Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 3
24. des. 1933 N Ý J A DA6BLAÐIÐ ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: Svona fev það siundum. J ólasaga Það sem ég nú ætla að segja frá, gerðist veturinn, sem ég' las heima. Heill vetur var það nú raun- ar ekki, því að eftir liátíðar fór ég suður. Mikil skelfileg viðbrigði voru það, að hafa lifað veturinn áð- ur í glaum og gleði höfuðstað- arins, en vera nú í fásinni og einræningsskap sveitalífsins. Eina huggunin mín, fyrir utan bækurnar, var kærastan mín, þ. e. pípan, því að hana stundaði ég óspart, hvað sem söng í gamlingunum um dýr- tíð og tóbakseitrun. Ekki segi ég það nú, að ekki væri gaman að bregða sér til næsta bæjar og sjá hana Siggu, sérstaklega í ljósaskiptunum, því að það er nú einu sinni svona með blessað rökkrið, að það er vinur og hjálparhella allra elskenda. En ekki samt svo að skilja, að við Sigga værum elskendur, síður en svo. Við rifumst oft eins og grimm- ir kettir, og flugumst á, ekki beint í illu þó, en á eftir var stormahlé, þá vorum við beztu vinir og vildum í hverju orði og verki þóknast hinu. Þó að Sigga væri í rauninni ágæt stelpa, þá var nú þó sumt í fari hennar, sem var með öllu óþolandi eins og t. d. það, að hún bar ekki minnsta snefil af virðingu fyrir skólahúfunni mihni, sem ég var svo hreyk- inn af. Þegar ég kom í fyrsta sinni með hana á höfðina að Gili, þá sagði hún reglulega ósvífnislega: — Hvaða pottlok ertu nú kominn með? Þykir þetta fínt í Reykjavík? En þér færi miklu betur hattur, hann gerði þig miklu mannborlegri. — — — Það leið að jólum, þá fór nú fyrst að grána gamanið svo að um munaði. Stórhríðarveð- ur dag eftir dag, og þegar upp stytti umbrotaófærð. Nú var ekki lengur neitt, sem hét að bregða sér, því að öll ferðalög tóku að minnsta kosti helmingi lengri tíma en áður. Ég var líka bundinn yfir bókum mínum, nú dugði ekki lengur að slæpast ef vel átti að fara, en stúdentsprófið var draumur, sem fyrir alla muni varð að rætast. Það var nú líka þetta með hana Siggu, angaskiimið, það var hálfgerð synd að vera að hleypa henni í bál og blossa, sem auðvitað mundi hljótast af því að við værum mikið saman. Því að það er svei mér á fárra manna færi, að stand- ast bráðlaglegan, komungan menntamann. En maður, sem búizt getur við, að komast í hálaunuð em- bætti, eða jafnvel æðstu tignar- stöður í landinu, má alvarlega vara sig á því, að fara að binda trúss við hálfvaxna sveitastelpu. Hver veit líka hvað fyrir kann að koma. Mægðir geta verið mikilsverð- ar! En þessi umhyggja fyrir 1 sálarheilsu Siggu tók meira en ! lítið á mig. Það er ekki heigl- ! um hent að sýna aðra eins j sjálfsafneitun. En þá bættist | eitt við, og það var tóbaksleys- 1 ið, það tók nú út yfir allan þjófabálk. Að biðja pabba karl- i inn um tóbak, var eins og að klappa á harðan stein. Því að eins og hann sagði: — Með harðneskjunni hafa menn það, og með illu skai illt út reka. Og hann hafði nú einu sinni ásett sér að venja mig af að reykja. Jólaannríkið flæddi yfir, og eins og vant er var ég alstað- ar fyrir. Á Þorláksmessu kastaði þó fyrst tólfunum, þá var ekki verandi í bænum fyrir brælu og pilsvargaskap. Ég ráfaði út á túnið í öng- um mínum. Hiti var í loftinu, og snjórinn byrjaður að þiðna, svo að ekki var skíðafærið til að gleðjast yfir. Ég var að brjóta heilann um, hvað ég ætti að gera mér til dægrastyttingar, þegar ég kom auga á Geira. Hann var að koma frá hross- unum, klæði hans báru þess ljósan vott. Það var nú kannske ekki svo fráleitt að taka sér dálitla kjaftatörn með Geira. — Jæja lasm, sagði ég við hann. Hvað er títt? Hefurðu hitt einhverja afbæjar í morg- un? Hann spýtti mórauðu. — Ekki örgrant, og kannske þá líka einhverja, sem þér hefði ekki þótt bráðónýtt að hitta. Mér datt strax Sigga í hug. — Heyrðu hefirðu farið fram að Gili í morgunn? — Ónei, ekki nú svo sem það. Hann var laundrjúgur í mál- rómnum. — En mér er nú svona hálf- partinn að detta í hug, að það kunni að fjölga ferðunum mín- um þangað, og þætti engum mikið. Hvað var karlinn eiginlega að þvæla? — Svo að þú ert að hugsa um að fara að ferðast meira en þú hefir gert. Ég hélt ein- mitt, að þú ætlaðir að fara að staðfesta ráð þitt, og setjast í helgan stein. — Kann að vera, kunningi, en það kostar nú allt umstang og amstur. Mér hefir nú ann- ars dottið í hug, að þú gætir verið mér hjálplegur. Þú skait ekki hafa verra af því, sem ég er, og heiti Sigurgeir. Ég skildi hvorki upp né nið- ur. Það er svo sem hjartanlega STÆRSTA JÓLATRÉÐ Það er nú sjálfsagt einhversstaðar í Ameríku, því að þar er allt stærst eins og kunnugt er. — Myndin hér að ofan er bara af stærsta jólatré á Norðurlöndum. í Kaupmannahöfn hefir það lengi verið venja, að höggva upp stóreflis grenitré úti í skógi og reisa upp fyrir framan ráðhús borgarinnar, búið ljósum og öðru jólaskrauti, eins og myndin glögglega sýnir. velkomið að ég verði svaramað- ur, sagði ég til að sýna, að ég hefði þó eitthvert vit á þess- um málum. — Það bíður nú síns tíma. Og hérna okkar á milli sagt, þá held ég, að konuefnið ímtt sé varla komið á löglegan gift- ingaraldur. Mig fór að gruna margt, því að allt af var Sigga efst í huga mínum. — Þú ætlar þó ekki að fara að eiga eitthvert blessað barn- ið, sagði ég með hæfilegri fyr- irlitningu. — ójú, svo er nú til ætlast. Það er allra hluta vegna bezt, að konan sé yngri en maður- inn, og; þær standa þó til bóta, þessar ungu, sem kerlingar- skrukkurnar gera ekki. Mig langaði til að koma karl- inum í klípu. Já, en góði, ég hélt að þú ættir vingott við hana ólöfu héma. Hann varð skömmustulegur og klóraði sér vandræðalega í höfðinu. — Það er nú svona, það er ekki gott að standa í illdeilum við þjónustuna sína, það er betra að vera inn undir hjá henni, eins og þú munt skilja með öllum þínum skólalærdómi. En ég hef nú hugsað mér, að eiga aðra, sem betri er á bragð- ið, sem sé hana Siggu héma á Gili. Þó að ég hefði hálfvegis bú- izt við að hann ætti við Siggu, þá var þó eins og mér væri rekinn löðrungur þegar hann nefndi hana. Ég renndi augun- um eftir honum, og aldrei hef- ir mér þótt hann leiðinlegri ásýndum og pokalegri en þá. Og svo hélt þessi loðinbarði að yndisleg stúlka eins og Sigga vildi líta við honum. Ég reyndi að sigrast á óbbeit minni. — Mér finnst þetta í alla staði óhyggilegt af þér, Geiri minn, þú ert roskinn og ráð- deildarsamur, en Sigga er hálf- gerður krakki, og ég hef litið svo til, að hún væri nokkuð baldin. — O, sei, sei, ekki hræðist ég það, að ekki megi laga hana með góðum aga. Þessa ung- linga má móta eins og vax í höndunum á sér. Ójá, mér var sem ég sæi þann mann, sem hefði Siggu alveg í hendi sér. — Og svo er að líta á efnin og ástæðurnar, hélt hann áfram. Hvar þekkirðu betra haglendi, hér um slóðir en á Gili? Og þá eru ekki engjam- ar sérlega slorlegar. Eða for- ustuféð hans Bjaraa. Það em þær alfallegustu skepnur, sem ég hefi séð. Ég hefi oft beðið hann um að selja mér gimbur undan henni Goltu hans, þess- ari, sem bjargaði fénu héma um árið, en það er eins og að biðja satan um sálu manns. En ég hefi svona heldur grun um það, að hann færi ekki að neita tengdasyni sínum um svoleiðis smágreiða. Ja, ég meina auð- vitað, að hann léti fylgja stelp- unni nokkrar rollur, svo sem eins og í heimanmund. Þá væri heldur ekki amalegt að fá kvígu undan henni Skjöldu, þetta skínandi afbragðs mjólk- urkyn. Svo eru húsakynnin á Gili svo skrambi góð, ég hefi hugsað mér, að við Sigga hefð- um vesturhúsið, en létum sofa í miðbaðstofunni ef við hefð- um vinnumann, eða eitthvert aukafólk. Ég stöðvaði bunu- : ganginn í karlinum, með því j að spyrja: — Hefirðu nokkuð nefnt þetta við stúlkuna? Þar kom ég við kaunin. Hann klóraði sér lengi og ítarlega í hnakkanum og bak við hægra eyrað. — Það er nú þrautin þyngri, Sigga er eins og fiðrildi, og , ómögulegt að hafa hendur í hári hennar. Ég hefi hugsað / mér, að þú yrðir mér hjálp- legur við það. — Ég!!! sagði ég með slík- um krafti að karlinn hrökk ’ við. Ég held að þú sért orðinn bandhringlandi vitlaus, ef þér dettur í hug að ég fari að hjálpa þér til að ná í Siggu. — Nú, nú, skárri er það nú ofsinn. Ég ætlaðist nú svo sem ekki til þess, að þú tefðir þig mikið við það. En hitt er ann- að mál, að þú gætir komið því svo fyrir með góðu lagi, að ég fengi tækifæri til að tala við hana. — Nei, fjandinn fjarri mér! — Ég- held að þú sért ekki almennilegur drengur. Er tó- baksleysið búið að gera þig svona? Ég skal trúa því, það fer ekki vel með sálina og sansana. En það er nú kann- ske einhver leið til að bæta úr því. Ég greip um handlegginn á Geira. — Þú átt þó ekki ... — Skyldi ekki vera, karl minn. Ég þóttist vita, að þér fyndist þú vera of fínn til að reykja baðtóbak, svo að ég pantaði fyrsta flokks tóbak utan af Eyri. Ég var einmitt að fá það rétt áðan. Segðu nú, að það séu ekki góðar taugar í þínum gamla vini. Hann dró tóbaksbréf upp úr vasa sínum. Ég ætlaði að þrífa það til mín, en Geiri hélt fast í. — Hægan! sagði hann, og ég horfði með blóðugum augum á, að hann lét það aftur ofan í vasa sinn. — Hvað er þetta, Geiri minn? spurði ég í bljúgum róm, en ekki alveg eins bljúg- ur í hjarta. Ég hélt að þú ætl- aðir að láta mig hafa þetta. — Já. Það er nú líka það, sem ég ætla að gera, en þá verður þú að gera mér smá- greiða í staðinn. Tóbakslöngunin læsti sig um mig allan, svo ég svarað: — Sjálfsagt, Geiri minn, en hvað er það þá, sem að þú vilt að ég geri? Hann ræskti sig, og bjó sig vandlega undir að taka til máls. — Það er nú svoleiðis mál með vexti, að á annan í jól- um á að vera samkoma á Bakka, og auðvitað fer Sigga á Gili þangað. Ég er búinn að minnast á það við hana, að við, þú og ég, komum þangað og tökum hana með, og svo fylgj- um við henni náttúrlega heim um nóttina. Og þá ætla ég að láta til skarar skríða. Ég kann nú lagið á stúlkunum, skal ég segja þér. Beztar em þær í dansvímu og tunglsljósi, eitt- hvað svo mildar og mjúkar, svona í hæfilegu rökkri. — Já, ég skil það, svo að þær sjái ekki á þér smettið, sagði ég í huganum. En upp- hátt sagði ég: — Ég skil ekki, hvaða afskipti ég á að hafa af þessu. — Jú, sjáðu nú til, þú átt að sjá um það, að við verðum ekki trufluð. — 0, svei því öllu, sagði ég, en sá mig um hönd. Ég var eins og Fúsi, sem aldrei hafði flotinu neitað. Ég gat ekki misst af tóbakinu, svo að ég gekk að skilmálum Geira. Svo fannst mér líka, að það mundu ekki detta neinir gullhringar af Siggu, þó að hún gengi með honum vegarspotta. V-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.