Nýja dagblaðið - 26.06.1935, Side 2
I
SAMVINNAN
Hafrannsóknír
er nýkomin út
i nýju iormi
í henni eru ritgerðir um samvinnuskóla, byggingar og
verzlunarmál, saga og fjöldi ágætra mynda.
Allir, sem vilja fylgjast með í samvinnu- og verzlunar-
málum, kaupa og lesa Samvinnuna, sem kemur út mán-
aðarlega.
Atgr. tyrst nm sinn á Laugaveg 10, simi 2353
Det Danske Selskab
í Reykjavik
I Aften kl. 8,45
i Oddfellowhuset. Oplæsning og Foredrag af For-
fatteren Herr Louis Levy.
Programmet omfatter bl. a.:
Oplæsning: Dansk Lyrik (Johanues V. Jensen
og Ludvig Holstein).
Foredrag: „Josefs Drömmett.
Oplæsning af egne Værker: „Börnerimtt.
— Dans til Kl. 2 —
Billetsalg: Ingolfs Apotek og hos K. Bruun, Laugaveg 2.
Intet Billetsalg ved Indgangen.
(Tvangfri Paaklædning). Bestyrelsen
Julius Nielsen
(Eigandi: H. O. Hansen)
Stofnað 1894
Bornholmsgade 2 A Köbenhavn K.
Erindrekstur og umboðssala
Annast kaup og sölu allra ís). afurða
Tilboð óskast
Telegr.adr.: Foeringur Coder: Bentley’s og A.B.C. 6th
Nýsviðin dilkasvið
— ljúffengur matur og ódýr —
Einnig ódýr svið at lullorðnu.
íshúsið HERÐUBREIÐ
Simi 2678
Reykj a ví k --Akur eyri
ierðir alla þridjudaga. iimmtudaga og langardaga.
Afgreiðsla í Reykjavík
á Bitreidastöð Islands
Simi 1540.
Bifveiðasiöð Akuveyvav.
FREYJU kaffibætisduftið
— nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn
•ða ðnnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis-
duftið drýgst, heilnæmast og be*t. Og þó er það ódýrara en kaffi-
bæti 1 stöngum.
Notið það bezta, sem nnnið er í landinn
Viðtal við W. Nellemose höfuðsmann
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS
Kaupmannahöfn í júní.
Alþjóðamót sérfræðinga um
hafrannsóknir hefir undanfar-
ið staðið yfir hér í borginni.
Sökum þess að þar hafa verið
rædd mörg mál, sem skipta Is-
lendinga miklu, hefir frétta-
ritari Nýja dagblaðsins átt tal
við framkvæmdastjóra Alþjóða-
sambands hafrannsókna, W.
Nellembse höfuðsmann í sjó-
liðinu.
Hr. Nellemose er kunnugur á
íslandi frá fomu fari. Kom
hann oft þangað meðan hann
var sjóliðsforingi og .talar ís-
lenzku ágætlega. Áður en sam-
talið berzt að hafrannsóknun-
um, notar hann tækifærið til að
láta í ljós hina mestu aðdáun
á íslandi og íslendingum. Sér
í lagi á hinni miklu náttúru-
fegurð Norðurlands og eins
hina dæmafáu! gestrisni þjóð-
arinnar.
— Ég ferðaðist oft á hest-
um um Island, segir hann. Það
varð afar ódýrt — kostaði mig
ekki eyri. Þegar íslendingar
heyrðu, að danskur sjóliðsfor-
ingi gat gert sig skiljanlegan
á íslenzku, tóku þeir ekki í mál
að taka á móti nokkurri borg-
un fyrir hestlán. Gestrisnin
þar á hvergi sinn líka.
Hvemig má hindra, að
fiskstofninn fari þverr-
andi?
Hafrannsóknamótig sóttu alls
90 vísindamenn frá 14 löndum.
Eitt mikilvægasta m'álið, sem
rætt var á mótinu, var um
möguleika þess, að stofnað yrði
til alþjóðasamþykktar um lág-
marksvídd möskva í netjaveið-
arfærum1 í þeim tilgangi að
koma í veg fyrir, að fiskstofn-
inum fækkaði yfirleitt. Og þá
sér í lagi til vemdunar þorsks,
skarkola og lúðu.
— Á mótinu var vakandi
áhugi fyrir slíkri samþykkt,
segir hr. Nellemose. Það er
fullljóst, að annars er fisk-
stofninn í alvarlegri hættu
staddur og múni minnka til
stórra muna, ef ekkert er að
gert. Sennilega mun þó líða
nokkur tími, þar til hægt verð-
ur að ganga frá slíkri alþjóða-
samþykkt, því að margt þarf
athugunar við í sambandi við
þetta m'ál.
— Hrakar ekki fiskstofnin-
um1 mest í Norðursjónum?
— Jú. En einmítt þessvegna
er þetta mál enn mikilvægara
fyrir Islendinga. Þverrandi
veiði í suðlægari höfum býr
hættu íslenzkum fiskimiðum.
Hættan er í því fólgin, að þeg-
ar Englendingar nú banna inn-
flutning fiskjar frá norðlægum
löndum yfir sumarmánuðina,
neyðast togaramir til að stunda
veiðar við ísland 3—4 piánuði
ársins. Slíkt er vitanlega mið-
ur heppilegt fyrir íslenzka út-
gerð. Alþjóðleg ákvæði um; tak.
markaða möskvastærð eru því
mikilvæg fyrir Island.
Annars bárust á mótið skýrsl
ur frá nefndum, er skipaðar
höfðu verið til að rannsaka af
hverju stafa aflabrigði sfldar,
þorsks og skarkola.
Möguleikar hafrannsókn-
arvísindanna.
— Er nokurt útlit fyrir að
vísindin komizt á það stig, að
geta sagt fyrir hvenær fiski-
uppgripa má helzt vænta?
— Það er alls ekki útilokað,
því hafrannsóknavísindin búa
yfir miklum möguleikum.
Vísindin eru nú þegar komin
svo langt, að geta með vissu
sagt fyrir um hvenær koma
sérstaklega góð aflaár af skar-
kola og þorski. Sfldin er öllu
erfiðari viðfangs í þessu efni,
en þó kemur fyrir, að hægt er
að segja fyrir um göngu síld-
arinnar og magn.
Hr. Nellemose getur þess, að
þær þjóðir, sem! hagsmuna
eigi að gæta í Eystrasalti og
Kattegat m'uni halda ráðstefnu
með sér í haust, sennilega í
september. Verði þar rætt um
ákvæði þess efnis, að heimila
notkun möskvasmærri skarkola
veiðarfæri. Er Dönum þetta
mikið áhugaefni, því að þeir
klekja mikið út af skarkola-
seyðum og sleppa árlega mörg-
um miljónum í Limafjörðinn
og víðar, en þar verður stærð
þeirra önnur en í Norðursjón-
um1.
Verndun sfldarinnar.
Auk þess er gert ráð fyrir,
að fulltrúar þeirra þjóða, sem
stunda síldveiðar, komi á ráð-
stefnu í Lowestoft á Englendi
í októbermánuði. Verður m. a.
rætt um sfldarrannsóknir. Þótt
ekki verði búizt við, að sfldar-
stofninn sé í bráðri hættu, er
viðhald hans þó fullkomið al-
vörumál. Ekki sízt ef reiknað
er með því, að á hverju ári sé
veiddur verulegur hluti þeirrar
síldar, sem til er í sjónum.
Það er kunnugt, að Island er
ekki í alþjóðasambandi hafrann
sókna. Þegar fréttaritarinn
spurði hr. Nellemose hvort ekki
þætti æskilegt að Island tæki
þátt 1 þessum samtökum, svar-
aði hann því, að vitanlega væri
það mikið áhugaefni, að svo
öflugt fiskveiðaland, sem Is-
land er, tæki þátt í starfsemi
sambandsins. En aúk þess
mundu danskir vísindamenn
leggja fulla rækt við að verða
Islendingum að liði við hafrann.
sóknirnar. B. S.
Bálfarafélag
Islands
Aðalfundur í dag,
miðv.dag 26. júuí í
Kaupþingssalnum kl,
5 síðd.
STJÓRNIN
Norskar
verzlunarfréttir
FRÁ FRÉTTARrTARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Oslo í júní.
Nýr verzlunarsamningur milll
Norðmanna og ítala. pverr-
andi útílutningur frá Noxegl
til ítaliu.
Norsk sendinefnd, sem dvalið
hefir á Italíu síðan í aprfl, til
þess að gera nýjan verzlunar-
samning við Italíu, er nýkomin
heim. Ekkert hefir enn verið
birt opinberlega um niðurstöð-
ur samningsins, en samkvæmt
ábyggilegum heimildum munu
Norðmenn verða að draga tölu-
vert úr útflutningi sínum til
Italíu.
I fyrra nám innflutningur
Norðmanna frá Ítalíu 10,6 milj.
kr., en útflutningur þangað
var 19,1 milj. kr. Frá áramót-
unum síðustu og til aprílloka,
fluttu Norðménn inn vörur frá
Italíu fyrir 4,7 milj. kr. (3,7
milj. kr. í fyrra), en fluttu
þangað vörur fyrir aðeins 2,4
milj. kr. (6,8 milj. kr. á sama
tíma í fyrra).
NorSmenn mega ekkl flytja
meiri síld til Englands á
þessu árL
Sú fregn hefir komið frá
London, að Norðmenn séu
þegar búnir með þessa árs ixm-
flutningsleyfi sitt á síld til
Englands. Megi þeir þvi ekki
flytja neina sfld þangað fyrr
en 1. jan. 1936. Þessa árs sfld-
arinnflutningsleyfi Norðmanna
til Englands var 500.000 (hun-
dred weight).
Ennfremur skýra ensk skeyti
frá því, að sfldarafli sé svo
mikill í Skotlandi, að skozki
síldarmarkaðurinn sé yfirfull-
ut.
Skuldir norsku skfpaútgerð-
artnnar nema 1500 miljón-
nm kr.
Ríkisstjórnin hefir lagt
frumvarp fyrir þingið, þess
efnis, að skipaútgerðarskattur-
inn verði hækkaður úr 6% og í
10%. 1 tilefni af þessu hefir
Samband norskra skipaútgerð-
armanna skrifað ríkisstjóm-
inni og sagt að skipaútgerðin
standi svo höllum fæti, að hún
þoli enga skattahækkun. Sam-
kvæmt upplýsingum sambands-
ins nemur hlutafé, veðlán og
aðrar skuldir skipaútgerðar-
félaganna meira en 1500 milj.
kr. Ef skipastólinn væri met-
inn eftir núverandi söluverði,
sé hann ekki nema 600 milj.
kr. virði.
Markaðsleit Norðmianna.
Norska fiskimálaráðuneytið
hefir sent tvo fulltrúa til Ind-
lands og landanna fyrir botni
Miðjarðarhafsins, til að athuga
og vinna markað þar fyrir
norskar fiskafurðir. Fulltrúarn-
ir, Qvam yfirfiskimatsmaður
og Fred Meyer erindreki, hafa
stórt sýnishomasafn meðferðis.
Eru sagðir á því góðir mögu-
leikar, að þeim verði vel ágengt
í ferð sinni. Z.