Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Qupperneq 1
3. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 6. júní 1935. 128. blað Franska stjórnin féil á þriðja degi Forsætisráðherraun spottaöi stuðnings- Valur og smótið Fram 0:0 menn sína, og þeir felldu stjörnina í bræði Laval reynir að mynda nýja stjórn London kl. 21,15 4./G. FÚ. Fi-anska stjómin er fallin. Um klukkan 8 í kvöld (enskur tími) neitaði fulltrúadeildin Bouisson forsætisráðherra um einræðisvald fyrir stjómina í fjármálum, með tveggja at- kvæða meirihluta. Svo er að orði komizt, að Bouisson hafi valdið sínu eigin falli, með því að hann gat ekki stillt sig um að draga andstæð- inga stjórnarinnar sundur í háði, og þá einkum radikal- socialista, en sumir þeirra voru til með að styðja hann, og af traustsyfirlýsingunni, sem sam- þykkt hafði verið með meira en 100 atkvæða meirihluta fyr um daginn, virtist ljóst, að Bouisson væri borgið. Bouisson hefir í sjö ár verið íorseti deildarinnar, og hefir oft leyft sér að beita kaldhæðni við þingmenn, og hafa þeir ekki látið það á sig fá. En er hann beitti sömu aðferð við þá sem forsætisráðherra, þoldu þeir það ekki. Um1 radical-socialista sggði hann meðal annars, að þeir væru milli steins og sleggju, því annaðhvort yrðu þeir að styðja stjórnina gegn sinni eigin sannfæringu, eða svíkja loforð sitt. Þess er minnst, í þessu sam- bandi, að svipað þessu fór einu sinnj fyrir Sarraut. Honum' varð það á, er hann átti það undir fáeinum atkvæðum, hvort stjórn hans gæti staðist, að leyfa sér að beita keskni. í kvöld var gert ráð fyrir að Lebrun mundi biðja Bouisson aftur að mynda nýja stjórn. En einnig hefir verið talað um, að nú kunni að verða gengið til kosninga. London kl. 16 5./6. FÚ. Franskir stjórnmálamenn eiga óvenju annríkt í dag við að ráða fram úr þeim örðug- leikum, í stjórnmálum Frakk- lands, sem skapast hafa við fall Bouissonstjórnarinnar. En hún féll, eins og þegar er skýrt frá, í gærkvöldi. Forseti Frakklands, Lebrun, lét það verða sitt fyrsta verk að biðja Bouisson að gera til- raun til þess að mynda aðra stjórn, en Bouisson færðist ein- dregið undan því að koma fram! fyrir fulltrúadeildina öðru sinni í ]>eim erindum. Laval hefir hinsvegar tekið að sér að gera Myndin sýnir Flandin, binn risavaxna forsætisráðherra frðnsku stjórnarinnar, sem féll i vikunni, sem leið — lengst til hægri — og Laval, sem nú er að reyna að mynda stjóm — lengst til vinstrL — Milli þeirra ern MacDonald og Mussolini. — Myndin er tekin á fundinum i Stresa i vor. par mættu fulltrúar Breta, Frakka og ítala. Lebrun forsetl. tilraun til nýrrar stjórnar- myndunar. Klukkan 3 síðdegis í dag tjáði hann forseta, að hann héldi sleitulaust áfram tllraunum sínum, til stjórnar- myndunar, en hefði mætt óvenjulegum örðugleikum. Meðal stjórnmálamanna er það almennt álitið, að ekki sé líklegt, að Laval heppnist að ! mynda stjórn. Jafnframt er talið víst, að næst muni Herriot verða beðinn að gera tilraun til stj órnarmyndunar. Á fall Bouissonstjórnarinnar er fremur litið sem svo, að það sé af persónulegum ástæðum, fremur en því, að stjórnmála- stefna ráðuneytisins hafi verið I1 í andstöðu við meirihluta | þings. j| Á meðan að samningar og ! málaleiLanir íara fram um | myndun nýrrar stjórnar halda | vinstri flokkarnir ráðstefnu til þess að gera sér grein fyrir, hverjir möguleikar kunni að vera á myndun stjórnar, sem ! studd væri af þeim. Líkur til j þess, að slíkt samkomulag fá- ist eru þó ekki taldar miklar, ! með því, að jafnaðarmenn og radikala greinir mjög alvarlega á að því er snertir fjármála- stefnu. Roosewelt getst ekki upp London kl. 21,15 4./6. FÚ. Roosevelt forseti hélt ráð- herrafund í dag, og var sam- þykkt á fundinum, að leggja fyrir þingið frumvarp til laga sem tryggðu áframhald við- reisnarstarfsins á takmörkuð- um grundvelli, þ. e. veittu stjórninni heimild til að ákveða lágmarkslaun, hámarksvinnu- tíma, og gera ákvæði um ráð- vendni í viðskiptum. Samband atvinnurekenda í j árn- og stáliðnaðinum í Banda- ríkjunum samþykkti í- gær að skora á meðlimi sína að halda sér við ákvæði viðreisnarlag- anna af frjálsum vilja. í gærkveldi var kappleikur milli Fram og Vals. Leikurinn var yfirleitt fjör- ugur og áhorfendur í miklum „spenningi“. Knötturinn þaut fram1 og aftur milli markanna og bæði félögin áttu mörg góð tækifæri til að skora mark. En jafnan fórst það einhvemveg- inn fyrir, stundum -fyrir fræki- lega vöm mótherjanna, stund- um af hendingu. Leiknum lauk með jafntefli 0:0 og mega bæði félögin vel við una. Þeir, sem sáu Fram keppa á móti K. R. á sunnudagskvöld- ið, munu naumast hafa þekkt það fyrir sama félag í gær- kveldi. Framarar léku: nú miklu betur. Þeir voru hraðir og dug- legir og eyðilögðu allan sam- leik hjá Val. Leikur þeirra framan af var miklu fjörm'eiri, en seiglan minni. Það sást glöggt í síðari hluta seinni hálfleiks, því þá hafði Valur oftar yfirhöndina. Sá ljóður var á ráði fram- herja Fram, að þeir veittust jafnan að markverði Vals, þeg- ar hann hafði tekið knöttinn höndum. Er verulega ljót sjón að sjá menn stjaka, ýta, spyrna og bola markverði til þess að reyna að ná af honum knettinum. Leikmennirnir eiga i að sækjast eftir að skora mark | með snjöllum og drengilegum leik, en ekki bolabrögðum. I í Vörn Valsmanna var sterk og örugg að vanda og annar bakvörðurinn, Frímann Helga- son, var tvímælalaust bezti maðurinn á vellinum. En um’ framherjana verður fátt gott sagt. Þeir voru seinir og óviss- ir. Eru þetta mennimir, sem eiga að fara til Noregs, heyrð- ust ýmsir segja og kvíðinn var auðheyrður í röddinni. En nú S er að sjá, hvort þeir reka af | sér sliðruorðið, þegar þeir ! keppa við K. R. GamanYísur og „ílokkaflækjur" Bjarna Björnssonar Bjarni Björnsson skopleikari bauð Reykvíkingum1 á flokka- flækjufund á sunnudaginn var í Iðnó og skemmti með skrítl- um og gamanvísum á undan og eftir fundi. Fundarstjórar , voru Jörundur Brynjólfsson og Magnús Torfason, er „gáfu orðið“ ýmsum þekktum stjórn- málamönnum allra flokka. — Húsfyllir var og klappaði ræðiu mönnum óspart lof í lófa. Stæl- ingar Bjarxia á svip og lát- bragði ræðumanna voru marg- ar góðar, en mestan fögnuð áheyrenda vakti innihaldið í ræðu Magnúsar Jónssonar pró- fessors. Allt var þetta þó græskulaust. Af gamanvísun- um, er Bjami söng, bitu1 bezt á fólkið „Framfarimar í Reykja- vík“ og „Alveg eins og ég“, enda var vel bitastætt í þeim víða. „Revy“- eða gamanvísna- söngvarar hafa í raun og veru mikið hlutverk af hendi að inna, líkt og skopblöðin; miklu meira en það, að stytta áheyr- endum einn klukkutíma eða svo. Þeir eiga, ásamt kýmni- skáldunum, „þá gáfu ag ljá oss, — að glöggva oss á því, sem aðrir sjá hjá oss“, eins og skáldið kvað. Engir standa bet- ur að vígi en þeir, að draga gæruna af þurradrambi, hræsni og alls konar „snobberíi“, að kveða niður feyskjudrumba og nátttröll nútímans, er frá alda öðli hafa staðið steinrunnin á vegi framsækjenda. En til þess þurfa vel að bíta vopnin: vís- urnar og meðferðin. Bjami Bjömsson er nálega eini maðurinn hér, er temur sér slíkan vopnaburð. Áheyrendum gazt svo að honum, að þeir fylltu aftur hús hjá honum í fyrrakvöld, og fylla það víst enn í kvöld, er hann syngur og heldur flokkaflækjufund í þriðja sinn. —

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.