Nýja dagblaðið - 01.04.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 01.04.1934, Page 3
N Ý 1 A DAGBLAÐIÐ 3 af birtu og Ijósi yfir í hinn sýnilega heim, gefið það öllum, sem sjá vilja myndina, gert það að ævarandi eign fyrir alda og óboma. Lengi vel varð Ásgrímur, eins og allflestir aðrir starfs- bræður hans hér á landi, að vinna í óhentugum vinnustof- um, köldum og með óþægilega birtu. En á síðari árum hefir ríkið hlaupið undir bagga með nokkrum listamönnum, og hjálpað þeim til að eignast við- unandi vinnustofur. Ásgrímur er einn af þeim. Síðan á hann hægra með að vinna að mál- verkum sínum á vetuma, án þess að setja sjón og heilsu í hættu. IV. Ég ætla að nefna tvö lítil atriði úr æskusögu Ásgríms Jónssonar, sem sýna lífsskil- yrðin, sem hinn fyrsti málari óx upp við. Ásgrímur hafði lokið námi í Khöfn, og vildi fara til Rómaborgar. Hann bað Alþingi um ferðastyrk og sendi nokkur sýnishorn af list sinni. Eitt af því var málverk, sem sýndi skilnað Gunnars og Kolskeggs í Gunnarshólma. Alþingi var sparsamt. Fáir þingmenn höfðu haft aðstöðu til að kynnast og meta málara- list. Fjárveitingaarnefnd var að ljúka við störf sín, og meirihlutinn vildi ekki hjáipa Ásgrími til suðurgöngu. En einn maður var í nefnd- inni, sem ekki vildi sætta sig við þessi málalok. Það var höfundur Dulrúna, draumamað- urinn Hermann Jónasson, bóndi á Þingeyrum. Hann var á sinni tíð vafalaust í fremstu röð þingmanna að gáfum og menntun. Hann hafði árangurs- laust reynt að sannfæra nefnd- ina um, að Ásgrímur ætti að fara til Róm. Nú snýr hann sér enn til nefndarmanna, áð- ur en þeir undirskrifuðu álit- ið og segir, að náttúrlega megi deila um gildi Ásgríms sem málara, en hitt sýni mynd- in af Gunnari og Kolskeggi alveg ótvírætt, hversvegna Gunnar hafi snúið aftur. Og það sé sannarlega mikil upp- götvun í Njálufræðum. Hinir nefndarmennirnir rísa á fætur, skoða málverkið, en sjá ekki þar neina uppgötvun úr Njálu. Þá segir Hermann: „Hestur Gunnars er beizlislaus á mál- verkinu. Þess vegna hefir hann hlaupið heim með Gunnar, þegar hann sté á bak“. Hinir fjárveitingarmennirnir sögðu, að þetta sannaði að vísu ekki, að Ásgrímur væri mikill mál- ari, en fyrir þessa • góðu fyndni skyldu þeir greiða at- kvæði með styrknum. Og svo fór Ásgrímur til Róm. Eftir heimkomuna var lítið um markað fyrir málverk. Tryggvi Gunnarsson var þá gamall maður, en fullur af á- huga yngri ára, um að hjálpa öllum þeim gróðri í þjóðlífinu, sem hann hugði vera gagn- legan. Hann keypti þá mörg málverk af Ásgrími og dreifði þeim síðan milli vina og vanda- manna. Síðan hefir fjölgað með ári hverju þeim löndum Ásgríms, sem dá list hans og Frá ferðum Byrd's u m SuðurÍ8haíið Tengdamæð Eftir Douglas Harald Stanton Ameríski heimskautsfarinn Byrd, sem fyrir 4 árum varð frægur fyrir að fljúga yfir Suðurheimskautið, lagði af stað sl. haust með mikinn flokk manna suður fyrir heimskauts- baug, til að kanna löndin þar og gera vísindalegar rann- sóknir um veðráttu o. fl. Hann ætlaði að vera tvö ár í ferð- inni. Á myndinni hér að ofan er eitt af skipum hans. Fregnir, sem borizt hafa að sunnan, skýra frá ýmsum hrakningum, sem Byrd og flokkur hans hafa orðið fyrir. Um manntjón er þó ekki getið enn sem komið er. Nú er enn sum- ar á suðurhveli jarðar og hættan af því að ísinn bráðni, því mikil fyrir leiðangur, sem jafnt leggur leið sína yfir sjó og land. Á myndinni hér að ofan sézt nokkur hluti af liði Byrd’s i áfangastað. — 12 lærðir náttúi'ufræðingar eru með í förinni. lífsstarf. Á 30 árum hefir hann auðgað þjóðina að fjölmörgum snilldarlegum hstaverkum. — Hann hefir verið brautryðjand- inn í málaralistinni. I fótspor hans hafa fetað margir efni- legir menn. Á 30 árum hefir myndazt ný grein lista á Is- ; landi. Sú skáldgáfa, sem frá upphafi hafði einkennt þjóð- ! ina, og nálega eingöngu komið fram í bókmenntum, braut sér nú nýjan farveg. Málaralistin dafnaði í landinu og varð fast- ur þáttur í menningu íslend- ! inga. Nú vildi enginn fremur missa málara landsins en skáldin sjálf, þó að þau hafi starfað þúsund árum lengur í landinu. Ásgrímur Jónsson er einn af l þeim mönnum, sem alltaf er j að læra, allaf að gera til- ; raunir, allaf að fara fram. En í þroskasögu hans eru auð- kenndust tvö tímabil. Hann byrjar méð að nota aðallega vatnsliti og vann mikið af frægð sinni með þeirri vinnu- aðferð. Með vatnslitunum náði hann ótrúlega vel hinu létta og yndislega í íslenzkri fjalla- náttúru. Hér er loftið alveg ó- venjulega hreint og tært, og vegna skógleysisins sézt glögg- lega öll gerð landslagsins. Ljós og slcuggar, og hin fjölbreyti- legustu litbrigði njóta sín bet- ur, sem fegurðareinkenni, held- ur en ef landið væri mjög skógi vaxið og hitamóða yfir byggðunum. Ásgrímur lagði meginstund á að ná þessum séreinkennum landsins, og tókst þá að komast framarlega í röð vatnslitameistara samtíð- arinnar. En eftir nokkur ár breytti Ásgrímur talsvert um vinnuað- ferð og stílblæ. Hann lagði (Höfundurinn er amerískur sálarfræðingur. Greinin er of- urlítið stytt í þýðingunni). Skopblöðin eru vön að henda gaman að tengdamæðrunum. Engum er hlýtt til þeirra, öll- um er innilega illa við þær. Og hvers vegna? Eru þær í raun og veru svona hræðilegar? Hjá menningarþjóðum hefir það löngum verið viðurkennt, að sambúð tengdamóður og og tengdasonar væri eitt af því, sem mest reyndi á þolrif heimilislífsins. Árum saman hefir móðirin reynt að koma dóttur sinni út. En þegar það er loksins komið í kring, ei' henni þó nauðugt að láta hana frá sér. Þó að hún hafi haft nægan tíma til að búa sig undir breytinguna, kemur hún þó of snögglega. Iiún get- ur ekki sleppt þeim yfirráðum, sem hún hefir frá fyrstu tíð haít yfir dóttur sinni, án þess að sálarlegt jafnvægi hennar raskist. Hún óttast, að elsku barnið hennar verði ekki rétti- lega meðhöndlað, treður sér inn í búsýslu ungu hjónanna, fett- ir fingur út í alla skapaða hluti og veldur dóttur sinni — svo að ekki sé nú minnst á tengda- soninn — sárustu leiðindum. Þegar hún finnur áhrifavald sitt yfir dótturinni þverra og sér hana bindast manni, sem á ýmsa lund er henni framandi, verður hún óróleg og kvíðandi um hag hennar. Áhyggjur hennar eru að nokkru leyti blandnar stolti og afbrýðisemi. Henni getur ekki skilizt, að um- önnun annars manns geti kom- ið í stað hennar eigin móður- legu umhyggju, og hefir því vatnslitina til hliðar, og tók að mála með olíu. Samhliða því að myndirnar urðu ekki jafn létt- ar og fyr, tók hann sterkari tökum á viðfangsefninu. Þann mun má sjá á tveim Heklu- myndum hans. Hin fyrri er eitt af stærstu málverkum hans og til sýnis í Alþingishúsinu. Þar hefir Ásgrímur málað heilt hérað, Heklu og umhverfi hennar. Eldfjallið kemur þar fram eins og ákveðinn þáttur í landslaginu, en ekki meira. Hin Heklumyndin er tiltölulega ný og geymd á Laugarvatni. Þar sézt Hekla og lítið eitt af Búrfelli, úr Ásólfsstaðaskógi. Hekla er myndin öll. Hún gnæfir yfir allt, vafin í blá- móðu vorsins. Sú Hekla sýrdr ekki aðeins fjallið sjálft, held- ur séreinkenni þess, hækkað í æðra veldi. Sá, sem sér og at- hugar málverkið gaumgæfi- lega, skilur betur fegurð fjallsins sjálfs. Þannig er Ás- grímur nú. Hann talar lítið sjálfur, en með myndum sín- um þýðir hann duldan rúnir fyrir þjóðinni. Hann er hinn j áhrifamesti leiðsögumaður við , að opna augu íslendinga fyrir j fegurð og glæsileik íslenzkrar náttúru. J. J. eitt og annað út á hinn nýja verndara dóttur sinnar að setja. Að vísu er það ekki beinlínis ásetningur hennar að vera tengdasyni sínum andvíg. Þeg- ar hún ræður af að heimsækja dóttur sína, er henni það ekki ljóst, að í raun og veru fer hún til þess eins, að blanda sér inn í hluti, sem henni koma ekki við og vekja óánægju. Það er einskonar kröfuganga vegna valdsins, sem hún hefir misst. I undirvitund hennar leynist sú ósk að vinna aftur ríki sitt. Það virðist vera móðurinni ofraun að sleppa hendi af dóttur sinni, án þess að hjá henni vakni óvild til þess, sem hún hefir bundizt. Og vitaskuld er það mannlegt að reyna í lengstu lög að halda í yfirráðin. Það skal þó tekið fram, að ekki eiga allar tengdamæður hér óskilið mál. — Sum- um tekst íurðanlega að sætta sig við hlutskiptið, og ávinna sér meira að segja virðingu tengdasonar síns og dóttur. En fyrir hinum tengdamæðrunum er bezt að vera á varðbergi. Það er sannarlega nóg til af vansælu í veröldinni þó að þetta bætist ekki við. Eigimnaðurinn er heldur ekki öfundsverður. Hann er ófús til að beygja sig lengur undir vilja annara. Konan hans á að tilheyra honum einum. Og þó að mikið sé rætt um jafn- rétti kvenna og karla, þá er það nú svo, karlmaðurinn vill vera húsbóndi á sínu heimili, og finnst fátt um, að tekið sé fram fyrir hendumar á honum. Hann kærir sig ekki um nýja móður til þess að segja honum, hvað hann á að gera. Honum er nær skapi að segja öðrum fyr- ir verkum. Og þó að hann hafi enga löngun til að vera harð- stjóri, þá vill hann þó að minnsta kosti hafa rétt til að vera það. Þetta eru þau atriðin, sem mest ber á. En það er ýmis- legt fleira í þessu sambandi, sem vert er að gefa gaum. Karlmanninum er meinilla við allt, sem veikt getur trú hans á hina kvenlegu fullkomn- un. Hann hefir valið þá feg- urstu af öllum fögrum. Hann er þess fullviss, að konan hans ber langt af öllum, sem hafa verið, eru og verða til. Tengda- móðirin minnir haxm á marg- víslegan hátt á dóttur sína, en skortir allan þann yndisleik æskunnar, sem hann dáir svo mjög í fari hennar. Og honmn er síður en svo hugþekkt að sjá einskonar lélega útgáfu af konunni sinni vera að flækjast í kringum sig. Það er uggvæn- legur spádómur inn í framtíð- ina. Frá sálgrennslisfræðilegu sjónarmiði skoðað, er alltaf hætta á því, að hin roskna móðir reyni að auðga hið fá- skrúðuga tilfinningalíf sitt með því, að samlaga sig hinu innra lífi dóttur sinnar. Ef slíkur

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.