Nýja dagblaðið - 30.11.1934, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐXÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Hitstjórar:
Gisli GuOmundsson.
Hallgrimur Jónasson.
Ritstjómarskrifstofumar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Simi 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
f lausasðlu 10 aura eint
PrentsmiBjan Acta
Fiskímálafrumvörp
FISKIMÁLANEFND.
Fvr. um fiskimálnefnd var
til 2. umr. í fyrradag. Bergur
Jónsson fulltrúi Framsóknar-
manna í sjávarútvegsnefnd,
sýndi fram á, hversu reynt
væri í frv. að fá fiskiframleið-
endur til þess að bindast fé-
lagsskap sín á milli til þess að
fá í umboði fiskimálanefndar
leyfi til þess, að annast um og
ráða yfir útflutningnum. Þá
sagði þm. að ákvæði 12. gr.
frv. um að taka upp ríkiseinka-
sölu á saltfiskinum væri ein-
göngu varaákvæði, sem eklti
væri ætlazt til að grípa þyrfti
til fyr en fullséð væri um það,
að framleiðendur sjálfir vildu
eða gætu ekki með neinu móti
komið sér saman um að mynda
nauðsynlegan félagsskap. Hins-
vegar væri öllum ljóst, að ekki
væri til þess hugsandi að hafa
útflutninginn óskipulagðan cg
væri því ákvæði frv. um einka-
sölu sett sem1 fullkomið vara-
ákvæði, er ekki yrði notað fyr
en útséð væri, að fiskframleið-
endur gætu ekki unnið saman.
íhaldið í nd. hefir tekið
þessu frv. með fullum fjand-
skap. ólafur Thors hefir sagt.
að aðeins það, að frv. hefði
koipið fram, mundi geta leitt
til þess að Sölusamlag ísl.
íiskframleiðenda sundraðist.
Hinsvegar vita allir, að þessi
fjandskapur ólafs og flokks-
mapna hans stafar af því, að
það framleiðendfélag, sem frv.
gerir ráð fyrir, á ekki nð
byggjast á „atkvæðum skip-
pundanna" eins og ólafur vill,
vegna Kveldúlfs, heldur á fé-
lagið að vera reist á persónu-
legum atkvæðum allra félags-
manna.
SlLDARÚTVEGSNEFND.
Finnur Jónsson hafði fram-
sögu um frv. um síldarútvegs-
nefnd, er var til 1. umr. í
fyrradag. Frv. þetta er að
mestu leyti eins byggt og frv.
um fiskimálanefni, enda til-
efni svipað. Finnur sagði frá í
sambandi við málið, að í Bret-
landi hefði nú verið skipuð
nefnd, er ynni að því að skipu-
leggja síldveiðina, sem væri
þar mjög í óreiðu eins og hér.
Hefði borizt hingað til Fiskifé-
lagsins eitt eintak af áliti og
tillögum þessarar nefndar, og
væri það einkennilegt, að
brezka nefndin hefði komizt að
sömu niðurstöðu í þessum mál-
um og stjómin og sjávarút-
vegsnefnd nd. í frv. Þó mun-
aði því að nefnd hinnar miklu
fríverzlunarþ jóðar, Englend-
Varnir Vestur-Evrópu
Landamæri Sfóra-Bretlands við Rín
Fyrir alllöngu síðan var það
haft eftir Stanley Baldwin, for_
manni íhaldsflokksins enska, í
ræðu, sem hann hélt, að landa-
mæri Bretlands væru við Rín.
Þau orð þóttu þá alleinkenni-
leg og torskilin.
En nú þykir sem þýðing
þeirra sé að koma fram í dags-
ins ljós.
Um miðjan þennan mánuð,
fór sú frétt um Evrópu eins og
eldur í sinu, að Bretland,
Frakkland og Belgía hefðu gert
með sér hernaðarlegan samn-
ing. Þessi fregn var ekki opin-
berlega staðfest, og það fylgdi
með sögunni, að stjórnir hinna
þriggja landa stæðu sjálfar
ekki að samningunum, heldur
væru það herstjórnir ríkjanna,
sem ættu þar hlut að máli.
Hitt er öllum vitanlegt, að
herstjófnirnar starfa að þess-
um málum sem öðrum þýðing-
armiklum í fullu samráði við
ríkisst j órnirnar.
Það eru flugárásir, sem Eng-
land óttast mest. Sama er um
Frakkland að segja. Og þótt að
í þessum samningsmálum sé
enginn ákveðinn og væntanleg-
ur óvinur nefndur, vita allir,
hvert þessar þjóðir renna tor-
tryggni og óttaaugum. .
Það er herveldi Þýzkalands,
sem við er átt og þess vel búni,
en að ýmsu leyti lítt kunni,
flugfloti, sem Bretar og Frakk-
ar óttast.
Ef til lofthernaðar kemur og
þessi lönd berast út í styrjöld
gegn sameiginlegum óvini,
gengur samningurinn út á það
að sameina flugflota allra
þjóðanna þriggja, þannig, að
hann geti varist og tekið þátt
í stríði sem ein heild.
Brytist út ófriður við Frakk-
land í náinni framtíð, myndi
England samstundis geta sent
loftflota sinn inn á franskar og
belgiskar stöðvar, sem flugfor-
ingjar brezka hersins hafa þeg_
ar kynnt sér nákvæmlega.
Þetta er frá Englands hálfu
öruggasta leiðin til þess að fá
svarað samstundis og með álit-
legustum árangri harðsnúinni
loftárás á eyríkið brezka.
Fregnir gizka á, að L. Bart-
hou utanríkisráðh. Frakka,
hafi, skömmu áðru en hann var
myrtur í Marseille, rætt þessa
ráðagerð við helztu stjórn-
málamenn í London.
En svo hafi Weygand hers-
höfðingi gengið frá samnings-
atriðumi síðar í sumar er leið,
einnig í Lundúnum.
Talið er að Hollandi hafi enn
verið boðin þátttaka í samn-
ingnum, en það hafi neitað.
En þessar fyrirætlanir telja
ýmsir að legið hafi á bak við
orð S. Baldvins, þegar hann
talaði um Rín sem landamæri
Bretlands í austri.
inga legði til, að gengið verði
lengra heldur en gert er í frv.
um síldarútvegsnefnd.
Jakob Möller, seni viður-
kenndi, að hann hefði ekki les-
ið frv. það, sem um var rætt,
talaði samt á móti því.
IÐRUN JÓHANNS.
Jóhann úr Eyjnm og Sig.
Iíristjánsson eru í sjávarút-
vegsnefnd. Þeim var boðið að
flytja þetta frv. eins og öðrum
nefndarmönnum, en þeir þorðu
það ekki og neituðu. I ræðum
Jóhanns við þessa umr. kom
glöggt fram iðrun yfir því að
hafa neitað að flytja frv. Kvað
hann sig ekki hafa verið búinn
að kynna sér það, en sagðist
nú vilja ljá því allt það lið, er
hann gæti, þó hann að vísu
væri því ekki að öllu leyti sam-
þykkur. Jóhann mun af íhalds-
þingmönnum hafa einna frek-
ast skilning á skipulagsmálurn
sjávarútvegsins, en verður að
hlíta forstjórn skammsýnni
manna.
HREINSKILNI ÞINGM.
Annars kom margt eftir-
tektarvert fram í ræðu hans.
Á fundi síldarinnflytjenda í
Danzig, þar sem Jóhann hafði
mætt fyrir hönd Islendinga í
fyrravetur, höfðu kaupmemi-
irnir tjáð sig fúsa til þess að
kaupa fleiri tugi þúsunda
tunna af íslenzkri síld ef hún
yrði seld héðan frá einni hendi.
Jóhann tjáði stjórninni þetta
tafarlaust er heim kom og Ás-
geir Ásgeirsson bcðaði til
fundar með síldarútflytjendum.
Þeir komu á fund. Fundahöldin
stóðu á aðra viku, sagði Jó-
hann, og var unnið viðstöðu-
laust, en því miður með eng-
um árangri. Þingm. sagði að
síðar á árinu hefði þó Matje-
síldarsamlagið verið stofnað,
en taldi hinsvegar vafasamt,
að því hefði tekist vel að nota
Danzig-markaðinn. „Það má
kannske segja, að það sé laat
um síldarkaupmennina ís-
lenzku“, sagði Jóhann, „að þá
skorti þroska á móts við aðra
landsmenn til þess að hafa
samtök um sölu sinnar fram-
leiðsluvöru, en þó hygg ég, að
mikið sé satt í þessu“. Þetta er
harður dómur í garð íslenzkra
saltsíldarútflytjenda, og það
frá þeirra eigin flokksmanni,
en sá dómur mun því miður
ekki vera of strangur.
Geymsla
Reiðhjól tekin til geymslu
á Laugavegi 8, Laugavegi
20 og Vesturgötu 5. Sótt
heim ef óskað er.
Ornixin Símar:
w 4661 & 4161.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð ,við Ingibjargar Sigriðar Steingrimsdóttnr. íráfall og jarðaríör
Aðstandendnz.
Eff þér takið
tjölskyldutryg-giDgn hjá SVEA
hafið þér tryggt fjölskyldu yðar í tilefni af
fráfalli yðar:
1. Fastar, mánaðarlegar tekjur í allt að tuttugu árum.
2. Ákveðna peningaupphæð þar er tuttugu ár eru liðin frá
því tryggingin var tekin.
Enginn fjölskyldufaðir hefir efni á því, að taka ekki þessa á-
gætu tryggingu hjá S V E A. — Aðalumboð fyrir Island:
C. A. BROBERG,
Lækjartorgi 1. Stmi 3132.
„Rödd yðar á silfurp!ðtunni“
Þið, sem ætlið að láta liljóðrita raddir ykkar
á „Silfurplötuu og senda hana í jólagjöf til
ættingja og vina, bæði vestan hafs og austan
ættuð ekki að draga það lengi úr þessu. —
Illjóðritunarstöðin er i Bankastræti 7, uppi
yfir hljóðfærahúsinu, opin frá 3 — 7, og á öðr-
utn titna eftir sanikomuiagi. Sami sími og í
Illjóðfærahúsinu: 3lb6. Leitið upplýsinga og
pantið í tima hjá Atla Ólafssyni, simar utan
hljóðrituuartíma: 3015 og 2756.
Norðienskt diikakjöt
<ð
g Hangikjöt,
'•5 Nautakjöt,
í buff pg gulasch,
^ Svínakótelettur,
Svið,
H
cí
tk
Iíjúpur,
Ilakkað kjöt,
Fars,
Pylsur.
Ennfremttr mjðg ódýrt kjöt af fullorðnu fö.
íshúsið Herðubreið
Fríkirkjuveg 7.
Sími 4565*
B
REYEID
J. GRUNO’S
ágæta hollenzka reyktóbak
VERÐ:
AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 Vjo kg.
FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95-
Fæst í öllum verzlunum
FREYJU kaffibætisduftið
— nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibœti, ekkert vatn
eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætia-
duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffl-
bæti í stöngum.
Notið það bezta, sem nnnið er í landinu