Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Síða 3

Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Síða 3
K Ý J A DABBLAÐIÐ 3 I NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | Bitstjóri: Dr. phil. þorkell Jóhannesson. | Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. j Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | áusturstræti 12. Sími 2323. | Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. | í lausasölu 10 aura eint. | Prentsmiðjan Acta. | Ný og gOmul imyglaramál. Ihaldsflokkurinn hefir lag't til bróðurpartinn af smyglara- stétt landsins. En hitt er al- menningi miður kunnugt að þessi spilling gegnsýrir svo flokkinn, að íhaldsmaður, sem hefir réttindi hæstaréttarlög- manns, og íhaldsmaður, sem er lengi búinn að vera þingmaður, ráðherra og síðast borgarstj óri í Rvík hafa leikið sér að því að smygla víni. Þessir menn eru sannfærðir um! að lögin séu ekki fyrir þá, að lögin séu fyr- ir aðra menn heldur en þá, og að ef þeir af tilviljun lendi í greipum laganna, þá muni „æðri stjórnarvöld“ í landinu bjarga þeim frá hegningu. Ég á fyrst og fremst við ný- afstaðna smyglunartilraun Lárusar Jóhannssonar. Hann veit, að það er búið að dæma menn í tugatali fyrir að flytja óleyfilega vín inn í landið. Samt flytur hann inn vín. Hann þykist vera að prófa hvort íhaldsmanni verði hegnt á íslandi jafnvel fyrir hin aug- ljósustu lögbrot. Þessi fram- koma er alvöruspurning til þjóðfélagsins um hve lengi megi misbjóða þolinmæði þess. En sú spilling, sem kemur fram í þessum tiltölulega lítil- fjörlega manni, á sér dýpri rætur. Það eru ekki nema fá- ein ár síðan Jón Þorláksson reyndi að smygla í land nokkru af víni, sér til framdráttar. Löggæzlumenn landsins stóðu hann að verki. Afbrot hans var sannað, og Jón varð að greiða sekt fyrir smygl. Þeir, sem til þekkja, gera ekki ráð fyrir, að Jón hafi ætlað að selja vínið. Það hafi ekki verið auðgunar- glæpsemi á háu stigi, sem kom fram í þessu verki, heldur lítil- sigldur nirfilsskapur. Hann hafi ætlað að spara sér nokkr- ar krónur á því að fá vín ódýr- ara með því að borga hvorki lögmæltan toll, né þóknun til ríkissjóðs. Öllum almenningi í Rvík a. m. k. hefir verið kunnugt um það, að hann var staðinn að verki, sekt hans sönnuð og hegning framkvæmd. En and- stæðingar Jóns hafa ekki séð ástæðu til að fjölyrða um hrös- un hans, jafnvel þó að fallið væri í beinu sambandi við ó- fullkomleika hans í opinberu lífi. Forseti Fiskifélagsins og freðbeitan. Kristján Bergsson, forseti Fiskifélagsins skrifar að vanda j áramótahugleiðingu í Ægi um sjávarútveginn. Einn kafli þess- | arar hugvekju er um beitu- birgðir. Mestur hluti þessa | kafla er árás á Samband ísl. | samvinnufélaga. Það sem Kr. B. sérstaklega gerir að árásarefni er það, að hann segir að á þessu ári (þ. e. 1933) hafi „ílest af þeim frystihúsum, sem eru á Norður- landi og við síldarírystingu fást komist yfir á eina hendi, er það Samband ísl. samvinnufé- laga (S.Í.S.), sem hefir keypt frystihúsin á Bakka á Siglu- firði og frystihúsið Svalbarða á Svalbarðseyri“...... Þetta er rangt hjá Kr. B. Kaupfélag Eyfirðinga keypti Bakka og Kf. Svalbarðseyrar og Kf. Eyíirðinga keyptu Svalbarðseyrarfrystihúsið. Aft- ur á móti keypti S. í. S. Herðu- breið í Reykjavík og frystihús í Vestmannaeyjum. Þessi rang- færsla forsetans er meinlaus, en virðist þó gerð í ákveðnum tilgangi. Þá virðist Kr. B. telja það mjög ískyggilegt fyrir útgerð- ina að hægt er að nota írysti- hús samvinnufélaganna bæði til kjötfrystingar og síldarfryst- ingar. Ég vil nú halda því fram, að það sé ólíkt meiri trygging fyrir því, að reynt verði að stilla beitusíldarverð- inu í hóf með þessu fyrirkomu- lagi, heldur en ef eingöngu ætti að nota húsin til síldar- írystingar. Liggur þetta í aug- um uppi hverjum heilskygnum manni og vitanlega verður á engan hátt hægt að meina kaup félögunum norðanlands, sem reist hafa frystihús til kjöt- frystingar, að leigja þau eða nota sjálf til síldarfrystingar á sumrin, þegar þau standa ó- notuð, ekki sízt þar sem svo hagar til, að margir af félags- mönnum eru sjómenn. Hitt geta félögin auðvitað ekki ráðið við, að óhlutvandir menn gerizt til þess að tor- tryggja þessa starfsemi. Forsetinn segir að S. í. S. „grundvalli tilveru sína á sölu landbúnaðarvara". Ég veit nú ekki hvað forsetinn meinar með þessu. S. í. S. annast innflutn- ing á allskonar vamingi fyrir flest samvinnufélög landsins og selur framleiðsluvörur þeirra. Það er rétt að S. í. S. hefir haft til sölumeðferðar hlut- fallslega miklu meira af land- afurðum en sjávarframleiðslu, en síðan 1920 hafa Sambands- félögin selt árlega mikið af fiski. Ilefir það sum árin num- ið 10—12%' af allri fiskfram- leiðslu landsmanna. Um frystihúsaeig-n S. í. S. farast Kristjáni Bergssyni á einum stað orð á þessa leið: „Fyrir útgerðina getur þetta orðið mjög hættulegt, ef beitu- síldar-framleiðslan færist þann- ig að mestu leyti yfir á eina hendi“. Fiskifélagi íslands er ein- göngu haldið uppi með fjár- framlagi úr ríkissjóði. Forseti þess er því í raun og veru starfsmaður ríkisins. Verður þessvegna að gera þær kröfur til þessa merkilega manns, að hann sé ekki með tilefnislausar og álitshnekkjandi dylgjur um fyrirtæki, sem hann játar sjálfur, að ekkert saknæmt hafi aðhafst ennþá. — Það er íremur óvanalegt að kveða upp sektardóma áður en af- brotin eru framin. Eftir skýrslu Kr. B. hafa verið frystar árið 1933 37.193 tunnur af freðbeitu. Hinn hættulegi „síldarhringur“ — Sambandsfélögin —, sem Kr. B. er svo hræddur við, frystu samtals fyrir sjálfa sig og aðra tæpar 10.000 tunnur af síld. Að því er ég bezt veit er síld- arverð í fyrstuhúsum á Suður- landi og í Vestmannaeyjum í vetur 35—40 kr.* tunnan; mis- munur á verðinu fer að ein- hverju leyti eftir greiðsluskil- málum, og eftir því hvort síldin er flutt til kaupenda eða þeir veita henni móttöku í frysti- húsunum. Ber S. í. S. að sjálf- sögðu sinn hluta af ábyrgðinni á þessu verðlagi. Undanfarin ár hefir síldar- verð í íshúsinu Herðubreið ver- ið sem hér segir: 1929 kr. 0,80—1,00 pr. kg. 1930 kr. 0,60—0,65 pr. kg. 1931 kr. 0,50 pr. kg. 1932 kr. 0,40, en komst um vorið niður í 10 aur. kg. 1933 kr. 0,35—0,42 pr. kg. Af þessum samburði virðist það ljóst, að þó S. í. S. kunni einhverju að geta ráðið um síldarverðið, þá sé það ekki enn búið að fella á sig þær sakir að forseti Fiskifélagsins hafi nokkra afsökun fyrir frumhlaupi sínu. Jón Árnason. SKINTAXI TÍMARIT U. M. F. í. Ritstjóri: AÐALSTEINN SIGMUNDSSON Tímaritið er 10 arkir á ári, vönduð útgáfa, og kostar kr. 3,00. Upplag 3500 eintök, og er útbreiðslan mest út um land. Til að kynna'ritið í Reykjavík eru boðin neðangreind kostaboð: Þrír síðustu árg. ritsins fást fyrir kr. 2,00 á afgreiðslu Nýja dagblaðsins, Austurstræti 12, Reykjavík. * Kr. B. segir að síldarverðið sé 30 aurar kg. En þegar svo er komið, að skutulsveinar Jóns eru farnir að líkja eftir húsbónda sínum, og hrópa af húsþökunum um afbrot sitt, sem Jón sjálfur reyndi áður fyr að fela, þá fer mönnum að verða ljóst, hvert stefnir um lög og réttarfar í landinu, ef þjóðin tekur ekki í taumana. J. J. Foreldrar! Klæðið börnin yðar íslenzk- um fötum í vetrarkuldanum. Fjölbreytt úrval af fataefnum og’ káputauum. aSFJUN Laugaveg 10. Skin og skúrir Er hægt að komast lengra? | Átakanlegt dæmi um saur- ; blaðamennsku Mbl. er að finna | í blaðinu í gær. Það ljær rúm ' ’ grein eftir V. G. (Vigfús frá ; 1 Engey?) þar sem m. a. ráð- J ist er á skattstjórann fyrir að framfylgja skattalögunum — ; fyrir að láta það ekki óhegnt, ■ að menn dragl undan skatti j i Hvar mundi það þekkjast í j siöuðum löndum, að embættis- menn sæti árásum fyrir að gera skyldu sína — og það í blaði stærsta stjórnmálaflokks- ins? En V. G. og Mbl. láta ekki hér við sitja. í greininni eru | menn beinlínis hvattir til þess að flytja úr Rvík og jafnvel af landi burt ef þeir ekki fái óátalið að svíkja undan skatti. ! Hvað er rétta nafnið á slíkri tegund undirróðursstarfsemi ? : ; Oddgeir og Jakob ! fá skaðabætur! j „Aðalákærandinn“ í ljúg- vitnamálinu er Oddgeir Bárð- ; arson, og veit almenningur nú : nokkuð um hverskonar persóna hann er. — Jakob bílstjóri, ; er kosningadaginn stjórnaði kosningaskrifstofu íhaldsins í barnaskólanum, hefir hinsveg- ar stjórnað „vitnaleitunum“ svo sem kunnugt er, — og hef- ir þá stundum vakið menn upp I á næturþeli. — . Nú hefir Magnús Guðmunds- son látið greiða báðum þess- um mönnum „skaðabætur“. — i Hvaðan hefir M. G. fengið heimild til að greiða þessar „skaðabætur“ og fyrir hvað | eru þær greiddar? j i ' Kosningahorfur sprengimanna. | Jón Jónsson lét áður mikið yfir kjörfylgi sínu í Húnaþingi. Jafnvel að 70% af kjósendum væru með honum. Sér í lagi nærri allt íhaldið. En þetta , virðist ætla að verða tálvonir. Hann fær með sér, vegna per- ! sónulegs kunningsskapar, nokk- I urt brot af kjósendum Guðm. 1 í Ási og að því er talið er 30— 40 atkv. íhaldsmanna. Jón á ! Akri fór sér hægt í fyrstu, lét ; nafna sinn og frænda hrópa j háróma um fylgi sitt, til að reyna að ýta undir að hann ; drægi eitthvað til muna úr Framsóknarflokknum. En síðan tók Jón á Akri sér ferð á hend- ur milli íhaldsmanna í kjör- dæminu og þykist hann hafa tryggt þá nálega alla. Hefir á mörgu sannprófast, að íhaldið hefir svikið Jón í Stóradal í tryggðum, lofað honum stuðn- Sími 2838. ingi og vináttu, eingöngu til að ginna hann og fella. Og nú er Jón vonlaus undir niöri. Sami leikurinn hefir verið leikinn með Hannes á Hvamms- tanga. Iíann treysti líka aðal- lega á íhaldið, en á leiðarþing- inu tilkynnti Leví honum, að það væri alls ekki tilgangurinn aö hann fengi neitt frá þeim. Úr Framsóknarflokknum hefir hann með sér fáeina persónu- lega kunningja. Ef Hannes býð- ur sig fram, verður hann næst ofan við kommúnista um fylgi. Aðalvon hinna prýðilegu em- bættismanna er á Ströndum. En eftir fréttum að dæma, þá er svo að segja enginn af fyr- verandi stuðningsmönnum Tr. Þ. með honum vegna skoðana- samræmis, heldur þvert á.móti. Sumir gamlir samherjar hafa skorað á Tr. Þ. að ganga aft- ur í sinn gamla flokk eða bjóða sig annars ekki fram. Tr. Þ. hefir skrifað mörgum mönnum einkabréf, og beðið þá um per- sónuleg svör og liðveizlu. Sjálf- sagt verða ýmsir til að sinna þeirri bón hans, því að hann átti áður að fagna mildu flokksfylgi og persónulegri góðvild margra kjósenda. Þorst. Briem ætlar í Dali, og veit jafnvel, að hann fær ekki nema lítið brot af því, sem hann féll með í fyrra. Halldór Stef- ánsson ráðgerir að halda áfram í Múlasýslu, en margir gamlir stuðningsmenn hafa beðið hann að koma ekki. Árshátíð samvinnu manpa verður að Hótel Borg í kvöld 23. febr. og hefst með sameigin- legu borðhaldi kl. 71/* Ræður Einfsöng'ur (Maria Markan) D a n s. Aðgöngumida sé vitjað í Kauptélag Reykjavik- ur eða á Hótel Borg iyrir kl. 3 i dag.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.