Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 2
2
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Hóieí Borg I dag kl. 3—5. Sérsiakír hljómleikar TVÆR HLJÓMSVEITIR Stíórnendur: Bernh. Monshin og Billy Cook
r iolu> £ 1 /I f Celló- i i i Trombon- ^AAAA^ Leikskrá lögð á borðin. NAAAA^ A.xa.xxa.ð 3s:-völc5L 3x1. 9 e. Iol. Spánskt k-völd.. M E L E E S A Afar spennandi og æfintýra- rík ástarsaga eftir James Oliver Curwood. Sagan gerist í frumskógum Norður-Ameríku og er, ásamt því að vera mjög hugnæm ásta- saga, jafnframt atburðarík og merkileg ferðasaga. Meleesa fæst í næstu bóka- verzlun og á afgreiðslu Nýja Dagblaðsins.
TIl Keflavíkur, Garðs | og Sandgerðls daglega i tvisvar á dag. | Stelndór, síml 1580. 1
K a n p 1 ð
Gula bandið ÉLén^öES> * uðeins Loftur.
•r bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband Isl. samvinnufélaga
Góð gjöf; Þazfíipúpsögu Reykjavíkup
Simi 1080 Fæst hjá bók8ölum.
Bjarni Benediklsson
á veikum is,
og lendir ofaní
Bjarni Benediktsson prófessor |
skrifar enn um Sundhöll
Reykjavíkur í Mbl. í gær.
í þessari grein segir Bjarni
að ég beri Jón heitinn Ólafsson
rógi, og finnur það til, að ég hafi
falsað ummæli Jóns, en þetta er
hinn mesti misskilningur — mis-
skilningur, sem illa menntum
manni gæti fyrirgefizt, en varla
prófessor við Háskóla íslands.
Umsögn Jóns sem ég vísa til
er ekki slitin úr sambandi, það
er stutt en gagnorð lýsing Jóns
á því hver afstaða hans flokks
er til málsins, en ekkert orð um
það, hvað sé hans persónulega
álit á málinu. Ég valdi Jón Ólafs-
son til þess að lýsa yfir afstöðu
flokksins til málsins af því að
hann var bæði þingmaður
Reykjavíkur og einnig bæjar-
fulltrúi íhaldsflokksins; hann
var því afstöðu flokksins vel
kunnugur og hann segir þetta
afdráttarlaust, aö bæjarstjórn sé
á móti því að veita 200 þús. kr. til
sundhallarbyggingar. Hitt, að
rétt muni að taka lán til þessa,
eru kunnar vífilengjur og ætti
Bjarni Benediktsson að vita að
það að athuga mál og rannsaka
lántöku til framkvæmda, þýðir
oft hjá íhaldinu að svæfa málið.
En úr því að Bjarni vill byrja
ummæli Jóns fyrr, þá hefi ég
ekkert á móti því. Bjarni vill láta
ummæli Jóns byrja á þessum
orðum: „í vetur hafa fyrst legið
fyrir endanlegar upplýsingar um
þetta mál.“
í fyrri grein sinni vill Bjarni
láta líta svo út, að baráttan fyr-
ir sundhallarmálinu hafi verið
hafin fyrir 25 árum, og hann
nefnir aðallega Sjálfstæðismenn
í sambandi við þá baráttu. Svo
finnst honum óhjákvæmilegt að
láta Jón Ólafsson lýsa því yfir,
eftir að þessi sundhallarbarátta
Sjálfstæðismanna hefir staðið
yfir í 16 ár, að nú fyrst séu end-
anlegar upplýsingar fengnar.
Bjarna er svo sem velkomið að
leiða Jón Ólafsson sem vitni mín
vegna, um það að raunverulega
hafi Sjálfstæðismenn ekkert gert
í málinu; þetta er alveg satt, því
allar upplýsingar í þessu máli
voru gefnar af Framsóknar-
mönnum.
Eg sýndi fram á það í fyrri
grein minni, að sá maður, sem
Bjarni einkum vildi þakka upp-
tök málsins, hefði ekkert fyrir
það gert þau 3 ár, sem hann var
ritstjóri að eina íþróttablaðinu
sem gefið var út í landinu, hafði
ekki skrifað orð um það, hvað þá
meira. Hér við bætist svo það, að
Sjálfstæðismenn voru lengi við
völd í landinu eftir að Jónas
Jónsson bar málið fram á þingi
og þeir gerðu bókstaflega ekkert
fyrir málið allan þann tíma. Eft-
ir að Framsóknarflokkurinn tók
við stjórn, var málið strax knúð
fram á Alþingi, en þó gat Sjálf-
stæðisflokkurinn tafið það enn í
8 ár í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Og heldur nú Bjarni Bene-
diktsson að það sé ekki alveg
vonlaus barátta fyrir hann, hef-
ir hann nokkra von um að fá
fólk til að trúa því að Sjálfstæð-
ismenn hafi barizt fyrir bygg-
ingu sundhallar í Reykjavík,
mennirnir sem alla tíð trössuðu
að gera svo að segja nokkuð til
þess að sundlaugarnar gætu tal-
izt nothæfar, rnennirnir, sem
hröktu íþróttamenn með Sund-
skálann úr einum stað í annan
og hafa svo síðustu árin komið
sér hjá að byggja sundskála í
Nausthólsvík? En því hafa þeir
fyrir löngu lofað.
Nei, þetta er vonlaus barátta,
Bjarni.
í grein sinni í gær segir Bjarni
Benediktsson, að ég vilji láta líta
svo út, að hann hafi viljað gera
Erlingi Pálssyni svívirðingu og
að það muni ekki í fyrsta skipti,
sem hann sýni honum lítilsvirð-
ingu. Þetta er alrangt. Það sem
ég segi um þetta, er á þessa leið:
„Erlingur kenndi t. d. sund í
10 ár bænum að kostnaðarlausu,
sem sagt fyrir ekki neitt, og býst
ég við að bæjarstjórnin virði það
við hann, og vel má vera, að
Bjarni Benediktsson hafi átt
einhvern þátt í því að sýna Er-
lingi virðingarvott, um það má
hann bezt vita sjálfur.“
Hér hefir Bjarni því vikið sann-
leikanum við. Hitt er svo annað
mál, að sálfræðingar myndu
draga nokkurnveginn ákveðnar
ályktanir af þessari framkomu
Bjarna Benediktssonar prófess-
ors.
í þessari sömu grein segir
Bjarni, að við Framsóknarmenn
höfum viljað koma Erlingi úr yf-
irlögregluþj ónsstöðunni.
En seilist Bjarni nú ekki of
langt til lokunnar hér? Hverjir
eru það, sem hafa gengið bezt
fram í því að koma Erlingi úr
þessari stöðu? Það eru íhalds-
menn.
Eða man ekki Bjarni Bene-
diktsson og aðrir flokksbræður
hans eftir því, þegar bæjarfull-
trúar íhaldsins og leynivínsal-
arnir í bænum gerðu ítrekaða til-
raun til þess að koma Erlingi
Pálssyni úr lögreglunni. Og hver
var það, sem átti að taka við af
Erlingi? Maður skyldi halda að
það hefði verið einhver úrvals-
maður, en það skyldi nú samt
ekki hafa verið maður, sem rétt
á eftir var dæmdur í 8 mánaða
fangelsi í einu hinu ógeðslegasta
máli?
Þetta mun hafa verið 1923 eða
1924. Það er alveg víst, að þetta
mál var fast sótt og það munaði
litlu að því yrði afstýrt að Er-
lingur væri rekinn. En menn,
sem skyldu i hvert óefni var
stefnt í þessu máli, gengu í það
að afstýra því, og þeim tókst að
hafa þau áhrif á tvo bæjarfull-
trúa íhaldsins, að þeir snerust á
móti flokknum, og með einlægum
stuðningi jafnaðarmanna var
þessi brottrekstrartillaga felld
með eins atkvæðis meirihluta, en
einn íhaldsmaður sat hjá. Meðal
þeirra manna, sem bezt gengu
fram í því að afstýra þessu
hneyksli, var lögreglustjórinn,
Jón Hermannsson. Mun hann
hafa skrifað bæjarstjórn um
þetta mál og bent þar m. a. á
það, að síðan Erlingur tók við
rannsókn glæpamála, þá hafi öll
þau mál verið upplýst, sem kært
var yfir til lögreglunnar.
Nokkru síðar mun svo einn af
bæjarfulltrúum íhaldsins hafa
tilkynnt það á bæjarstjórnar-
fundi, að hann myndi bera upp
tillögu um það að reka Erling.
Af þessu verður það ljóst, að
Bjarni hefði átt að líta nær sér
um þetta mál, áður en hann fór
að bei’a það á Framsóknarmenn
að þeir sætu á svikráðum við Er-
ling Pálsson, því það er alveg
víst, að þar hafa Sjálfstæðis-
menn gengið lengra,
Eg get nú látið þetta nægja i
bili. Þetta ætti líka að vera nóg
til þess að færa Bjarna Bene-
diktssyni heim sanninn um það,
að hann hefir illu heilli — fyrir
Sjálfstæðisflokkinn — hafið
þessi skrif, því það yrði endalaus
kaffæring, ef öllu því, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir miður
gert í íþróttamálum, væri hellt
yfir Bjarna, enda ætti hann það
ekki allt skilið, svo ungur maður
sem hann er. En hans eigin þátt-
Framh. á 3. síðu.