Nýja dagblaðið - 17.04.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 17.04.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Takmörkun á erlendu byggingarefni Eftir Kjartan Ólafsson húsasmíðameistara Nú þegar við verðuml að mæta því, sem staðreynd, að ininnka þurfi innflutning á er- lendu byggingarefni, allveru- lega, jafnvel um 30—40% mið- að við árið 1933 og meira í hlutfalli við innflutnings síðast- liðins árs. Þá verður að taka til athugunar alla þá mögu- leika, sem finnanlegir eru til að láta þessa takmörkun hins erlenda efnis ekki koma fram í tilsvarandi minnkun húsa- gerðar og auknu atvinnuleysi byggingariðnaðarmanna og annara, sem að húsabyggingum vinna. Þessu marki verður að ná að miklu á þessu ári og al- veg á næsta ári,- með aukinni vinnslu og notkun á innlendu þyggingarefni og bættri tilhög- un á vali og meðferð hins er- lenda efnis. Vil ég fyrst benda á, að banna innflutning á öllum tiltölulega dýrum, en óvaranlegum efnum, svo sem allskonar veggfóðurplötum1, sem fluttar hafa verið inn í all- stórum stíl, nú síðustu árin. Ennfremur kork og öðru ein- angrunarefni og jrfirleitt öllum þeim efnum, sem hægt er að fá tilsvarandi innanlands. Þá má takmarka mjög kaup á bik- pappa og bárujárni, enda ekki skaði þó bárujárn væri lagt niður til nýbygginga, en óhjá- kvæmilega verður að flytja það inn, lítið eitt, til viðhalds gömlum húsum. Þá verður einnig innflutningur á hurðumí og gluggum, bæði úr tre og málmi, að leggjast niður, svo og „gabon“-plötum, sem eru óhæfi- lega dýrar í hurðir. Einnig þarf að taka til athugunar, hvort ekki borgar sig að kaupa allt timbur sagað i borð, eða jafn- \ el aðeins í planka og flytja á þann hátt inn í landið þá vinnu, sem frekari vinnsla á því útheimtir — hefling, plæ- ing og fleira. Þá verður að breyta húsa- gerðinni í þá átt, að húnin séu undantekningarlítið byggð úr steini í hólf og gólf, éinangruð með vikur mó eða torfi, 1 stað pappa, timburs og mjírhúðar með vímeti, sem nú er mest notað þegar sæmilega er geng- ið frá húsumi hér í Reykjavík. Með þessu móti sparast af út- lendu efni klæðning á alla út- veggi húsanna, úr pappa og vír- neti ásamt tilheyrandi trébind- ingum. Svo sparast allt timbur, pappi og þakjám, ef þökin em steypt, einangruð méð áður- greindum efnum og bikuð ofan. Líldega verður einhver svo fljótfær að halda því fram, að það sé vafasamur hagnaður að spara svo timbur til húsanna og nota ekki mótaviðinn í hús- in — í þök undir múrhúð og fleira eins og gert hefir verið. Því er til að svara að steypa má mörg hús í sama mptaviðn- um án mikilla affalla, ef g»tt er sæmilegrar hagsýni við mótagerðina og meðferð viðar- ins. Þá þarf að fyrirbyggja allan „luxus“ og gæta ítrustu spar- semi um val á gólfdúkum, hit- unartækjuim, handlaugum og fl. Jafnvel má spara í bráð ýirisa dýra hluti, þó gagnlegir séu, svo sem gúmmídúka, vegg- flísar, baðker og fleira. Má í þessu sambandi við hit- unartækin benda á, að auðvelt væri að búa til hér miðstöðvar- ofna. Mundi það skapa nokk- ura atvinnu og minnkaðan inn- flutning, þó sækja þurfi efnið til útlanda. Ef samtaka og ákveðið vero- ur unnið í þessa átt, sem hér er bent á, þá getum við ábyggi- lega haldið áfram sama, eða jafnvel aukið innflutning á sementi, steypustyrktarjárni og öðrum þeim efnum, sem þessi húsagerð óhjákvæmilega útheimtir, þó skertur verði — að verðupphæð, — allverulega heildarinnflutningur bygging- arefnisins. Væri þá því tak- marki náð, að geta byggt á ári bverju ekki færri íbúðir en gjört hefir verið að undan. förnu. Það að breyta til og spara út- lent efni í byggingararnar og geta með því haldið áfram1 eða jafnvel aúkið húsagerðina, má öllum vera Ijóst, að er okkur ihin mesta lífsnauðsyn, en hitt er líklega ekki mönnum' al- menn ljóst, að einmitt þessi sama breyting hefir stórkost- legt gildi, sem endurbót á húsa- gerðinni. Nægir í því efni að benda á þá reynslu, sem feng- in er með mó og vikur, seini einangrunarefni. Svo og það, að útrýma að mestu timbri og með öllu pappa og bárujárni, sem eru óvaranleg efni, dýrt í viðhaldi og óeldtryggt. Þá mun margur spyrja: Getum við breytt til méð húsa- gerðina og það tafarlaust? því nú þegar er farið að spara út- ienda efnið. Það getum við ekki svo full- ur árangur fáist, nema að allir aðilar séu samtaka, byggingar- fræðingar, byggingaiðnaðar- rnenn, bygginganefndir kaup- staðanna og* aðrir, sem um þessi mál fjalla, vinni í sam- ráði við gjaldeyrisnefnd og fái íulla aðstoð ríkisstjórnarinnar. Enda verður ríkið að greiða íyrir flutningi og vinnslu á hin. um ínnlendu byggingarefnum, svo þau verði ekki einstakling- um dýrari en sambærileg út- lend efni. Væri efalaust hægt að verja til þessa noltkuru af atvinnubótavinnunni og þar með gjöra hana hagnýtari en verið hefir að undanfömú. Þegar aðgætt er að auk þess, sem við þurfum að byggja yfir þá fólkstölu, sem árlega bætist við þjóðina, 3.—4. hundruð NtJA DAGBLAÐIÐ Útgeíandi: .Júaðaútgáfan h.f." Ritstjórar: Gísli Guðmundsson. Hallgrímur Jónasson. Ritstjómarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2383. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. íbúðir á ári hverju, þá erum við á fáum áratugum að endur- urnýja allan húsakost þjóðar- innar, því að allt fram að síð- ustu aldamótum var ’ tæplega byggt nokkurt hús, sem nú og framvegis verður talið íbúð- arfært. Með tilliti til þessa má það vera öllum ljóst, að bygg- ingaiðnaðurinn er orðinn stór þáttur í atvinnulífi þjóðarinn- ar og jafnframt mjög mikils- verður þáttur í þjóðarbúskapn- um, meðan við sækjum megin- hluta byggingarefnisins til annara landa. Byggingariðnað- armenn hér í Reykjavík hafa margir, og ég vona flestir, gert sér ljóst, hvernig þessum1 mál- um horfir nú við, og erú þess reiðubúnir að taka það föstum og skynsamlegum tökum, að því leyti sem1 þeirra verka- hringur leyfir, eða þeir verða. til ráða kvaddir. Um leið og ég framset hér í stuttum dráttum! þau úrræði, sem mér eru ljósust við um- hugsun þessa stórmáls, þá er þag með fullri kröfu þess að þegar verði tafizt handa og ekki látið „fljóta sofandi að feigðarósi", meðan iðnaðar- mennirnir erú að berast yfir í hóp atvinnuleysingjanna og þjóðin stöðvuð méð þær fram- kvæmdir, sem öðrum fremur bera hana áfram til frekara menningarlífs. Ur víngarðí íhaldsins Úr víngarði íhaldsins..... Kaupgreiðslur Magnúsar Guð- mundssonar og Þorst. Briem 1933 til nokkurra „verkamanna : ríkissjóðs. I. Háttsettur íhaldsmaður í stjórnarráðinu: 1. Laun................kr. 6000 2. Dýrtíðaruþpb. ... — 690 3. Fyrsti bitlingur . . — 1200 4. Annar bitlingur . . — 1500 5. Þriðji bitlingur .. — 633 6. Fjórði bitlingur .. — 764 7. Fimmti bitlingur . — 2249 Samtals kr. 13036 Daglegur vinnutími 10—12 og 1—4. Frh. Nýtt nantakjðt i selur Ishúsið Herðubreið Sími 2678. Ní BÖK: MEIST4RI HÁLFDAN eftir dr. theoL Jón Helgason, biskup. pessi bók, sem íyrst og íremst er æfisaga hins merka fræðimanns og bókaútgefanda Hálfdánar Einarssonar, skólameistara á Hólum, er jafnframt að líkindum bin fyrsta og einasta lýsing á skólahaldi í Hólaskóla, sem prentað hefir verið hér á landi. JJeir mörgu, sem hafa mætur á sögufróðleik og æfisögum, fá hér bók, som í senn er fróðleg og mjög skemmtileg aflestrar. Bókin er í stóru broti, með fjórum myndum og rithand- arsýnishomum, og fæst, hjá bóksölum, lieft og innbundin í mjög vandað og fallegt skinnband, og því heppileg til tækifærisgjafa. mmiEM ______________ttólMivcrslim - Sími 2720 Um hátíðarnar verða rakarastofur bæjarins opnar, sem hér segir: Miðvikudaginn fyrir skírdag til kl. 8 e. m. Á laugardaginn fyrir páska til kl. 6 e. m. Á síðasta vetrardag til kl. 8 e. m. Lokað allan dagi i r, á skírdag, . östutaginn lang i, 1. og 2. páskadag og sumardagirui fyrsita. I hátíðabaksturinn eru hinir góðkuimu Bökunardropar okkar sjálfsagðir Afengisverslun ríkisins Benzínsölur vorar verða opnar hátíðadagana eius og hér segir: Skírdag opið kl. 7—11 árd. og kl. 3—6 síðd. Föstudaginn langa lokað allan daginn. Laugardaginn fyrir páska opið allan daginn. Páskadag lokað allan daginn. Annan páskadag opið kl. 7—11 árd. og kl. 3—6 síðd, Hið islenzka steiaoliuhlutafélag. Hangikjöt — það bezta táanlega — selur Samband ísl. samvinnufiélaga Sími 1080 (4 línur). Gula bandið bezt og ódýrast, aðelas kréaar 1.30 kflóið. Þetta flóða smjðrliki fœst í Kaupfélagi Eeykjavíkur

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.