Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 30.01.1937, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 30.01.1937, Qupperneq 1
VENUS skógljái er þad bezta & skóna hreinsar, mýkir, gljáir. rHYM/\ \D/\6, IB \{^\D II iÐ 5. ár. Reykjavík, laugardaginn 30. janúar 1937. 24. blað Radek gerir ad gamni sínu í rétlinum LONDON: Hinir ákœrðu 'fyrir réttinum í Moskva fluttu í gœr mál sitt. — Flestir játuðu sekt sína og flestir sögðust eiga skilíð dauðareísingu, — nema Radek. Hann bauð rétt- inum byrginn, gerði jafnvel að gamni sínu. Hann játaði að vísu sekt sína, en neitaði því, ajð Trotski ætti sök á því, scm hann hefði gert, og hann lauk máli sínu hæversklega, á þessa leið: „Leyfið mér að viðurkenna, nú á þessari síðustu stundu, að mér hefir skjátlazt". pað er búizt við, að dómur verði lelldur i dag, og að sakborning- amir verði allir dæmdir til dauða. . — FÚ. Sendiheppann neif' aði að fapa úp íbúð sinnii Fréttaritari útvarpsins í Stokk - hólmi skýrir útvarpinu frá eftir- farandi í bréfi sem fréttastofunni harst í gær: Fyrverandi sendiherra Spán- verja í Stokkhólmi, Signor Fisco- wich, sem allt að þessu hefir neitað að flytja úr sendiherrabú- staðnum, hefir nú, eftir að mála- iærslumaður skarst í leikinn, lát- ið vita, aö hann flytji í næstu viku. Nýi sendiherrann, frú Isabel Palencia, k.om til Stokkhólms 27. des,. en hefir hingað til orðið að búa á hóteli. Báfup fpá Gpinda- vík með bilaða vél Menn sáu til hans úr landi, en gátu ekki hjálpad honum vegna brims Einn bátur írá Grindavík fór á sjó í gær, en aðrir ekki, enda eru bátar þar ekki aimennt búnir til vciða. Töluverður austanstormur var þar í gær og sótti báturinn þvi ekki lengra en það, að til h ans sást úr landi meðan bjart var. Urðu menn þess því varir, að hann gat lítið hreyft sig, þegar hann ætlaði að leggja til lands, og hefir það sennilega verið vél- arbilun að kenna. Gat hann auð- sjáanlega ekkert aöhafzt, þegar seinast sást til hans. Bátar fró Grindavík treystu sér „Móðurskipinu“ htekkist á! íhaldið og varalidið beið stórkostlegan ósígur á fundi á Hvammstauga s. 1. miðvikudag Pundurinn tjáði sig með 100 samhljóða atkY. fylgjandi fjármála- og viðskipta- málastefnu stjórnarinnar - Ifsti yflr trausti á stjórninni og vííti andstæð- inga hennar fyrir ,neikvæða‘ framkomu Hannes Jónsson hélt þingmála- fund á Hvammstanga miðviku- daginn 27. þ. m. Fundurinn var fjölmennur. Mættu þar hátt á ann- að hundrað kjósendur úr öllum hreppunr kjördæmisins. Stóð fund- urinn i um það bil 11 klukku- stundir, og voru m. a. afgreiddar þar eftirfarandi tillögur: 1. „Fundurinn telur rétta þá fjámiálastefnu, sem núverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti fylgir, að forðast skuldasöfnun. ríkissjóðs, með því að láta tekjur hans hrökkva fyrir útgjöldunum, cg lýsir ennfremur ánægju yfir því, að tekizt hefir að ná greiðslu- jöfnuði í viðskiptunum við önnur lönd“. Samþykkt með 100 samhljóða atkv. Hannes bar fram þá breytinga- tillögu, að úr ofangreindri tillögu yrðu felld orðin: „sem núverandi rikisstjóm og þingmeirihluti fylgir", en breytingartillaga hans var felld með 89 gegn 62 atkv. 2: Tillaga um að Iýsa ánægju yfir jarðræktarlögunum nýju var samþ. með 76 gegn 54 atkv. 3. Ennfremur var samþ. eftir- farandi tillaga: „Fundurinn lýsir ánægju yfir þeirri löggjöf, sem sett hefir verið á yfirstandandi kjörtímabili um ofui'ðascjluijja, nýbýli, jarðakaup ríkisins, verðlaun fyrir aukna kar- töfluframleiðslu og niðurfelling útflutningsgjalds af landbúnaðar- vörum. Einnig yfir því, að ríkis- stjórnin hefir greitt fyrir sölu landbúnaðarvara á þann erlenda markað, sem hefir geíið hæst verð“. Samþ. með 71 gegn 39 atkv. Svo sem vænta mátti, stóðu Sjálfstæðismenn og varaliðsmenn sameinaðir í umræðum og at- kvreðagreiðslum á fundinum. En svo var af þeim dregið, þegar Ieið ckki út til hans eftir að myrkt var orðið og var helzt vonað að honum myndi heppnast i nótt að bjarga sér á seglum vestur fyrir Reykjanes og þaðan gæti bátar frá Sandgerði komið honum til hjálpar. að fundarlokum, að þeir treystust ; eigi til áð mæla gegn eftirfarandi tillögu, sem Skúli Guðmundsson liar fram: 4. „Fundurinn lýsir trausti á núverandi ríkisstjóm, en andúð gegn Sjálistæðis- og „Bænda“- flokknnum fyrir þeirra neikvæðu framkomu i stjórnmálum“. Var tillaga þessi samþykkt með 76 atkvæðum gegn 54. Samningar við Þýzkaland Stefán þorvarðsson fulltrúi í utanríkismálaráðuneytinu lagði af stað áleiðis til þýzkalands með Brúarfossi i gærkvölrli. Er ætlun- in, að hann starfi að samninga- umleitunum við þýzkaland fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar. þeir Sveinn Björnsson, sendiherra og Helgi P. Briem munu einnig vinna að samningagerðinni, en Jóhann þ. Jósefsson, sem sömu- leiðis skyldi taka sæti i sendi- nefnd þessari, treystist ekki til far- arinnar vegna lasleika. Samninga- umleitanirnar hefjast í Berlín 8. febrúar, en í febrúarlok er út- runnið það tímabil, sem hinir gömlu samningar gilda fyrir. Samkvæmt upplýsingum, sem Stef- án þorvarðsson gaí N. dbl. í gær, er talið að um jafnaðarkaupa- samninga geti einungis verið að ræða. sextugur Tónskáldið og orgelleikarinn Sigfús Eiharsson er sextíu ára í dag. í tilefni af þessum tímamótum var hans minnst i útvarpinu í gærkvöldi og voru m. a. sungin og leikin mörg af verkum hans. A morgun verður tónskáldinu haldið samsæti að Hótel Borg. — (Nánar á 2. bls.). FLUGVÉLIN sem enginn sá LONDON: í sambandi við það atriði í fram burði Piatakovs, að hann hafi farið í flugvél til fundar við Trotski í Oslo i des. 1935, hefir því verið lýst yíir af norskum þingmanni, sem fylgdist með gjörðum Trotski’s, að Piatakov hafi ekki komið til Oslo i des. 1935, rié átl neinar viðræður við Trotski. ■ þá hafa eftirlitsmenn við flug- völlinn í Osk> borið það, að engln erlend flugvél hafi lent þar 1 des. 1935. — FÚ. Landlækmr víll gera rádstafanlr pess að fólk með hættulega eíginleika geti ekki aukið kyn sitt Hann hefip samið fpumvapp um „afkynjanip“ og „vananip", fpamkvæmdap samkvæmt eigin ósk eða effip úpskurði Blaðlnu hefir borizt rit eftir Vilmund Jónsson landlækni, sem hann neínir: AFKYNJANTR OG VANANIR. Skýrir hann þar ir& þvi aS hann hafi samiS frv. til laga „um að heimila i vtðeigandi til- fcllum aðgerðir á fólki, er komi i veg fyrir, að það auki kyn sitt“, og að þetta frv. muni verða lagt fyrlr næsta þing. í ritinu færir landlæknir rök sín fyrir nauðsyn þess, að slík lög verði sett, og minnist nokkuð á hliðstæða löggjöf annara landa. þar sem ýmsum mun þykja fróð- legt að kynnast efni þessa frv., Þykir blaðinu rétt að geta aðal- cfnis frv., enda þótt það sé ósam- þykkt sumum atriðum þess og muni gera grein fyrir þvi síðar, ef þurfa þykir. Helztu ákvæði frv. eru þessi: Heimilar eru aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt, eí fengiS er til þess sérstakt leyfi samkvæmt ákvæðum laga þessara. Leyfi til aðgerða veita landlækn- ir og þriggja manna nefnd, sem skipuð er honum til ráðuneytis, af heilbrigðismálaráðherra. Leyfi veitast aðeins samkv. um- sóknum frá þeim manni eða konu, sem beinlinis óska eftir aðgerð- unum, frá foreldrum þeirra, sem vngri elu en sextán ára eða hafa verið sviptir sjálfsforræði, og svo frá tilsjónarmanni. En þessi til- sjónarmaður er skipaður af hér- aðsdómara, ef landlæknir beiðist þess af þeim ástæðum, að hann álítur þörf slikrar aðgeiðar nauð- synlega á geðveikum manni eða fávita, sem er sjálfráða. I-ögreglustjórar geta einnig sent umsóknir, cf þeir telja óeðlilegar kynhvatir viðkomanda munu geta ’.eitt til glæpaverka, enda hafi úr- skúrðúr verið felldur þar um. Aðgcrðirnar, sem landlæknir og nefndin mega leyfa, eru þrenns- konar: Aíkynjanir; Kynkirtlar karla eða kvenna eru numdir burtu eða þeim eytt að fullu. Gerir þessi að- gerð viðkomanda ekki eingöngu óhæfan til getnaðar, hcldur sviptir hann jafnframt kynferðilegum hvötum. Hún getur haft mjög mik- il og stundum slæm áhrif á sálar- líf viðkónmadá. Vananir: Sáðgangur karla og eggvegir kvenna eru lilutaðir i sundur eða þeim ó anuan hátt lokað varanlega. J)essi aðgerð ger- ir menn óhæfa til getnaðar en hef- ir engin áhrif á kynhvatir þeirrá. Á sálarlífið hefir hún minni áhrtf en afkynjunin. Fóstureyðingar: Fóstrinu er eytt og vísast um það til fóstureyð- ingalaganna, sem sett voru 1935. Um úrskurði leyfa til aðgerða þessara, skal fylgja eftirfarandi reglum: Afkynjun skal því aðeins leyfa, að gild rök liggi til þess, að ó- eðlilegar kýnhvatir viðkomanda séu líklegar til að leiða til kyn- ferðisglæpa eða annara hættu- legra óbótaverka, enda verði ekki úr því bætt á annan hátt. Leyfi til afkynjunar veitist aðeins eftir umsóknum viðkomanda sjálfs eða lögi'eglustjóra og þá því að- eins, að dómsúrskurður sé und- angenginn. Vönun skal því aðeins leyfa: A- Að gild rök liggi til þess að við- komandi beri i sér að kynfylgju það, er mikil likindi séu til að komi fram á afkvæmi hans, sem alvar- legur vanskapnaður, hættulegur sjúkdómur, andlegur eða líkam- iegur, fávitaháttur eða hneigð til Fiamh. á 4. síðu i

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.