Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 08.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý 3 A DAGBLAÐIÐ 3 NtJA DAGBLAÐIÖ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritst j órnarskrif stofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Askriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Nú er nóg komíö. Bæjarbúar eru almennt agn- dofa og undrandi yfir vali í- haldsmanna á hinum 7 lög- regluþjónum, sem valdir voru gegn tillögum lögreglustjóra. Til þess að koma þessum 7 mönnum að, er hafnað úrvals umsækjendum, sem ekki var einu sinni reynt að finna neitt að. En þetta framferði bæjar- stjórnarmeirahlutans er ekkert undrunarefni. Magnús Guð- mundsson var valinn í dóms- málaráðherrasætið eftir að vit- að var, að hann var undir sakamálsákæru. En áður en uppvíst varð um þann eigin- leika hans, var almennt álitið, að Pétur Magnússon ætti að hreppa sætið. Hvað gerir svo M. G. í stjórnarráðinu? Lætur falla niður saksókn í' stærsta fjársvikamálinu, sem komið hefir fyrir hér á landi á þess- ari öld, íslandsbankamálinu*). Gerir einn af bankastjórunum að dómara, en hinir eru.sett- ir í ýmsar trúnaðarstöður. Hinsvegar eru settar á stað sakamálsrannsóknir gegn Lár- usi lækni á Kleppi og Einari Einarssyni skipherra. Mál Lár- usar endaði með því, að ríkið verður að greiða honum 20 þús. kr. í skaðabætur, en Ein- ar er til málamynda dæmdur í 500 kr. sekt í undirrétti, sem ekki eru einu sinni minnstu líkur til, að standist í hæsta- rétti. En meðan verið var að koma Belgaum-sýknuninni í gegn, átti Einar að hafa unnið til margra ára fangelsisvistar, eftir því sem íhaldsblöðin sögðu. Lúðvík C. Magnússon, sem nýsloppinn var frá sviksam- legu gjaldþroti, vegna útgerð- ar, var af M. G. skipaður rann- sóknari í Skipaútgerðinni, hon- um greiddar um 4000 kr., og óhróður hans síðan notaður til persónulegra árása á Pálma Loftsson. Nú hefir L. C. M. verið gerður að aðalstarfs- manni nefndar þeirrar, sem á að rannsaka hag sjávarútvegs- ins. I fyrra var Kristján Þorgeir Jakobsson, þá nýdæmdur fyrir svik í Vestmannaeyjum, látinn rannsaka skattaframtöl Guð- mundar heitins Skarphéðins- sonar á Siglufirði. Og til að *) Ný sviksemi, sem ekki hefir verið kunn áður, er fyrir skömmu orðin uppvís í því máli. E*essix* sjö, Hermann Jónasson lögreglu- stjóri hefir nú ritað borgar- stjóranum bréf þar sem hann hefir tjáð honum, að hann veiti ekki móttöku þeim sjö mönnum, sem meirihluti bæjar- stjórnar setti í lögregluþjóns- stöðurnar gegn vilja hans. Byggir hann neitun sína á á- kvæðum 17. gr. tilskipunar um bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík frá 20. apríl 1872, en hún hljóðar svo: „Bæjarstjórnin setur em- bættismemi og sýslunarmenn bæjarins og veitir þeim lausn. Lögregluþjóna, næturverði og fangaverði setur bæjarstjórnin eftir uppástungu lögreglu- stjóra, en hann getur veitt þeim lausn án samþykkis bæj- arstjórnar". I bréfinu tekur lögreglu- stjóri það fram, að hann álíti setningu þessara 7 manna í lögregluþjónsstarf ógilda frá upphafi, með því að þeir séu ekki settir í starfið „eftir upp- ástungu lögreglustjóra“, held- ur gegn henni. Þessa ákvörðun sína hefir lögreglustjórinn einnig tilkynnt bréflega lilutaðeigandi mönn- um. Jafnframt tekur lögreglu- stjórinn fram í bréfinu, að hann telji umrædda sjö menn ekki vel fallna til lögreglu- starfa. Vitanlegt er það, að þetta geta verið á ýmsan hátt góðir og gegnir menn, þótt eigi séu þeir hæfir til lögreglu- þjónsstarfa í bæjarlögreglu Reykjavíkur. En sumir þess- ara sjö manna virðast þar að auki vej’a talsvert meira gall- aðir en ætla mætti um umsækj- endur til slíkra starfa. Einn af þessum sjö mönnum hefir tvisvar verið sektaður fyrir ölvun á almannafæri. í annað sinnið sýndi hann lög- reglunni þrjózku og neitaði með öllu að segja til heimilsfangs síns, svo að hún varð að fara með hann í fangahúsið. Honum hefir nú í sumar, af lögregl- unni verið vísað heim af al- mannafæri vegna ölvunar, enda er maðurinn þekktur að áfeng- isnautn hér í bænum. Annar þessara sjö manna var kærður fyrir svik af stjóm- endum sænska frystihússins hér. Þessa kæru hefir núver- andi dómsmálaráðherra látið niður falla. Ennfremur hefir þessi maður gerzt sekur um það, að taka vörur til flutn- ings af nokkrum mönnum á Austfjörðum, selja farminn og nota sjálfur peningana í eigin þarfir. Þrír þessara manna eru komnir undir fertugs aldur og einn yfir fertugt. Tveir þeirra sóttu um lögregluþjónsstöðu hér fyrir fjórum árum, en þóttu þá of gamlir. Nú þyk- ir bæjarstjórnarmeirihlutanum þeir ' nógu ungir. Núverandi lögregluþjónar eru margir nú talsvert við aldur, og sjá allir, hvílík fjarstæða það er að fara að velja roskna menn til við- bótar inn í lögregluna, þegar völ er á ungum mönnum. Myndi ! það leiða til þess að mikill [ hluti lögreglunnar yrði gamlir ! menn svo að segja á sama | tíma. Eftir því sem mennirnir | eru eldri, því erfiðara er þeim ( að hafa full not af líkamsæf- ; ingum og annari þjálfun, sem ■ lögreglumönnum er nauðsynleg. Vitanlega eru a. m. k. erfiðis- vinnumenn farnir að lýjast og stirðna eitthvað um fertugs- j aldur. Frá fjárhagslegu sjónar- miði er það heldur ekki hyggi- legt að taka roskna menn, sem svo er skylt að greiða eftir- laun, þegar þeir eru komnir yfir ákveðið aldursmark. Um einn af þessum sjö liggja loks fyrir þær upplýsingar, að hann hefir dvalið sem sjúkling- ur á Vífilsstöðum og í Krist- nesi, fyrir skömmu síðan. Er hann að vísu talinn hafa fengið bata og hefir vonandi fengið liann. En varhugavert er að ætla manni, sem svo stendur á um, að þola vosbúð og áreynslu eins og lögreglumenn þurfa að vera viðbúnir oft og tíðum. Lögreglustjórinn tekur það fram að lokum, að þó svo væri að einhver þessara sjö manna hefði verið álitinn tækur í lög- regluþjónsstöðu, ef hæfari manna væri ekki völ, þá komi það ekki til mála, þegar um úrvalsmenn er að ræða, sem sótt hafa um stöðurnar. Fer hann þvínæst fram á, að í stað þessar sjö manna, séu valdir einhverjir sjö af þeim tólf mönnum, sem hann hafði áður stungið upp á, en ekki voru teknir. Nú er að sjá, hvort borgar- stjórinn lætur sér segjast og hættir að vasast í því, sem hann ber ekki skyn á og kem- ur ekki við. Læknisvottorðið um stóra hjartað“. 55 Það er svona: Að gefnu tilefni vottast: Fyrir tæpu ári síðan leytaði (sic) Bjöm Gíslason mín vegna verks, er hann kenndi fyrir hjartanu og hjartsláttar. Ég varð þess þá var, að hjartað var stækkað. Um miðjan maí þ. á. leytaði (sic) hann mín aftur vegna þessara sömu óþæginda og hafði, að því er virtist, heldur aukizt stækkun- in frá því í fyrra. Sem stendur ei’, að því er virðist, ástandið þetta: Ictus cordis heyrist greinilegast vinstra megin við lóðrétta línu gegnum geirvörtuna, en hann heyrist á ósjúku hjarta bezt hægramegin við þessa línu. 1 samræmi við þetta er það, áð hljóðbreyting sú, er heyrist við percussion, þegar lungnavefn- um sleppir og hjartað tekur við, er ca. fingurbreidd fyrir utan geirvörtulínuna, 1 stað þess að á ósjúku hjarta heyrist breytingin innanvert við þessa línu. Hægra megin virðist hljóðbreytingin verða við hægri rönd bringubeinsins, en verður oftast, þegar um ósjúkt hjarta ræðir, um miðju þess. Af þessu ræð ég að um dilatation samfara hypertrophi hjartavöð(vans sé að ræða. Afl hjartavöðvans virðist hafa aukizt svo við stækkun hans, að hjartað verki sem ósjúkt væri, en fyrir því, hvað htartavöðvinn geti aukizt að afli, eru takmörk. Áreynsla, líkamleg og and- leg, t. a. m. mikil geðshrær- ing getur valdið því að hjartað bili (hætti að fungera) og gæti það orðið manninum að bana. Ég lít því svo á, að, það sé ábyrgðarhluti að vera valdur að því, að hann verði fyrir mik- illi geðshræringu hvort sem hún verður snöggleg eða smám saman um lengri tíma og tek ég þetta fram sökum þess, að ég hefi þekkt manninn lengi og veit að hann er geðríkur. Rvík, 8./6. 1933. E. Kjerulf læknir. Til frekari áréttingar svo- hljóðandi vottorð frá Þórði á Kleppi: Eldri spítalinn á Kleppi. Reykjavík, 19. júlí 1933. Ég hefi athugað andlega ! heilsu Björns Gíslasonar, Berg'- 1 staðastr. 53, Reykjavík. Ég tel heilsu hans þannig nú, að ég tel hann ekki færan um að taka út refsidóm þann, sem hann er dæmdur í. d. u. s. Þórður Sveinsson. í krafti þessara vottorða er lögreglustjóranum í Reykjavík, af Magnúsi Guðmundssyni, „uppálagt“ að „hafa samband við læknana og láta ráðuneytið vita, er þeir telja fært að full- nægja dóminum------------“ yfir j Birni Gíslasyni. kóróna þetta allt saman hefir Páll Jónsson frá Isafirði verið skipaður fulltrúi sýslumanns- ins á Eskifirði, vegna aukinna starfa hans við fjárgæzlu kauptúnsins. Þetta eru aðeins nokkur sýnishorn af því, sem Magnús Guðmundsson hefir fengið á- orkað á IV2 ári. Þetta kallar Jón Þorláksson að stjórna land- inu samkvæmt stefnu Sjálf- stæðisflokksins, og biður Framsóknarmenn að hjálpa sér til þess, að svona sé hægt að stjóma framvegis. Frá Alþingi í gær: Framh. af 1. síðu 3. Frv. ura afnám laga nr. 81 19. júní 1933 0g um fram- lenging á gildi eldri laga um verðtoll. 4. Frv. um breyt. á lögum nr. 52 1931 og á lögum nr. 15 1929 (útflutningsgjald af síld o. fl.). 5. Frv. um breyt. á lögum nr. 41 1921 um breyt. á 1. gr. tolllaga nr. 54 1911. I dag er fundur í sam- einuðu þingi, og fer þar fram kosning utanríkismálanefndar. Hagnýtið yður 150 ára reynslu íirm- ans I. D. Flugger,Hamborg, ogkaup- ið málningarvörur þess hjá okkur. Málarinn, Reykjavík Kolaskipið er komiðl Nú getum við boðið yður 3 tegundir af kolum eftir því, hvaða eldfæri þór hafið. Uppskipun á „Davisons Screened Steam“, „Cobbles Steam“ og Hnotkolum stendur yfir. Enn fremur Koks smámulið. Kolaverzlun Siguifar Óiafssonar Simar: 1360 og 1933. Simar: 1360 og 1933. »Brúarfoss« fer á föstudagskvöld kl. 10 um Vestmannaeyjar til London og Kaupmannahafnar. »Gullfoss« fer á föstudagskvöld í' hrað- ferð vestur og norður. Farseðlar með þessum skip- um óskast sóttir fyrir kl. 2 e. h. á föstudag. Reykvíkíngar! Þið, sem eigið frændur og vini úti um sveitir og kaup- tún landsins, sendið þeim Nýja dagblaðið. Fátt verður vinum ykkar í fjarlægð jafnkærkomið í skammdeginu. Afgreiðslii' og aug- lýsingasími Ný j a dagblaðsins er 2323 tveir-þrír-tveir-þrír

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.