Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Side 3
N Ý J A DA GBLAÐIÐ S NtJA DAGBLAÐIÐ Boðskapur æðstaprestsins „JJeir sem aldrei njóta frelsis hætta að vera menn, en þokast niður á sama stig sljóleikans og vanaþræl- dómsins og húsdýrin standa á“. „Nái flokkur okkar völd- um eftir næstu kosningar, verður hann að taka til fyr- irmyndar þær þjóðir, sem rekið hafa rauðu hættuna aí höndum sér“ (Knútur Amgrímsson í Stefni). Þetta hvorttvegg'ja boðar æðsti prestur íhaldsins þjóð- inni í sömu greininni. Það er sagt, að -frelsisránið geri menn að húsdýrum, í sömu andránni, og það er tilkynnt, að íhaldið ætli að fara að dæmi þeirra þjóða, „sem rekið hafa rauðu hættuna af höndum sér“. Þessi lönd, sem hér er átt við, er Þýzkaland, Italía og Austurríki. Þar hefir mestur hluti þjóðarinnar verið hneppt- ur í fjötra kúgunar og ófrels- is og beygður til að láta að vilja fámennrar, mannúðar- lausrar og eyðslusamrar yfir- stéttar. „Rauða hættan“, sem íhalds- menn tala um eru Framsókn- armenn, jafnaðarmenn og kommúnistar. Það er þó naum- ast, nema tveir þeir fyrst- nefndu, sem íhaldið hefir ástæðu til að óttast. Þegar tal- að er um, að reka „rauðu hættuna“ af höndum sér er fyrst og fremst átt við þá. Það er við liðsmenn þeirra flokka, sem telja vel helming þjóðarinnar, sem1 á að beita harðstj óminni, undirokuninni og píslunum, að hætti þeirra þjóða, „sem rekið hafa rauðu hættuna af höndum sér“. Það eru þessir menn, rúmur helm- ingur þjóðarinnar, sem æðsti presturinn tilkynnir, að eigi að búa við ófrelsi og „þokast niður á sama stig sljóleikans og vanaþrældómsins og húsdýrin standa á“. 1 kosningunum, sem nú fara í hönd er barizt um mörg stór og afdrifarík mál. Það er bar- izt um atvinnumálin, fjármálin, skattamálin, menningarmálin, réttarfarsmálin. Það er barizt urh viðreisn og eyðileggingu, úrræði og úrræðaleysi, rétt- læti og ranglæti. En hörðust og þýðingarmest verður þö baráttan um frelsið, þar sem Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f " Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39 Sími 4246. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstoía: Austurstræti 12. Sími 2323. Áikriftargj. kr. 2,00 á mámiSi. í lausasölu 10 aura oint. Prentsmiðjan Acta. Sildarbomba Alþýðubladsras Þann 14. þ. m. spyr Alþýðu- blaðið um það, hver muni verða svör flokkanna um end- urgreiðslu síldartollsins í ár og sama dag berst formanni mið- st j órnar Framsóknarf lokksins bréf frá Alþýðusambandi ís- lands um þetta efni. Og svo segir í Alþýðublaðsgreininni: i| „Hann (þ. e. Framsóknar- ; flokkurinn) hefir heldur ekki || svarað“. En hvernig gat mið- stjórn flokksins svarað þessu erindi áður en henni barst bréfið í hendur? Þetta eru Iilægileg mannalæti hjá Al- þýðublaðinu, en það gætir þess ekki, að með því að gefa í skyn að svar miðstj órnarinn- ar hafi dregist, þá vill blaðið láta líta svo út sem bréf Al- þýðusambandsins hafi verið sent út fyrir löngu. Alþýðu- blaðið viðurkennir með þessu það, sem allir hljóta að sjá, að ef Alþ.samb. hefði verið alvara með að hrinda málinu áfram og fá svör flokkanna, þá hefði það átt að taka málið upp fyr og vera löngu búið að senda fyrirspurn sína. Nú er málið borið fram í ótíma — örfáir dagar til kosninga — og miðstjórnir mun bresta heim- ild til þess að binda hendur þingmanna þeirra, sem nú verða kosnir. — Málið er tek- ið upp í ótíma, látalætin eru auðsæ og Alþýðublaðið er að leika sér að þessu þýðingar- mikla máli fyrir kosningar og nota það sem „kosninga- bombu“. Alþýðublaðinu er það full- ljóst, að það getur ekki búizt við svari fyrir kosningarnar. „Annars er hitt líklegra, að miðstjórn þess flokks (Fram- sóknarflokksins) svari engu“, segir blaðið. Það veit, að ekki er hægt að taka afstöðu til málsins fyrir kosningar. Svo notar Alþýðublaðið þetta mál til þess að kasta hnútum að Framsóknarflokkn- j um fyrir áhugaleysi hans í ' síldarmálum. Út af þessum fyrirliggur skýlaus yfirlýsing frá stærsta stjómmálaflokkn- um um það, að nái hann völd- um, ætli hann að þoka stjórn- málaandstæðingum sínum, meirihluta þjóðarinar „á sama stig sljóleikans og vanaþræl- dómsins og húsdýrin standa á“. Nú er það kjósendanna að svara, hvort þeir aðhyllast frelsisránsstefnu íhaldsins, hvort þeir vilja að Island sigli í kjölfar Þýzkalands og Ítalíu, hvort þeir vilja gefa íhaldinu aðstöðu til þess að þoka meiri- hluta þjóðarinnar á sama „stig slj óleikans og vanaþrældóms- ins sem húsdýrin standa á“. Þeir kjósendur, sem aðhyllast það ekki, en vilja vernda frels- ið, lýðræðið og jafnrétti þegn- anna, þeir skipa sér um höfuð- andstæðing íhaldsins, Fram- sóknarflokkinn. árásum er rétt að minna á það, að það er einmitt Framsóknar- flokkurinn, sem hefir unnið mest fyrir síldarútveginn og skipulagt hann svo, að nú er síldin sæmilega seljanleg og tryg'g verzlunarvara. Það var Magnús Kristjánsson ráðherra Framsóknarflokksins, sem með einhuga stuðningi og skilningi flokksins hratt fram byggingu síldarverksmiðjunnar á Siglu- firði, gegn alveg óskiftri and- stöðu íhaldsflokksins. Það var F ramsóknarflokkurinn, sem lagði samvinnugrundvöllinn fyrir vinnslu og sölu á síld- inni, sem hefir reynzt svo vel, að nú er ríkið að láta reisa aðra síldarverksmiðju og bæj- arfélög og einstaklingar að reisa síldarverksmiðjur á fleiri stöðum umhverfis landið. Og allar hlíta þessar- nýju síldar- verksmiðjur sama skipulagi og fyrsta síldarverksmiðjan, sem Framsóknarflokkurinn lét reisa á Siglufirði. Alþýðuflokksþingmennirnir studdu þetta mál, en þeir höfðu enga forustu í því. En án stuðnings Alþýðuflokks- þingTnannanna hefði málið ekki náð fram að ganga, svo hat- röm var ar.dstaða íhaldsins. Fyrir þennan stuðning eiga Al- þýðuflokksþingmennirnir þakk- ir skildar, en bezt er fyrir Al- þýðublaðið að geyma allar hnútur um áhugaleysi Fram- sóknai'flokksins í þessum mál- um, þangað til Alþýðuflokkur- inn hefir unnið sjálfur eitt- hvað svipað fyrir síldarútveg- inn og Framsóknarflokkurinn liefir þegar gert. Vitanlegt er að allir sjómenn og verkamenn geta fallizt á þetta. En eins og Framsóknarflokk- urinn hefir skapað og skipu- lagt síldarvinnsluna, eins m.un flokkurinn framvegis beita sér fyrir hagnýtum umbótum á saltsíldarsölunni, bæði með því að íþyngja ekki með óskynsam- legum skattaálögum og jafn- framt leitast við að skapa nýti- leg skilyrði fyrir síldarsöltun- ina. Þetta mál þarf bráðrar úrlausnar. En svo bætir Alþýðublaðið því við að flokkui’ þess þurfi svo sem ekki á liðveizlu Fram- sóknarflokksins að halda — því að Alþýðuflokkurinn og íhaldsflokkurinn muni í sam- vinnu geta ráðið þessum mál- um til lykta. Það er því sýni- legt, að blaðið hyggur gott til samvinnu við íhaldið eftir kosningar og má vera að það viti á emi stærri tíðindi. Hinsvegar vill Nýja dagblað- ið taka það nú þegar fram, að það býst ekki við, að Fram- sóknarflokkurinn geti tekið þátt í þessari samvinnu íhalds- flokksins og jafnaðarmanna- flokksins né treystir sér til að leysa síldarsöltunarmálin eða nokkur önnur mál í samstarfi við íhaldið. Kartöflumyglan Hvernig á að verjast kartöflumyglunni? 1. Með því að velja heppilegt garðstæði. 2. Með því að rækta garðána vel, ræsa þá vel, vinna þá vel og bæta þá með lieppilegum áburði, og með því að hirða þá vel. 3. Með því að nota útsæði af þeim tegundum, sem reynast hraustastar gegn myglunni. 4. Með því að kaupa og nota þau tæki og efni, sem geta orðið til að hindra eða draga úr skemmdum af völdum myglunnar. 5. Með því að geyma útsæðið vandlega frá hausti til vovs. Vér urðum fyrstir til þess að flytja inn og útbreiða svo um munaði þær tegundir af útsæði sem hraustastar eru gegn myglunni. Vér urðum einnig fyrstir til þess að hafa á boðstólum tæki og efni til þess að verjast árásum kartöflunlyglunnar. Höfum ávalt til: Sprautur til að dreiia vökva — Bordeauxvökva og Burgundervökva. Verð kr 52.00—85.00 A.K.I. koparsódamjöl til að blanda Burgundervökva Fýsibelgi tíl að dreifa dufti. Verð: litlir kr. 4,50, stærri kr. 15,00. A.K.I. koparsódaduft. ATV. Tilraunastöð danska ríkisins mælir eindregið með A.K.I. koparsódadufti til varnar gegn kartöflumyglunni Látið ekki skeika að sköpuðu með kartöfluræktina Hafið tæki og efni við hendina til þess að verjast myglunni. Biðið ekki þangað til það er um seinan. Sogsvirkjunin ogHengillinn Ætlar Alþýduflokkuricn að tefja Sogsvirkjunina? Alþýðublaðið hefir tvo und- anfarna daga skrifað mjög á- berandi um hugmynd Gísla Halldórssonar um hita_ og raf- magnsveitu úr gufuhverunum í Henglinum. Sýnilega á þetta að vera mjög stórt kosningamál hjá blaðinu og mun þó sannazt, að málið sé órannsakað enn, svo hér er um hreinar ágizkanir að ræða. Kemur það því einkennilega fyrir sjónir, þar sem Alþýðu- flokkurinn héfir hingað til bar- izt fyrir virkjun Sogsins og það mál er nú komið svo langt á veg og nauðsyn virkj- unarinar svo brýn, að ekki kemur til mála að stöðva það mál. Skal það undirstrikað hér mjög ákveðið, að nú ber að leggja áherzlu á, að hraða sem mest virkjun Sogsins. Jafnvel þótt Alþýðubl. kunni að álíta að halda beri áfram með Sogsvirkj unina, kemur það enganveginn nógu skýrt fram í þessum skrifum blaðs- ins, enda tæplega skiljanlegt, að blaðið styðji svona fast virkjun Hengilsins, nema því að eins að það telji álitamál hvort ekki beri að fresta Sogs- virkjuninni þangað til rann- sóknum í Henglinum er lokið. Hitt er annað mál, að rétt mun vera að rannsaka hvort skilyrðin fyrir hitaveitu frá Reykjum muni vera þau beztu fáanlegu. — I þessu máli má ekki endurtaka sig sama fyrirhyggjuleysið eins og ráð- ið hefir hjá íhaldinu bæði með Elliðaárvirkjunina, vatnsveit- una o. fl„ að hitaveitan verði þegar í byrjun alveg ófull- nægjandi. Og því frekar er þörf á að athuga hitaveitumál- ið, sem rannsóknir Jóns Þor- lákssonar og útreikningar hafa reynst í ýmsum málum í mesta máta villandi. Aftur á móti verður að telja skrif Alþýðubl. mjög óheppileg á þessum tíma við- komandi Sogsvirkj uninni. Ekki sízt ef svo færi, að íhaldið, sem hefir verið á móti Sogs- virkjuninni, notaði sér þetta hik blaðsins til þess að veita málinu nýja mótstöðu. Virkjun Sogsins verður að byrja í sumar og halda henni tafarlaust áfram þangað til henni er lokið. Og þó málið sé fyrst og fremst mál Reykjavíkur, þá snertir það líka fleiri staði. Nágrenni Sogsins og þoi*pin austanfjalls eiga líka að geta notið góðs af virkjuninni. Það eru þarfir margra þúsunda manna, að málið sé leyst sem fyrst.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.