Nýja dagblaðið - 09.12.1934, Side 2

Nýja dagblaðið - 09.12.1934, Side 2
N Ý J A DAOBLAÐIÐ Jólagjafir lyrir unga og gamla. Mesta úr aö velja. Marteinn E'narsson & Co. Damslells heldur F. U. J. i Hafnarfiröi í kvöld (sunnud ) kl. 9 e. m. Muniö F. U. J. d nsleikir bezt r S t j ó r n i n Deildarsljéri óskast að kjötbúð hér i bænum. Umsóknir ásamt meðmælum leggist inn á afgr. Nýja dagbl. fyrir 12. þ. m., merkt „Deildarstjóri“. Höskuldur Björn^son M á Iverkasýn ingin í Goodíemplarahúsinu. Daglega opin frá kl. 10—8 Hótel Borg- r I dag: Tónleikar frá 3—4 Dansað írá 4-5,30 O.s. Island fer mánud. 10. þ. m. kl. 6 síð- degis til ísafjarðar, Siglufjarð- ar og Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi á mánudag. Fylgibréf yfir vörur komi fyrir hádegi á mánudag. Skipaaigreiðsla Jes Zímsen Tryg'gvagötu — 'Síuíí 8025 Ótrolegogægilog sunAraun Ungur sundmaður frá Nas- kov, Helge Olsen, sýndi fyrir fáeinum árum þá sundraun í höfninni í Naskov, að láta fjötra sig á höndum og fótum1 og- stinga sér síðan í sjóinn. Kom hann síðan upp af því kafi eftir tæpa mínútu og þú laus úr böndunum. Þessa eða því líka þraut iðkaði hann síð- an á ýmsa vegu og náðu þær hámarki 22. f. m. úti í Eystra- salti. H. Olsen sigldi út á fiskibát, ásamt vinum sínum nökkrum. Þegar út.var komið á opið haf, voru sett handjárn á hann, því næst vafin járnfesti um handleggi og bol, en fætur bundnir saman. Við annan fótinn var bundin löng taug og við hana festur 50 kg. þungur jámklumpur. Þannig útbúnum var honum varpað í sjóinn, er þar var ærið djúpur, þannig, að járnklump- urinn hlaut að draga sundmann- inn niður, sem var ekki í neina sambandi við bátinn. Loksins eftir tvær mínútur og seytján sekúndur skaut hon- um upp. Honum hafði fljótt tekizt að losa sig við handjárn- in, sömuleiðis losnaði hann brátt við fjöturinn, bæði um fætur og bol. En þungi járns- ins varð honum erfiðastur. Það togaði hann stöðugt niður á við og hann var rétt í þann veginn að missa meðvitundina, er honum tókst loks að losa sig við taugina. Og um leið og honum var náð inn í bátinn leið sund- garpurinn í öngvit. Þrátt fyrir þennan hættulega leik, sem nær hafði kostað har.n lífið, segir blaðið, er frásögnina birtir, að H. Olsen ætli næsta sumar að endurtaka þessa sjald- gæfu sundraun. Foringi Tsjeljuskin* leiðangiirsins búinn í aðra íshafsferö. Allir þeir, sem fylgst hafa með erlendum fréttum og við- burðum síðustu tíma, kannast við nafn prófessors Schmidt, Rússans, er komst í hann krappastan í Norðuríshafinu s. 1. vetur, ásamt skipshöfninni á ísbrjótnum rússneska, sem sökk þar norðurfrá. Prófessor Schmidt var bjarg- að, með naumindum þó, hann var fluttur veikur til Alaska, en fólk hans flest til Asíu, og varð sú björgun víðfræg. Nú herma erlend blöð, að Schmidt sé þess albúinn að leggja í aðra rannsóknarför norður í höf. Leggur stjórn Rússlands til ísbrjótinn Sadko, sem á m. a. að hafa tvær flug- vélar innanborðs. Stjórnin leggur á það hið mesta kapp, að kanna höfin norðan Asíustranda og komast að þvi, hvort auðið sé að sigla norðausturleiðina svonefndu, þ. e. milli Atlanzhafs og Kyrra- hafs, norðan Síberíu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.