Nýja dagblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 1
1 Lög um heimild handa ríkiastjórninni til einkasölu á bílreiðum, rafvélum, rafmagnsáhöldum o. fl. afgreídd frá Alþíngi 1 gær í ávarpi til þjóðarinnar fr.í 4. flokksþingi Framsóknar- manna var tekið fram, að flokkurinn vildi vinna að því að afnema tekjuhalla ríkis- sjóðs m. a. „með því að láta renna í ríkissjóð gróða af verzlun með einstakar álagningarmiklar vörutegimdir“. 1 samræmi við þetta lét fjár- málaráðherra undirbúa frum- varp um heimild handa rík- isstjórninni til einkasölu á bif- reiðum, mótorvélum, rafmagns- áhöldum o. fl. Var frv. lagt fram á þinginu af meirihluta allsherjarnefndar efri deildar, þeim Bemharði Stefánssyni og Jóni Baldvinssyni. íhaldið veitti máli þessu harða andstöðu. Tókst því samt ekki að fella málið, þó það fengi Ásgeir Ásgeirsson í lið með sér og var frv. afgreitt sem lög frá Alþingi í gær, þó með þeirri breytingu að heim- ildin nær ekki til mótorvéla, eihs og til var ætlazt í fyrstu. Meginatriði frv. eru þessi: Ríkisstjórninni er heimilt að taka einkasölu á eftirtöldum vöruflokkum: Bifreiðum allskonar og bif- hjólum, hvort heldur er til mannflutninga eða vöruflutn- inga. Bifreiða- og bifhjólahlutuin, þar með töldum hjólbörðum : (tires) og slöngum. Pétur Jónsson er fæddur hér í Reykjavík 21. des. 1884. Lauk stúdentsprófi 1906. Fór síðan til Danmerkur og hugðist að nema tannlækningar. En þegar Konunglega leikhúsið í Dan- mörku fór með kantötu þá, sem Svb. Sveinbjörnsson hafði sam- ið í tilefni af komu Friðriks 8. til Islands 1907, var P. J. feng- inn til að syngja einsönginn, og vakti söngrödd hans þá því- líka eftirtekt, að hann gerði sönglist að æfistarfi sínu síð- an. Stundaði Pétur fyrst nárri í Danmörku, en síðan í Þýzka- landi. Rafvélum og áhöldum, raf- lagningarefni. Skal undir þann flokk aðallega telja: Raf- hreyfla, rafala, aðrar rafvélar c-g rafvélahluta, rafgeyma og rafhlöður, raflampa, glólampa (ljósakúlur), rafmæla, rofa og vör (öryggi), raflagnapípur, dósir, tengla og annarskonar búnað raflagna, boglampa, glimlampa, einangrara, hnappa, völur, spenna (transforma- tora), strenghólka allskonar, loftskeytatæki, dýptarmæla, röntgentæki, talsíma- og rit- símaáhöld, eirvír og vafinn vír, snúrur og strengi (kabil) úr eir. Ríkisstjórnin leggur fram nauðsynlegt rekstrarfé til einka sölunnar, svo og til viðgerðar- verkstæða fyrir bifreiðar, eftir því sem þykir þurfa, og er henni heimilt að taka það að láni. Heimilt skal ríkisstjórn- inni að leggja rekstur einka- sölunnar að nokkrum hluta eða öllu leyti undir þær ríkis- einkasölur eða ríkisstofnanir, sem fyrir eru. Verzlunarhagnaður af einka- sölunni rennur í ríkissjóð. 30% af verzlunarhagnaðin- um' greiðir ríkissjóður bæjar- og sýslusjóðum þannig: 10% renna til bæjarsjóðs þess kaup- staðar, sem einkasalan hefir aðalaðsetur í, en 20% skiptast eftir mannfjölda milli bæjar- : sjóða annara kaupstaða og sýslusjóða. Var P. J. mjög rómaður eft- ir að hafa sungið sitt fyrsta stóra hlutverk í söngleik í Þýzkalandi og fór eftir það með aðal-tenorhlutverk í mörg- um helztu borgum Þýzkalands. Ekki hafði Pétur hugsað fyrir því, að útvega sér borg- araréttindi í því landi, sem liann hafði unnið fyrir á blóma- skeiði aldurs síns, og mun það hafa leitt til þess, að hann fluttist heim fyr en ella, en hér er, svo sem gefur að skilja, fámennið eins og fjötur um fót fyrir þá, sem hafa gjört söng- list að æfistarfi sinu. Erjur kommúiiista I Rússlandi Kalundborg kl. 17 20./12. FÚ. Nokkurar viðsjár eru nú sagðar í Sovétsambandinu, eða Stalln. óeining í stjómarflokknum. Sumir telja, að Sinavjet og Kamaneff séu við andstöðuna ríðnir, en fregnir eru óljósar. Margir eru teknir fastir. í þjónustu Kínastjórnar Lomlon kl. 20,30 19./12. FÚ. Sven Hedin hefir nú lokið starfi því, sem hann hefir í undanfarin ár haft með hönd- Sven Hedin. um fyrir kínversku stjómina, að mæla fyrir akbraut yfir þvert Kínaveldi, frá Gula haf- inui til kínverska Turkestan. I dag barst skeyti frá honum um j það, að hann hefði nú lokið við að mæla síðasta apottann. Fétur Jónsson, söngrari fimmtugur i dag Efpi deild skorar á ríkíssfjórnina að hlufasf fil um að gafa verði ekki Iðgð gegnum háskólalóðina Jónas Jónsson og Jón Bald- vinsson lögðu nýlega svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar um skipulagsuppdrátt Reykja- víkur fram í efri deild í sam- bandi við þjóðleikhúsbygging- una og Háskóla íslands: „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að tryggja það í skipulagi Reykjavíkurbæjar, að ! ekki verði Iagður umferðarveg- \ ur þvert yfir háskólalóðina, og að ákveðið verði að gera torg framan við þjóðleikhúsið, milli Hverfisgötu og Laugavegar'*. I greinargerð fyrir tillögunni segir: „Komið hefir til mála að gera umferðargötui fram með hinum nýbyggða stúdenta- garði, suður að Skerjafirði, en þá yrði skorin sundur háskóla- lóðin, til mikils tjóns fyrir i framtíðarskipulag þeirrar stofn ; unar. Þjóðleikhúsið er byggt á þeirri einu lóð á Amarhólstúni, sem var nógu stór fyrir það, j en þykir þar meira innibyrgt j heldur en góðu hófi gegnir | Eina ráðið til að bæta úr þvi er að trýggja það, að timbur- hús þau, sem nú standa fram- an við þjóðleikhúsið, milli Hverfisgötu og Laugavegar, verði ekki endurbyggð. Er nauðsynlegt að hafa allstórt torg framan við slíka bygg- ingu, ekki sízt er bærinn stækk- ar til stórra múna, sem vænta má í framtíðinni“. Þingsályktunartillaga þessi var tekin til einnar umr. í efrí deild í gær. Að lokinni umræðu var tillagan samþykkt og af- greidd sem ályktun efri deildar Alþingis. Ámerískt réttarfar Lögregla og herlið berst við œðis~ genginn mannfjöldann London kL 17 20./12. FÚ. I Shellbyville í Tennessee hafði svertingi verið tekinn fastur, ákærður fyrir að hafa ráðizt á hvíta stúlku. I gærdag réðust um 1000 manns að dómhúsinu, þar sem fanginn er í varðhaldi, ætluðu að ná honum út, og taka hann tafarlaust af lífi, án dóms og laga, en lögreglan og ríkisvarn- arliðið vamaði því með byss- um og byssustingjum og loks með véibyssum, þegar annað dugði ekki. Múgurinn gerði þrjár atrennur að húsinu, og eftir litla stund þá fjórðu, og þá var kallað á riddaralið til þess að dreifa honum. Á meðan hlé varð á bardag- anum sem snöggvast var svert- ingjanum komið undan á laun, og.þegar þetta spurðist æstist múgurinn ennþá meir, réðist á dómhúsið á ný, hellti á það olíu og kastaði í það dynamiti, og innan stundar stóð húsið í björtu báli. Múgurinn hótaði ennfremur að brenna fleiri op- inberar byggingar, en lögreglan gat komið í veg fyrir það. Aukalið hefir nú verið kvatt til borgarinnar, því að enn eru rniklar æsingar. Fólkið var á ferli á götunum í alla nótt, I æddi um og lét illuxn látum. I ! þessum bardögúm hafa þrír fallið, tveir liggja fyrir dauð- anum og fimm aðrir eru hættu- lega særðir. Nýja stjórnin í Jugoslaviu London kL 20,30 19./12. FÚ. Búizt er við, að ráðuneyti Jevtitch verði með meira lýð- ræðissniði en fyrra ráðuneyti. Það er sagt, að Jevtitch sé hlynntúr málfrelsi, bæði í ræðu og riti, og muni hann afnenla hömlur þær, sein settar hafa verið á málfrelsi i Júgóslavíu. Þá er sagt, að hann mum ætla að láta semja ný kosn- ingalög, sem veiti kjósendum víðtækara frelsi en þeir hafa nú, og að kosningar muni svo verða látnar fara fram innan skamms. Jevtitch hefir kallað á fund sinn í dag leiðtoga allra, eða flestra, stjórnmálaflokkanna í landinu, og mun hann hafa leitað samvinnu þeirra um stj órnarmyndun.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.