Nýja dagblaðið - 31.10.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 31.10.1934, Side 3
N Ý J A D A 0 8 L A 0 I 0 tmmmmmmamamammmsmaam nýja dagblaðið Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.í.“ Hitstjórar: Gisli Guðmundsson, Hallgrimur Jónasson. Ritstjómarskrifstofumar Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Aígr. og auglýsingaskriístofa: Austurstrœti 12. Simi 2323. Áskriftargj. kr. l,50ámánuði. í lausasölu 10 aura eint Prentsmiðjan Acta. Morgunblaðið þakkar Eins og um hefir verið getið hér í blaðinu í gær, kepptust íhaldsmenn við að bannsyngia Mbl. á fundunum austan fjalls s. 1. sunnudag. Peir máttu ekki heyra það nefnt. En þegar heim er komið verður þessum sömu mönnum það fyrst fyrir að segja frétt- irnar í Mbl., þessum útskúfaða saurbleðli, sem þeir sóru af sér af svo innfjálgri ákefð. Hitt er vitanlega ekki vonum framar, þó þeir „hagræðí sann- leikanum" í þeirri frásögn. Það liggur við að maður kenni í brjósti um vesalingana við Mbl. og Vísi. Þegar húsbændur þeirra eru út á meðal fólks sveita- og sjávarplássa, hrækja þeir á blöð sín og þjónustulið. Segja að þau hagi sér „heimskulega", séu ekki „heilvita", „komi sér og sínum málum ekkert við“, og það sé ekkert að marka fleipur þeirra og fjandskap. En er heim kemur, er íhalds- mönnum- runnin reiðin við blöð. in og ritstjórana. Þeir hafa fyrirgefið þeim allar yfirsjón- irnar á leiðinni og eru nú ekki alveg frá því að gera þau aft- tir að farvegi sinna snöggu skoðanaskipta. Og Morgunbl. er himinlif- andi. Það tekur sér tii fyrir- myndar auðmýkt hundsins, sem legst niður, bljúgur og biðjandi meðan hann er barinn og skammaður, en skríður að fótum húsbónda síns, þegar honum kann að þóknast að siga seppa á ný eða láta hann gelta. Þetta er auðmjúkt og ham- ingjusamt hugarfar fyrir Morgunblaðið, sem flytur í gær „fréttimar“, sem afneitur- unum hefir þóknast að tilreiða handa lesendum sínum innan- bæjar. Og alveg eins og rakkinn, sem flaðrar alls hugar feginn upp urri húsbóndann,'eftir hirt- íngu, alveg eins flýtur nú lof Morgunblaðsins um bæði munn- vik ritstjórans, þeim til lofs og dýrðar, sem1 lýstu á því skömm sinni og fyrirlitningu fyrir einum degi síðan. Svona hugarfar og heilindi húsbænda til hjúa og hjúa til húsbænda, þekkist hvergi nema innan íhaldsflokksins. það er ekki þörf é því ann- arsstaðar. Og mennimir, sem afneita og svívirða iðju þjóna sinna og þjónamir, sem lúta og lofa húsbænduma, þrátt fyrir allt, Einar Benediktsson sjötugur Einar Benediktsson skáld er sjötugur í dag. Blöð landsins minnast þessa afmælis og í kvöld heiðrar Ríkisútvarpið skáldið með sérstakri dagskrá. Slíka athygli og sæmd hljóta þeir einir menn, sem1 hafa skil- að þjóðinni sérstaklega miklu v.erðmæti með starfi sínu eða list sinni. Og Einar Benedikts- son er ekki einungis frábær, heldur einstæður listamaður þjóðarinnar. Einar Benediktsson er kom- inn af merkilegu foreldri. Fað- ir hans, Benedikt Sveinsson. sýslumaður, var á sinni tíð einn merkasti maður landsins. Hann var lengi sýslumaður Þingeyinga og bjó á Héðins- höfða. Benedikt Sveinsson tók ríkan þátt í sjálfsstæðisbaráttu íslendinga og var ótrauður fylgismaður Jóns Sigurðssonar. Og er Jón Sigurðsson leið tók Benedikt upp merki hans. Benedikt Sveinsson var talinn mestur mælskumaður Islend- inga, sem uppi voru um hans daga, og hinn ákafasti mála- fylgjumaður. Ætt Benedikts Sveinssonar verður rakin ó Strandir og í Skaftafellssýslu. Var hann kominn af merkri ætt í Homafirði. Langömmu- bróðir hans var Jón Eiríksson konferensráð Móðir Einars Benediktsson- ar var Katrín Einarsdöttir frá Reynistað í Skagafirði. Er Reynistaðaætt alkunn og verð- ur hún rakin til þingeyra- Bjama og Páls lögmanns Vída- líns. Benedikt Sveinsson var hug- sjónamaður mikill og trúði mjög á land og þjóð. Katrín, móðir Einars, var stórgáfuð kona og skáldmælt. Fór þvi mjög að líkum um stórbrotnar gáfur Einars og skáldhneigð. Þau hjón áttu fjögur böm, er komust til þroskaaldurs. Sonur þeirra var ólafur Sveinn Haukur, er bóndi var að Vatns- enda í Seltjamarneshreppi, stórfgáfaður maður. Ólafur druknaði á heimleið úr kaup- stað í síki nokkru nálægt Ell- iðavatni, sem hann hugðist að sundríða. Dætur þeirra hjóna, en systur Einars, eru þær Ragnheiður kona Júlíusar bankastjóra Sigurðssonar á Ak. ureyri og Kristín, sem hefir lengi verið kennslukona í Reykjavík. Þau hjón, foreldrar Einars, slitu snemma samvistum. En Einar ólst upp að mestu á Héð- inshöfða hjá föður sínumi og dvaldi þar lengstum á sumrum meðan hann var í skóla. Hann eru hvorir tveggja gæddir teg- und þess hugarfars, sem eng- um manni né flokki gæti hæft, nema íhaldsflokknum. Þar á það prýðilega við. Og þar er þess fullkomín þört vakti ungur athygli manna vegna bráðþroska og stórbrot- ins gáfnafars. Hann las lög við Kaupmannahafnarháskóla, en átti þá við vanheilsu að stríða er mjög þjáði hann um tíma. Hlaut hann þó bót meins síns og lauk námi. Var hann um stund settur sýslumaður í Þingeyj arsýslu í forföllurrí og fjarveru föður síns. Síðan gerð- ist hann málafærslumaður við landsyfirréttinn og var sícipað- ur sýslumaður í Rangárvalla- sýslu. Hann hlaut meiðsli í embættsiferð og var leystur frá embætti með eftirlaunum. Enda þótt Einar Benedikts- son vekti snemma eftirtekt vegna afburðagáfná, þá varð ekki viðkuimugt um skáldgáfu hans fyr en árið 1891. Þá hófst útgáfa blaðsins Sunnanfara, sem var á sinni tíð merkilegt bókmenntablað og mun Einar hafa verið einn af ráðamönnum um útgáfu blaðsins. 1 fyrstu blöðum ySunnanfara" birtust nokkur kvæði Einars Bene- diktssonar og má meðal þeirra nefna þessi kvæði: „Úr ís- landsl j óðum“, „Grettisbæli“, „Draumur“ og „Hvarf séra Odds frá Miklabæ". Varð Eih- ar þegar við birtingu þessara kvæða þjóðkunnur sem skáld. Hefir hann síðan aulcið skáld- hróður sinn svo mjög, að hánn gnæfir nú, við þessi tfmamót í lífi hans, mjðg hátt yfir með- aimennskuna í íslenzkri skáld- frægð. Fyrsta bók Einars, „Sögur og kvæði“, kom út 1897. Síðan hafa ekki birzt éftir hann skáldverk í óbundnu máli. En ljóðagerð hans tók þá að færast mjög í aukana. ,,Hafblik“ komu át árið 1906, „Hrannir“ 1913, „Vogar“ 1921 og „Hvamm ar" 1930. Auk þessara ljóða- bóka kom út 1901 þýðings Ein- ars á „Pétri Gaut“, einu fræg- asta skáldverki Ibsens Norð- mannaskálds. Var þýðing sú endurprentuð árið 1922. Ibsén mun verða talinn stórbrotnast- ur Norðmannaskálda og hefir Einar Benediktsson snémma hneigst til mikillar hrifni af yfirburðum Ibsens í skáldskap. Þýðing sína á „Pétri Gaut“ mun hann hafa gert ungur, heima á Héðinshöfða, meðan hann stundaði enn skólanám. Þýðing á „Pétri Gaut“, gerð af ungum skólamanni, vottar ef til vill sterklegar en nokkuð annað um þær yfirburðagáfur, sem Einar Benediktsson hefir verið gæddur. Eftir að Einar Benediktsson lét af embætti, dvaldi hann langdvölum' erlendis og stund- aði ýmiskonar fésýslu. Er sá kafli úr æfi hans að miklu ókunnur íslendingum, enda sízt eftirtektarverður.— Hann hef- ir aftur flutt alfari heim til ættlands síns og Alþingi hefir fyrir löngu veitt honum viður- ( kenningu með riflegum! heið- urslaunum, eftir þ-ví sem slík laun hafa gerzt í sögu þjóðar- innar. Hér að framan er stuttlega rakinn uppruni Einars Bene- diktssonar, æska hans, nám og embættisferill. Er þá eftir að veita yfirlit um líf hans, sem afburða skálds og listamánns. Slíkt er torvelt. Þó er tiltölu- lega auðvelt að vekja eftirtekt á einni staðreynd: Eftir alda- mótin síðustu tóku að koma út ljóðabækur eftir Einar Bene- diktsson, sem vöktu miklu. hieiri athygli hugsandi lesenda í landinu, heldur en áður hafði gerst ög heldur én síðan hefir gerst við ' útkomu íslenzkra ljóðabóka á þessari öld. Síðan hefir aldrei orkað tvimælis um það, að Einar Benediktsson er eitt af höfuðskáldum íslend- inga fyr og síðar og, þess vegna orkar ekki tvímælis heldur, að í .dag ber að votta honum þakkir fyrir þá andlegu auð- legð, sem hann hefir gefið þjóð sinni í slcáldskap sínum. Hiklaust tel ég Einar Bene- diktsson mestan bragsnilling Islendinga, sem uppi hefir ver- ið fyr og síðar. Með brag- snilld sinní, orðauðgi og lit- auðgi í máli og rími, hefir hann gert myndir, sem aldrei fymast þeim, sem lesið hafa kvæði hans og skilið þau. „Skútahraun" þótti og mun enn þykja torskilið kvæði. Það er djarfmannleg og sérgáfuleg íýsing á mannlífinu í ulrigerð stórbrotinnar náttúru landsins. Hefir Guðmundur Finnbogason á. skemmtilegan hátt skýrt þ.etta kvæði. .— Ýms önnur kvæði Einars þykja torskilin og einkum þau, sem hann hefir ort á síðari árum. Hefir listin í þeim kvæðum lotið í lægra haldi fyrir heimspekinni og mun fáum listelskum eða vitr- um mönnum hafa þótt skift um til bóta í fari skáldsins við gerð hinna síðustu stóru kvæða hans. Við yfirlit um sveit íslenzkra ljóðskálda, verður gáfuðum niönnum starsýnt á fáa eina. Meðal þeirra eru Jónas Hall- grímsson, Grímur Thomsen, Einar Benediktsson og Step- han G. Stephansson. Þessi tvö skáld, er síðast voru talin, bera langt af flestum yngri skáldum okkar. Þeir eru báðir afburðamenn, en fara þó mjög sína leið hvor. Einar Benediktsson mun vera mestur bragsnillingur ts- lendinga fyr og síðar. Stéphan G. Stephansson hefir hinsvegar haft svo mikið fram að bera af mannviti og hugsjónaauð- legð, að hann hefir fyllilega skipað sæti sem jafnoki Einars. um skáldfrægð íslendinga á síðari árum. Kvæði Einars þykja mjög torskilin. Tor- skildast við kvæði hans mun þó verða það, með hverjum hætti slík kvæði hafa ti^ orðið. 1 kvæðum Einars er saman borið miklu meira af kyngi orða, djúprar hugsunar og hárrar listar en í verkum nokk- urs annars í skáldsveit Islend- inga. Þess vegna er hann í dág sérstaklega eftirtektarverður sem afmælisbam. Þess vegna verður hann ógleymanlegur öll- um þeim, sem í framtíð þjóð- arinnar meta ljóð og list. Jónas Þorbergsson. Mjólkurverð í Reykjavík skal fyrst um sinn frá og með 1. nóv. n. k. og þangað til öðruvísi verður ákveðið, vera sem hér segir: Nýmjólk i flöskum 40 aura líterinn í búðum, 1 en 41 eyri heimflutt önnur nýmjólk 38 aura líterinn í búðum en 39 aura heimflutt. Mj öikurver ðlagsnefndín Spadkfötid er komíð Eina og að undanf rnu seljum vér valið og metið spað- saltað dilkakjöt úr beztu sauðfjárhéruðum landsins. Kjötið er flutt heim til kaupenda, þeim að kostnaðarlausu Samband isl. samvinnufélaga Slmi 1080.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.