Nýja dagblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 5
í* 1 i A
SAOSJUA'BIB
B
Bagnheiður Jónsdóttir:
Æfinfýralaikir
Fáar skemmtanir eru börn-
um kærari og þroskavænlegri
en góðir sjónleikir. En allt of
lítið hefir hér verið gert til
þess að laða börn að þeirri
fögru list, og nota hana í þarf-
ijr uppeldisins. Erum vér í því
efni eftirbátar flestra grann-
þjóða vorra.
íslenzk böm hafa því miður
haft lítið af þessháttar leikj-
um að segja, því að þessi grein
barnabókmennta vorra hefir
verið mjög fáskrúðug. Er það
því sérstakt gleðiefni, að henni
hafa nú í haust bætzt tvær
góðar bækur, hvor á sínu sviði.
Steingrímur kennari Arason
gefur út aðra þeirra og nefnir
Helgu í öskustónni. Er hún
fyrst og fremst ætluð skóla-
bömum til náms í lestri og
framsögulist, en nokkrir leikj-
anna eru einnig vel fallnir til
sýninga á leiksviði. Bókin er
í stuttu máli hin prýðilegasta
of auk þess ódýr. Er barna-
skólunum áreiðanlega mikill
fengur í henni.
Hin bókin heitir Æfintýra-
leikir og eru þeir einkum ætl-
aðir til sýninga á almennum
skemmtistöðum. Frú Ragn-
heiður Jónsdóttir kennari hefir
samið leiki þessa, en Þorsteinn
M. Jónsson gefið þá út. Er
þetta fyrsta bók höf., en frúin
er þó áður góðkunn fjölda
bama fyrir sögurnar, sem hún
hefir sagt þeim í útvarpið.
tamsmms*ESíássís^s-. ■ -■
Bókin er 110 bls. og pappír-
inn góður. Hún er bundin í
stíft og bandið allgott. Verð
kr. 2,50.
í kverinu eru fjögur leikrit,
og vitanlega öll stutt, eins og
venjulegast er um leiki handa
bömum. En það tekur lengri
tíma að sýna leiki þessa en
virðast mætti við fljótan yfir-
lestur. Ekki valda því örðugar
sviðbreytingar eða nijög tíð
þáttaskil, heldur líkamsæfingar
og dansar, sem’ felldir eru inn
í leikina. Eykur það mjög
fjölbreytni og gerir sýningarn-
ar miklu glæsilegri, ef vel er
með farið. En séu ekki tök á
að sýna þá, má oftast sleppa
dönsunum, án þess efni leikj-
anna raskist.
Leikirnir heita: Dóttir
skýjakonungsins, Hvíti riddar-
inn, Gilitrutt og Nátttröllið.
Efnið er góðkunn æfintýri og
vinsæl meðal barna. Veit ég, að
þeim er forvitni á að sjá kónga
og drottningar, dverga, álfa
og undravættir, sem þau hafa
áður kynnst af frásögn sinni,
birtast ljóslifandi á leiksviðinu.
Og ánægjan mun engu minni
hjá þeim, sem spreyta sig á
að sýna þessar persónur í allri
þeirra dýrð, mætti, tröllskap
og afkárahætti. En fullorðnir á-
horfendur njóta vafalaust ó-
blandinnar ánægju, ef leikur
bamanna tekst sæmilega, og
lifa aftur í leik þeirra nokkrar
gleðistundir liðinnar bernsku.
B. SL J.
JðlatrésskemmtuD
Framsðknarmanna
Jólatrésskemmtun Framsókn-
armanna verður haldin 28. þ.
m. í K.R.húsinu. Það var fyrst
í fyrra, sem tekin var upp sú
nýbreytni að efna til slíkrar
skemmtunar og gafst þá vel.
Er áreiðanlegt, að allir, sem
sóttu þá skemmtun munu koma
á þessa og hefir því verið séð
fyrir stæri’a húsrúmi, svo fleiri
geti komið núna.
Framsóknarmenn efna ekki
til annarar skemmtunar um
jólin að þessu sinni. Má því
telja víst, að skemmtun verður
engu síður vel sótt af þeim
eldri, en þeim yngri. Er full-
orðnum ætlaður aðgangur eftir
kl. 10 og verður dansað eftir
þann tíma lengi nætur.
Þarf eklci ag fjölyrða um
það, að þessi skemmtun verð-
ur bæði fjölmenn og skemmti-
leg.
Vetrarhjáfpin
Forstöðunefnd Vetrarhjálp-
arinnar þakkar bæjarbúum
fyrir drengilegan stuðning að
starfi. Hefir nú með atbeina
þeirra þegar reynst fært að
hjálpa hátt á annað hundrað
heimilum um matvæli, fatnað
og kol. Níu stúlkur eru stöðugt
að fatasaumum, enda er þörfin
allra mest á því sviði. Daglega
bei’ast 30—50 nýjar hjálpar-
beiðnir. Verður því aðeins
nokkur leið til að veita öllum
hjálp, að gjafir frá bæjarbú-
um fari enn vaxandi. 1 fullu
trausti til góðvildar þeirra og
hjálpfýsi, heitir nefndin á þá
sér til styrktar.
Gjafir sendist sem allra
fyrst til skrifstofu Vetrar-
hjálparinnar Laugaveg 3, sem
er opin daglega lvl. 1.30—4,
sími 4658.
Vetrarhjálpin þyríti enn-
fremur að geta sent jólaglaðn-
ing til a. m. k. 500 heimila.
1 von um, að það megi tak-
ast, óskum vér öllum gleðilegra
jóla.
Bókín
»Úti-íþróttir«
kom út í gær
eftir
Moritz Rasmnsseu og
Carl Silverstrand
með 120 myndum. Verð kr. 4.50
Nauðsynleg bók hverjum íþrótta-
manni, Tilvalin jólagjöf handa
ungum mönnum.
Iþróttatélag Reykjavíkur
Nú eru jólin að ganga í garð!
Hvað á að borða?
Rjupnasteik,
Gæsasteik,
Andasteik,
Svínasteik,
Nautasteik,
Svínakótelettur,
Nautabuff af ungu,
Gulasch,
Beinlausir fuglar,
Hangikjöt af Hólsfjöllum,
Norðl. dilkakjötið,
Rauðkál,
Hvítkál,
Blómkál,
Purrur,
Selleri,
Rauðbeður,
Gulrætur,
Grænar baunir,
Sultutau, innl. og útL,
Pickless,
EpU,
Appelsínur,
Þurk. ávextir,
Ostar, 4 tegundir,
Skinke,
Salat, 2 tegundir,
Rjómabússmjör frá Ak,,
Glæný ísl. egg,
Kryddsíld,
Marineruð síld í gL
-----Allsk. áleggspylsur. — —
Nú eru að verða síðustu foiröð með jólapantanir, — pantið því strax i dag.
Kfötbúd Reykjavikur
Vesturgötu 16.
Sími 4769.
Oott
píanö
í mahogni-kassa, ódýrt
til sölu til jóla.
Hljóðfærahúsið.
Ný-orpin egg
Húsmæður! Hafið þér athugað að kaffibrauðið verður
bragðbetra úr nýjum eggjum en gömlum? Ef ekki, reynið
þá nýju eggin frá Eggjasölusamlaginu nú í jólabaksturinn,
og þér munuð sannfærast um, að þér komizt af með minna
af þeim og fáið þó betri kökur.
Eggin frá EggjasÖlusamlaginu eru stimpluð og flokkuð,
og koma daglega ný-oxpin á markaðinn.
Fást í heildsölu hjá
Árni Sigurðsson
fríkirkjuprestur.
Ásmundur Guðmundsson
háslcólakennari.
Magðalena Guðjónsdóttir
hjúkrunarkona.
Þuríður Þorvaldsdóttir
hjúkrunarkona.
Þórsteinn Bjarnason
Bskur tii jólagjafa
Allar fáanlegar íslenzkar
bækur, fjölbreytt úrval á er-
lendum málum, ensku, dönsku,
norsku, sænsku(t. d. hin prýði-
lega og ódýra afmælisútgáfa af
Selmu Lagerlöf), þýzku og
frönsku.
RlMUR FYRIR 1600.
Sláturfélagi Suðurlands
Simi 1249
jrólagjafir
Allar beztu nýju bækurna og mikið úrval
af eldri bókum. Unglinga og barnabækur
Bókaverzlun
Spil,
margar tcgundir og ódýrar
Halldóp Eíríksson,
Hafnarstra'ti 22 Sími 8175
ódýrasta bók ársins (548 bls.,
10 kr.). Á morgun á höfund-
urinn (Björn K. Þórólfsson) að
verja þetta rit til doktorsnafn-
bótar. Réttast að kaupa bókina
strax í dag.
Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar
Gnðm. Gamalíelssonar
Simi 3263
Baðhús Reykjavíkur
vorður opið sem hér segir:
Verzlið við þá
að öðru jöfnu, sem auglýsa
( Nýja dagblaðinii
Laugardaginn 22. til kl. 12 á miðnætti.
Sunnudaginn 23. tll kl. 6 e. h.
Aðfangadag til kl. 2 o. h.