Nýja dagblaðið - 11.01.1938, Síða 1

Nýja dagblaðið - 11.01.1938, Síða 1
Kosninyashrifstofa Framsóhnarfl. er í liafnarsír. 16 Síiibí 2323 ID/V5* IB \\J\\Ð IIIÐ 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 11. janúar 1938. 7. blaö Heir drrlHli anlilzl sii 1M? Verzlunarjöftmður þríggja seíuusfu ára hagfstæður um 16,2 míllj. kréna Undir stjórn heildsalanna hefði hann orðið óhagstæður iini tngi milljóna króna. .1 ANN ÁLL 11. dagur ársins. Sólarupprás kl. 10.09. Sólarlag kl. 3.02. Háflæður í Reykjavík kl. 12.40 1 nótt. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3.20 síðdegis til kl. 9.50 árdegis. Næturlæknir er í nótt Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959. Næturvörður er þessa viku í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykja- víkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 8.30 Dönskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómplötur: Lög úr tónmynd- um. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um uppeldi, III. (dr. Sí- mon Ágústsson). 20.40 Hljómpl.: Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Unglingad. Rauðakrossins (Sigr. Bachmann hjúkr- unarkona). 21.00 Symfoníutónl.: Faust- symfónían, eftir Liszt (plötur). Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Hafnarstr. 16, sími 2323. Leiðrétting. Þegar talin voru upp í laugardags- blaðinu nöfn á eigendum þeirra tíu kúabúa innan eftirlits- og fóðurbirgða- félaganna, sem nytjabezt mætti telja, miðað við nythæð fullmjólkandi kúa, kosti mjólkurinnar og fóðureyðslu, hef- ir fallið niður nafn Magnúsar Blöndal, bónda að Grjóteyri í Kjós, en tvíritazt nafn Vilborgar Guðnadóttur að Reykjavöllum. Alexandrine drottning hefir, samkvæmt sendiherrafrétt, veikzt á ný og var hún skorin upp á sunnudagskvöld. í bréfi frá Seyðisfirði, sem Nýja Dagblaðinu hefir borizt, er veðrátta sögð afbrigðilega góð þar eystra, snjólítið til fjalla og alautt í byggð. Sökum ótta við snögg veðra- brigði, er sauðfé þó víðast hýst, en lítið gefið og beit notuð sem verða má. Heyfengur var bæði mikill og góður í sumar. Hafa bændur, margir hverjir, fjölgað búpeningi sínum. Garðrækt hef- ir aukizt á síðari árum og öll ræktun er í örum vexti. Listi Framsóknarflokksins hér í Reykjavík er auðkenndur með bókstafnum B. Stuðningsmenn B-list- ans, sem dvelja utan bæjarins, eru á- minntir um að kjósa í tæka tíð hjá næsta hreppstjóra eða sýslumanni og senda atkvæðin til kosningaskrifstofu flokksins í Hafnarstræti 16. Þeir, sem fara úr bænum fyrir kjördag, eru beðn- ir að kjósa áður á kjörstofu lögmanns, Arnarhvoli, 3. hæð, opið 10—12 og 1—4 alla virka daga. Fnyir Framsókn- urmenn, mœtið á fundinum í kvöld! Félag ungra Framsókn- armanna heldur fund í Sambandshúsinu kl. 8 í kvöld. Á dagskrá er útbreiðslu- starfsemi félagsins, bæjar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík, afstaðan til annarra flokka o. fl. Félagsmenn eru áminnt- ir um að mæta stundvís- lega og taka með sér nýja félagsmenn. Hjálpumst til að gera Fé- lag ungra Framsóknar- manna að þróttmesta stjórnmálafélagi ungra manna í Reykjavík. Japanskír ijár- málamenn aðvara stjórnina Japönsk skuldahréf falla á ölluiii kaup- höllnm. KALUNDBORG: Japanski innanríkismálaráðherrann sem mjög hefir borið á í stjórninni undanfarið, lagði það til á stjórnar- fundi í fyrradag í viðurvist keisarans, að Japanir segðu Kínverjum formlega stríð á hendur. Fjármálamenn í Japan aðvara stjórnina um það, að hætta sér ekki lengra en komið er út í ófriðaræfin- týrið, og er orsökin talin vera sú, að japönsk skuldabréf falla nú í verði á kauphöllum utanlands og innan, en herforingjarnir halda því fram, að héðan af verði ekki aftur snúið og hið eina sem komið geti til mála af hálfu Japana, sé að taka undir sig svo mikið af Kína, að eitthvað verði til að borga með. — Japanir hafa nú tekið Tsing- tao. — FÚ. Uppreísraarmesm játa ósígur s5nn Stjórnarherinn hef- ir allt umhverfi Te- ruel á valdi sínu. KALUNDBORG: Útvarpið í Sevilla játar í gær ófarir uppreistarmanna við Teruel, en segir að ástæðan til þess að þeir hafi gefizt upp, hafi verið sú, að liðsauki sem þeir áttu von á, hafi komið of seint. Þá er og sagt frá því í sömu frétt, að land- fræðilega sé aðstaðan þarna mjög erfið, og loks hafi kuldi og snjór riðið bagga- muninn, svo að sókn uppreistarmanna hafi verið brotin á bak aftur. Teruel og allt umhverfi hennar er nú algerlega á valdi stjórnarinnar. — FÚ. Pólland fer ekki ár Þjóðabandalayinu. LONDON: Beck, utanríkismálaráðherra Fól- lands hélt ræðu í gær, þar sem hann sagði, að Pó.Uand vildi ekki auka á erfiðleika og áhyggjur Þjóðabanda- lagsins, en samt sem áður yrði það að fá greinilega að vita, hverjar skuld- bindingar Póllands væru og hve langt þær næðu. Hann sagði, að úrsögn ýmsra stórvelda úr Þjóðabandalaginu hefði skert áhrifavald þess og lægi við sjálft, að Þjóðabandalagið væri nú orðið að bandalagi þjóða, sein væru i andstöðu við annað bandalag þjóða, sem stæðu utan þess. — FÚ. Fœreyinyum hjálpað EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Danska stjórnin er nú að íhuga það, að veita Færeyingum nýtt fiskveiðalán að upphæð 400 þús. kr., til þess að bæta Færeyingum það, að þeim var synjað um leyfi til þess að gera samning við Gismondi um bækistöð fyrir ítalska togara í Þórshöfn. — FÚ. Níðurstaðan af at- hugunum Hagstof- unnar Samkvæmt útreikning- um Hagstofunnar er dýrtíð hér í bænum ekki meiri nú en á þeim tíma, þegar sein- ast var samið um ráðning- arkjör á togurum. Nýja dagblaðið hefir í sam- ráði við fjármálaráðherra feng- ið Hagstofuna til að gera sam- anburð á verðlagi hér í bænum á síðastl. hausti og þegar sein- ast voru gerðir samningar um kaup sjómanna á togurum. En ráðningarkjörin hafa verið ó- breytt síðan í ársbyrjun 1929, að því frátöldu að kaup á ís- fiskveiðum hefir hækkað samkv. samningi, er gerður var 1935. Niðurstaðan á þessari athug- un Hagstofunnar er sú, að vísi- tölur hafa á þessum tímum verið sem hér segir: Okt. 1928 Okt. 1937 Matvörur '220 194 Eldsneyti og ljósmeti 192 199 Fatnaöur og þvottur 222 257 Útsvör og skattar 135 253 Húsnæði 433 493 Önnur gjöld 228 209 Aðalvísitalan 253 257 Við þessar niðurstöðutölur Hagstofunnar er eftirfarandi að athuga: Húsnæði er miðað við húsnæð- isskýrslur 1928, en slíkar skýrsl- ur hafa ekki verið gerðar síðan 1930. Hagstofan hefir því reikn- að húsaleiguna í okt. 1937, þann- ig, að miða við húsnæðisskýrsl- urnar 1930 og hækkun bygging- arkostnaðar síðan. Er þó vitan- legt að byggingarkostnaður hef- ir hækkað miklu meira en húsa- leigan á síðustu árum og benda allar heimildir til að húsaleigan hafi að mestu leyti staðið í stað síðan 1928. Hækkun hennar hef- ir a. m. k. orðið miklu minni en vísitölur Hagstofunnar benda til. Hækkun á útsvörum og skatti er miðuð við 4000 kr. nettotekj- ur. Er vitanlegt, að á lægri tekj- um hafa skattar hækkað sára- lítiö og útsvör heldur ekki nærri eins mikið. Þessi hækkun nær því ekki til sjómanna og ann- ara láglaunamanna, nema að litlu leyti. Síðan í október 1937 hefir vísitalan á matvörum lækkað (Framhald á 4. slðu.) Hagstofan hefir nú lokið bráða- birgðayfirliti um verzlunina við útlönd á síðastliðnu ári. Samkvæmt því hefir útflutningurinn á árinu numið kr. 58.933.560.00 og inn- flutningurinn kr. 51.626.200.00. Verzlunarjöfnuðurinn hefir því orðið hagstæður á árinu um 7.307 þús. kr. Árið 1936 var útflutningurinn 48.238 þús. kr. og innflutningurinn 41.631 þús. kr. Verzlunarjöfnuðurinn á því ári hef- ir því verið hagstæður'um 6.607 þús. kr. Árið 1935 var útflutningurinn 47.777 þús. kr. og innflutningurinn 45.470 þús. kr. Hagstæður verzlunarjöfnuður þá hefir því verið 2.302 þús. kr. Þessi þrjú stjórnarár núverandi rík- isstjórnar hefir verzlunarjöfnuðurinn þvi verið hagstæður samanlagt um 16.216 þús. kr. Hvaða áhrif það hefði haft, ef inn- flutningurinn hefði verið frjáls á þess- um árum, má bezt marka á því, að á stjórnarárum íhaldsins, árin 1925, 1926, og 1927 nam innflutningurinn samtals 191.120 þús. kr. Ef innflutningurinn hefði verið svipaður á árunum 1935— 1937, hefði hallinn á verzlunarjöfnuði þessara ára orðið um 26 millj. kr. Er þó vitanlegt, að innflutningurinn hefði Gcngur norski Alþýðn- flokkurinn í Alþjóða- samliamlið? Stjórn norska alþýðuflokksins hefir fengið það samþykkt með öllum at- kvæðum gegn einu, í framkvæmdaráði flokksins, að fram skuli látin fara allsherjar atkvæðagreiðsla um það, hvort flokkurinn skuli ganga í alþjóða- samband jafnaðarmanna. Er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslu þessari geti orðið lokið í febrúar. Undanfarið hafa staðið yfir samn- ingar um sameiningu norska alþýðu- flokksins og kommúnistaflokksins, en það hefir ekki tekizt að fá sameining- una, aðallega vegna þess, að kommún- istar hafa ekki getað fallizt á samein- inguna án þess að hafa jafnframt sinn eigin skipulagða félagsskap fyrir sig. — FÚ. Rúmenar oy Frakkar LONDON OG KALUNDBORG: Mishescu, utanríkismálaráðherra Rúmeníu, átti í gær tal við forseta og forsætisráðherra og utanrikismálaráð- herra Tékkoslóvakíu í Prag, og er nú ný-lagður af stað þaðan til Belgrad í Júgóslavíu. Að loknum viðræðum hans við tékknesku ráðherrana, var gefin út opinber yfirlýsing, þar sem sagt var að þeir hefðu verið á einu máli um allt, sem bar á góma. — FÚ. orðið mun meiri síðari árin en þau fyrri, ef útflutningurinn hefði verið frjáls. Ef stefna heildsalanna hefði ráðið á undanförnum þremur árum, hefði hallinn á verzlunarjöfnuðinum því numið mörgum tugum milljóna króna í stað þess að hann hefir verið hag- stæður um röskar 16 millj. kr. Á þessu getur þjóðin dæmt, hvorum sé betur treystandi til að hafa forsjá þessara mála, Framsóknarflokknum eða Sjálf- stæðisflokknum. Fyrirspurnir endurteknar. Fyrir viku síðan birtist mikil lofgrein í Þjóðviljanum um nýju stjórnarskrána og lýðræðið í Rússlandi. í tilefni af því voru eftirfarandi fyrirspurnir lagðar fyrir ritstjóra blaðsins, Einar Olgeirsson: Myndu koinmúnistar ekki reyna að koma á samskonar „frjálsræði til að stilla upp frambjóðendum og tryggja kosn- ingu þeirra" hér á landi, ef þeir hefðu aðstöðu til þess? Væri það lýðræði, ef Ólafur Thors kæmist hér til valda og breytti stjórnarskránni þannig, að ekki mætti aðrir tilnefna frambjóðendur en félög verzl- unarmanna, bænda og verka- manna, sem viðurkennd væru af ríkisvaldinu, og sérstök nefnd, skipuð af Ólafi Thors, ákvæði það síðan endanlega, hverjir af þessum tilnefndu frambjóðend- um fengju að vera í kjöri? Þar sem E. Olgeirsson hefir enn ekki svarað þessum fyrir- spurnum, eru þær því hér með endurteknar. Fyrirspurnum frá Einari, sem komu nokkru seinna, er svarað hér í blaðinu í dag, og ætti því enn frekar að mega vænta þess, að hann léti ekki lengur standa á svörunum. Kosning utan kjörfunda er hafin á skrifstof- um lögmannsins í Arnarhvoli, 3. hæð. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 10—12 árdegis og kl. 1—4 síödegis alla virka daga. Framsóknarmenn, sem dvelja hér í bænum, en eiga kosningarétt í öðrum kaupstöðum landsins eða kauptúnum þar sem sveitastjórnarkosningar fara nú fram, eru áminntir um að neyta atkvæðisréttar síns í tæka tíð. Sérstak- lega er áríðandi að Austfirðingar dragi ekki að kjósa, sökum strjálla sam- gangna við þann landshluta. Kosn- ingaskrifstofa Framsóknarflokksins í Hafnarstræti 16, sími 2323, mun annast heimsendingu atkvæðanna, ef þess er óskað. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hjá lögmanni, með hvaða bók- staf framboðslistarnir úti um land eru auðkenndir.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.