Nýja dagblaðið - 21.12.1934, Page 7
N Ý J A
DAOBLADIO
7
Framkvæmdir
Sambands (slenzkra samvinnufélaga
Sápu- og efnagerðln »Sjöfn»
á Akureyri
nýja dagblaðið
Útgeíandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gfsli Guðmundsson.
Hallgrímur Jónasson.
Rilstjómarskrifstofurnar
Laugnv. 10. Símar 4373 og 2353
afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiöjan Acta.
Starfsamt
Þing
Yfirstandandi þingi lýkur ná
næstu daga.
Það hefir tim margt verið
frábrugðið undanförnum þing-
um.
Tvímælalaust er það hið
afkastamesta þmg síðan 1928.
Sjaldan fyr hefir verið tek-
ið eins föstum tökum á að-
kallandi málum, sem nú hefir
verið gert. Og slík tök voru
nauðsynleg til þess að málin
gengju fram.
Framsóknarflokkurinn tók
fyrst nauðsynlegustu úrlausn-
arefni landbúnaðarins til fram-
kvæmda.
Afurðasölulögin mættu þeirri
mótspyrnu fyrst lengi vel,
sem alkunnug er. En það
várð ekki staðið í gegn jafn
þörfum úrlausnum til lengdar.
Og nú er svo komið, sem al-
kunnugt er, að allir flokkar
keppast við það að eigna sér
þau lög.
En málefni sjávarútvegsins
voru ekki síður tekin til at-
hugunar. Þau voru í brýnni og
aðkallandi þörf. „Ráðkænu“
mennimir í íhaldsflokknum
höfðu teflt þar flestu í rústir.
Frumv. stjórnarinnar um
Fiskimálanefnd o. fl. er nú
orðið að lögum. Er þar með
lagður grundvöllur undir um-
bætur á þessum atvinnuvegi og
kjörum sjómannastéttarinnar,
sem ausið hefir auðæfum úr
hafsins skauti, en borið minna
úr býtum en skyldi.
Þá má nefna stórmál eins og
skattafrumv. fjármálaráðh.
Þar er létt tollum á fram-
leiðsluvörum, en hækkaðir á
lúxusvörum. Skattar eru með
nýrri löggjöf sveigðir í það
horf að vera meir beinir skatt-
ar lagðir á háar tekjurogeign-
ir. Þeir lækka aftur á móti á
lágtekjumönnunum. Er hér
stigið geysíþýðingarmikið
skref til meira réttlætis en
áður hefir verið um þessi efni.
Þá er það alveg einstakt
hverja afgreiðslu fjárlögin
hafa hlotið á þessu þingi.
Stjórnarflokkarnir hafa stað-
ið fast um það, að varna því,
að andstæðingar næðu að spilla
fjárlagafrumvarpinu þannig, að
tekjuhalli yrði stórvægilegur,
eins og íhaldið og „bænda-
flokkuri.nn“ gerðu tilraun til.
Og nær engir af þingmönnum
ínnan. stjórnarflokkanna hafa
borið fram neinar breytingar-
tillögur við fjárlögin.
íhaldsmenn í fjárveitinga-
nefnd vildu draga úr verkleg-
um fntunkvæmdum.. sem nam
Niðurl.,
Áður voru sápurnar kald-
hrærðar, en við það hélzt ætíð
eitthvað af olíu (palmentisýru)
ósæpt, en þá ertu sápurnar hör-
undið. Þá er og sá gagngerður
munur á hinum nýju sápum og
þeim kaldhrærðu, að hinar síð-
amefndu innihalda aðeins 60—
65% fitusýru, en nýja' Sjafnar-
sápan 80—85%, eins og áður
er sagt. Og síðast — en ekki
sízt — er þess að geta, að ein-
ungis með því að sjóða vél-
hrærða og vélelta sápuna, fær
slyngur ilmbyrlari notið íþrótt-
ar sinnar til fullnustu og töfr-
að í sápuna hverskyns hugsan-
lega angan milli himins og
jarðar.
Siðasti áíangmn
Nú eru teknir þessir teygjan-
legu og þanþolnu spænir, er
heflast af eltivélinni og þeim
stungið í hlaupvíða sogskál í
vél, er að nokkru líkist tröllauk-
inni kjötkvöm. Vindusnígill úr
stáli saxar nú spænina í mauk
og þrýstir þeim síðan gegnum
fíngataða plötu — svipað og
kjötkvömin kjötinu — inn í
keilumyndað hol. Þar þjappar
hinn skrúfgengi vindusnígill
sápunni afar fast saman við yf-
irhitun og þrýstir henni síðan,
um munnstykki, sem þétthörðn-
uðum kólfi, er mismunandi um-
mál og lögun hefir, eftir vídd
og oplögun munnstykkisin3.
Kólfinum er ýtt eftir mjóu
borði undir fótstigið stálþráðar-
högg, er bitar niður sápuhúð-
ina í hæfilega búta. Frá þess-
ari skurðnrvél eru bútarnir born
ir í stimpilvél, settir þar í það
mót, er hverri gerð er markað,
og fergt þar enn í mótunum,
um leið og nafni og einkunn er
þrýst í sápuna. Og loks eru
þess sápustykki tekin, sléttuð
enn betur og gljáfægð og sum-
ar tegundir vafðar nostursfínt
í gagnsæan tréning (cello-
phane), er nú er svo mjög tek-
ið að nota í loftþéttar umbúðir.
Og þannig er Sjafnarsápan
reiðubúin að mýkja, styrkja,
næra og ilmbera hörund allra
forsjálla hispursmeyja og hefð-
airfrúa í landinu.
600 þús. . krónum1. Þeim tókst
það ekki. Framlög til gagn-
legrar og arðberandi vinnu í
landinu eru óvenju mikil. At-
vinnuleysið er hverri þjóð eitt
hið þyngsta böl.
Framsóknarflokkurinn vill
ekki spara aðgerðir til þess að
draga úr því. En samvinnu-
mennirnir vilja láta virma að
framkvæmdum, sem eru fyrir
framtíðina, en koma þó sem
fyrst að beinu gagni.
Sólsápa og
blámasápa
Eins og áður er sagt, liggur
sama ferðalag fyrir grunnsápu
sólsápunnar og handsápunnar,
unz 100 kg. sápuhnausarnir eru
skornir í stangir. Þá eru sól-
sápustangirnar/stuttskomar og
að því búnu þurrkaðar, en síð-
an fergðar og stimplaðar og
fægðar. En ilmefnunum er
blandað í sólsápuna í steyping-
'unni. — Að lokinni fægingu er
sápunni raðað í hinar vel-
þekktu, grænhvítu öskjur Sjafn
arsápunnar, 3 stykkjum í
hverja, en 48 öskjum er raðað
í sérstakan kassa, þar til gerð-
an og eru þannig sendar til
heildsölunnar.
Blámasápan velþekkta, er
,.Sjöfn“ framleiðir, er af svip-
aðri gerð og sólsápan. í henni
er hreint ultramarinþvottablátt
látið krystallast í sápunni. Ger-
ir það þvöttavatnið mjúkt, þótt
hart komi í balann, sökum sér-
stakrar efnablöndunar, auk
þess sem það sparar þvotta-
blámann. „Sjöfn“ er eina verk-
smiðjan á lslandi er framleiðir
blámasápu. Það er góð, en ódýr
þvottasápa og horfir til þess,
að hún útrými af innlendum
markaði hinni erlendu „blá-
flekku“- („blue mottled") sápu,
er hingað hefir flutzt, aðallega
frá Englandi.
Blautsápan, sem annar strokk
urinn er eingöngu notaður und-
ir, er soðin 1 dag, „slípuð“, þ.
e. klórkalílút blandað í hana og
síðan bleikt. Síðan er hún úr
suðustrokknum leidd um hólk-
rennu beint í tuiinurnar og kæld
þar. Er svo búið um hana, hina
velþekktu Sjafnar krystalsápu,
sem hver vill hafa, ýmist í 80
kg. tunnu, 5 kg. fötu eða 1 kg.
bauk.
Nú göngum við inn á skrif-
og rannsóknarstofu hr. Hiiters.
Hann bregður pappírsræmu í
glas og síðan fyrir vit mér og
lýkur með því snögglega upp
fyrir mér Marðarnúpshvammi.
Ég verð auðsjáanlega forviða,
því að hr. Hiiter brosir, um leið
og hann segir mér, að hann
hafi lengi verið að spreyta sig
á að byrla olíu með ilm hins
íslenzka reyrgresis. Ég fæ ým-
islegt að vita um ilmolíur, bæði
náttúrlegar og „tilbúnar“, (þ.
e. a. s. stældar eftir ilmi hinna
og þessara blóma), sem of
langt yrði hér upp að telja, —
því miður. En ég fæ að glugga
í þýzkan verðlista og sé, að
þær eru ekki beinlínis gefnar,
sumar hverjar olíuraar. Af
þessari kostar kílóið 100 krón-
ur og hinni 4000, og hér er ein
á 6000. Þrjú þúsund krónur
pundið I S. H. f. H.
Til jólagjaía
Klukkur
Ur
Silfurpostulín
Silíur og plettvörur, Hálsmen
Hringar
Armbönd fyrir fullorðna og börn
Margskonar smávara
HARALDUR HAGAN
AUSTURSTRÆTi 3 • SIMI 389o