Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Síða 2

Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Síða 2
2 N Ý 3 A DAGBLAÐIÐ Happdrætti Háskóla Islands Aðeins 2 söludagar eStír fyrir 2. drátt Athugíð, að í 2.-10. ílokkí eru vínning- ar samtals meira en 1 mílljón króna. Kaupum flöskur. Þessa viku til föstudagskvölds kaupum við tómar flöskur. — Flöskunum er veitt móttaka í Nýborg dagl. kl. 9—12 og 1—5,30. ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS. Kjötverzlanír Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastöðin, Reykjavík. Sími 4241. M1 kiiðrtdllnii endurt«kur söngskemmtun sína í Gamla B í ó annað kvöld (9. apvíl) kl. 7,15. Bjarní Þórðarson aðstóðar. Aðgöngumiðar seldir í Bdkaverzlun Sigfúsar Ey- mundsaonar, og Hljóðfœraveizliin Katrínar Viðnr — Pantanir sækíst fyrir kl. 4 á morgun. Logia k. Eftir kröfu ntjórnar Sjiikrasamlagn Reykjavíkur og að uudangengnum úrskurði, uppkveðnum 6. þ m., veið- jur samkvæmt heimild 1 87. gr. Jaga um alþýðutrygg- ingar nr. 26, 1. febrúar 1936, sbr. 42. gr. og 85. gr. nömu laga. og samkvæmt lögum um lögtak og fjárnám nr. 29, 16. des. 1885, lögtak látið fram fara til trygg- ingar öllum ógreiddum iðgjöldum til Sjúkrasamlagn Reykjavíkur, þeim er fóllu í gjalddaga 1. febrúar og 1. marz sl., að átta dögum liðnum frá birtingu auglýs- ingar þessarar, séu þau eigi að fullu goldin innan þess tíma. Lögmaðurinn I Reykjavík, 6. marz 1937. Björn Þórðarson. Takíð eftír! Hafragrautur, mjólk, egg, 2 stk. brauð á 65 aura, frá kl. 8—11 fyrir hádegi, — krónumiðdagur frá kl. 12-9 fæst hvergi nema á Heítt og Kalt. E.s. Lyra fer hóðan á fimmtudag, 8. þ. m., kl. 4 síðd. til Bergen um Vestm eyjar og Thors- havn. Flutningi veitt móttaka fyrir hádegi á fimmtudag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P. Smíth & Co. aðeins Loftur. Skíðamót á Síglufírðí 11 ára drengur stekkur 26 mtr. Yngsti þáttak- andi 7 ára Úrslit í innanfélag'skeppni skíðafélagsins Siglfirðings urðu þessi: í öðrum flokkí stökk Jónas Ásgeirsson, 16 ára, 26,5 metra. Sami vann 10 kílómetra gönguna á 51,26 mín. Hlaut hann fyrstu verðlaun í hvort- tveggju, auk þéss fékk hann fyrir samanlagt afrek farand- grip, silfurdreginn málmskjöld, sem á er greyptur fjallahring- ur Siglufjarðar, auk ále'trunar. Er það fagur gripur, gefinn af cnefndum félagsmanni. — 200 metra slalom vann Guðmundur Samúelsson á 1,13 mín. I þriðja flokki vann stökkið, 16 metra, Sverrir Olsen, 11 ára. Gönguna, 5 km., vann Aðalbjörn Þor- steinsson, 13 ára, á 26,31 mín. í samanlögðu stökki og göngu vann Sverri Olsen farandbikar. 200 metra slalom vann Jön Kristjánsson á 1,39 mín. Yngsti keppandinn, Kristján Jónsson, var 7 ára gamall. Alls voru veitt 26 verðlaun. — FÚ. Úr öllum áttum Skólamaður nokkur hefir at- hugað s'tafrofskver ýmsra landa. Honum segist m. a. svo frá: „. . . . Japanska stafrófskver- ið er mjög vel bundin og mynd- MUSSOLINI. skreytt bók. Hemaðarandinn hefir gert það að verkum, að síður þess eru fullar af teikn- ingum af byssum, fallbyssum, skriðdrekum og öðrum nýtízku hernaðartækjum. Nazisminn hafði mjög mótað hið þýzka stafrófskver, hakakrossinn var rauði þráðurinn í ölium teikn- ingunum. Vitanlega var Beni- to Mussolini mjög áberandi í ítalska stafrófskverinu. Ein myndin, mikið frekar óeðlileg, sýndi II duce, þar sem hann liélt á svolitlum skólas'trák í fanginu og undir var letra: „Benito Mussolini eiskar böm- in hjartanlega. Börn ítalíu elska II duce! Lengi lifillduce! Lof sé II duce“. Barnið á myndinni heilsar auðvitað með fasistakveðju! Heimskautafarinn Hubert Wilkins hefir kafbát í smíðum, sem ætlaður er til rannsóknar- starfs í Suður-Ishafinu. Á kafbátnum ætlar hann sér að ferðas't undir ísnum og hefir báturinn því verið útbúinn með tækjum, sem eiga að geta brætt vök á ísinn, svo hann geti þannig komizt upp á yfirborðið, ef þörf krefur, án þess að þurfa að leita eftir \ ökum. Kauptúnið Boldo í Rúmeníu brann næstum til kaldra koia fyrir skömmu. Þrjú hundruð íbúðarhús eyðilögðust, og nokkrar manneskjur, einkum börn, létu lífið í eldinum. í hinni árlegu róðrarkeppni milli stúdenta í Oxford og Cambridge sigruðu Oxford- slúdentar í vor. Var sigurinn þeim kærkominn, því þeir hafa tapað samfleytt í 13 síðastl. ár. Cambrigde hefir þá alls unnið 43 sinnum, en Oxford 41 sinni. Einu sinni hefir orðið sami tími hjá báðum. Fyrsta keppnin var 1841. Árin 1915—18 var engin keppni. Metið, sem var sett 1934, er 18,03 mín. Vegalengd- in en 4*4 ensk míla. í Mexico hafa konur nýlega kosið nefnd, sem á að safna íé til að reisa fyrir minnis- merki af óbreyttri þjónustu- stúlku. Ástæðan fyrir fjársöfn- uninni er þessi: Stúlkan vann hjá auðugum manni. Stálpuðum dreng, sem hann átti, var rænL af bófa- ílokki, er krafðist svo mikils lausnarfjár, að ekki var hægt að fullnægja kröfunni. Leit lög- reglunnar að drengnum var árangurslaus. Þá fór stúlkan af stað og henni heppnaðist að finna heimkynni ræningjanna. Tólt hún jafnframt þá fífldjörfu ákvörðun, að hún skyldi ein frelsa drenginn. Hafði hún vörð um bólstað ræningjanna og beið eftir hentugu tækifæri. Eitt .sinn varð hún þess vör, að bófarnir voru orðnir dauða- drukknir, réði því til inngöngu, náði tali af drengnum og sýndi lionum hvaða leið hann ætti að fara. Sjálf beið hún átekta ekki langt í burtu. Þegar bóf- arnir urðu þess varir, að dreng- urinn var farinn, hófu þeir óð- ar leit og fundu stúlkuna, sem sagðist hafa séð drenginn og vísaði þeim rangt til vegar. Leitin að drengnum varð því árangurslaus, en ræningjarnir grunuðu stúlkuna um svik og íéðu henni því bana. Með því að reisa minnis- merkið ætla konur i Mexico að varðveita frá gleymsku þessa óvenjulegu, en sorglegu hetju- sögu. Nokkrir þekktir Englending- ar, þar á meðal Lloyd George, Normann Angell, H. G. Wells, Archibald Sinclair, foringi frjálslynda flokksins, og major Atlee, foringi jafnaðarmanna, hafa birt harðorð mótmæli í Times gegn ógnarstjórn ítala í Abessiníu og þó sérstaklega blóðbaðinu í Addis Abeba eftir árásina á Graziani. „Við viljum ekki aðeins“, segir í mótmæl- i'num, „láta í Ijósi það álit okkar að jafn viðurstyggileg grmmd sé óafmáanlegur smán- arblettur á iilutaðeigandi þjóð, heldur jafnframt stórhættuleg fyrir yfirráð hvíta kynþáttar- ins í Afríku og framtíð hinnar kristnu menningar“. Það hafði um skeið vakið at- hyg'li í Danmörku, að ýmsir heldri menn, sem dæmdir höfðu verið til fangelsisvistar, óskuðu eftir að taka út hegninguna í ríkisfangelsinu í Ædeltoft, sem er skammt frá Aarhus. Skýr- ingin á þessu hefir nú fengizt. Yfirmaður fangelsisins hefir játað á sig að hafa verið frek- ar greiðvikinn við hína ,,fínu“ gesti. Stundum hélt hann þeim veizlu heima hjá sér, ásamt frúm þeirra. S'tundum spilaði hann við þá peningaspil í fangaklefunum o. s. frv. Hann hefir nú verið sviptur embætt- inu og bíður dóms. K » n p 1 A

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.