Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Síða 2
2
NÝIA DAGBLAÐIÐ
Víkíngsprent
Hverflsg;ötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Sími 2864
Tekur að sér alia prenfvinnu fypir lægsfa verð.
Bækur, blöð og tímarit; einnig allskonar tæki-
færisprentun svo sem bréfhöfuð, umslög, reikn-
ingseyðublöð, frumbækur, auglýsingar o>. s. frv.
WttT Leitid upplýsinga um verð.
Skiptið yið yíkingsprent, þér tapið ekki á því
Myndlistafélag Islands
Dansleikur að Hótel Borg
í kvöld kl. 9,30.
Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar,
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Bókaverzl. Sigf. Eymunds-
sonar og á Hótel Borg eftir kl. I.
T ilkynning.
Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að framvogis
verð ég undirritaður alls ekki til viðtals á vinnutíma
Löggildingarstofunnar og svara heldur ekki í síma.
Bjarni Bjarnason, form. Hreyfils.
Kauputn
tómar flöskur
Frá og með mánudeginum 25. þ. m. til föstudags
29. þ. m. kaupum við
‘/i fl. hvítar og dökkar
7. - - - -
með portvíns- og sherryflösku lagi.
Ennfr. lítersflöskur og ‘/2 ltr. flöskur hvítar og dökkar.
Flöskunum verður veitt móttaka í Nýboig kl.
9—12 f. h. og kl. 1—5 e. h,
Afengisverziun ríkisins
Auglýsífl i Nýja Dagblaðínu!
WF'* Athugíð árangurínn!
Skortir kjarnfóður
sölt og eggjakvitu?
Grein með þessari fyrirsögn
birtist í Nýja Dagblaðinu laug-
ardaginn 16. nóv. Ég rita eigi
um grein þessa sökum þess að
ég þykist geta þar neinu um
bætt. En af því ég er viðriðinn
blöndun kjarnfóðurs og sölu
þess, er mér ljóst að höfundur
hinnar nefndu greinar, dr. Jón
E. Vestdal, hefir í grein sinni
rætt málið í allt of þröngum
skorðum; þar þarf við að bæta,
ef greinin á að gera gagn. Lín-
ur þessar eru því hripaðar til
þess fyrst og fremst að óska
eftir víðtækari svörum við
spumingu fyrirsagnarinnar, en
grein dr. Vestdals lætur í té.
Eins og nú er komið, er inn-
flutningur á olíukökum stöðv-
aður, er það síldarmjölið sem
upp á er hlaupið til þess að fá
viðunandi eggjahvítumagn í
kjamfóðrið. Þeir, sem selja
blandað kjarnfóður, munu nota
um 30% af síldarmjöli í blönd-
ur sínar. 1 fóðurblöndu þeirri,
er S. í. S. selur, eru þannig
30% af 1. fl. síldarmjöli og
ennþá, en þar er nú sungið
síðasta versið, 10% af olíukök-
um. Þeir kúaeigendur, er blanda
sjálfir heima hjá sér, munu
yfirleitt nota engu minna síld-
armjöl, jafnvel meira, eða síld-
armjöl og maísmjöl til helm-
inga. Hvort mun nú ekki sæmi-
lega séð fyrir egjahvítu í slíkri
fóðurblöndu? Og hvað er um
söltin — steinefnin að segja?
Það, er von að kúabændur
spyrji þannig, og hvort það
muni til bóta að breyta svo um
t. d., að minnka síldarmjölið
og bæta við fiskmjöli í staðinn,
eða á annan hátt. Einnig
spyrja ýmsir um hið nýja mjöl
— karfamjölið. — Það er þann-
ig til komið, veiðin fór fram
að hausti til, og unnið úr henni
jafnharðan, að margt bendir
til þess, að karfamjölið sé á-
gæt vara, en upplýsingar um
þetta skortir mjög.
Yfirleitt. virðist mér þetta
mál liggja þannig fyrir, að
það sé ekki fyllilega réttmætt,
og jafnvel ekki full forsvaran-
legt að benda einhliða á fisk-
mjöl, sem eggjahvítufóður,
nema að drepa nokkuð á síldar-
mjölið um leið, þar sem það er
sú vara, er menn almennt
þekkja og nota mjög mikið,
og að ýmsu leyti er þó líkust
fiskmjölinu. í raun réttri ber
að ræða um allar þrjár tegund-
irnar í senn, síldarmjölið, fisk-
mjölið og karfamjölið, kosti
þeirra og galla, 0g hversu þau
uppfylla eggjahvítu- og stein-
efnaþörfina í góðri fóður-
blöndu. Um leið verður að
miða að einhverju við verðlag
á tegundum, því að framhjá
því atriði kemst hvorki sá, er
blanda skal fóðurblöndu og
selja, né sá er skal nota hana
til framleiðslu. Um leið vaknar
sú spuming, hvort það sé alls-
kostar heppilegt að teppa al-
veg notkun á olíukökum, ef
hægt er að selja t. d. fiskmjöl-
ið, sem mun vera dýrast þess-
ara tegunda, úr landi fyrir
mun hærra verð hverja fóður-
einingu, en hægt er að kaupa
olíukökur fyrir. Verður ekki
kjarnfóðrið nokkuð einhæft
þegar engar eru olíukökumar,
og ef hlýtt er því ákvæði sem
er í „mjólkurreglugerð“, að
nota ekki yfir 20% af sfldar-
mjöli í fóðurblöndur, sem gefn-
ar eru. Hvemig fer þá um
eggjahvítuþörfina og stein-
efnaþörfina?
Enn eitt; dr. Vestdal minntist
á kalciumfosfatið í fiskmjöl-
inu, en hvað um þörfina á
kolsúru kalki og matarsalti?
Er hægt að spara sér að nota
„fóðursalt“ (mineralnæring)
með því að gefa fiskmjölið?
Er ekki sanni nær, að þrátt
fyrir síldarmjöls- eða fisk-
mjölsgjöf geti eigi að síður,
við vissar kringumstæður,
verið þörf á viðbót af vissum
steinefnum, og að auðveldast
sé að fullnægja þeirri þörf
með því að blanda þeim efn-
um í fóðurbætinn sem „fóður-
salti“, krít 0. s. frv. Það ætti
ekki að vera fymt yfir það,
sem kom fyrir í Eyjafirðinum
í fyrravetur.
Það mundi vera vel þegið af
fjölda bænda, að þetta mál
væri rætt með fyllra yfirliti
en dr. Vestdal hefir gert. Ég
vona að bæði sjái hann ástæðu
til þess og þeir sem bezt hafa
áður ritað fróðleik um fóðrun
búfjár og nefni ég þar helzt
til þá Hvanneyrarmenn H. Vil-
hjálmsson og Þóri Guðmunds-
son.
Umfram allt, eins og nú ligg-
ur fyrir, samhliða upplýsingar
um öll þrjú innlendu fóðurefn-
in, síldarmjöl, karfamjöl og
fiskimjöl.
21/11. ’35.
Ámi G. Eylands.
iVI.s. Dronning
Alexandrine
fer í kvöld kl. 6 síðd. til
Isafjarðar, Siglufjarðar, Ak-
ureyrar. Þaðan sömu leið
til baka.
Farþegar sæki farseðla í
dag fyrir hádegi.
Tilkynningar um vörur
komi i dag fyrir hádegi.
Skipaafgreiðsld
Jes Zimsen
Tryggvagötu ■ Sími 8025.
Sími 1700
Munid aö
brunatryggia.
Nýtt
grænmeti
Hvítkál
Rauðkál
Sellerf
Purrur
KJOtbúðReykJavíkur
Vesturgötu 16, sími 4769
oand. jur.
tekur að sór allskonar lög-
fræðistörf, málfærslu, inn-
heimtur, samningagerð,
kaup og sölu fasteigna.
Skrifsto('a Brekkugötu 9
Hafnarfirði, sími 9 0 6 6
Viðtalstími 4—5 síðdegis.
Heimasími 9121,
(Setbergi).
Jafnaðarmaður
ráflinn til aö stjörna
norska þjóflleikhúsinn
„Arbeidsbladet" segir frá
því, að nýr forstjóri, Axel
Otto Normann, hafi verið ráð-
inn að þjóðleikhúsinu norska.
Það er öllum ljóst, að Verka-
mannaflokkurinn, sem ræður
stjórn Osloborgar, hefir ákveð-
ið unnið að því að hann yrði
skipaður í þetta embætti.
Kjörorð hans er: „að sýna lífið
eins og það er“ á leiksviði,
0 g vitanlega teljast stjóm-
málastefnur þar með.
Annars eru um það miklar
ráðagerðir í Noregi, að koma
á samvinnu milli leikhúsanna
jafnframt því, að sendir séu
leikflokkar um landið til þess
að sveitimar geti einnig notið
góðs af leiklistinni. Þetta er
mikil ráðagerð og góð, sem ef-
laust gæti komið bæði listinni
sjálfri og þjóðinni í heild að
miklum notum. Z.