Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 1
gó^anne# og jófin (§ffir prófeseor ^saraCó 'glteCsöOtt PrÉbtíutt, flutt í Srífirfjunni í ÐteBfJaoif;’’ 16.^bE9ent6Et')923 Þennan sunnudag ársins, sem er hinn þriðji í adventu, hefir verið föst venja í kirkjunni, að fara með þann kafla Matteus- arguðspjalls frá altarinu, sem segir frá Jóhannesi skírara í fangelsinu, þegar hugarástandi hans sjálfs var svo komið, að hann sendi til Jesú og lét spyrja hann: „Ert þú sá sem koma á, eða eigum vér að vænta annars ?“ Það guðspjall- ið minnir oss á hugarstríð og kvöl þess, sem hlötið hefir það hlutverk af hendi forsjónar- innar að undirbúa nýja tíma og greiða nýjum hugsjónum braut. Það sýnir oss sem í spegli, hvert átak það er að standa uppi einn síns liðs, mis- skilinn af fjöldanum, og hverju sá sætir að lokum, sem segir mönnunum sannleikann hlífðarlaust, án þess að gera sér mannamun. Kirkjan hefir raðað því svo niður fyrir löngu, að Jóhannes skírari skyldi vera aðalum- hugsunarefnið tvo síðustu sunnudaga jólaföstunnar. Saga fyrirrennarans hefir verið talin hentugust til að undirbúa hugi safnaðarfólksins undir boðskap jólahátíðarinnar. Margan kann að furða á þessu, er hann tekur að íhuga það nánara. Jóhannes virðist svo óblíður og kröfúharður. Hann sýnist heyra til hinum forna tíma. Hann gengur fram í anda og krafti Elía, hins eitil- harða, óvæga spámanns; og það sýnist svo fjarlægt hinum milda og blíða Jesú frá Naza- ret. Samt megum vér ekki gleyma því, að boðskapur þeirra Jóhannesar og Jesú byrjar eins, ef treysta má frá- sögn guðspjallanna. Jóhannes skírari hóf prédikun sína í óbyggðinni á þessum orðum: „Gjörið iðrun, því að himna- ríki er nálægt“. En um Jesú stendur, að hann hafi eftir skírnina og freistinguna farið aftur heim til Nazaret, en upp frá því tekið að prédika og segja: „Gjörið iðrun, því að himnaríki er nálægt“. Á því sjáið þér, að Jesús hefur boð- skap sinn á sömu orðunum og Jóhannes. Á þessi áskorun þeirra nokk- urt erindi til vor nú á tímum? Getur hún orðið oss undirbún- ingur undir þá fagnaðarhátíð, sem æfinlega á að minna oss á komu himnaríkis til vor mann- anna eða að minnsta kosti ná- lægð þess? „Gjörið iðrun, því að himna- ríki er nálægt“ — höfum vér ekki heyrt þau orð svo oft, að vér. erum nærri hættir að gera oss ljóst, hvað í þeim felst? Svo fer stundum um það, sem vér lærð.um utan að, þegar vér vorum börn, og höfum síðan heyrt endurtekið iðulega. Eldri biblíuþýðing vor . orðaði þetta nokkuð öðruvísi; ýmsum finnst það orðalag betra og skiljan- legra — nýja biblíuþýðingin er ekki alstaðar betri en hin gamla, þó að hún sé yfirleitt fegurri og miklu réttari —. „Takið sinnaskifti, því að himnaríki er nálægt". Frum- orðið gríska tekur ein- mitt þetta fram: breytið um hugarfar, skiftið um hugsun- arhátt; látið hugsanir yðar snúast um annað en þær hafa gert. Það var meginhugsunin hjá þeim báðum, Jóhannesi og Jesú. Og ef vér viljum gera oss ljóst, í hverju Jóhannes vildi láta þessa hugarfarsbreyting vera fólgna, þá er því hvergi betur lýst í N.tm. en í þessum kafla úr Lúkasarguðspjalli, sem ég hefi nú lesið yður. Eigi fyrirrennarinn og boðskapur hans að vera oss undirbúning- ur undir hina miklu hátíð jól- anna, þá megum vér tæplega við að ganga framhjá þessum kafla. Jóhannes er sannfærður um, að mikil tímamót séu í aðsigi, því að Messías sé að koma, og ísraelsþjóðinni sé ætlað að veita honum viðtöku. En hvernig getur Guð notað þá sem verkfæri til að hrinda af stað heimsviðburðum, ef þeir eru með allan hugann á jarð- neskum hlutum, ef þeir lifa syndalífi, sljóir fyrir siðferði- legum hreinleik og andlegri göfgi, ef þeir hafa guðræknina aðeins að yfirvarpi og eru kjassmálir hræsnarar. Þess vegna ber hann fram þessa á- kveðnu áskorun, er mannfjöld- inn þyrpist að honum: „Berið þá ávexti samboðna iðruninni (þ. e. hugarfarsbreytingunni), og ætlið ekki að þér getið sagt með sjálfum yður: „Vér eig- um Abraham að föður“. — Gyðingamir voru svo hreyknir af því, að þeir væru komnir af Abraham, líkt og sumir ís- lendingar miklast af því enn, að ýmsir lándnámsmanna hafi verið komnir af göfugum ætt- um í Noregi. Jóhannes skírari er andvígur því ættardrambi. Það er sem vér heyrum hann segja: Þér eruð alltaf að gorta af frændseminni við Abra- ham; en hvað stoðar hið lík- amlega ætterni yður? En eruð þér í andlegum skilningi í ætt við Abraham, sannir niðjar hans, sem var svo hlýðinn Guði, að hann ætlaði jafnvel að fórna einkasyni sínum? Berið þér góða ávexti? Því að Guð spyr aðeins um ávextina; en ávextirnar koma fram í breytn- inni eða verkunum. Sú hugar- farsbreyting, sem Jóhannes fer fram á, er ekki fólgin í því að aðhyllast ákveðnar kenningar, heldur í hinu: að hugarfars- stefnan verði önnur, snúist í aðra átt, hugarþelið verði ann- að, og að hið nýja hjartaþel beri ávexti í góðum verkum. Og þegar mannfjöldinn spyr hann því næst um, hvað þeir eigi að gera, þá er svar hans þetta: „Sá, sem hefir tvo líyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefir, og sá, sem mat- föng hefir, geri eins“. Hann heimtar ekki fómfæringar, sem þá voru enn svo tíðar; hann nefnir elcki tíund til prestsins; hann minnist ekki á nein helgisiðafyrirmæli Móse- lögmálsins, sem fyrirmyndar- fólkið í sannri guðrækni lagði svo mikið upp úr. Það er sem hann álíti, að Guð hirði alls ékki um slíkt. En fyrir Jóhann- esi stendur allt á þessu, hvern- ig hjartaþelið er, hvort menn elski meðbræður sína, hvort þeir vilji miðla þeim, sem eiga í þröng, hvort þeir séu með- aumkunarfullir, miskunnsamir. Með því að vera það undirbúi þeir komu Guðsríkis. Þá komu og tollheimtumenn- irnir til hans með sömu spurn- inguna: „Hvað eigum vér að gjöra?“ Og svar hans er líkt hinu fyrra: ekki krefjast meira en boðið er; ekki stinga neinu ólöglega í sinn eigin vasa, er þeir heimta inn tollinn; ekki þiggja mútur, en vera heiðar- legir og ráðvandir. Með þeim hætti undirbúi þeir komu Guðs- ríkis. Loks komu hermennim- ir og sögðu: „Og vér, hvað eigum vér að gjöra?“ Þeir fá sama svarið, skýlausu kröfuna um betraða breytni; þeir eiga að hætta að beita ofbldi: „Kúgið ekki né svíkið fé út úr neinum, og látið yður nægja mála yðar“. Svona er afturhvarfsprédik- un Jóhannesar. Þetta var sú yfirbót, sem hann vildi að lýð- urinn gerði. Ef það á að verða oss til blessunar að íhuga gjörðir og boðskap fyrirrennarans, ef það á að gjöra oss hæfari til þess enn einu sinni að ganga á móti hátíð jólanna og minnast fæð- ingar Jesú Krists með léttum hætti, verðum vér að leggja mælikvarða Jóhannesar á oss að einhverju leyti. Vér skulum hugsa oss, að hann gengi um göturnar í Reykjavík nú einhvern daginn í þessari viku og skoðaði vam- inginn í búðargluggunum og liti yfirleitt á jóla-undirbún- ing bæjarmanna. En jafn- framt mundi slíkur maðurvilja kynna sér ástand hinna fátæk- ustu bæjarbúa. Vera má, að einhvern yðar langi þegar til að koma með andmæli, og að hann vilji segja: Mann frá löngu Iiðnum öldum mundi skorta skilning á smekk og þörfum nútíðarmanna; hann mundi því ekki vera bær um þetta að dæma. Setjum því að- eins svo, að einhver af siðbót- armönnum nútíðarinnar, sá er á mest af samskonar alvöru og Jóhannes skírari átti og væri gagntekinn með eitthvað líkum hætti af hugsuninni um ná- lægð himnaríkis — setjum svo, að hann færi um bæ vom og legði á oss mælikvarða Jó- hannesar. Ætli honum fyndist ekki ástæða til að ávarpa oss enn með hinu foma ávarpi: Takið sinnaskiftum — skiftið um hugarfar; breytið um hug- arstefnu? Honum mundi finn- ast það aðalgallinn á hugsun- arhætti vorum, að hann beind- ist mikils til um of að hinu ytra, að afla jarðneskra gæða, jarðneskra þæginda og að fyr- ir flestum færi allur tíminn sýknt og heilagt í látlaust strit fyrir munn og maga. Honum mundi finnast oss skorta stórlega á að hugsa um það, sem heyrir Guðs ríki til. Hann mundi biðja oss að breyta hugarstefnu vorri, svo að hún beindist miklu meir að andlegum og himneskum hlut- um. Við það lærðist oss að leggja allt annað mat á hið ytra, á jarðnesk gæði og jarð- nesk þægindi. Ef honum væri vel kunnugt um hag þjóðarinnar og alla fjárkreppuna, sem vér erum í — um hið lága gengi íslenzku krónunnar og hve erfitt veitir að standa í skilum við erlenda lánardrotna, þá mundi hann standa stórhissa við suma búð- argluggana í þessum litla bæ. Hann mundi furða sig á öllum glysvarningnum, öllum óþarf- anum, sem fluttur er inn, ekki sízt rétt fyrir jólin. Er þetta fjárkreppuþjóð? mundi hann spyrja sig; getur vérið, að hér sé atvinnuleysi og sumstaðar. sultur fyrir dyrum, þar sem óþarfinn og glysið er flutt inn í svo ríkum mæli og salan á því auglýst svo stórlega, til þess að gera fæðingarhátíð Krists dýrlega? Á hverju mundi hann sjá jólaundirbúninginn bezt? Á auglýsingum blaðanna. Haxm sæi alstaðar blasa við í þeim stórfellt letur, þar sem orðið jól kæmi fyrir í einhverri mynd eða sambandi. Blöðin eru full af jólaauglýsingum, þar sem sérhver seljandi gyllir sína vöru, hversu ónauðsynleg, sem hún kann að vera. Honum mundi finnast hátíð Krists undarlega undirbúin með þessum hætti. Sannleikur- inn er sá, að smátt og smátt hefir fæðingarhátíð Krists í þessum bæ verið gerð að eins- konar markaðsdegi eða megin- kaupstefnu ársins. Sumum finnst að líkindum ekkert athugavert við þetta. Það sé ekki nema gott, að kaupmennirnir fái tækifæri til að selja sem mest. En það er alvarlegt mál frá fleiri en einni hlið. Hver óþarfur hlutur, sem nú er fluttur inn í landið, verð- ur heildarbúi þjóðarinnar til ills, meðan fjárkreppan heizt. Allt glingur og allar ónauðsyn- legar vörur hjálpa til að skapa lágt gengi, en það er mikið tjón fyrir landið. En þó verður þetta enn var- hugaverðara, er þess er gætt, að allmikil neyð er hér í bæn- um. Sum böm í þessum bæ eru klæðlítil eða klæðlaus og stundum tæpast södd. Maður með hugarfar fyrirrennarans mundi áreiðanlega koma auga á þau. Ef hann sæi þá, sem auð- ugri eru og í sannleika mega við því að kaupa glysvaming- inn og óþarfann. mundi hann þá ekki kalla til þeirra, líkt og Jóhannes forðum: „Sá, sem hefir tvo kyrtla, gefi þeim

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.