Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ 24. des. 1933 annan, sem engan hefir, og sá, sem matföng hefir, geri eins“. Jólagjafimar eða jólagjafa- siðurinn er orðinn einskonar plága fyrir mörg félítil heim- ili. Tízkan hefir slíkt feiknar- vaid yfir hugum alls fjöldans og menn reyna í lengstu lög að tolla í tízkunni. Félítill heimil- isfaðir á oft lítið til að kaupa fyrir til jólanna, en honum fell- ur þungt að geta ekki glatt börn sín og heimilisfólk, eins og hann veit að aðrir gera. Fyrir þessa sök leggst jólaund- irbúningurinn yfir suma for- eldra eins og áhyggjufarg og þeir verða þeirri stund fegn- astir, er hin mikla hátíð er lið- in hjá. Siðastliðið ár lýsti fátæk móðir þessu áhyggjuefni sínu með svofelldum orðum: „Það liggur við, að það sé mér sár- ast, er börnin mín koma neð- an úr bænum og eru að segja mér frá allri dýrðinni í búðar- gluggunum. Eg er svo fátæk, að ég get ekki klætt þau og ekki gert neina tilbreyting á jólunum. En hvernig eiga blessuð börnin, sem eru svo ung, að skilja það, að ég geti ekki veitt þeim neitt af því, sem þau sjá og heyra að svo mörg önnur böm fá“. Getum við ekki öll skilið hug- arkvöl slíkrar móður? Hefir þú aldrei reynt neitt líkt sjálfur? Heyrðirðu ekki manninn með Jóhannesar-hugarfarið endurtaka áminning sína: „Sá, sem hefir tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefir“? Ættu ekki sem allra flestir að sleppa glingur-gjöfunum þetta sinn, fyrst neyð er í bæn- um? Börnin ókkar eru orðin vön. slíku, kunna menn að segja, og. þeir fullorðnu líka. En í raun og veru er ekkert barn sælla fyrir þetta erlenda glingur, hvað þá hinir fullorðnu. Mörg börn varpa því harla fljótt út í horn, og láta sér nægja ýmis- legt, sem einfaldara er og ekk- ert kostar. Vér þekkjum þetta sjálf frá vorri eigin bernsku og höfum reynt það á börnum vorum. í raun og vera ber það vott um barnaskap að vilja eiga nokkurn ónauðsynlegan hlut. Og hversu miklu eyða menn þó í hverskonar hégóma og tildur. Ef þú átt ráð á því, og getur látið eitthvað af hendi rakna og þú vilt gleðja barn þitt, þá gefðu barninu þínu stærstu gleðina: þá að gleðja eitthvert fátækt barn. Það mundi sönn heill hlotn- ast þessum bæ, ef allur hávaði bæjarmanna tæki þeim sinna- skiptum, að menn segðu við sjálfa sig: því fé, sem ég er vanur að verja til óþarfra jólagjafa árlega, skal ég þetta sinn verja til að hjálpa ein- hverjum fátækum um jólin, svo að eitthvert klæðlítið bam- ið fái ílík utan á sig eða ein- hver snauð fjölskyldan ein- hvern matarglaðning. Jólanótt hefir mér oft fundizt guðsríki vera svo nálægt. Nú skal ég ekki gleyma áminning fyrir- rennarans: „Sá, sem hefir tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem Jólakvöld í sióvborg Vesturbrúargata í Kaupmannahöfn. engan hefir, og sá, sem mat- föng hefir, geri eins“. Er ekki hátíðahald heimil- anna margra orðið full-íburð- armikið og hefir það ekki fyrir þessa sök misst eitthvað af þeim heilaga einfaldleik, sem jafnan ætti að vera einkenni kristinna jóla? Bregð upp fyrir huga þínum tveim myndum: hin fyrri er fæðing Jesú í peningshúsinu, þar sem fátæk móðirin leggur. barn sitt í jötu. Vér munurir ekki fyr eftir oss en frásagan um það. hreif hug vorn. Hin myndin er jólaskrauts-, jólagj-afa- og. átveizlufagnaður. Sú mynd hátíðarinnar á miklu fremur . s-kyit við jólahátíð heiðninnar og-er þaðan runnln.. :En. þ.ar sem hugurinn er vaknaður fyrir andlegum efn- um -og þar sem hann trúir í- raun og veru á nálægð guðs-- ríkis,. þar þarf oft svo lítið af • hinu -ytra til að halda heilög. jól. Og því betur sem oss tekst. að snúa aftur til einfaldleikans, því kristnari verður jólahátíð. vor. ■ . . Og hvílík ös og hvílíkt strit fylgir þessum mikla,- ytri und- irbúningi. Þjónustu-fólkið finn- ur til þess; saumakonur og klæðskerar verða ósjaldan að vaka nótt eftir nótt vegna und- irbúningsins; svo þjakað og þreytt er slíkt fólk stundum, að þegar hátíðin sjálf rennur upp, þá er þreytan og lúinn orðinn svo mikill, að það þráir ekkert nema svefn og hvíld. En jólahátíðin ætti þó fyrst og fremst að vera hátíð allra, og smælingjar, böm og þjónandi fólk ætti ekki sízt að fá að taka þátt í henni. Þá ætti allur mannamunur að hverfa. Oss ætti aldrei að gleymast það, að Jesús fæddist ekki meðal hinna ríku. Hann kaus að lcoma í læging, sem smælingi meðal hinna fátæku, og alla æfi lifði hann víð lítil efni, en tign og göfgi sálar hans gerði jafnvel hið fátæklega umhverfi heil- agt, hvar sem hann fór. Takið sinnaskipti, því að guðsríki er nálægt! Hverfum aftur að einfaldleik í öllum undirbúningi hinnar heilögu hátíðar, svo að vér fáum betur skilið hina andlegu tign henn- ar og gildi. Látum boðskap fyrirrennarans beina huga vor- um í rétta átt. Fyrirrennarinn hóf boðskap sinn á eyðimörku. Fólkið leit- aði þangað út til hans. Honum, hefir ekki verið vel við hávaða, og ys borgarlífsins. Hann mundi; éigi síður forðast hann nú. Hann þráði einveruna og hina rplegu yfiryegun í kyrð- inni, Og er það nú ekki einn gallinn á lífi vor borgaranna, hve fáar einveru- og næðis- stundir vér eigum? Súmir finna eklci.til þessa; þeir hafa ekki ölðazt skilning á því, hver hvíld og. blessun er í því fólgin að mega „ganga inn í þögn- ina“. ',;En Jóhannes þekkti, hvað • þa;ð var. Ef hugur vor hefir snúizt að því, sem and- legt er, og fundið í því hinn æðsta veruleika, þá fögnum vér einverustundunum, þar sem sál vor fær að njóta fullkom- ins - næðis, og hávaði og mark veraldarinnar nær ekki til hennar. Þegar hljóðleikur ei- lífðarinnar lykur um oss, hve s^elt að geta þá talað við Guð og sína eigin sál. Hvílík hvíld það er að geta litla stund gleymt áhyggjum sínum og ranglæti mannfélagsins, en lát- ið hugann berast inn á hið mikla land eilífðarinnar, þar sem lífið er háð öðrum og betri skilyrðum. Að leggja hinn æðri mælikvarða eilífs lífs á þrautir hins jarðneska, að lofa trú og von að skyggnast um á því mikla útsýnissviði, sem vér vit- um, að upp muni ljúkast fyrir oss hinum megin grafar, að mega 'hugsa með kærleiksyl í barmi um ástvinina, sem á undan eru farnir, og öðlast við og við sannfæringuna um, að þeir séu oss nálægir, að finna nálægð ósýnilegra hjálpenda — þótt ekki sé nema óglöggt — hversu mikil sæla er í því fólgin. Ef vér gerum oss far i Um þetía leyíi í fyrra. '| ' . - í Það var um þetta leyti í fyrra. Ég reikaði eftir götu í ! þýzkri stórborg og virti fyrir mér andlit mannanna, sem ég i mætti. Andlit með gleðisvip eða hryggðar, sælleg eða þreytu- leg eins og gerist og gengur. Ef til vill hefir það komið af því, að það 'var um þetta leyti ársins, að mér fannst að ég ; gæti lesið-nálægð jólanna út úr hverju einasta andliti, svo ó- lík sem þau voru — jafn ólík og ætla mátti að jólahátíðin yrði öllum þessum fjölda, eftir | misjöfnum lífskjörum og ólík- | um heimilisháttum. Ég gerði . mér þá í hugarlund, að eftir- , yæntingin, sem lýsti sér í svip fjöldans, ætti nú ekki nema , sárahtið skylt við sögulega helgi jólahátíðarinnar. Eftir- , vænting, blandin áhyggjum. Því mér sýndust öll andlitin - dálítið áhyggjufull, jafnvel vandræðaleg. Innkaupin til jól- ! anna hafa í för með sér á- hyggjur, oftast nær fjárhags- | legar áhyggjur og stundum á- hyggjur yfir því, að val jóla- um að eignast slíkar einveru- stundir, þá þurfum vér ekki að fara út í óbyggð til þess. Þú getur hlotið slíka einverustund , við og við í stofu þinni, ef kyrrð ríkir umhverfis þig. Andi vor þarfnast slíkra | stunda, svo að vér fáum gert oss ljóst, hvert stefnir í lífi voru, fáum prófað sjálfa oss, og rennt huganum yfir hið i liðna og tekið ákvörðun um það, sem framundan er, hvað vér ætlum oss að gera og hvert vér ætlum oss að stefna. Slík- ar stundir helgast af himinsins náð. En því betur sem oss tekst að fylg'ja fyrirmælum Jóhannesar nú fyrir jólin, því heilagari einverustund mun i sjálf jólahátíðin flytja oss. í A m e n. i . gjafanna muni fara í handa- skolum. Mannfjöldinn streýmdi í sölubúðirnar og kom þac m út aftur með böggla og pakka. Sumir báru stórar byrða:; aðr ir litlar. Því að kaupgel. n er misjöfn eins og hátíða .vipur fólksins og- kröfurnar um jóla- haldið sjálft. Á götuhon unum stóðu betlarar, sumir með hljóðfæri, og horfðu bænmaug- uin í áttina til þeirra n-snna, sem voru vel klæddir. í l.-.v nar- svip betlaranna bregður i 'yrir örvæntingarfullri kröfu ur.i að fá einnig að taka þátt í aímæl- ishátíðinni miklu. Og , úna virðist betlararnir líka ,;iga meira af meðaumkun fjiddans en venjulegt er, því að n argir rétta að þeim smápening:* 1. og brosa jafnvel til þeirra um leið. Því að um jólaleytið eru menn bljúgari í anda, kærloik- urinn til náungans innilegri en hversdagslegt er. Helgi jólanna boðar sættir og íyrirgefrnng og þótt lítið verði úr þessu þegar jólin eru liðin hjá, þá er það ekki einkisvert að hv íla hugann frá erjum og hvers- dagslegum nágrannaríg eina dagstund eða tvær. Sjöundi hver dagur vikunnar er hvíld- ardagur mörgum manni frá líkamlegu erfiði. En á jólunum hvílast menn andartak frá þ i að hugsa um galla náunj síns, hvílast andartak frá höf- uðgalla sjálfra sín: öfundsýl.i og sjálfsönn. Fólksstraumurinn heldur v - fram á hraðri ferð. Allir þurf . að flýta sér. Nú er aðfangn- dagur og öllum búðum er lok- að klukkan 4. Því að verzlunar fólkið vill líka mæta stundvís- lega þegar jólahelgin byrjar. Verksmiðjuharkið og skröltið í vögnunum er að deyja út. Blaðakerlingarnar eru þagn- aðar og betlararnir hættir að syngja og garga á hljóðfæri sín og gengnir heim á leið. Helgin færist yfir. Borgin hljóðnar. Ég ranka við mér og man nú, að dómkirkj uklukkan var að slá sex. Ég fann snöggv- ast til löngunar að vera kom- inn heim, þó ekki væri nema í svip, til þess að óska vinum mínum gleðilegra jóla. Eða kannske öllu heldur til þess að taka við jólaóskum þeirra mér til handa. Því að fáar óskir eru jafn einlægar og þessi eða fram bornar af hreinni hug: Gleðileg jól! Ég gekk heim á leið og heyrði jólasöngva óma út til mín úr hverju húsi, eréggekk fram hjá. Áhyggjufullir menn, þreyttir menn, fátækir og ríkir, virtust gleyma á þessari stund öllu, sem fyrir skemmstu þyngdi svip þeirra og lund. Engin stund ársins hefir svip- uð áhrif á mennina og jóla- nóttin, nóttin helga. — Svo dettur mér það í hug, að klukkan heima á íslandi er tveim stundum á eftir klukk- unni hérna. Jólahátíðin er ekki enn byrjuð. Ekkert liggur á. Ég tek mér göngu út fyrir borgina. --------- ! Það var um þetta leyti í í fyrra. G. S.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.