Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 1
AÐALi
ÁSTASAGA
arsins er
MGLEESA
rssmiA
0/^G.IBIIi^C)mÐ
5- ár. Reykjavík, sunnudaginn 10. október 1937. . 235. blað
ANN ALL
283. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 6.52. Sólarlag kl.
5.38. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
8.40.
Næturlæknir
er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar-
götu 12, sími 2234. Næstu nótt Karl
Sig. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími
3925. Sunnudagslæknir er Karl. Sig.
Jónasson. — Næturvörður er þessa viku
í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apó-
teki.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 6.05 að kvöldi til kl. 6.25 að
morgni.
Veðrið.
Vestanátt um allt land. Hægviðri
sunnanlands en allhvasst á annnesjum
norðanlands. Dálítil rigning vestan
lands, en þurrt í öðrum landshlutum.
Hiti 8—10 stig um allt land. Grunn
lægð fyrir norðan landið á austurleið.
Veðurútlit í Reykjavík í dag: Suð-
vestan kaldi, skýjað loft og dálítil rign-
ing.
Útvarpið í dag.
14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni
Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleikar
frá Hótel Borg (stj. B. Monshin). 17.40
Útvarp til útlanda (14.52 m.). 19.10
Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur:
Skemmtilög. 19.50 Auglýsingar. 20.00
Fréttir. 20.30 Erindi: Þættir úr sænsku
stúdentalífi (Jón Magnúss., fil. cand.).
20.55 Hljómplötur: Stúdentalög. 21.20
Upplestur: Sögukafli (Gunnar M.
Magnúss). 21.45 Danslög (til 24).
Útvarpið á morgun.
19.20 Þingfréttir. 19.35 Skýrsla um
vinninga í Happdrætti Háskólans. 19.50
Auglýsingar. 20.00 Fréttir 20.30 Um
daginn og veginn. 20.55 Útvarpshljóm-
sveitin leikur alþýðulög. 21.30 Hljóm-
plötur: Ýms lög.
Messur í dag.
í Laugarnessskóla kl. 5 síðdegis sr.
Garðar Svavarsson. í fríkirkjunni kl. 2,
síra Árni Sigurðsson. í dómkirkjunni
kl. 11, prestsvígsla.
Hjónabönd.
í gær voru gefin saman í hjónaband
af séra Garðari Svavarssyni ungfrú
Valborg Karlsdóttir og Þórður Jó-
hannsson. Heimili þeirra er að Bjarn-
arstöðum á Grímsstaðaholti. — Sr.
Árnl Sigurðsson gaf saman í gær ung-
frú Sigríði Þorbjörnsdóttur og Sigurð
Hansson, til heimilis á Framnesvegi 16.
— í gær voru gefin saman hjá lög-
manni, Soffía Ólafsdóttir og Ingólfur
Finnbogason trésmiður. Heimili þeirra
verður á Laugaveg 34b.
Vígsla
hins nýja skólahúss Flensbogarskól-
ans fer fram kl. 3 i dag. Á öðrum stað
í blaðinu er ítarleg grein eftir Jónas
Jónsson alþm., þar sem saga bygging-
arinnar er rakin í aðaldráttum.
Farþegar
með Gullfossi til Leith og Kaup-
mannahafnar: Margrét Ólafsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Hulda Benedikts-
dóttir, Sigr. Hallgrimsdóttir, Valgerður
Tómasdóttir, Hulda Kristmanns, Sv.
Ragnars, Ragnar Kaaber, Margrét
Guðmundsdóttir, Rigmor Hansen,
Finnb. Kjartansson, Ól. Th. Sveinsson,
Þór Sandholt Sigtryggur Klemensson
og frú, Brynjólur Stefánsson og frú,
Eiður Kvaran, Stefán Guðmundsson,
Magnea Guðjónsdóttir, Jóhanna
Björnsdóttir, Jakobína Björnsdóttir,
Þórólfur Jónsson, Baldur Guðmunds-
son, Kjartan Guðnason, Pétur Péturss.,
Arnfr. Árnadóttir, Sigr. M. Pétursd.,
Steinunn Hermannsdóttir, B. Bjarna-
son, Gunnl. Pálsson, Ól. Björnsson,
Tr. Þorsteinsson, Garðar Sigurjónsson,
Már Ríkarðsson, Birgir Kjaran, Sig.
Sigurðsson, Ingólfur Ágústsson, Kai
Milner, Magnús Þorvaldsson, Halld. Ól-
afsson, Ól. Ólafsson, Þuríður Jónsd.,
Sveinbjörg Haralds, Magna Sigfúsd.,
Guðrún Gísladóttir.
Hlutavelta
K.F.U.M. og K. hefst kl. 3 í dag í
húsi félaganna við Amtmannsstíg. Þar
verða margir ágætir drættir (sbr. augl.)
en engin núll og ekkert happdrætti.
Svo er alm. samkoma í kvöld kl. 8.30.
Þar talar sr. Bjarni Jónsson og einnig
verður þar kórsöngur og fiðlusóló. Allir
eru velkomnir á þá samkomu.
Heíír íundist lyf gegn fjár-
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í annað sinn í kvöld leikritið
„Þorlákur þreytti“. Frumsýningin var á fimmtudagskvöldið og
munu allir, sem þar voru, ljúka upp einum munni um það, að
leikritið sé sprenghlægilegt og leikur .aðalleikendanna. góður.
Á myndinni sést Haraldur Á. Sigurðsson,. sem .leikur. Þorlák
þreytta og Martha Indriðadóttir, sem Ieikur konu hans.
Nýír herflutn-
íngar tíl Spán-
ar írá Þýzka-
landí og Italíu
Sonur Mussolinis
stjórnar loítárás
á Valencia
OSLO:
Enska blaðið „Manchester Guardian“
skýrir frá því í gær í fregn frá einka-
fréttaritara sínum í Berlín, að 100—
130 þýzkir flugmenn hafi fyrir nokkr-
um dögum verið sendir til Spánar í
flugvélum hlöðnum matvælum og her-
gögnum. Blaðið birtir ennfremur ýms-
ar fregnir um herafla sem ítalir hafi
sett á land á Spáni undanfarna daga,
og telur að alls muni nú vera komnar
á land á Spáni 110—120 þúsundir ít-
alskra hermanna.
Franska blaðið „Figaro" skýrir frá
því 1 gær, að Bruno, sonur Mussolini,
sem er flugforingi, hafi fyrir skömmu
verið sendur til Spánar með flugsveit
og að það hafi verið flugsveit hans,
sem gerði loftárásina á Valencia á dög-
unum. — FÚ.
Ætla Ítalír að gera
gagnárásír á borgir
uppreísnarmanna og
kenna síðan spönsku
stjórninni um pær ?
LONDON:
Spanska sendisveitin í London hefir
snúið sér til brezku stjórnarinnar, með
sönnunargögn, sem hún segist hafa
fengið í hendur fyrir því, að ítalir hafi
nú í undirbúningi víðtæka áróðurs-
starfsemi á Spáni. Meðal annars und-
irbúi ítalska stjórnin árásir með eitur-
gasi, sem hún ætlist til að spánska
stjórnin verði sökuð um. T. d. segist
sendisveitin hafa sannanir fyrir því,
að eiturgas-árás á eina borg uppreisn-
armanna, Palma, sé fyrirhuguð. Enn-
fremur ráðgeri ítalir kafbátaárásir
með ítölskum kafbátum, er sigla eigi
undir stjórnarfána Spánar. — FÚ.
Vélbáturinn Kolbeinn ungi
sem áður var eign Sigurðar Bjarna-
sonar kaupmanns á Akureyri, hefir nú
verið seldur til ísafjarðar og mun ætl-
unin að nota skipið þar til póstferða.
Það er 58 smálestir að stærð og var
söluverðið 45 þús. króna. Kolbeinn
ungi lagði af stað frá Akureyri til ísa-
fjarðar um síðastliðna helgi.
Chamber-
lain þakkar
Ro osevelt
Viðræður milli Breta
og Bandaríkjamanna
LONDON:
í ræðu, sem Neville Chamberlain
forsætisráðherra hélt í fyrrakvöld á
þingi íhaldsflokksins brezka í Scar-
bourough, sagði hann um ræðu Roose-
velts forseta, að hún væri eins velkom-
in í Englandi, eins og hún væri orð í
tíma talað. Hann sagði ennfremur, að
það hefði verið orðin rikjandi skoðun
út um allan heim, að Bandaríkin vildu
undir engum kringumstæðum blanda
sér í málefni annarra þjóða. Þeim mun
gleðilegra væri það, þegar þessi vold-
ugasta þjóð heimsins vildi nú leggja
sinn skerf til þess að halda uppi gildi
gerðra sáttmála og koma í veg fyrir að
heimurinn lendi í því að samskipti
þjóðanna færist á villimannastig.
Talið er víst að Bandaríkin taki þátt
í ráðstefnunni um Austur-Asíumálin.
Sendiherra Breta í Washington og
Wilson, aðstoðarutanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna, hafa átt viðræður sam-
an og munu halda áfram að ræðast
við og er talið að þar sé um undirbún-
ing þessa máls að ræða.
Bandaríkjastjórn hélt fund í gær og
stýrði forseti fundinum. Þegar hann að
loknum fundi var spurður um það,
hvort Austurlandaráðstefnan kynni að
verða haldin í Washington, vildi hann
þó ekki gefa ákveðin svör. — FÚ.
—mm^m^m^mmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm^imm^mmmmmmmmmmmmj
Barnaheímílí
Vorboðans
FjársöSnun í dag
Þaö var í apríl í vor, að
barnaheimilisnefndin Vorboði
var stofnuð með það markmið
að koma þegar á þessu sumri
nokkrum Reykjavíkurbörnum
til sumardvalar uppi í sveit.
Sjálfsagt hefir mörgum fundizt
það furðu mikil bjartsýni að
hugsa sér að þetta mætti takast
með svo stuttum undirbúningi.
En þeir sem þekktu Reykvík-
inga að því, hvað gott er að
biðja þá, voru vongóðir. Og sú
von brást ekki, því að í sumar
tókst nefndinni að starfrækja
sumarheimili fyrir börn úr
Reykjavík, frá 1. júlí, til 1. sept.
Framhald á 4. síðu.
pestínní?
Tílraunír eru nú
gerðar á talsvert
möigum kíndum og
vírðast ætla að bera
árangur
Prófessor Níels Dungal hefir
gert í sumar ýmsar lækninga-
tilraunir á kindum, sem sýktar
voru af borgfirzku veikinni. —
Notaði hann ýms lyf í því
augnamiði og virðist, sem eitt
þeirra hafi reynzt bezt, og gefi
nokkrar vonir um að lækna
megi með því sýktar kindur.
Nú standa yfir lækningatil-
raunir með um 100 ær á ýmsum
bæjum í Borgarfirði, Hesti,
Grímarsstöðum, Hvanneyri og
víðar. Innan skamms verður úr
því skorið, hver árangurinn
verður af þessum lækningatil-
raunum, og bíða menn á fjár-
pestarsvæðinu þeirrar vitneskju
með mestu óþreyju.
Lækningin er í því fólgin, að
hinum sjúku kindum er gefið
inn fljótandi efni (brenni-
steinssýringur).
Heggstaðancsið
Heggstaðanesið hefir verið
fjárlaust með öllu síðan 22. sept.
í haust, en þar á að gera til-
raunir með, hvort heilbrigt fé
sýkist við það, að vera til beitar
á landi, þar sem sýkt fé hefir
verið áður.
Nú hafa bændur þar keypt
um 540 fjár austur á Kópaskeri,
sem nýjan fjárstofn. Hegg-
staðanesið er afgirt, sem kunn-
ugt er, og verður sú girðing
gerð tvöföld mjög bráðlega.
Páll Zophóniasson hefir ann-
azt útvegun á þessu fé, en flutn-
ingur þess að austan verður
bændum að kostnaðarlausu.
Þrjú
biireiðar-
slys
í gær
Þrjú bifreiðarslys, sem öll höfðu
talsverð meiðsl í för með sér, urðu hér
í bænum í gær.
Fyrsta slysið varð um hádegisleytið
á vegamótum Kalkofnsvegar og
Tryggvagötu. Ók bifreið þar á mann á
reiðhjóli og kastaði honum í götuna.
Fóru framhjól bifreiðarinnar síðan yf-
ir reiðhjólið og muldi það í sundur, en
manninum varð það til lífs, að hann
hafði kastazt það langt í burtu, að bíl-
stjórinn gat stöðvað bifreiðina áður en
hún hafði ekið yfir hann. Meiddist
hann þó töluvert mikið á höfði, vinstri
öxl og hægra fæti. Meiðslin munu þó
ekki hættuleg. Nafn mannsins er Sig-
urjón Viktor Finnbogason, Bergþóru-
götu 15a.
Annað slysið varð um kl. 3.15 fram-
undan benzíngeymi Shell við Vestur-
götu. Var sendisveinn að koma austur
götuna, þegar bifreið kom frá geymin-
um og lenti á hjólinu. Féll drengurinn
Alþingí sett
Kosníngum frest-
ad þangað til á
morgun
Alþingi var sett í gær og fór sú at-
höfn fram með svipuðum hætti og
venjulega.
Gengu þingmenn fyrst fylktu liði úr
Alþingishúsinu í Dómkirkjuna og
hlýddu þar á ræðu sr. Björns Magnús-
sonar. Kommúnistar komu þangað þó
ekki og ekki nema helmingur Alþýðu-
flokksþingmannanna. Héðinn, Jón,
Finnur og Vilmundur héldu til í þing-
húsinu meðan messugerðin fór fram.
Eftir að þingmenn voru komnir í sæti
í neðri deildar salnum, las forsætisráð-
herra konungsboðskap um að Alþingi
væri sett. Síðan tók aldursforseti þings-
ins, Ingvar Pálmason, við forsetastörf-
um. Minntist hann fyrst þriggja nýlát-
inna þingmanna, þeirra Guðmundar
Björnssonar landlæknis, Sigfúsar Jóns-
sonar kaupfélagsstjóra og Jóns Ólafs-
sonar bankastjóra.
Fór síðan fram athugun kjörbréfa
og voru engar athugasemdir gerðar
við þau. Að því loknu fór fram kosn-
ing á forseta sameinaðs þings, og hlaut
Jón Baldvinsson kosningu með 25 at-
kvæðum. 18 seðlar voru auðir. Fyrsta
forsetaverk hans var að fresta fundi
til mánudags, og halda kosningar þá
áfram.
Sá atburður gerðist, þegar þingmenn
höfðu hrópað húrra fyrir ættjörðinni
og konunginum, að kommúnistaþing-
mennirnir risu .á fætur og hrópuðu:
Lifi frelsisbarátta íslenzku þjóðarinnar.
Munu þeir hafa kunnað því illa, að
hrópa ekki neitt, en jafnaðarmenn
hörkuðu það af sér að sitja þegjandi
undir öllum hrópunum.
Fjórir þingmenn mættu ekki á fund-
inum í gær: Bjarni Ásgeirsson, Thor
Thors, Jóhann Jósefsson og Sigurður
Kristjánsson. Eru tveir þeir fyrst-
nefndu í útlöndum.
Af nýju þingmönnunum eru átta,
sem ekki hafa átt sæti á þingi áður.
Eru það Skúli Guðmundsson, Pálmi
Hannesson, Helgi Jónasson, Sigurður
Hlíðar, Stefán Stefánsson og kommún-
istarnir þrír.
Bæjarbruni
Annað íbúðarhúsið í Flekkuvík á
Vatnsleysuströnd, eign Úlfars Bergs-
sonar, brann i fyrrakvöld. Eldurinn
kviknaði laust fyrir miðnætti.
Enginn var í húsinu sem brann, en
í öðru húsi, sem stendur rétt hjá, voru
húsbændurnir fjarverandi, en aðeins
börnin heima, elzt 18 ára gömul stúlka.
Vaknaði hún við bjarmann af eld-
inum og gat bjargað einhverju lítils-
háttar út, en annars brann mestallt
sem inni var. Stúlkan gat bjargað út
kanínum sem inni voru, en hundur,
sem hún hafði náð, slapp inn í húsið
aftur og brann inni.
Menn frá næstu bæjum og vegfar-
endur er komu að, gátu með naumind-
um varið hitt húsið. Eldsupptök eru
ókunn. — FÚ.
í götuna, en meiddist ekki mikið. Hjól-
ið mun hafa nær eyðilagzt.
Þriðja slysið varð um fjögur leytið á
vegamótum Skothúsvegar og Suður-
götu. Rákust þar saman bifreið og bif-
hjól. Stúlka, sem var farþegi á bifhjól-
inu, meiddist talsvert og bifhjólið sjálft
gereyðilagðist.
Bílslys svipuð þessum, virðast hafa
verlð mjög tíð hér í bænum að undan-
förnu og má tvímælalaust telja aðal-
ástæðuna fyrir því þá, að bifreiðar-
stjórar, hjólreiðamenn og fleiri vegfar-
endur gæta ekki nógu mikillar varúð-
ar. Ættu hin stöðugu slys þó að vera
næg áminning til manna að fylgja bet-
ur umferðareglum en yfirleitt virðist
gert.