Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA ÐAUBLAÐIS Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Rltstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j órnarskrif stof urnar: Lindargötu 1,1. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Siml 3948. Raímagnsmálið og Sígurður Jónasson Sogsvirkjunin er stærsta fjár- málaframkvæmd sem gerð hefir verið hér á landi. Því verki er nú nýlokið. Reykjavík og Hafn- arfjörður fá nú úr Soginu geysi- mikla orku. En mörg kauptún og einn kaupstaður á landinu, sunnan og vestanverðu, líta til Sogsins vonaraugum um ljós, hita og orku. Selfoss, Eyrar- bakki, Stokkseyri, Vestmanna- eyjar, Grindavík, Keflavík, Hafnir, Garður, Sandgerði, Akranes og margar aðrar byggðir í nánd við þessa staði bíða meði óþreyju eftir því að gj aldeyrisaðstaða landsins batni svo að unnt verði að leggja til þessara staða leiðslu frá Sog- inu. í öllum þessum stöðum standa nú til í vetur og vor kosningar til bæjarstjórna eða í sveitarstjórn. Á öllum þessum stöðum er raforkumáli'ð eitt hið þýðingarmesta mál stjórnar- valdanna, sem fara með mál bæja og héraða á þessu svæði. Sigurður Jónasson forstjóri hefir hrundið þessu mikla máli í framkvæmd. Án áhuga hans og baráttuþreks hefði ekki enn verið hreyfður einn steinn á vegum Sogsvirkjunar. Hann hefir vakið áhugann fyrir mál- inu, knúð fram rannsókn og kaup á vatnsorkunni sem með þurfti. Hann hefir fengið hing- að til lands verkfræðinginn, sem fann rétta staðinn og bjargaði frá „þjóðgatinu“ við Þingvalla- vatn. Hann sótti svo fast fram í málinu, að íhaldið klofnaði, og varð til að geta haldið völdum í bænum, að láta undan og vera með því að verkið yrði framkvæmt. Að lokum fékkst lánið til verksins í Svíþjóð fyrir atbeina Sigurðar Jónassonar og hjá fyrirtækjum, sem hann var búinn að hafa skifti við í mörg ár. Síðan Guðm. Björnson land- læknir kom á vatnsveitu úr Gvendarbrunnum til Reykjavík- ur, hefir enginn einn bæjarfull- txúi hrundið með persónukrafti og andlegum yfirburðum í framkvæmd þvílíku stórvirki. Héðinn Valdimarsson bar ekki gæfu til að skilja hvílíkt þrek- virki Sigurður Jónasson hafði unnið fyrir bæinn og hrakti hann úr verkamannaflokknum. Það er ein af hinum stóru syndum Héðins Valdimarssonar gagnvart flokki þeim, sem hann telur sig ennþá til, að hafa svift verkamannastéttina því- líkum starfsmanni við stór um- iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiimiii „Vínír Reykjavíkur" | (Sbr. Jóh. Möller j og V. St.) Þeir hafa síðan 1930 auk- | I ið skuldir bæjarins og fyr- | | irtækja hans úr 9,5 millj. | 1 kr. í nálega 16 millj. kr. Þeir hafa komið útgerð- | § inni í bænum á það stig, að = | skipum fækkar ár frá ári. | | Enginn vill kaupa ný skip. 1 1 Árlegur tekjuhalli er svo að | I segja á hverju skipi. Leið- | 1 togar útgerðarinnar reikna \ I fyrirsjáanlegt tap á hverj- I | um togara nú í ár um 110 | i þús. kr. I immmmmiummmmmmmmmmmmmmmmiiiiiiiiiii bótamál, eins og Sigurður Jón- asson er. Framsóknarmenn leita eftir duglegum og starfsömum mönn- um. Framsóknarmenn skilja og viðurkenna hvílíkt stórvirki Sigurður Jónasson hefir unnið í rafmagnsmálinu og þess vegna leggja þeir áherzlu á að koma honum aftur í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þeir vita að nóg er enn óleyst af miklum vanda- málum fyrir bæinn. Þeir fylgja sömu reglu og allir góðir bú- menn og athafnamenn. Þeir leita að duglegu mönnunum, því að í höndum þeirra vinnast verkin fljótt og vel. Rafmagnsmál Reykjavíkur er ekki enn nema hálfleyst. Enn er eftir að fullnota orku Sogs- ins i höfuðstaönum. Enn er eft- ir að láta þessa orku skapa margháttaðan iðnað í bænum. Og það mun mál manna, sem til þekkja, að enginn maður í bæn- um sé hugkvæmnari eða meir skapandi í þessum efnum held- ur en Sigurður Jónasson. Þess myndi fyr en varir sjást merki svo að segja í hverju heimili í bænum, ef Sigurður Jónasson væri í bæjarstjórn höfuðstaðar- ins með úrslitaatkvæði um hin þýðingarmestu mál. Sigur hans í Sogsmálinu er unninn með úr- slitaatkvæði hans, móti öflum kyrrstöðunnar í bænum. Á Akranesi, í allri Gullbringu- sýslu, á Eyrarbakka, Stokks- eyri og Vestmannaeyjum skift- ir það meginmáli í hverju heim- ili að Sigurður Jónasson verði bæjarfulltrúi í Reykjavik. Hann er búinn að beizla Sogið og leiða nokkurn orkustraum til höfuðstaðarins. Enginn maður mundi öruggari en hann i bar- áttunni um að koma Sogsork- unni til þeirra, sem bezt skil- yrði hafa til að bæta við sig af auðlegð Sogsfossanna. J. J. K A V P I Ð aðeins Loftur. A KROSSGOTUM Rœktun bæjarlandsins. Svo háttar til í Reykjavík, að bærinn framleiðir sem svar- ar 5 kg. af grænmeti á mann í bænum. En á bæjarlandinu telja sérfróðir menn í búnaði að mætti rækta 70—80 þús. tn. af grænmeti! Hér á að byrja stórkostlega garðrækt í bæjar- landinu, en það verður ekki gert nema undir forustu Fram- sóknarmanna. Þeir hafa ekki leigt lönd á 250 kr. ha. þar sem bændur í sveit hafa ræktað. — Hin nýja ræktun byggðanna er gerð undir forustu Framsókn- armanna. Ræktun bæjarlands- ins kemst aldrei í sæmilegt lag nema undir forustu þess flokks sem stýrt hefir ræktun byggð- anna. Hversvegna er Reykjavík skipulagslaus? Allir kaupstaðir og nálega öll kauptún á íslandi hafa skipulag, þar sem hugsað er um gagn og fegurð — nema Reykjavík. — Lóðabraskarar bæjarins hafa í skjóli við meiri- hluta bæjarstjórnar losað sig undað íslenzkum landslögum í þessu efni. Hvert óhappaverkið rekur annað um byggingu bæj- arins. Eitt af síðustu dæmun- um er villuhverfið í kvosinni neðan við Sunnuhvol. Þar hefði eftir reglum, sem gilda í borg- um, þar sem menntaðir menn ráða, átt að hafa verið græn svæði, en húsin í hliðunum beggja vegna. í þessu nýja hverfi eru bakhús á sumum lóðunum, eins og þar sem mestu viðvaningar byggja. — Framsóknarmenn hafa í smíð- um frv. til laga um nýtt skipu- lag fyrir allt landið, þar sem húsameistari, vegamálastjóri og vitamálastjóri eru æðsti dómstóll 1 byggingamálum. Opnið iðnaöinn! Hvað segja bæjarbúar um lokun iðnaðarins undir áhrif- um kommúnistiskra sveina? í nálega öllum iðngreinum vant- ar menn til starfs, en ungling- arnir fá ekki að læra, því að at- vinnan er lokuð. Tökum raf- magnsstörfin. Þar væri þörf á margfalt fleiri æfðum mönnum en til eru. Fólk bíður stórtjón af því að það fær ekki fram- kvæmda rafmagnsvinnu fyrir heimilin. Allt útlit bendir til að á næstu mánuðum verði út- lendingar að flytjast inn til að vinna að ýmsum iðngreinum. En margir islenzkra unglinga bíða eftir að mega vinna þessi störf, en fá það ekki fyrir vikapiltum Rússa. Framsókn- arflokkurinn vill leyfa íslend- ingum að vinna á íslandi, líka í Reykjavík. Mjólk og lýsi handa börnum. Mbl. þótti lítils góðs von af Sig. Thorlacius er hann varð skólastjóri í Austurbæjarskól- anum. Hann var í augum þeirra „fjandmaður Reykjavíkur". — Hitt þótti lítt um vert að hann hafði hinn mesta áhuga á upp- eldismálum og hafði búið sig betur undir starfið en títt er hér á landi. Sig. Thorlacius vissi um hin fjölmörgu börn, sem komu í skólann, sem ekki áttu kost nægilegrar, góðrar og hollrar fæðu. Hann byrj- aði að beita sér fyrir því að börnin fengju mjólk og lýsi í skólanum. Því var illa tekið í fyrstu, en Sig. Th. sótti málið með festu og þrótti. Að hans tilhlutan var komið með tillögu I bæjarstjórn um að bærinn gæfi skólabörnum mjólk. Mbl.- menn voru þessu andvígir. Þeir voru 8, en gerðu ráð fyrir, að 7 í andófi vildu styðja mjólk urgjöfina til barnanna. En átta hendur komu upp með tillög- unni. Þóttu þetta býsn. Sást þá að hin sterka hönd Hjalta var með „fjandmönnum Reykja- víkur. Málið gekk fram. Nú eru 1000 lítrar af nýmjólk gefnir daglega í barnaskólum bæjar- ins. Olíuskip til V estmannaeyja. Útgerðarmenn ’ í Vestmanna- eyjum hafa með stuðningi Framsóknarflokksins komið upp olíugeymi, sem tekur 800 smálestir. Skip er á leiðinni með olíu í geyminn. Gömlu fé- lögin eru búin að lækka verðið úr 3 aurum á líter og verða á- reiðanlega að lækka meira áð- ur en lýkur. Olíuskipið hefir auk þess hráolíu og ljósaolíu, og mun bæði Héðinn og Shell verða að taka verðið á þeim vörutegundum til athugunar. Mbl., Vísir, Alþýðubl. og Rússa- blaðið eru öll háð olíusölunum og þora ekki, eins og Fram- sóknarblöðin, að styðja fjár- hagslega frelsisbaráttu sjó- mannanna í landinu. Framsóknarflokkurinn leysti á árunum 1918—1924 kúgunar- hlekki erlendra auðhringa af útvegsmönnum, sjómönnum, sem þurfa að kaupa olíu vegna atvinnu sinnar. Þeir munu enn verða eini flokkurinn, sem hef- ir þá aðstöðu að geta stutt hin frjálsu olíukaup landsmanna. Þolir íhaldið saman* burð á stjórn ríkisms og Reykjaviknr? Framhald af 1. síSu. liði, megi ekki láta Framsóknar- menn koma nálægt stjórn Rvík- ur,þvíaðþeim hafi gengið ennþá ver að stjórna landinu en íhald- inu að stjórna bænum! Fyrir Framsóknarmenn er það mjög heppilegt að Morgunblaðið skuli minnast á þetta. Með því er gefið hentugt tækifæri til að bera saman fjárstjórn Reykja- víkur og ríkisins á undanförn- um árum, því eftir þeirri reynslu geta kjósendurnir m. a. dæmt á milli íhaldsins og Framsóknar- flokksins. n iiiii n ii ii 11 iii iiiiiiiiiiiiu iii ii iii n ai in ii ii iii ii •1111111111111111111 „Fjandmenn Reykjavíkur" I (Sbr. Jóh. Möller 1 og V. St.) Hvað finnst hlnum | | „ s ö n n u “ höfuðstaðar- | | búum um flokk, sem hefir | 1 tryggt líf kaupfélagsins í | | bænum, sem lækkað hefir I í allt vöruverð og minnkað | jj dýrtíðina? Og hvað finnst | i hinum sömu dánumönn- i | um um flokk, sem hefir i i síðan 1923 hrundið í fram- | | kvæmd byggingu Lands- I | spítaians, símstöðvarinnar, | | útvarpsins, eina nýtízku | [ gistihúsinu í bænum, eina | | nýtízku skrifstofuhúsinu í | | bænum, sundhöllinni og í | háskólanum? ................iliiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin?i Reykjavík. Núverandi bæjarstjórnar- meirihluti íhaldsins kom til valda eftir kosningarnar í jan- úarmánuði 1934. Skuldir bæjar- sjóðs voru þá 3.366 þús. kr. og næsta ár á undan, 1933, höfðu útsvörin numið 2,4 millj. kr. Eftir þriggja ára stjórn íhalds- ins, í árslok 1936, voru skuldir bæjarsjóðs orðnar 5.174 millj. kr. og útsvörin höfðu numið á því ári 4,1 millj. kr. Þannig höfðu skuldir bæjarins á þessu tímabili aukizt um 55% og útsvörin hækkað um 70%. Á seinasta ári er vitanlegt að skuldir bæjarins hafa enn auk- izt og útsvörin hafa aldrei orðið hærri en þá. Hækkun skulda og útsvara á kjörtímabílinu hefir því orðið mun meir en þessar tölur sýna. Það er athyglisvert, að öll þessi skuldasöfnun stafar af aukinni eyðslu bæjarsjóðs, en ekki framlögum til sérstakra framkvæmda. Eyðslan hefir aukizt þetta miklu meira en hinar gífurlegu útsvarshækkan- ir og íhaldið unnið tekjuhallann upp með stöðugri aukningu lausaskulda. Ríkið. Núverandi stjórn kom til valda seint á árinu 1934. Hún gat þvi lítil áhrif haft á fjármálastjórn þess árs. Árið 1934 námu þær tekjur ríkisins, sem svara til útsvar- anna, en það eru skattar og tollar, alls 11.843 þús. kr. Árið 1936 námu þessir tekjustofnar ríkisins 12.379 þús. kr. Þeir hafa því hækkað um 4y2% á sama tíma og útsvörin hjá Reykjavík- urbæ hækka um 70%. Á árunum 1934—37 hafa skuldir ríkissjóðs ekki hækkað um einn eyri vegna rikisrekstr- arins. En verulegur hluti þeirra hefir verið gerður hagkvæmari með því að tekið hefir verið stórt lán til að greiða með eldri lausa- skuldir. Þrátt fyrir þetta hefir rikis- sjóðurinn varið meiru fé til verk- legra framkvæmda og atvinnu- veganna á þessum árum en nokkurri sinni fyr. Það er því meira en furðu- leg dirfska af Mbl. að þora að (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.