sími 2950 kl. 12—1 og 7—8. Gott pláss óskast til leigu fyrir fisksölu. Tilboð merkt „15“ sendist afgr. blaðsins. Tapað-Fundið Tapast hefir peningabudda frá Laugavegi niður í Aðal- stræti. Finnandi geri viðvart í síma 3948. Atvinna D Mæld feiti í mjólk. Sími 2151. Nýmóðins pergament* lampa- skermar, handmálaðir. Fyrir- liggjandi og saumaðir eftir pöntun á Grundarstíg 8. Verð afar ódýrt. Sími 4399. Nýtt kjöt, saltkjöt, reykt kindabjúgu o.m.fl. — Kjötbúð Reykjavíkur, Vesturgötu 16. Sími 4769. Notuð dönsk-íslenzk orðabók óskast til kaups. Upplýsingar á Lindargötu 1 C. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? Notaðir ofnar, nokkur stykki, óskast til kaups. A.v.á. ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúarioss Sími 3749. Kjötfars alltaf bezt hjá KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 3078. RAUÐA HUSH). — Ég á bróður, sagði Bill og vildi reyna að slétta úr þessu. En ég lána alltaf hjá honum. — Alveg eins og Robert, sagði Mark. — Hvenær kom hann seinast hingað til lands? sagði Cayley. — Það eru eitthvað fimmtán ár síðan, að mig minnir. Þá varst þú bara strákhnokki. —Ja, ætli ég hafi ekki séð hann þá nokkrum sinn- nm. En ég vissi ekki nema hann hefði komið síðan. — Nei, ekki svo mér sé kunnugt. Mark, sem sýnilega var ekki búinn að jafna sig, ',-,ók nú aftur til við bréfin. — Fyrir mitt leyti, sagði Bill, þá álít ég að það sé galli að eiga ættingja. — Samt sem áður, sagði Betty nokkuð gálaus- lega, þá hlýtur það að vera spennandi að vita svona agalegt leyndarmál um ættingja sína. Mark leit upp og hleypti brúnum. — Fyrst þér þykir það svo spennandi, þá skal ég eftirláta þér hann, Betty. Ef hann er eitthvað líkur því sem hann var hér áður og þessi bréf hans sýna — þá; Cay þekkir þau. Cayley muldraði eitthvað. — Ég veit ekkert, nema það var bannað að spyrja um hann. Þessi orð voru ef til vill sögð til þess að vara ein- hvern forvitinn gest við því að grennslast frekar eftir þessu máli, eða að öðrum kosti voru þau bend- ing til húsráðanda um það, að vera ekki allt of opinskár í viðurvist ókunnugra. Hvort heldur sem var, þá var ekkert á röddinni að heyra fremur en að hér væri verið að skýra frá staðreyndum ósköp ein- faldlega. Féll svo þetta tal niður, og var nú vikið að öðru skemmtilegra, sem sé golfleiknum, sem nú átti fram að fara. Mrs Calladine ætlaði að fara með golffólkinu að borða hádegisverð hjá gömlum kunn- ingja, er átti heima í grennd við golfvöllinn. En Mark og Cayley ætluðu að vera eftir og líta eftir búskapnum. Það var nú svo sem auðvitað, að þetta stapp með hinn glataða bróður kom undir þessa grein um „búskapinn". Nú, ekki þurfti það að hafa nein áhrif á golfleikinn. * * * Rétt um það bil, sem majórinn (hvemig sem það nú atvikaðist) var að skora sextánda markið, og Mark og frændi hans voru að sýsla með sín störf í Rauða húsinu, var ungur laglegur maður að nafni Antony Gillingham staddur á brautarstöðinni í Woodham. Hann sýndi stöðvarmanninum farmiðann sinn og spurði eftir leið til bæjarins. Þegar búið var að segja honum til vegar, skildi hann töskuna sína eftir hjá stöðvarstjóranum og labbaði af stað í hægðum sínum. Þessi maður kemur mjög við sög- una, svo að það er jafngott að við fáum strax að vita eitthvað um hann, áður en við sleppum honum mn í straum atburðanná. Við skulum undir ein- hverju yfirskyni fá hann upp á sjónarsviðið og virða hann fyrir okkur. Eitt það fyrsta, sem við tökum eftir, er það, að liann horfir á okkur með meiri aðgæzlu en við á hann. Andlitið er skarpleitt og skegglaust. Andlits- fallið eins og mönnum er gjarnt að hugsa sér um mann úr sjóliðinu, augun grá og eins og þau sogi í sig hvert smáatriði sem viðkemur útliti manna. Þetta augnaráð er í fyrstu nærri óþægilegt, þangað til maður hefir fundið, að hann er oft annars hug- ar. Þá er eins og hann hafi augun á verði, meðan hann er með hugann á allt öðrum stað. Reyndar eru margir, sem eru annarshugar við og við. Dæmi um þetta er það, þegar maður er að tala við mann, en hlerar um leið eftir því sem einhver annar er að segja. En augun koma upp um mann. Augu Anto- nys komu aldrei upp um hann. Með þessum augum hafði hann nú séð þó nokkuð af heiminum, þótt aldrei hefði hann sjómaður ver- ið. Þegar hann varð tuttugu og eins árs gamall, fékk hann móðurarf sinn, 400 pund á ári. Kom þá gamli Gillingham, ritstjóri kynbótablaðsins, að finna hann og spurði hvað hann ætlaðist fyrir. — Sjá mig um, sagði Antony. — Jæja, sendu mér þá línu frá Ameríku, eða hvert sem þú ferð. — Sjálfsagt, sagði Antony. Gamli Gillingham fór nú aftur að fást við blaðið sitt. Antony var yngri sonur hans og í augum föður

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.