Nýja dagblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 30.11.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. | H§§ Reykjavflí, föstudaginn 30. nóvembr, 1934. 284. blað Þjóðabandalagið ráðþrota Evrópuiriðurinn í stór-hættu Yfirlit um helztu atburðina Brúðkaupið mikla í London Athöfninni var útvarpað og fylgt með athygli viða um lönd Marina prinsessa „situr iyrir“ 1 vinnustoiu málarans P. A. de Lando. Morð Alexanders Júgóslava- konungs og Barthou utanríkis- ráðherra Frakka hafa á ný vakið mikla athygli og deilur, sem taldar eru að geta orðið hættulegar fyrir friðixm í Ev- rópu. Nokkru eftir að morðin voru framin, birtust ummæli í júgó- slafneskum blöðum, þar sem fyllilega var gefið í skyn, að Ungverjar myndu eiga minni eða meiri þátt í morðunum. Menn vonuðu þá, að hér væri aðeins um venjulegar lausa- fréttir blaðanna að ræða, en ekki upphaf að þeirri deilu, sem nú ógnar friðinum í álf- unni. En svo reyndist ekki. Orð- rómur þessi varð bráðlega það magnaður, að stjómin í Júgó- slavíu taldi sér skylt, að taka málið að sér. Við athuganir og rannsóknir, sem hún hefir lát- ið gera, hafa böndin borizt meira að Ungverjum, um ým- ist beina eða óbeina þátttöku i morðunum. Skömmu eftir mánaðamótin seinustu barst sú frétt eins og eldur í sinu, um allan hinn menntaða heim, að Júgóslavar myndu senda til Þjóðabanda- lagsins kærur á hendur Ung- verjum og æskja þess, að það léti rannsaka hverja hlutdeild Ungverjar ættu í konungs- morðinu. Jafnframt fréttist það líka, að Litla bandalagið, en í því eru, auk Júgóslavíu, Tékkó- slóvakía og Rumenía, myndi etanda óskipt að baki þessari kröfu og Frakkar myndu einn- ig styðja það, að þessi rann- sókn færi fram. Ákæran á Ungverja Reynslan hefir nú leitt í ljós, að allar þessar fréttir eru réttar. !>ann 22. þ. m. sendú Júgó- slavar ákæruskjal sitt til Þjóða- bandalagsins. Er það alllangt og margir telja það harðorðara og óvægara en viðeigandi sé í jafnalvarlegri deilu. Er þar haldið hiklaust fram, að ung- versk yfirvöld hafi haldið hlífi- skildi yfir samstarfsmönnum konungsmorðingjans, með því að lofa þeim að dvelja í land- inu og undirbúa konungsmorð- ið. Jafnframt er gefið í skyn, að ungverskir iiðsforingjar hafi undirbúið tilræðismennina, m. a. með því að kenna þeim með- ferð skotvopna og fleirum álíka þungum ásökunum er haldið fram í ákæruskjalinu. Að end- ingu er þess krafizt, að Þjóða- bandalagið láti fara fram rann- sókn á konungsmorðinu. Tveim dögum síðar sendu Ungverjar mótmælaskjal til Þjóðabandalagsins og var þar harðlega neitað allri þátttöku í morðunum og ákæruskjalið nefnt „ósvífin árás á þjóðar- heiður Ungverja“. Jafnframt var þess fastlega óskað, að Þjóðabandalagið léti hina um- beðnu rannsókn fara fram, þvi þá myndi koma ótvírætt í Ijós, að þeir ættu enga hlut- deild í morðunum. Afstaða nágrann- anna Eins og gefur að skilja, hax/i þessar orðsendingar vakið feikna æsingar í þessum lönd- um og reyndar víðar, því hvorutveggju hafa leitað sér styrktar annara þjóða. Gam- bös, forsætisráðherra Ungverja, hefir nýlega farið til Austur- ríkis og haft einkasamtöl við Schuschnigg. Er talið að Ung- verjar munu njóta óskiptrar liðveizlu Austurríkis. Afstaða Italíu hefir alltaf verið ákveð- in, því Mussolini er svarinn fjandmaður Júgóslavíu og hef- ir lengi alið þær óskir, að ná landinu eða einhverjum hluta þess undir veldi sitt. Hinsvegar veitir Tékkó- slóvakía og Rúmenía Júgóslöv- unf allan þann stuðning, sem þær geta veitt, og Frakkar hafa einnig látið það eindregið í ljósi, að þeir væru á þeirra máli. Vandræði Þjóða- bandalagsins Um það leyti, sem krafan um rannsókn í morðmálunum barst Þjóðabandalaginu, átti að halda fund í Þjóðabandalags- ráðinu, til að ræða Saarmálin. En honum hefir verið frestað til 3. des. Ástæðan til þess er engin önnur en að hinir leið- andi menn Þjóðabandalagsins, sem standa utan við deiluna, hafa enn ekki komið auga á nein þau ráð, sem leitt gætu til farsællar lausnar, þó aðrar ástæður séu látnar í veðri vaka, til afsökunar því, að fundinum var frestað. Fyrir frumkvæði Þjóða- bandalagsins hefir Antony Eden, hinum unga stjórnmála- manni Englendinga, verið falið að reyna að koma á sættum, áðúr en fundurinn kemur sam- an. En ekki hafa neinar frétt- ir komið um það, að sú mála- leitun hafi borið neinn árang- ur. Mörg helztu stórblöð álfunn- ar hafa látið svo ummælt, að i heiður Þjóðabandalagsins sé í veði, og það sé einnig óvíst, hvort það verði langlíft hér eftir, ef því takist ekki að leysa þetta viðfangsefni, því það hafi einmitt verið sams- konar atburður og afleiðingar af honum, sem urðu tilefni heimsstyr j aldarinnar. Maður bráílcvaddur pórshöín 29/11. FÚ. Guðmundur Einarsson að Gunnarsstöðum í Þistilfirði fór að heiman í gærmorgun og ætlaði til næsta bæjar. Kom hann ekki heim í gærkvöldi og var hans þá leitað, og fannst hann örendur rétt fyrir utan Hvamm, en þangað var för hans heitið. Hafði Guðmundur orðið bráðkvaddur. Guðmundur var 26 ára að aldri, ókvæntur, Háskóladeilan í Prag j Berlin kl. 8, 29/11. FÚ. Rektor og dekanar þýzka háskólans í Prag hafa sagt af sér, vegna fyrirskipunar Tékk- nesku stjórnarinnar uni að há- skólinn skuli láta af hendi stofnskjöl háskólans, til hins tékkneska háskóla. Skjölin eru undirrituð af Karli IV. London kl. 17, 29/11. FÚ. Hertoginn af Kent og brúð- ur hans fóru frá Buckinghan höll kl. 4,10 í dag og héldu til Paddington stöðvar og fóru þaðan nokkru síðar í einkalest þangað sem þau ætla að eyða hveitibrauðsdögum sínum, en það er á búgarði Dudley lá- varðar í Norður-Englandi. Þau koma til London um jólin og London kl. 8.45, 29/11. FÚ. I umræðunum um aukningu brezka loftflotans, í neðri deild brezka þingsins í gær, hélt Lloyd George ræðu, þegar Mr. Baldwin hafði lokið máli sínu. Hann deildi á þjóðirnar fyrir að hafa ekki getað af- stýrt því, að friðarmálin lentu í öngþveiti, sem raun væri nú á. Sir John Simon talaði af hálfu stjórnarinnar, og sagði, að ef til stríðs kæmi, væru Bretar reiðubúnir, hvenær sem væri. Hann sagði, að mikið hefði orðið ágengt með vísinda. legar rannsóknir um varnir Nýtt flugfélag Berlin kl. 8, 29/11. FÚ. Flugfélag, sem ætlar að halda uppi ferðum með Zeppe- linloftskipum, hefir venð myndað í Amsterdam. Rekst- ursfé hefir félagið fengið frá Þýzkalandi, Ameríku, Englandi og Hollandi, og ennfremur hef- ir það samið við frönsku stjórnina um samvinnu. Félag- ið er að semja um byggingu loftskipa við þýzku loftskipa- smíðastöðina í Friederichs- havðu. hafa þá í hyggju að dveljast með konungi og drottningu. Hjónavígsluna framkvæmdi í morgun erkibiskupinn af Kant- araborg. (Segir allítarlega frá því í bi*ezka útvarpinu í dag, hvernig athöfnin fór fram, búningum hinna ýmsu brúð- kaupsgesta o. s. frv. Fór at- höfnin fram með mikilli við- höfn). gegn loftárásum, en stjórnin stendur fyrir þeim rannsókn- um, Lansbury talaði einnig. Hann sagði, að jafnaðarmannaflokk- urinn vildi ógjarna gera frið- armálin að flokksmálum, en þrátt fyrir það yrði hann fyrir hönd flokks síns, að víta mjög harðlega þann undirbúning undir stríð, sem stjórnin léti nú fara fram, ljóst og leynt. Erkibófi ráðinn af dögum London kl. 8.45, 29/11. FÚ. Síðan Dillinger var drepinn, hefir maður að nafni Nelson verið talinn erkibófi Banda- ríkjanna. Hann er nú dauður. I viðureign við lögregluna í fyrradag, hlaut hann sár af 17 skammbyssuskotum, en ekki þó fyrr en hann og félagar hans höfðu orðið einum lög- regluþjóni að bana, og sært annan hættulega. I gær fannst Nelson dauðvona úti á víða- vangi, og höfðu félagar hans yfirgefið hann, þegar þeir sáu hvað í hönd fór. Hann var fluttur í sjúkrahús í Chicágo, og andaðist þar skömmu síðar. Hermálin á þingi Breta Sir John Simon kveður Englendinga albúna I ófrið

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.