Nýja dagblaðið - 22.11.1933, Blaðsíða 4
4
m***
N Ý J A
dagblaðið
Annáll.
Öngultaumaverksmiðju hafa
þeir bræðurnir Guðmundur
Sveinsson, skipstjóri og Magnús
Sveinsson, nýlega sett á stofn
hér í bænum. — Magnús sigldi í
sumar til þýzkalands til þess að
kaupa efni, og síðan hafa þeir
fengið sér vélar. Eigendur verk-
smiðjunnar vonazt til þess að geta
með tímanum fullnægt allri eftir-
spurn eftir þessari vöru hér inn-
aniands, þótt notkun öngultauma
fari stöðugt vaxandi. — FÚ.
Lundúnaþoka. Svo mikil var
þokan í London og mestum hluta
austur-Englands í fyrradag, að
ekki sást nema svo sem íimm
metra. Jiegar slökkviliðið í Lond-
on var kvatt á vettvang til þess
að slökkva eld, sem komið hafði
upp í verksmiðju einni, átti það
íullt í fangi með að gegna störf-
um sínum, og brann verksmiðjan
til kaldra koia. — FÚ.
Vestmannaeyingamót. Um 400
manns sóttu mót innfæddra
Vestmannaeyinga, sem haldið var
i Vestmannaeyjum á laugardag-
inn var. Til skemmtunar voru á
mótinu ræður, söngur, íþróttir,
kvikmynd og dans. Ræður héldu
Páll Oddgeirsson kaupmaður, síra
Jes A. Gíslason og Árni J. John-
sen. Söngnum stjómaði Bryn-
júlfur Sigfússon kaupmaður, en
íþróttunum þorsteinn Einarsson
k.andidat. Mótið fór hið bezta
fram. — FÚ.
Stúdentagarðurinn. Hann var
reistur á laugardaginn og blöktu
flöggin á honum á sunnudaginn
og í gær.
Frá Ólafsvík. Eitt hið mesta
aftakaveður varð í Ólafsvik og
þar í grennd síðari hluta laug-
ardags. Skemmdir urðu nokkrar.
þak fauk af hlöðu hjá síra Magn-
úsi Guðmundssyni, og hey fauk,
en ekki til stórtjóris. þak fauk
eiunig af ísgeymsluhúsi Finnboga
Lárussonar, og nokkrir hjallar
skemmdust. Veður þetta var af
suðaustri, og byrjaði um kl. 5, og
stóð um fjórar stundir. Hvassast
var á áttunda tímanum. — Flestir
J)átar liafa róið úr Ólafsvík und-
anfarið. Afli er nokkur, og gæftir
sæmilegar. Aflinn hefir verið seld-
ur í línuveiðara og togara til út-
flutnings. — F.Ú.
Málaferli. Setudómari, Arnljótur
Jónsson, hefir nú kveðið upp dóm
í sakamáli því, er Magnús Jóns-
son frá Skagnesi kærði til sýslu-
manns gegn Jóni Brynjólfssyni
verkstjóra í Vik í Mýrdal. Var
.Tón Brynjólfsson sýknaður aí á-
kæru réttvisinnar í máli þessu.
Réttarhöld út af bruggi þeirra
Sigurðar í Hvassahrauni og Guð-
mundar þorkelssonar voru haldin
í fyrrakvöld. Sigurður kvaðst hafa
fundið bnlsann með „landanum“
niðri i fjöru fyrir nokkrum dög-
um, en Guðmundur sagðist hafa
fundið flöskurnar í holu suður í
hrauni. Guðmundi var sleppt í
bili, en Sigurður situr innj og tek-
ur hann út dóm, á meðan rann-
sókn út af þessu fer fram, en
hann hefir áður verið dæmdur í
fyrir brugg.
Gyllir fór tii Þýzkalands með
afla sinn, en ekki hefir frétzt um
sölu hans. Er það fyrsti togarinn,
sem fer þangað nú um langt
skeið til þess að selja, sökum þess
hve tollurinri er þar hár.
Haustkvöld heitir nýr vals, eftir
Skúla Halldórsson. Fæst í hljóð-
færaverzlunum bæjarins.
Strandmennirnir aí Geysir eru
kornnir til Blythe á Skotlandi að
undanteknum skipstjóra og stýri-
tnanni, sem ennþá eru í Orkneyj-
um.
Kviknar i kassahlaða. Um 3
levtið í gær þar brunaliðið kvatt
inri að mjólkurstöð Mjólkurfélags
Reykjavíkur, því kviknað hafði
þar í kassahlaða og hálmi. Var
það mikið bál. Brunaliðinu tókst
fljótt að slökkva og engar veru-
legar skemmdir urðu, nema að
kassarnir brunnu og bíll, sem
stóð þar hjá sviðnaði eitthvað.
Talið er að krakkar liafi kveikt
í kössunum.
Vikulegar hraðferðir verða
næsta sumar milli Reykjavíkur
og Akureyrar hjá Eimskipafélag-
inu. Munu ferðir þessar verða
samtais 34.
Fjöldi ferða Eimskips á milli
landa. Ferðir frá Kaupnmnnahöfn
til íslands verða 31, frá Ilamborg
23, frá Antwerpen 12, frá Reyk.ja-
vík til Kaupmannah. 25 og frá
Reykjavík til Iíamborgar 22 ferðir.
Samtals verða þá ferðir frá út-
lönduni 06, en til útlanda 63.
Meðai gesta í bænum: Sigurður
Jakobsson bóndi á Varmalæk,
Pétur Bjarnason hreppstjóri á
Grund og Gísli Jónsson bóndi á
Stóru-Reykjum. .
Vextir. í greininni í gær um
vexti, er það að athuga, að það
er aðeins á vöruvíxlum, sem
vextirnir eru 5þíj% í Landsbank-
anum, en um slíka víxla er ekki
að ræða í Búnaðarbankanum. Út-
lánsvextii' af samskonar víxillán-
um eru því eins i báðum þessum
bönkurn.
Fundir um brezk-rússnesku
samningana hefjast nú aftur, eft-
ii' þi'iggja vikna hlé. það sem sér-
staklega mun vei-ða samningun-
um JJrándur í Götu eru ákvæði
Ottawa-samninganna, þar sem
Bretar skuldbinda sig til að
kaupa ekki vörúr sem settar eru
á markaðinn fyrir neðan mai'k-
aðsverð, og mundi þetta ákvæði
koma niður á rússneskum trjávið.
- F.Ú.
Bifreiðarþjónaður. í gær- um eitt-
le.vtið var bifreiðin RE S00 skilin
eftir fyrir utan húsið nr. 40 á
Hverfisgötu meðan bifreiðarstjór-
inn, Kristinn Kristjánsson, gekk
inn í búðina.
JJegar bílstjórinn korp út, sá
hann á eftir bifreið ■<inni á hraðri
ferð inn Hverfisgötuna. í þeim
svifum kom þar að kunningi
Kristins og fóru þeir í bifreið á
eftir og eltu þeir hina stolnu bif-
reið innfyrir Árbæ, en þar ók hún
útaf. Maður sá, sem hafði tekið
hifi'eiðina var töluvert ölvaður, og
var uýkominn út frá vinnuhæl-
inu á Litla-Ilrauni, og kvaðst
hann hafa ætlað að fara austur
að Litla-Hrauni í kynnisför. Brot
mannsins er þannig ferfalt: iiann
íekur bíl í óleyfi, ekur allt of
hratt, er öivaður og ekur án þess
að hafa ökuleyfi.
Sæsíminn hefir verið bilaður
nokkra undanfarna daga. Bilunin
varð 55 sjómílur undan Seyðis-
firði. Eru það togarar, er bilun-
inni valda. Síminn komst i lag í
gærkvöldi.
Skipafréttlr. Gullfoss fór frá
Vestmannaeyjum 19. nóv. áleiðis
til Kaupmannahafnar. Goðafoss
var á Akureyi'i i gær. Brúarfoss
kom til Kaupmannahafnar á
mánudag. Dettifoss kemur til Hull
í dag snennna. Lagai'foss er á
leið til Austfjarða. Selfoss fór til
Stykkishólms í gærkvöldi. Súðin
kom hingað um miðnætti. Esja
var á þingeyri í gær um hádegi.
Skakkt var það í blaðinu í gær,
að maðurinn, sem tekinn var fyr-
ir sunnan Hafnarfjörð fyrir fyllirí
væri þorbjörnsson. Hann heitir
Guðmundur þorkelsson, en er frá
Jlorbjörnsstöðum.
Varðskipin Óðinn og Ægir Iágu
bæði á Reykjavikurhöfn í gær og
þór á Skerjafirði með 9 manna
áhöfn. Ekki breytist stefna Magn-
úsar í landhelgismálunum þótt
hann vinni á ábyrgð konungs.
Fisksalan. Bragi seldi á mánu-
daginn afla sinn i Grimsby, 1400
körfur, fyrir 794 sterlingspund.
Gylfi seldi í Hull fyrir 777 pund.
Maður verður fyrir skoti. Ingi-
mundur Guðmundsson fisksali á
Framnesveg var i gær suður við
þormóðsstaði að skjóta í mark,
og fannst hann þar um kl. 1.
Byssan hafði sprungið í höndum
lians og hljóp skotið í ” ennið á
honum. Meiddist hann töluvert.
En i gærkvöldi, þegar blaðið talaði
viö sjúkrahúsið, þar sem hann
liggur, var sagt, að honum liði
sæmilega, og að hann mundi ekki
vcra 1 neinni lííshættu.
% Ódýru %
auglýsingarnar.
Kennsla
i
ÖKUKENNSLA.
Steingr. Guðmundsson Bergst,-
stræti 65, heima. Sími 3973
eða á Aðalstöðinni. Sími 1383.
Áætianir fyrir skip Eimskipa-
félags Islands eru nýkomnar út.
Gullfoss verðui' áfram í förum á
Kaup og sala
milli Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar með viðkomu i Leitli ann-
að en sumarmánuðina, þá verður
hunn í liraðferðum niilli Reykja-
víkur og Kaupmannaliaínai'. Brú-
arfoss verðúr aðallega í ferðum
milli Kaupmannahafnar, Reykja
víkur og Vestfjarða. Lagax’foss aft-
ur n móti, verður í íerðum til
Austurlandsins að mestu og líaup-
tnannah. og Leith. Selfoss, Goða-
foss og Dettifoss verða aðallega í
ferðum til Englands, þýzkalands
og Belgíu.
Burtfarardagar skipu Eimskipa-
félagsins breytast. í stað þess sem
skipin hafa farið á þriðjudögum
frá Kaupmannahöfrt, eiga þau nú
að fara á laugardögum hálfsmán-
aðarlega yfir sumarið. — Frá
Reyltjavík i'ara skipin nú eftir
þessari nýju áætlun á mánudög-
um og miðvikudögum til Vestur-
og Norðurlandsins.
Innflutningur á nautgripum frá
C.anada til Englands jókst unt
117% á fyrstu 9 mánuðum þessa
árs, samanborið við sama tímabil
1932. Alls voi’U innflutt, frá Can-
ada, 45000 nautgripir l'ram til
septemberloka, en aðeins 16000 á
sama tírna i fyrra. F.Ú.
Kosningarnar á Spáni. í kosn-
ingunum á Spáni voru kjörstaðir
mjög vel sóttir, og ekki sízt af
kvenfólkinu, sem nú greiddi al-
kvæði i fyrsta skipti, og eiga nú
8 miljónir kvenna kosningarétt,
en ltann er bundinn við 23 ára
aldur.
Ný flugvélagerð. í Englandi er
nú verið að reyna helikopter flug-
vél, sem getur hafið sig beint í
loft upp, og er sagt að tilraunirn-
ar hafi tekizt ágætlega. Flugvélin
getur náð 345 kílómetra hraða á
klukkustund, en getur hafið sig í
3000 metra hæð á 5V2 mínútu, og í'
íi þús. metra hæð á 16 mínútum.
Sagt er að brezka herstjórnin hafi
í hyggju* að kaupa uppfinningu
þessa. — F.Ú.
Fimmföld harmonílva óskast
til kaups. A. v. á.
Notað skrifborð óskast. A.
v. á.
TIL SÖLU
Kvenblúsur og samkvæmis-
kragar.
SAUMASTOFAN TÍZKAN
Austurstræti 12.
RULLU GARDÍNUR
1
j alltaf til úr bezta efni. Skóla-
! brú 2 (hús Ólafs Þorsteins-
j sonar læknis).
ÓDÝRASTAR
I vörur fáið þið aðeins á Vest-
! urgötu 16.
VERZLUNIN BRÚARFOSS
! Sími 3749.
KJARNABRAUÐIN
!
Hafið þið reynt hið holla og
I ljúffenga kjarnabrauð frá
i Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur ?
Tilkynningar
Tveim stólum,, sem fengnir
liafa verið að láni á Mímisveg
8 í fyrra, óskast skilað til
sjúklings á herbergi nr. 1,
Landspítalanum niðri.
„Verkstæðið Brýnsla*
Hverfisgötu 4
(hús Garðars Gíslasonar)
Brýnir öll eggjárn.
Sími 1987.
Allir strákar, sem hafa hug
á að vinna sér inn peninga,
Ivomi í fyrramálið í Hafnarstr.
18, uppi, til að selja Alþýðu-
Magasínið. -— Há sölulaun. —
Verðlaun.
RAUÐA HÚSIÐ.
gangi betur að komast eftir sannleikanum, ef ég
er einn.
— Auðvitað. Ég hafði líka hugsað mér að fara
frá snöggvast. Ég ber á vissan hátt ábyrgð á gest-
unum hérna. Reyndar hefir mr Gillingham verið
svo vænn ... Hann leit brosandi til Antonys sem
beið við dyrnar og lauk ekki við setninguna.
— Nú kemur mér nokkuð í hug, sagði lögreglu-
fulltrúinn. Sögðuð þér ekki að einn gestanna —
mr. Beverley, var það ekki? — vinur mr. Gilling-
ham, yrði eftir?
— Jú, vilduð þér hafa tal af honum?
— Ekki nú. Seinna.
— Ég skal gera honum aðvart. Ég verð uppi á
herbergi mínu, ef þér vilduð finna mig. Það er uppi
á lofti, ég vinn þar. Hver sem er af þjónustufólk-
inu getur vísað yður þangað. Já, Stevens, Birch
fulltrúa langhr til að spyrja yður nokkurra spurn-
inga.
— Já, herra minn, sagði Audrey hæversklega, en
með sjálfri sér var hún óstjórnlega spennt. Hjá
ráðskonunni höfðu menn nú þegar fengið talsvert
að heyra um það sem gerzt hafði og Audrey hafði
mátt hafa sig alla við að skýra hinu þjónustufólk-
inu nákvæmlega frá því hvað h a n n hefði sagt og
hvað h ú n hefði sagt. 1 smáatriðum var nú ýmislegt
ekki sem ljósast, en svo mikið var þó víst: bróðir
mr Marks hafði skotið sig og mr Mark var horfinn.
Og Audrey hafði strax séð, þegar hún lauk upp
fyrir honum að hann var viðsjálsgripur. Hún
hafði sagt það við mrs Stevens. Og mrs Stevens —
þú manst það Audrey — hafði alltaf sagt það, að
fólk færi ekki til Ástralíu án þess að hafa góðar
og gildar ástæður til þess. Elsie var á sama máli og
þær báðar hinar, en sjálf hafði hún dálitlu við að
bæta. Hún hafði heyrt mr Mark hafa í hótunum
við bróður sinn inni í vinnuherberginu.
— Þú meinar mr Robert, sagði hin vinnukonan.
Hún hafði lagt sig útaf í herberginu sínu og heyrt
hvellinn. Það var satt, að hún hafði vaknað við
þetta — nákvæmlega eins og skotið væri úr byssu,
þannig var það.
— Það var rödd mr Marks, sagði Elsie og brýndi
raustina.
— Sem baðst vægðar, sagði eldhússtúlka nokkur
sem stóð út við dyr, áfergjuleg á svipinn og með
giampandi augu. Hinar ráku hana út, svo að hún
sársá eftir að hafa vakið á sér athygli. En það var
ekkert spaug ‘að hlusta og verðá að þegja, þegar
maður vissi jafn vel hvernig vant var að ganga
til við svona tækifæri. Hún fylgdist sem sé vel og
rækilega með í neðanmálssögum, sem í blöðunum
komu.
— Ég verð sannarlega að taka ofan í við þessa
drós, sagði mrs Stevens. Nú, nú, Elsie?
— Hann sagði, og ég heyrði hann segja það með
mínum eigin eyrum: „Nú kemur að mér“, sagði
hann, og það var rétt eins og þetta væri honum á-
nægja.
— Ja ef þér finnst þetta vera hótun, blessuð mín,
þá þykir mér þú nokkuð einföld, það verð ég þó
að segja.
En Audre.v minntist |æss sem Elsie hafði sagt,
þegar hún stóð augliti til auglitis við fulltrúann
Birch. Vitnisburð sinn bar hún fram jafn greiðlega
og þeim er títt, sem þegar hefir margsinnis endur-
tekið hann með sjálfum sér. Og fulltrúinn spurði
hana þvert og endilangt með eftirtektarverðri
lægni. Ilann átti bágt með að stilla sig um að
segja: „Kærið yður ekkert um hvað þér sögðuð
við h a n n. En hann stillti sig, af því að hann
vissi, að á þennan hátt myndi hann eiga hægast