Nýja dagblaðið - 01.12.1933, Page 2
2
N Ý J A
DAG-BLABIB
Búnaðarbanki Islands,
Landsbankí íslands og
Utveásbankí Islands
verða opnir aðeins
frá kl. 10—12 í dag.
APOZiIiO
Pyrsti dansleikur klúbbains á vetrinum í
kvöld (fullveldisdaginn) í Iðnó. Hefst kl.
9VS. Hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngu-
miðar í Iðnó í dag kl. 4—9 e. h. Sími3191.
Stjórnin.
Atviima.
Maður eða stúlka, sem geta lagt fram 1—2000 krónur,
óskast sem fólagi til að setja á stofn arðvænlegt fyrir-
tæki.
Verzlunarkunnátta ekki nauðsynleg.
Tilboð merkt: „Pólagiw sendist afgr. blaðsins fyrir 4. þ.m
Það er ekki sama
hvað menn hafa í matinn 1. desember
Hrmgið i Hjötverzl. Herðubreíð
Príkirkjuveg 7 — Sími 4565.
Þar fæst allt i matinn.
Frá Alþingi í gær.
Jón porláksson segir, að afgreiðsla kosningalagafrum-
varpsins í neðri úeild sén „J> i n g s v i k“ og að sér þyki
leiðinlegt, að fiokksmenn sinir standi ekki við gefin
loforð. — Dómsmálaráðherra og Pétur Magnússon segj-
ast engin loforð hafa svikið.
Q5ófmeuntir - xþróttir - íietir
Fundir hófust í gær kl. 1 í
báðum deildum. í efri deild
voru 7 mál á dagskrá og 13 í
neðri deild. Voru einnig síð-
degisfundir í báðum deildum
og stóðu til kl. að ganga 8.
1 neðri deild var m. a. af-
greitt til efri deildar frv.‘ um
dráttarbraut í Reykjavík. Var
samþykkt brtt. Eysteins Jóns-
sonar, að aukin ríkisábyrgð
skuli bundin því skilyrði, að
Slippfélagið hafi ekki einkarétt
á aðgerð skipa á dráttarbraut-
inni, heldur sé eigendum skip- I
anna frjálst að ráða hverjir ■
þessa vinnu annist.
Afgreidd var og til efri deild-
ar tillagan um kaup á húsi og
lóð templara.
í efri deild var frv. um
þingsköp Alþingis afgreitt sem
lög. Hafði það verið endursent
frá neðri deild, með þeirri
breytingu, að þingmenn skuli
framvegis tala úr ræðustóli,
en ekki frá sætum sínum eins
og hingað til hefir verið. Sam-
þykkti efri deild nú þessa
breytingu, og munu því á
næsta ári verða settir upp
ræðustólar í þingdeildum. Oft
áður hefir verið deilt um þetta
fyrirkomulag í þinginu.
En aðalfundarefnið í gær
var 2. umræða kosningalag-
anna. Tók hún mestan hluta
fundartímans og hófst at-
kvæðagreiðsla um frv. og
breytingartillögur við það,
laust eftir kl. 7 í gærkveldi og
stóð lengi, því að brtt. voru
margar.
Stjórnarskrámefnd hafði
klofnað um frv. Að nefndará-
litinu og brtt. nefndarinnar
stóðu þeir Björn Kristjánsson,
Ingvár Pálmason, Jón Bald-
vinsson og Jón Þorláksson, og
hafði J. Þ. framsögu fyrir
hönd nefndarinnar. — Pétur
Magnússon vildi ekkert breyta
frv. frá því sem varð í nd., og
var hann einn í minnahluta.
Aðaldeilurnar stóðu um það í
gær, hvort heimila skuli
flokksstjómum að bera fram
landlista með öðrum en þeim,
sem í kjöri eru í kjördæmum
og raða mönnum á þann lista.
En það fyrirkomulag var fellt
við 3. umr. í neðri deild.
Sagði Jón Þorláksson, að út
frá því hefði verið gengið í
samkomulaginu milli flokkanna
um afgreiðslu stjómarskrár-
frv. í fyrra, að þetta fyrir-
komulag yrði heimilað
og ef gengið yrði frá
frv. eins og það kæmi
frá neðri deild þá væru
það „þ i n g s v i k“, og
þætti sér leiðinlegt, að
sumir flokksmenn sínir
vildu ekki standa við
gefin loforð í þessu
máli,
enda hefði þetta fyrirkomulag
verið tekið upp í stjórnarfrv.,
sem borið var fram af Magn-
úsi Guðmundssyni.
Þeir M. G. og Pétur Magn-
ússon mæltu í móti því að frv.
yrði breytt og vildu ekki kann-
ast við að hafa framið „þing-
svik“. Sama sagði Jón í Stóra-
dal.
Ingvar Pálmason og Björn
Kristjánsson báru fram brtt.
um tvo kjördaga í sveitum.
Það var fellt eins og í neðri
deild.
Jón Baldvinsson flutti brtt.
um, að kjördagur væri síðasti
sunnudagur í júní, en ekki
fyrsti sunnudagur í júlí. Það
var samþykkt.
Tillögur nefndarinnar voru
ílestar samþykktar, þ. á m.
landlistaákvæðið. Hljóðar það á
þessa leið:
„Landlistar geta verið með
tvennu móti, sem hér segir:
a. Landlisti, þar sem nöfnum
er ekki skipað í röð fyrirfram.
Á honum skulu eiga sæti allir
frambjóðendur flokks í kjör-
dæmum, þó eigi fleiri fram-
bjóðendur úr neinu kjördæmi
en þar á að kjósa þingmenn.
Nú eru fleiri frambjóðendur af
hálfu flokks í kjördæmi en þar
á að kjósa þingmenn, og sker
þá flokksstjómin, sbr. 28. gr.,
úr því, hver eða hverjir
þeirra skuli teknir á slíkan
landlista. Á slíkan landlista
skulu nöfn frambjóðendanna
sett eftir stafrófsröð, en röð-
ina á listanum að kosningu
lokinni ákveður landskjör-
stjórn samkv. ákvæðum 131.
gr.
b. Landlisti, þar sem nöfn-
um er skipað í röð fyrirfram.
Á honum skal að minnsta
kosti annaðhvert hinna 10
efstu sæta skipað frambjóð-
endum flokksins í kjördæmum
utan Reykjavíkur. Á slíkan
landslista skulu nöfn fram-
bjóðendanna sett í þeirri röð,
sem flokksstjómin tiltekur. Ef
eigi er annaðhvert hinna 10
efstu sæta að minnsta kosti
skipað frambjóðendum flokks-
ins í kjördæmunum utan
Reykjavíkur, nemur landskjör-
stjórn af listanum þau nöfn,
er þarf til þess að þessu skil-
yrði verði fullnægt.“
Nú er eftir 3. umr. í ed. og
a. m. k. ein umr. í nd. Ef á-
greiningur verður milli deilda,
þarf málið að koma til með-
ferðar í sameinuðu þingi.
Framh. á 3. síðu.
Sögukennslnbœkur
Norðurlanda
endurskoðaðar.
í fyrra var það samþykkt á
fulltrúafundi Norræna félags-
ins, að félagið gengist fyriv
því, að sögukennslubækur þær,
sem notaðar eru á Norður-
löndum yrðu endurskoðaðar og
leiðréttar, þar eð full þörf
nyndi vera á því.
Voru skipaðar nefndir í öll-
um löndunum til þess að end-
urskoða bækurnar, í nefnd
þeirri er hér starfaði, áttu sæti
þeir Árni Pálsson prófessor,
Barði Guðmundsson mennta-
skólakennari og Sveinbj. Sig-
urjónsson magister.
Nefndin hefir nú lokið störf-
um, og skýrsla um störf nefnd-
arinnar er send til hinna nefnd-
anna og til þeirrar nefndar,
sem fullnaðarákvörðun tekur
um hverjar athugasemdir
verði teknar til greina, og
breytingar í bókunum verða
síðan gerðar eftir þeim tillög-
um.
Kom það glöggt í ljós við
þessa endurskoðun, að ekki var
vanþörf á að þetta væri gert,
því villurnar um sögu okkar
íslendinga voru mýmargar, sér-
staklega í dönsku og í norsku
kennslubókunum. 1 einni af
dönsku kennslubókunum er
þetta t. d. sérstaklega áberandi.
Þar telur höf. upp marga
danska vísindamenn og meðal
þeirra Níels P'insen, og þá tek-
ur hann það sérstaklega fram,
að hann hafi verið danskur og
segir „den danske Læge Niels
Finsen“. Eins talar hann, eins
Síðan Nýja dagblaðið fyrst j
skýrði frá starfsemi mötuneyt-
is safnaðanna og vakti at-
hygli á nokkrum atriðum í því
sambandi, er því þótti athuga-
verð, hefir ekki verið meira
talað um neitt annað mál hér í
bænum. Ekki vantar þó, að
mörgum hefði þótt bezt að
alveg væri um málið þagað.
Þegar Hermann Jónasson bar
fram till. um það á síðasta
bæjarstjórnarfundi, að fengnir
væri 2 menn til þess að athuga
reikninga mötuneytisins, fékk
Pétur Halldórsson það samþ.
að vísa þessu til bæjarráðs,
og þar bíður það enn. Engan
undrar þótt íhaldsblöðin kjósi
að þegja meðan unnt er. En
hitt er meira, að Alþýðublað-
ið hefir farið alveg hjá sér í
þessu máli þangað til loks í
gær, að það vaknaði, og var
þá eins og vænta mátti ekki
sem bezt með á nótunum.
í gær skýrir Alþýðublaðið
frá því, að Alþýðuflokksmenn-
og raunar flestir eða allir hinir
höfundarnir, um Bertel Thor-
valdsen sem danskan listamann
og varast að minnast á ísl.
uppruna hans.Viðvíkjandi hinni
réttarfarslegu aðstöðu íslands
til Danmerkur er einnig víða
sagt mjög villandi frá.
Norsku kennslubækurnar
eru engu betri. Á einum stað
segir að Alþingi hafi sam-
þykkt, að „eyjan“ skyldi verða
norskt skattland. íslendinga-
sögumar er sagt að hafi
verið skrifaðar í Noregi af fs-
lendingum, sem hafi skrifað
þær fyrir norska konunga.
Einn höf. er jafnvel svo ósvíf-
inn að hann segir að um 50
gamal-norskar sögur hafi
fundizt á íslandi, og á liann
þar sjálfsagt við íslendinga-
sögurnar. Grænland og Amer-
íku er sagt, að Norðmenn hafi
fundið. Snorri Sturluson er tal-
inn Norðmaður. Segja fjöl-
margir norskir menntamenn,að
þeim hafi verið kennt þetta og
standa stöðugir í þeirri mein-
ingu.
Af þessum fáu dæmum, sem
hér eru nefnd, er það fyllilega
ljóst, að þörf er endurskoðunar
á slíkum kennslubókum. Von-
andi verða flestar eða allar
þessar villur nú leiðréttar. Mun
því endurskoðun þessi verða að
miklu gagni og í framtíðinni
mun hún koma í veg fyrir mik-
inn misskilning.
Tilætlunin er hjá Norræna
félaginu að gangast síðar fyrir
samskonar endurskoðun á bók-
menntasögum og landafræðis-
kennslubókum Norðurlandanna,
og mun þar einnig margt vera
athugavert.
irnir Ingimar Jónsson, Arn-
grímur Kristjánsson og Sigur-
jón Á. Ólafsson hafi sagt sig
úr mötuneytisnefndinni. I því
sama blaði er yfirlýsing frá
þeim þremenningunum, að
tveir þeirra hafi ekki verið á
fundi, er ferðastyrkur Gísla
Sigurbjörnssonar var sam-
þykktur og einn þeirra hafi
ekki greitt atkvæði.
Sigurjón Á. ólafsson ritar
um, að sjálfsagt sé að hefja
nákvæma rannsókn á rekstri
mötuneytisins. Segir hann þar
meðal annars: Ýmsar kvik-
sögur ganga um, bæinn við-
víkjandi starfi mötuneytisins.
Um slíkar sögur verður að
fara sem vill. Okkur Jafnað-
armönnum, og svo mun og öðr-
um nefndarmönnum, er ókunn-
ugt um sannleiksgildi þeirra".
Alþýðublaðið hefir á fremstu
síðu mynd af „foringjanum
og frímerkjasalanum" Gísla
Sigurbjörnssyni og lætur þess
Framh. á 4. síðu.
„Saklaus er ég —
66
Alþýðullokksmennirnir í stjórn mötuneytisins bafa létið
samþykkja mótmælalaust styrk at lé mötuneytisins til
Gísla Sigurbjörnssonar „útsendara nazista hér á landi",
ganga síðan út og heimta rannsókn ó sínu eigin athæfi.