Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Side 4

Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Side 4
H * 3 A DAOBLABI* I Hörmulegi slys. Framh. af 1. síðu. frétti blaðið í síma, að Þór- oddur hefði farið síðari hluta dags ríðandi úr Selvogi og mundi hafa ætlað að gista á einhverjum bæjanna í Ölfus- inu. Sigurjón Guðmundsson var fæddur 16. júní 1908 að Móa- koti í Sandvíkurhreppi í Ár- nessýslu. Var hann sonur Guð- mundar Ólafssonar bónda þar. Sigurjón fór ungur í Kenn- araskólann og tók þar kenn- arapróf vorið 1924. Stundaði hann fyrst kennslu, en hætti síðan við kennslustörf og gerð- ist verzlunarmaður. Hefir hann verið á skrifstofu hjá Þóroddi Jónssyni nú í nokkur ár og hafði prókúruumboð fyrir firmað. Sigurjón kvæntist fyrir 3 ár- um Elísiu Þorláksdóttur, sem ættuð er úr sömu sveit og Sig- urjón og lifir hún mann sinn. Þau voru bamlaus. Foreldrar Sigurjóns eru á lífi og eru til heimilis hér í Reykjavík. Sigurjón var heilsuveill, og lá hann um tíma rúmfastur í haust. Heimssýningin í Chicago. 11 miij. dollara tekjuhalli. Berlín kl. 11,45 13/11 FÚ. Heimssýningunni í Chicago var lokið í gær, en hún verður opnuð aftur í júní 1934. Sam- tals hafa 22ya miljón manns sótt sýninguna, en tekjur hennar hafa verið 26 miljónir dollara. tJtgjöldin eru aftur á móti 37 miljónir. Þingfréttir bíða næsta blaðs vegna rúm- leysis. Annáll. Félag ungra Framsóknarmanna hélt aðalfund í gærkveldi. Nánar á morgun. Dánarfregn. Páll J. Ólafson tannlæknír andaðist að heimili sínu hér í bæ á sunnudaginn. Banamein hans var nýmaveiki. Skipafregnir. Esja kom til Reykjavíkur um fjögurleytið í gær. Súðin var á Seyðisfirði um kl. 4 í gær. Fisktökuskipið s/s. Varoy er hér að taka fisk frá Fisksölusamlaginu. Varoy kom að vestan og norð- an í gær nær því fullhlaðið af fiski, en tekur hér eitthvað til viðbótar. Kristján Kristjánsson áður bóndi á Víkingavatni, faðir Björns Kristjánssonar alþm., var 72 ára í gær. Hann er nú staddur hér í bænum. Farfuglafundur verður í kvöld kl. 9 í Kaup- þingssalnum. Samkomur þess- ar eru einkanlega fyrir ung- unmennafélaga utan af landi og eru oft mjög fjörugar og ánægjulegar. — Finnast menn þama úr öllum landshlutum, syngja saman, ræða saman, lesa, dansa, segja sögur o. fl. í Hafnarfirði er tekið á móti áskriftum fyrir Nýja dagblaðið á Hverf- isgötu 62 eða hjá Valdimar Long, sem einnig hefir blaðið í lausasölu. Glímufélagið Ármann. Vetrarstarfsskrá félagsins er fjölbreytt að vanda. 1 eldri flokkunum kennir Jón Þor- steinsson, en Vignir Andrésson kennir bæði drengjum og telp- um fimleika og Þorst. Krist- jánsson drengjum ísl. glímu. Sérstaklega er vakin athygli á 3. flokki kvenna, sem er fyrir byrjendur og þær konur, sem lítt eru vanar leikfimi. Sumir flokkarnir eru nær því fullskip- aðir og hver síðastur að kom- ast í þá, því það er líf og fjör hjá Ármenningum nú eins og áður. Nýtt bindindisíélag er nú stofnað í Menntaskól- anum á Akureyri. Rottueitrim á nú að byrja innan skamms. í auglýsingu Sambands ísl. samvinnufél- aga um Fama-prjónavélar hef- ir misprentast í nokkru af upplagi Tímans í gær. Á að standa: Glæpist ekki á að kaupa dýrari (ekki ódýrari) vélar. Fama-prjónavélin býður yður alla þá kosti, sem krafizt verður. — Fama-prjónavélin er búin til í hinum alþekktu Husquarna-verksmið j um. 1 bíl austan aí Síðu komu fjórtán manns fyrir nokkrum dögum. Er nú búið að gera við veginn eftir skemmdirnar, sem urðu eystra af völdum vatnavaxtanna í sumar. Verið er að hlaða fyrir þá nýju kvísl, sem Jökulsá myndaði vestanvert við brúna í sumar, og er verkið langt kom ið. Nýja kvíslin, sem kom á Mýradalssandi eftir rigning- amar í sumar, og sem var bæði djúp og breið, er nú með öllu horfin. Áheit á Strandai'klrkju afhent blaðinu frá H. G. 5 krónur. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman hjá lögmanni ungfrú Jenny Bjamadóttir og Leo ólafsson sjómaður. Heimili þeirra er á Laugaveg 30 B. Virkjun Skeiðfoss í Fljótá handa Sigluf jarðarkaupstað. Bærinn hefir keypt fossinn, mikið landrými, og stíflu til rennslisjöfnunar. Steingrímur Jónsson raffræðingur hefir áætlað virkjunarkostnaðinn 604 þúsund krónur, með leiðsl- um til Siglufjarðar, þar í fjögra kílómetra jarðstreng. Raffræð- ingurinn áætlar árlegan rekst- unum. Guðm. Hannesson bæjar- fógeti leggur til, að Siglufjarð- arkaupstaður leiti nú þegar til Alþingis um ríkisábyrgð fyrir 660 þús. króna virkjunarláni, og byrji næsta sumar virkjun, fáist lánið. Til þess að standa straum af rekstri, vöxtum og afborgunum af þessari virkj- un, þurfa Siglíirðingar aðeins að greiða tvöfalt það, er þeir nú greiða íyrir 124 hestöfl — þar af 70 hestöfl frá olíumótor — en fá áttíalda orku. — F.Ú. Kreppulánasjóður. 1 Lögbirtingablaðinu síðasta er auglýst hverjir sótt hafa um lán úr Kreppulánasjóði. Eru það bændur úr Stranda- sýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Borg- aríjarðar-, Rangárvalla-, Snæ- fells- og Hnappadalssýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Umsækjendur eru fjöldamargir úr hverjum hreppi þessara sýsla. Dýrt spaug, að hlusta á útvarpið frá Moskva. 1 Þýzku blaði „Altoner Nach- richten“ er skýrt frá því ekki fyrir löngu, að komizt hafi upp um nokkra eigendur sterkra útvarpstækja, að þeir hlustuðu á útvarpið frá Moskva. Segir blaðið, að á slíku verði tekið með harðri hendi, og þeir mexm, sem hlusti á rússneskt útvarp, álitnir vera kommúnistar. Verði þeir þá fluttir í fangabúðir. Sænsk-ísl. félagið í Stokkhólmi. Aðalfundur félagsins var ný- lega haldinn í Stokkhólmi. 1 stjórn voru kosnir: Elías Wes- sén prófessor formaður, Hjalm- ar Lindroth prófessor í Gauta- borg varaformaður, Helge We- din skrifstofustjóri féhirðir, Ivar Wennerström ráðheri’a, Anders Grape yíirbókav. Upp- sölum, Gunnar Leijström li- centiat Stokkhólmi, Holger Holm ræðism. Gautaborg, Erik Noreen prófessor Lundi, Emil Olson prófessor Lundi, Dag Strömback licentiat Lundi, Gustav Ross fyrv. landshöfð- ingi, Gustav Rosén landshöfð- ingi Umeá og Fritz Henriksson fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. § Ódýrn § auglýBÍng8mar. Húsnæði óskað er eftir góðu herbergi nálægt miðbænum. Upplýsingar á Bergstaðastræti 82 eftir kl. 8 í kvöld. Vantar litla íbúð, eða vil jafnvel kaupa lítið hús á góð- um stað í bænum. A. v. á. Tapað-Fundið Skinnhanzkar hafa tapast ná- lægt Tjarnarbrúnni. Finnandi geri viðvart í síma 4245 gegn fundarlaunum. Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúartoss Sími 3749. Ný lifur og hjortu. Kleiu Baldursgötu 14. Sími 3078. — Félagið undirbýr nú þriðju bókaútgáfu sína og eru það bréf erkibiskupsins Uno von Troil, frá ferðalagi hans hér um Island árið 1772. Þetta er mjög skemmtileg og fróðleg bók og mjög skemmtilegt að félagið skuli nú gefa hana út aftur, því hún er fyrir löngu uppseld og ekki hægt að ná í : hana nema á einstaka bóka- safni. RAUÐA HÚSH). sem vegna stærðar sinnar nær 5 metrum lengra út á grasflötina. Herbergið við hliðina á svefnherberginu er bað- herbergi. Þessi þrjú herbergi öll eru einskonar íbúð fyrjr sig. Meðan fyrsti eigandi hússins lifði, bjó hér til vill einhver farlama maður, sem ekki gat gengið upp og ofan stigann. Marta hefir ekki notað þau neitt, nema vinnuherbergið, að minnsta kosti svaf hann aldrei þar. Antony leit inn í baðherbergið og gekk svo inn í herbergið, sem Cayley hafði farið inn í. Glugginn stóð opinn og hann leit út á snöggsleginn grasbal- ann útifyrir og kyrlátan garðinn þar fyrir handan. Hann fann til með húsráðandanum; hann kenndi í brjósi um þann mann, er átti þetta allt, en var nú flæktur inn í svo leiðinlega atburði. — Cayley heldur, að hann hafi gert það, sagði Antony við sjálfan sig. Það er augljóst, og þetta er skýringin á því, hvað hann eyddi löngum tíma í það að berja á dyrnar. Hvers vegna hefði hann átt að reyna að brjóta upp læsingu, þegar það var svo langt um léttara að brjóta ráðu 1 glugga. Auðvitað tapaði hann sér, en hins vegar hefði hann átt — já, hann hefir kannske viljað gefa frænda sínum færi á því að komast á brott. Alveg það sama með lögregluna og — ja ýmislegt fleira. Hvers vegna vorum við að hlaupa alla leið kringum húsið til þess að komast að glugganum. Vafalaust er hægt að komast út um bakdyr gegnum forsalinn. Það verð ég að athuga síðar. Antony hafði, eins og menn hafa víst tekið eftir, enganveginn tapað sér. Hann heyrði fótatak framan við dyrnar og' leit við. Þarna Cayley í dyrunum. Antony virti hann fyrir sér um hríð, meðan hann var að velta fyrir sér spurningu. Sú spurning var í meira lagi skrítin. Hann spurði sjálfan sig að því, hvers vegna dyrnar stæði opnar. Ja ekki eiginlega að því, hvers- vegna dyrnar stæði opnar; það var ofur auðvelt að skýra það. En hvers vegna hann hefði átt von á því, að dyrnar væri lokaðar. Hann roundi ekki til þess, að hann hefði lokað hurðinni og hvað sem öllu leið, þá var hann undrandi yfir því, að sjá nú dymar opnar og Cayley standa í dyrunum, í þann veginn að ganga inn í herbergið. Eitthvað í undir- vitund hans sagði honum að þetta væri kyndugt. Hvers vegna? í bili lét hann þessa spurningu eiga sig; svarið myndi hann áreiðanlega fá, þótt síðar yrði. Hann hafði furðulega gott minni. Það þar eins og allt sem hann heyrði og sá væri skrásett einhversstað- ar í heila hans, oft án þess að hann yrði sér þess meðvitandi, og þar beið það rétt eins og filmur úr myndavél, reiðubúnar til framköllunar. Cayley gekk til hans, þar sem hann stóð við gluggann. — Ég er búinn að síma. Þeir senda hingað lög- reglufulltrúa frá Middlestone og lögreglumenn og lækni frá Stanton. Hann ypti öxlum. Nú byrjar ballið. — Hvað er langt til Middlestone? Einmitt þang- að hafði Antony keypt farseðil í dag — einum sex tímum fyr. Það var býsna skrítið. — Svona þrjár og hálf míla. Gestirnir koma rétt strax. — Beverley og þeir? — Ja, ég geri ráð fyrir að þeir vilji strax fara sína leið. — Því betra. — Já. Cayley þagði um stund. Svo sagði hann: Búið þér skammt hér frá? — Á „The George“ í Woodham. — Ef þér eruð einn yðar liðs, mætti ég kannske stinga upp á því, að þér settust að hérna. Þér sjáið, bætti hann strax við, að þér v e r ð i ð að vera hér — vegna — réttarhaldanna — og þess alls. Ef ég mætti bjóða yður gistingu í húsi frænda míns — ég á við, ef hann ekki — ef hann virkilega hefir. ... Audrey tók fram í fyrir honum og þakkaði strax boðið. — Það er ágætt. Máske verður Beverley líka eft- ir. Það er ágætur strákur. Þetta, sem Cayley hafði sagt og hikað við að segja, sannfærði Antony alveg um það, að Mark hefði verið sá síðasti, sem sá bróður sinn á lífi. Af því leiddi engan veginn, að Mark væri morðingi. Skot getur hlaupið úr skammbyssu af hreinni slysni. Og af skothvellinum verða menn snarringl- aðir og hlaupa sína leið, vegna þess að þeir eru hræddir um, að orðum þeirra verði ekki trúað. En hlaupi menn sína leið, þá ætti þó að vera heimilt að brjóta heilann um það, hvað leið þeir hafi farið. — Sennilega þessa leið, sagði Antony upphátt og leit út um gluggann. — Hver þá, sagði Cayley þrjózkulega. — Ja, hver sem það nú var, sagði Antony og var dillað. Morðinginn. Eða kannske við segjum heldur maðurinn, sem lokaði dyrunum eftir að búið var að myrða Robert Ablett. — Það þykir mér undarlegt. — Ja, hvernig gat hann lauma»t burtu á annan

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.