Nýja dagblaðið - 13.10.1936, Page 2
2
N Y J A
DAtíBLAÐlÐ
Rasputín
Straumur atvikanna í mann-
legu lífi getur gerzt lítt skilj-
anlegur. Þar sem hann rýfur
virkisveggi þess ramma, er um-
lykur mannvitið sjálft, verður
hann óskynhæfur.
Eitt furðulegasta fyrir-
brigði í mannkynssögunni eru
án efa þau atvik, er fundu sér
stað í veldi Rússakeisara,
kringum upphaf heimsstyrjald-
arinnar miklu, í sambandi við
þá persónu, er bar gerfinafnið
Rasputin. Nafnið Rasputin
þýðir; „Gerðu aldrei gott son-
ur“. — Hver einasta hugsun,
athöfn og allt hans líf, var
greypt í mót þeirrar hugsunar.
Saga Rasputins er saga rúss-
nesks bónda, er fær breiddar
út kynjasögur um kraftaverk
sín, skrýðist munkakufli og
verður höfundur nýrra trúar-
bragða. Kjarni trúarbragða
Lans er um fullnægingu holds-
ins. Hann vinnur í trúarbragða-
flokk sinn eingöngu konur í
sínu umhverfi upphaflega, sem
var þorp við Norðuríshafið. —
Þaðan tekst honum að komast
til Pétursborgar, sem munkur-
inn „Gríska“. Hann nær mikl-
um völdum í kirkjunni. Kemst
í kynni við fjölda hæstsettra
kvenna úr aðli Pétursborgar,
en það var vegurinn til keis-
arafjölskyldunnar. Gerir hann
kraftaverk á veikum prinzinum.
Nær dauðahaldi á tilfinning-
um drottningarinnar, keisarans
og prinzessunnar, auk kvenna
úr aðalsstétt. — Verður
einvaldur í hinu rússneska
keisaradæmi, — en um leið hat-
rammasti fjandmaður þess. —
Hann er erindreki Vilhjálms
Þýzkalandskeisara í ófriðnum
mikla og breytir eftir hans
persónulegu fyrirmælum.
Á furðulegasta hátt fær Ras-
putin með valdboðum fram
komið morðum og tortímingu
þeirra embættismanna ríkisins,
er unnu hag þess, og sömu
meðferð hlutu ötulustu rúss-
nesku herforingjamir. Hann
lagði á ráðin til að eyðileggja
rússneskai’ vopnaverksmiðjur.
Gerir djöfullegar tilraunir með,
að breiða út drepsóttir, svo
sem kóleru o. fl. meðal hins
lússneska fólks.
Menn skyldu lesa þessa bók.
Með því að athuga þann
grundvöll, sem Rasputin-veldi
Rússlands varð til á, sem gaf
því líf og athafnamöguleika,
þá kemur í ljós, að Rasputin-
isminn er árangur takmarka-
lausrar félagsspillingar. Iíann
stiklaði upp í æðsta valdasess
Rússlands á helsjúkum tilfinn-
ingum, á úrgangi þess elds er
auðlegðin, athafnaleysið og sið-
leysið kyndir í sálunum ann-
arsvegar og hinsvegar tilfinn-
ingum múgsins, sem örbirgð-
ín og eymdin hefir fryst
til heljar. — Hvorttveggja
mætist á botni þjóðfélags-
ins og verður sameiginlegur
grundvöllur fyrir veldi Raspu-
tin-ismans.
Það er sannarlega mikilsvert
að fá þessa bók til lesturs. Hún
er hvorttveggja: skemmtileg
aflestrar, málsins vegna, hit-
andi, sem hún á átakanlögan
hátt gefur ljóslifandi mynd af
binum ömurlegasta dapurleik
þess, sem mannleg vera getur
alið við brjóst sér.
Jóhannes G. Helgason.
w
A skaulum
eða kaSiíhúsí
Síðastliðinn vetur gekkst
Knattspyrnufél. Fi’am fyrir því
að koma á skautasvelli á Aust- '
urvelli, til afnota fyrir bæjar- ;
búa og var það mikil fyrirhöfn |
og kostnaðarsamt fyrir félagið.
Oft urðu félagsmenn að leggja
mikla vinnu á sig við að hreinsa
skautasvellið, þegar hætt var
að nota það á kvöldin og einnig
við að sprauta á það, þegar
þess þui’fti með. En þrátt fyrir :
þessa miklu fyrirhöfn, er fé- ;
lagsmenn urðu að leggja á sig, !
eru þeir reiðubúnir til að gera
það aftur nú í vetur, og hafa |
sótt um leyfi til bæjarráðs
Reykjavíkur, til þess að mega
gera skautasvell á Austurvelli
eins og síðastliðinn vetur. Er
vonandi að bæjarráðið sjái sér
fært að verða við þeirri beiðni i
Ríkustu Íeíkarar
í Hollywood
Yfirvöldin í Hollywood hafa
nýverið gefið út skrá yfir tekj-
ur og eignir þær, sem borg-
aramir í staðnum hafa gefið
upp.
Kom þá í ljós, að Charlie
Chaplin var auðugasti maður
þessa kvikmyndabæjar. Hann
taldist að eiga 10 millj. krón-
ur s. 1. ár. Af leikkonum þar,
er Mary Pickford efst á blaði.
Hún er hálfdrættingur á við
Chaplin, á 5 millj., því næst
koma smærri spámenn, sem
ekki eru eins efnum búnir.
Þó eru tekjur þeirra og eign-
ir all-verulegar. Þannig á Har-
ald Lloyd gimsteina uþp á 120
þús. kr. Tom Mix á skraut-
gripi, sem virtir eru á 30 þús-
und og Joan Crawford skart
fyrir 40 þús. kr. H. Lloyd á
auk þess innbú fyrir 300 þús.
krónur.
félagsins, því svo mikla gleði
veitti það bæjarbúum síðastlið-
inn vetur, bæði ungum og göml-
um.
Miklar þakkir á Knatt-
spyrnufélagið Fram skilið fyrir
íramtakssemi sína með að
taka þettað mál í sínar hendur
með jafnmikilli fyrirhyggju og
dugnaði eins og það hefir gert.
Oft var ánægjulegt að koma
niður að Austurvelli á kvöldin
og sjá þar fleiri hundruð
manna, unga og gamla, renna
sér fagurlega á skautum undir
góðum hljóðfæraslætti. Lífs-
gleði, þróttur og ánægja skein
út úr hverju andliti. Það var
einhver munur að sjá unga
fólkið fara heim til sín á kvöld-
in rjótt, sællegt, og þægilega
þreytt, eftir skautaerfiðið,
heldur en að sjá það fara heim
til sín af bíóunum eða kaffi-
húsunum, því það var reynsla
síðastliðinn vetur, að þegar
skautasvell var á Austurvelli,
voru bíóin og kaffihúsin tóm.
Bæjarráð Reykjavíkur sýnir
væntanlega hug sinn til
íþróttamálanna og leyfir knatt-
spyrnufélaginu Fram að gera
skautasvell á Austurvelli í vet-
ur, ef mögulegt er.
Skautamaður.
íí
Rjómabássm jör
frá Akureyri, Sauðárkróki og Húgavík alltaf til nýtt og
gott, í V* kg. stykkjum, 5 kg. pinklum og kútuin á 25
og 50 kg.
Samband isl. Samvinnuféiaga
gimi1080
Háryötn A.V.R.
Eau de Portugal
Eau de Cologue
Eau de Quinine
Bay Rhum
ísvatn.
Reyníð pað og sanniærist um gæðin.
Smekklegar umbúðir.
Sanngfarnt verð.
■ x
Afengisverzlun
r í k i si n s.
fer annað kvöld vestur og
norðúr
Aukahafinirs
Stykkishólmur
Flatey
Pat.ieksfjörður
og Þingeyri,
Húðir og skinn
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar hÚðÍP og
skínn, sem falia til á heimilum þeirra ættu þeir að
biðja kaupfélag sitt að koma þesaum vörum í verð. —
Samband ísl. samvinnufélaga seiur nautgripahúðip,
hposshúðíp, kálfskinn, lambskinn og selskinn til út-
landa og kaupip þessap vöpup Hl súfunnp. — Nauf-
gpipahúðip, hposshúðip Og kálfskinn er bezt að salta,
en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu
verður að vanda sem bezt og þvu óhreinindi og blóð af
skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er.
Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum,
borgar sig.
Tíl brúðargjafa —
Til tækifærisgjafa
Postulín — Kristall —
Nýtísku Karamikvörur.
K. Einarsson & Björnsson
Bankastræti 11.