Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Side 3

Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 ■V !VÝJA DAttBLAÐHD Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj ómarskrif stof umar: Lindargötu 1,1. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Siml 3948. Er »línan« írá 1923 beínlínís ný? Alþýðublaðið virðist í þessum kosningum ætla að helga mér mjög ríflegan hluta af lesmáli sínu, og er líklegt að það verði gott fyrir báða. Alþbl. vantar efni og er þess vegna almennt talið mjög leiðinlegt. Ég vona, að ádeilur þess á mig geri það lítið eitt læsilegra. Jafnframt fæ ég á þann hátt meðmæli, sem koma á réttum stað til réttra aðila, einmitt nú, þegar hinn eiginlegi Alþýðufl. hefir orðið fyrir því óláni að vera lagstur undir sína mestu öfundar- og ó- vildarmenn, kommúnistana. — Það mun sannast, þegar líða tekur fram á kosningaundirbún- inginn, að ýmsir góðir og gegnir Alþýðufl.menn munu athuga vandlega hvernig þeir geta bezt farið með atkvæði sín, meðan flokksstjórnin er í herleiðingu við vötnin ströng i seli Stalins hér á landi. Alþbl. heldur því fram, eftir áramótagrein mína, að ég sé með nýja línu í stjórnmálum. Senni- lega er einmitt orðið „lína“ tákn þess, að blaðið skoðar sig nú í þjónsaðstöðu við Moskva. En þessi „lína“ er orðin nokk- uð gömul. Hún er frá 1923, þegar Alþbl. réðist á mig með þeim einkennilega ódrengskap, að ó- virða mig með því að láta eins og ég væri hlynntur þjóðnýting- arstefnunni. Af því ég hafði þrá- sinnis í ræðu og riti tekið i streng með verkamönnum og sjómönn- um i baráttu þeirra fyrir bætt- um kjörum, þá notaði einn af frambjóðendum Alþfl. og þáver- andi ritstjóri blaðsins tækifærið til að reyna að skaða mig með því að búa til sögu um það, að ég væri að vinna fyrir Alþfl. og sæti á svikráðum við minn eigin flokk. Ég hefi annan vitnisburð, tiltölulega nýjan, þar sem helztu forráöamenn Alþfl. lýsa því yfir, hátíðlega, að ég sé verulegasti þröskuldur í vegi þess, að kjós- endur Framsóknarfl. streymi í stórum hópum yfir til socialista. Ég hygg að hvorttveggja sé jafn rangt. Ég á hvorki skilið það hrós, að hafa safnað liði til Jóns Baldvinssonar á kostnað Fram- sóknarflokksins, eða að hafa hindrað þúsundir af mönnum frá að verða socialistar. Hvort- tveggja er „kosningasannleikur" Alþbl. Út af níði Alþbl. um mig 1923, setti ég fram þá einföldu og afar auðskildu kenningu, að miðflokkur landsins, samvinnu- mennirnir, Framsóknarmenn, gætu unnið með verkamanna- flokk að almennum umbótum á Vesfmannaeyja- ferð IV. Framsóknarfélagið í Vest- mannaeyjum boðaði útbreiðslu- fund á þriðjudagskvöldið í kvik- myndahúsinu, sem er stærsti samkomusalur í bænum. Halldór Guðjónsson kennari var fundar- stjóri. Húsið var yfirfullt kl. 8 þegar byrja skyldi fundinn. Voru 500 manns inni, en ca. 200 urðu frá að hverfa. Við Ey- steinn Jónsson héldum fyr- irlestra um störf og stefnu Framsóknarflokksins. Ég lagði áherzlu á þann samvinnugrund- völl hlutaráðninganna í útveg- inum, sem frá alda öðli hefði verið byggt á í Vestmannaeyj- um, og sem nú væri að verða fyrirmynd í öðrum landshlutum. Samvinnumenn úr landi mættu hinum reyndu samvinnumönn- um á miðri leið. Eftir hinn mikla uppgangstíma, og eftir reynslu kreppuáranna væri einmitt nú tækifæri til að hefja nýja fram- fara og umbótaöld í Vestmanna- eyjum, þar sem samvinna í gömlu og nýju formi væri hreyfi- afl í framkvæmdum. Eysteinn Jónsson sýndi fram á hversu hinar margháttuðu aðgerðir síðustu ára til hjálpar útvegin- um, sem flestallar hefðu verið framkvæmdar undir forustu Framsóknarmanna, væru í aðal- atriðum eftirlíking þess, sem gert hefði verið áður af sam- vinnumönnum til viðreisnar landbúnaðinum. Takmark Fram sóknarmanna í allri atvinnu, væri að framleiðslan væri á ábyrgð framleiðandans sjálfs. kjörum manna í landinu, ef starfað væri að þessum umbót- um á friðsamlegum grundvelli. En að jafnskjótt og verka- mannaflokkur færi að starfa að byltingu eða byltingarundirbún- ingi, þá teldi ég persónulega skyldu mína, að standa til varn- ar móti ofbeldinu við hlið í- haldsins, meðan sú hætta væri að líða hjá. Alþýðufl. veit vel, að Fram- sóknarflokkurinn hefir talið sér heppilegast að fylgja þessari stefnu, sem ég markaði árið 1923. Alþfl. hefir fræðilega staðið móti byltingu, þar til í fyrravet- ur, og Framsóknarmenn hafa oft og í mörgum þýðingarmikl- um málum getað unnið með Al- þýðufl. á þingi og í sumum bæj- arstjórnum. En í fyrravetur setti Héðinn Valdemarsson þingflokk þann, sem hann er í, inn á bylt- ingargrundvöll. Og um leið færði allur þingflokkur og síðan allur flokkur Framsóknarmanna í landinu sig frá hlið socialista og vann með íhaldinu í því tiltekna máli. Héðinn Valdemarsson hafði bæði skapraun og óvirðingu af þessari ofbeldistilraun sinni. Hann tapaði á henni 1000 atkv. í Rvík. Hann ætlaði að vinna sér fylgi sjómannanna á togurun- um, en glataði því. Sjómennirn- Hjálp til sjálfsbjargar væri raunverulega kjörorð Fram- sóknarmanna. Útvegurinn í Vestmannaeyjum þyrfti einmitt með þeirrar hjálpar, sem Fram- sóknarflokkurinn vildi veita þessari atvinnugrein. Fyrir- spurnir voru leyfðar og stuttar ræður, en engir tóku til máls nema Páll Þorbjarnarson, sem bauð okkur Eysteini að taka þátt í almennum stjórnmála- fundi kvöldið eftir. Við þökkuð- um boðið og hugsuðum gott til að fá þannig óvænt og án nokk- urrar fyrirhafnar tækifæri til að hafa almennar umræður um landsmál við alla hina flokkana. Þegar útbreiðslufundinum lauk var ekki mjög áliðið kvölds- ins. Báðum við þess vegna þá sem þar væru staddir og sem vildu styðja bæjarstjórnarlista Framsóknarmanna að vera um stund eftir í salnum. Urðu um 70 eftir og hófst að nýju um- ræðufundur með þeim. í lok þess fundar var boðaður nýr flokks- fundur næsta dag á Hótel Berg, nokkru áður en hinn almenni fundur byrjaði. Kom þar enn nýr liðsauki og fjör og áhugi mikill um að vinna sem mest og bezt að kosninguasigrinum. Daginn eftir voru enn haldnir tveir flokksfundir. í sambandi við allar þessar flokkssamkomur vakti það athygli, að hinir flokkarnir höfðu njósnara úti til að rita nöfn þeirra, sem kæmu inn í hina nýju hreyfingu. Um þessar njósnir og annað ir sáu, að ef ráði hans hefði ver- ið fylgt, myndu mörg af veiði- skipunum hafa legið aðgerða- laus alla vertíðina og þeir að- gerðalausir í landi. Alþbl. snýst daglega í þýðing- armesta máli flokksins. Þess vegna kom það illa við, að ég skuli hafa fyrir fjórtán árum markað glögga höfuðlínu í ís- lenzkum stjórnmálum, sem stærsti flokkur þingsins og þýð- ingarmesti flokkur landsins hefir fylgt öll þessi ár og sér ekki ástæðu til að hverfa frá. Alþýðu- flokkurinn veit, að hverju hann gengur í sambúð við Framsókn- arflokkinn. Samstarf milli þess- ara flokka er, eins og hingað til mögulegt, ef Alþfl. afneitar bylt- ingarstarfsemi í orði og verki, tekur upp skipulag og hagnýt vinnubrögð um almenn mál, og hreinsar úr liði sinu léttúðugt og illa mennt málalið, sem safn- azt hefir saman til augnabliks- þjónustu við túngarða flokks- ins. En jafnskjótt og Alþýðu- flokkurinn byrjar á bylting- arbrölti, óróa og yfirgangi, þá fer eins og í þingrofsmálinu í vetur. Leiðir skilja og Héðinn Valdemarsson sækir sér og sínum aukið auðnuleysi út til kjósend- anna. J. J. ekki var fullkomið samkomulag milli keppinautanna. Meðan stóð á einum fundinum var því veitt eftirtekt, að þrír njósnarar voru inni í sama skúrnum. Einn var nazisti, annar komm- únisti, þriðji var krati. Þessar njósnir voru teknar sem full viðurkenning á því að sókn af hálfu Framsóknarflokksins væri töluverður viðburður í lífi Vest- manneyinga. V. Mikill undirbúningur var af hálfu kommúnista undir hinn almenna fund á miðvikudags- kveldið. Lét einn af leiðtogum þeirra svo um mælt, að tilgang- urinn væri sá, að mala okkur Eystein mélinu smærra. Við gengum inn í ljónagryfjuna kl. 8 og var þá eins og fyrra kvöldið salurinn alskipaður svo að hvergi var sæti autt. Fjöldi fólks varð frá að hverfa að komast inn. Bæði kvöldin var ánægjulegt fyrir aðkomumenn að líta yfir hina yfirfullu fundarsali. Fólk- ið var mjög hraustlegt og mynd- arlegt, vant harðri vinnu, bjarg- göngum og íþróttum. Ekki sást vín á neinum manni, Allar sög- ur um „mölun“ á okkur að- komumönnum reyndust skálda- grillur. Fundarstjórn eins kom- múnistans var sterk og réttlát, og tilheyrendur ekkert nema eftirtekt og kurteisi. Fór fund- urinn hið prýðilegasta fram. — Ræðutíma var skipt milli fimm flokka: Stjórnmálaflokkanna þriggja og síðgetninganna tveggja, sem enn eru á lífi, kommúnista og nazista. íhaldsmenn voru ekki vel settir á fundinum, því að þá vantaði höfuðsmann sinn Jó- hann Jósefsson, sem var stadd- ur erlendis. Ræðumenn voru margir úr öllum flokkum, og voru sumir þeirra fyndnir og léttir í tali svo að kæti var um allt hús- ið, engu síður þó að mestu glettnisyrðin væru óviljaverk. Fundir hafa áður verið geysi- harðir í Eyjum og hin persónu- lega barátta í allra harðasta lagi í nábýli og návígi, einkum milli Sjálfstæðismanna og kom- múnista og sáust þess lítillega merki á fundunum. En hin óvenjulega kurteisi og vingjarn- lega framkoma tilheyrenda var af mörgúm kunnugum talinn góður og eðlilegur fyrirboði um þau bætandi áhrif, sem pólitísk þátttaka Framsóknarmanna mun hafa á félagsmál Vest- manneyinga. Hér skal aðeins drepið á tvennt af viðfangsefnum fund- arins. Páll Þorbjörnsson og ís- leifur Högnason höfðu staðið að stórfelldum undirskriftum móti þeirri tillögu Framsóknar- manna að rikisverksmiðjurnar á Siglufirði tryggðu sjómönnum sannvirði fyrir síld, sem þeir leggja þar inn. Sóttu þeir nú fram í þessu efni og fóru all- geist. En þar snerist sókn fljótt upp í vörn. Þeir gátu ekki svar- að þvi hversvegna allir útvegs- menn og sjómenn í Eyjum una svo vel þessu skipulagi í lifrar- samlagi þeirra, sem fullverkar á hverju ári 4—6000 tunnur af meðalalýsi á ábyrgð framleið- enda, og greiðir þeim smátt og smátt eftir því sem varan selst. Þeir gátu enn síður svarað því hversvegna þeir vildu endilega láta Kveldúlf, Allinace, Krossa- nes, Dagverðareyri og ríkis- verksmiðjurnar kaupa síldina með hagnaðarvon eina fyrir augum, á kostnað sjómanna. Og að lokum urðu þeir félagar báð- ir orðlausir fyrir þeirri stað- reynd, að eins og allt kjöt, sem kaupmenn kaupa af bændum hefir nú ekkert endanlegt verð í neinni byggð á landinu, nema það sem sambandskaupfélagið á staðnum greiðir, eftir að öllum sölum sambandsins er lokið það ár, þá hljóta ríkisverksmiðjurn- ar, með því að starfa á grund- velli kaupfélaganna að geta bjargað öllum sjómönnum á landinu, sem ráðnir eru upp á hlut, þó að síld þeirra sé seld einkafyrirtækjum. Verð rikis- verksmiðjanna verður ár hvert mæiikvarði fyrir alla síldarsölu í landinu. Ef síldarverksmiðj- urnar eru reknar á þeim grund- velli, sem Framsóknarmenn hafa frá byrjun mælt með, þá skapa þær allri sjómanna- og útgerðarmannastétt landsins samskonar öryggi og Samband- ið veitir. Einn af þróttmestu leiðtogum Mbl.-manna lét þau orð falla um kommúnista í bæjarstjórninni, að hann vildi heldur hafa hund með sér í hafnarnefnd heldur en þennan dýrkanda Stalins. Um helzta áróðursmann komm- únista var þess getið, að hann starfaði lítt að gagnlegum hlut- um, en settist að borðum styrk- þeganna í bænum sér til lífs- framfæris. Á þessum fundi fóru Frh. á 4. síðu. „Allt er betra en íhaldíðÍÉ Framsóknarmenn í Rvík j gáfu Héðni Valdemarssyni j atkvœði til Alþingis 1927. j Héðinn Valdemarsson j gerði seinast á kjörtima- j bilinu leynisamning við Ól- f af Thors um að fella Fram- ; sóknarstjórnina, og setja I uyp íhaldsstjórn, sem studd | vœri af Alþfl. og íhaldinu. Héðinn Valdemarsson og Ólafur Thors gerðu þetta samkomulag með þrálátum fundahöldum í hinu svo- kallaða stigaherbergi i þinghúsinu. Héðinn Valdemarsson vissi, að með því að svíkja Framsóknarfl. í tryggðum í kjördœmamálinu, var hann að gera samstarfs- flokki verkamanna þann mesta skaða, sem hann gat. | Héðinn Valdimarsson hélt föstu leynisamkomu- j lagi við forráðamenn í- j haldsins árin 1931, 1932, j 1933 og fram á árið 1934. j Þrátt fyrir allt þetta f heldur Héðinn Valdemars- son að hann hafi alla cefi (og líka i samningum við Shell) fylgt vlgorði Tr. Þ. frá 1926: „Allt er betra en íhaldið“

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.