Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 5

Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 5
24 des. 1933 N Ý J A B L A Ð I Ð S IMIMa ••••••• • .. •••••••••••••••••■•••*••••••••••••••••••••■••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ...• ;T.*Líííí................................................................................ :•• / \Y ARNOR SIGURJONSSON= .::..o...•.. : • • .*• tr R í K I Ð ..?;••: ...Q-"*r; .•••.............lí .••• : ...... ■ ■•• • Komi þitt ríki — — á jólunum tendrum við íjómandi jólaljós fyrir börnin okkar. Við lesum fyrir þau helgisögu um barn sem fædd- ist í jötu: ,,Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, 1 sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- \ inn í borg Davíðs. Og hafið | þetta til marks: Þér munuð ; finna ungbarn reifað og liggj- andi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himn- eskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir vel- þóknun á“. Svo göngum við til kirkju, þar sem prestarnir bjóða okk- ur að hlýða á eiðspjall sitt: „Herra guð, himneski faðir! Vér þökkum þér fyrir þá miklu náð og miskunnsemi, að þú Hún átti í einu vetfangi að leiða Siggu frá villu síns veg- ar. — Ég var svo heppinn, að hún var ein í baðstofunni, þegar ég kom. Fölir geislar vetrar sólarinn- ar glitruðu í björtum lokkum hennar, og bláu augun brostu í kapp við rjóðar varimar. Sigga var falleg, ef til vill dá- lítið fallegri en góðu hófi gegndi. Það fór svo, að ég gleymdi stúdentsprófinu, háum embætt- um og ríkum kvonföngum, hugsaði aðeins um Siggu, að enginn nyti hennar annar en ég. í — Hvað segir litla kærastan mín gott, spurði ég til að rjúfa þögnina, sem orðin var óhæfi- lega löng. Hún roðnaði eins langt og ég sá. — 0, fór hann nú að segja þér þetta, ég sagði það aðeins til að losna við hann, í gamni auðvitað. — En öllu gamni fylgir nokkur alvara, er það ekki? Sigga svaraði eins og henn- ar var von og vísa. — — — Svona atvikaðist það, að við trúlofuðumst, og aldrei hefi ég iðrast þess, þó að það yrði nokkuð fyr og á annan veg en ég hafði hugsað mér. Bezta jólagjöfin, sem ég hefi fengið um æfina, var Sigga, því að ég kalla hana alltaf jólagjöfina mína, þó að það væri nú ekki fyrr en á milli jóla og nýárs sem hún varð mín. lézt þinn eingetinn son íklæð- ast mannlegu holdi, tii að frelsa oss frá synd og eilífum dauða. Hrærðu nú hjörtu vor með þínum heilaga anda, svo að vér getum réttilega fagnað fæðingu Jesú, og sjálfir endur- fæðst fyrir trúna á þig og hann, sem með þér lifir og rík- ir í einingu heilags anda, sann ur guð frá eilífð til eilífðar“. Og við tökum undir í hljóði, því að þetta er líka okkar eigið eiðspjall. Svo biðjum við: Komi ríki þit.t — því að þitt er ríkið, þinn er mátturinn og dýrðin. Er þetta ekki allt undurfag- urt? Um það getum við haft til marks, hvort kallað er á okkur eins og norska skáldið lýsir: „Heyrðu þama, Pétur, heyrðu þama þó! Þú finnur j^að svona fagra stund, að feg- urst er lífið af öllu þó“. Lífið! Hvaða boðskap hafði Jesús að flytja líðandi, stríð- andi lýð um lífið? Það var boðskapurinn um ríkið, sem á að koma. En í játningu þeirrar trúar, sem við hann er kennd, liggur þessi boðskapur vendilega fal- inn í stuttri þögn, sem við táknum á blaði með lítilli kommu:.......,fæddur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílatusi". Stundum hefir þögnin svona margt að segja. Eigum við að reyna að hlusta á boðskap þeirrar þagn- ar? Þá skulum við koma þangað, sem enginn prestur er, enginn sálmur sunginn og ekkert sakramenti. Og við verðum að svifta til hliðar rósofinni dul- blæju helgisagnarinnar og mjúkum loðfeldi helgisiðarins. En við skulum fyrst gera okkur grein fyrir, hver það var sem boðskapinn flutti. Það var fátækur iðnaðarmaður, sem gerist boðberi nýs fagnaðar- erindis, af því að hún er svo heit, glóðin, semi inni fyrir býr, að hún verður að brjótast út eins og logandi eldur. Hann flutti boðskap sinn fyrst með- al fátækrar alþýðu í fiskiþorp- um Galileu, en lagði að lokum til höfuðbaráttu við auraþræla, kredduklerka og valdsmenn I Jerúsalem. Hann var einfald - ur í háttum, og svo undur mannlegur allt í gegn. Hann var ástríðuríkur og gat orðið æstur af reiði en umfram allt innilegur og einlægur í samúð og kærleika. Honum var allt al- vara, og því fylgdi honum dul- arfullt seiðmagn, svo að sjúkir fengu nýjan þrótt, dumbir mál, daufir heym og blindir sýn. Og andlega sljóir sáu auð- legð lífsins í návist hans. Þó var hann sjálfur veikbyggður. Því var kross hans svo þungur og kaleikur hans svo beizkur. FLJÓTANDI EYJA Lengi hefir verið um það rætt hvernig bætt vrði úr vandkvæð- um þeim, sem á því eru, að fljúga beina leið yfir Atlanzhaf milli Norðurálfu og Vesturheims. — Vegalengdin er of mikil til þess að unnt sé að fljúga í einum áfanga, nema fyrir mjög léttar og kraftmiklar flugvélar, og er þó miklum vandkvæðum bundið. Til þess að tryggja þetta flug, hefir mönnum hug- kvæmst að búa út flughafnir eða fljótandi eyjar, svo sem það hefir verið kallað, og leggja þeim við akkeri úti á Atlanzhafi. Á eyjum þessum eiga flugvélarnar að lenda, taka benzín o. s. frv. Lengi var litið á fyrirætlanir þessar sem tóma draumóra, en á síðari árum eru sérfræðingar teknir að hallast meira og meira að því, að telja þetta vel framkvæmanlegt og er þess að vænta, að bráðlega verði gerð tilraun með flothafnir þessar. — Myndin hér að ofan sýnir, hvernig menn hafa hugsað sér þær. Boðskapurinn hans, fagnað- arerindið, sem hann fJutti, var jafn djúpsætt og það var einfalt og fagurt. Það var um, að guð væri faðir allra manna og allir rnenn systur og bræð- ur. Það var fagnaðarerindið um ríkið, sem var byggt á sam- úðinni, bræðralagi allra manna, um hið komandi ríki, er hann kallar ýmist þúsund ára ríkið, guðsríki eða ríki himnanna. t nöfnunum er líkingarmál að vísu, en þetta ríki átti að vera bæði þessa heims og ann- ars, eins og svo einfaldlega kemur fram í bæninni: komi þitt ríki, svo á jörðu sem á himnum. Á hvem hátt átti svo þetta ríki að koma? Því lýsti hann í dæmisögum: „Líkt er himnaríki mustarðs- korni, er maður tók og sáði í akur sinn. Vissulega er það hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprottið---------- verður það að tré, svo að fugl- ar himinsins koma og hreiðra sig í greinum þess“. — Og aðra dæmisögu sagði hann: „Líkt er himnaríki súr- deigi, er kona tók og faldi í þrem mælum mjöls, unz það 1 sýrðist allt saman“. Og hann ' sagði dæmisögur um sáðmann, ' er sáði í góða jörð og grýtta jörð og meðal þistla, og hann sagði ennfremur dæmisögu um óvininn er kom um nótt og ^ sáði illgresi meðal hveitisins. Allar þessar sögur eiga sína uppsprettu: trúna á að guðs- ríkið eigi upphaf sitt í brjóst- um mannanna, í góðum vilja þeirra, í kærleik þeirra, heil- agri viðleitni þeirra. Hver sem slíka viðleitni hefir „honum mun verða gefið, og hann mun hafa gnægð, en hver sem ekki hefir, frá honum mun tekið verða, jafnvel það, er hann I hefir“. Þeir, sem þessa við- leitni hafa, eru salt jarðai-, varðveita lífið frá skemmdum — „en ef saltið deyfist, með hverju á þá að selta það?“ í þúsund ára ríkinu, guðs- ríkinu, er aðeins eitt boðorð og ein lög: ástin til guðs og manna, ástin til lífsins. Og þó er það ekki boðorð eða lögmál, heldur aðeins hjartalag, að vísu byggt á vitandi vilja, en fyrst og fremst er það upp- spretta lífsins sjálfs í okkar brjósti. í þúsund ára ríkinu eru engar fjölskyldur, heldur ein ætt, allt bræður og systur, börn hins sama föður. Þegar hann er að tala við mannfjöld- ann er honum sagt, að móðir hans og bræður standi fyrir dyrum og vilji ná tali hans. En hann svaraði: „Hver er móðir mín? Og hverjir eru bræður mínir?“ Og hann rétti hönd sína út yfir lærisveina sína og mælti: Sjá hér er móð- ir mín og bræður mínir, því að sérhver sem gerir vilja föð- ur míns á himni er bróðir minn og systir og móðir“. Ennþá fjær var honum þó þröngsýni þjóðardrambsins. En einmitt þar kom hann svo nærri því, sem þjóðinni hans fannst vera fjöreggið sitt. Hún ' trúði á einn sannan og rétt- látan guð, en hann var hennar guð, sem hafði gert við ætt- föður hennar kaupmála, sem honum var skylt að halda. Þessi kaupmáli tryggði henni að lokum yfirráð yfir allri jörð- inni í þúsund ár, ef hún ent- ist til að halda tryggð við guð sinn, halda lögmál hans og boðorð. Og einmitt af því, að hún leit á þetta eins og kaup- samning, var hvert orð sátt- málans vegið, og við orðin, j bókstafinn, formið, vildi þjóðin j standa, svo að ekki væri fyrir rétti hægt að telja upp á hana I samningsrof. En gegn öllu þessu reis Jesús frá Nazaret með öllum þrótti vilja síns og skapríkis. Hann miðar ör sinni að þj óðardrambinu í dæmisög- uni um miskunnsama Sam- verjann. Iiann rís gegn þess- um kaupmannlegu hugmynd- um, um íornan verzlunarsamn- ing við guð, með dæmisögunni um verkamennina í víngarðin- um, þar sem allir fá sinn den- ar, líka þeir, sem ekki koma fyrr en á tólftu stundu. Og yfir hinum skriftlærðu bók- stafsþrælum, sem ávalt miða við lögmálið en aldrei við hjarta- lagið, finnst honum hann aldrei eiga nógu sterka bannfæringu og hann líkti þeim við kalk- aðar grafir. „Vel hefir Jesaja spáð um yður, þér hræsnarar, eins og ritað er: Þessi lýður lieiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér“. En eins og blóðböndin, þjóð- armetnaðurinn og hin kerfis- bundnu trúarbrögð . voru f jöt- ur um fót hverjum, sem vildi fá inngöngu í guðsríkið, svo var einnig um allt annað, er utan á lífið hleðst, virðing og upphefð, vald og auð. Fyrsta sæluboðið er: sælir eru fátæk- ir, því að þeirra er himnaríki. Og sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Og sælir eru hjartahreinir. En í annan stað segir hann: „Börn mín, hversu torvelt er fyrir þá, sem treysta auðæfunum, að ganga inn í guðsríkið. Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga gegn- um nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsrík- ið“. Vissulega eru þau orð eftir Jesú frá Nazaret höfð, að hans ríki væri ekki af þessum heimi og það hefir verið skýrt á þann hátt, að hann hafi ekki keppt eftir pólitískum völdum. En augljóst mál er það, að um leið og ríkið, sem hann boðaði hafði náð tökum á hugarfari fólks, svo að gagnsýrði félags- líf þess, hlaut og allt þjóðfé- lagslegt skipulag að umskapast um leið. Og það skildu allir þeir, er á hann hlýddu, að þangað var líka stefnt: , ,Og þeir senda til hans mann úr flokki Fariseanna og Herodes- sinna, til þess að þeir skyldu veiða hann í orðum. Og þeir segja við hann: Meistari. Vér vitum, að þú ert sannorður og hirðir eigi um neinn, því að eigi ferð þú að mannvirðingum, heldur kennir þú guðs veg í sannleika: Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki ? Eigum vér að gjalda eða ekki gjalda? En hann sá óeinlægni þeirra og sagði við þá: Hví freistið þér mín ? Fáið mér denar, að ég sjái hann. En þeir færðu honum denar. Og hann segir við þá: Hvers mynd og yfirskrift er þetta? En þeir sögðu við hann: keisarans. En Jesús sagði við þá: Gjaldið keisaranum, það sem keisarans er, og guði það sem guðs er“. Ef menn hafa það allt í huga er hann kenndi, þá er það furðu lítill hlutur, sem hann ætlar keisai’anum. »

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.